Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 12
Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla
Síminn er
Gífurlegur
Ef héraðsbúmark fyrir mjólk-
urframleiðslu á samlagssvæði
Mjólkursamlags KEA minnk-
ar um 5% frá því sem nú er þá
þýðir það 23,5 milljóna króna
samdrátt á brúttótekjum
bænda af mjólkurframleiðslu
og yfir 30 milljóna króna
tekjusamdrátt hjá Mjólkur-
samlaginu.
Pessar upplýsingar fengust hjá
Oddi Gunnarssyni formanni Fé-
lags eyfirskra nautgripabænda og
Þórarni Sveinssyni mjólkursam-
lagsstjóra.
Kvótanefnd Framleiðsluráðs
landbúnaðarins á að skila reglum
um skiptingu búmarks milli hér-
aða nú um mánaðamótin en fyrir
Önglaverksmiðja á Akureyri:
Verðið of hátt
„Við getum ekki mælt með því
við nokkurn mann að verk-
smiðjan verði keypt hingað
fyrir þennan pening,“ sagði
Páll Hlöðvesson sem sæti á í
Atvinnumálanefnd Akureyrar,
en könnun á því hvort hag-
kvæmt væri að kaupa öngla-
verksmiðju til bæjarins hefur
staðið yfir að undanförnu.
Iðnþróunarféiag Eyjafjarðar
stóð að hagkvæmniathugun á
þessu máli, en verksmiðja til
önglaframleiðslu er til sölu í
Reykjavík. Eigendur hennar
vilja hins vegar fá fyrir hana 7,9
milljónir sem er allt of mikið verð
samkvæmt þeim athugunum sem
fram hafa farið af hálfu Iðnþró-
unarfélagsins.
„Ég held að þetta mál sé úr
sögunni, í'bili að minnsta kosti,“
sagði Páll Hlöðvesson. „Eigend-
ur verksmiðjunnar í Reykjavík
telja sig hafa kaupanda að verk-
smiðjunni fyrir þetta verð, sem er
mun hærra en það verð sem við
teljum æskilegt að greitt verði,“
sagði Páll. Þess má að lokum geta
að verksmiðja sem þessi veitir 6
mönnum atvinnu. gk-.
munur
- á tilboðum í smíði refabús að Ytra-Holti
Þorsteinn Aðalsteinsson eig-
andi loðdýrabúsins að Böggv-
isstöðum hyggst reisa stórt
refabú að Ytra-Holti. Bauð
hann verkið út og fékk 3 tilboð
í. smíði og uppsetningu stál-
grindahúss.
Bílaverkstæði Dalvíkur bauð
1.378.700, Stálverk sf. og Katla
hf. á Árskógsströnd buðu 255
þúsund og Vélsmiðja Einars í
Ólafsfirði bauð 529 þúsund. Til-
boð Vélsmiðju Einars náði að-
eins til hluta verksins, þ.e. allrar
járnasmíði, án uppsetningar.
Það var Sveinn Jónsson í
Kálfsskinni sem sá um að bjóða í
verkið fyrir hönd Stálverks og
Kötlu og hefur Porsteinn samið
við hann um að taka það að sér.
Þorsteinn sagði að fyrirfram
hefði verið gert ráð fyrir að verk-
ið kostaði á bilinu 3-500 þúsund.
-mþþ
Jón G. Sólnes 75 ára:
Sæmdur heiðursmerki G.A.
Jón G. Sólnes varð 75 ára í
gær, óg af því tilefni bauð
hann vinum og vandamönnum
til smáveislu sem haldin var í
Mánasal Sjallans.
Þar var margt manna saman
komið, og þeirra á meðal voru
nokkrir félagar Golfklúbbs
Akureyrar sem komu m.a. í
þeim tilgangi að afhenda Jóni
heiðursmerki golfklúbbsins.
Jón G. Sólnes hefur leikið
golf í áratugi og þeir eru ekki
margir dagarnir sem hann
vantar á golfvöllinn yfir
sumarmánuðina. Jón hóf að
leika golf á fyrsta velli Golf-
klúbbs Akureyrar sem stað-
settur var á Gleráreyrum á
fjórða tug aldarinnar og hann
hefur jafnan staðið framarlega
í baráttu klúbbfélaga bæði á
vellinum sjálfum og hvað
varðar félagsstörf.
liggur að samdráttur á landsmæli-
kvarða verður 5%. Sá samdráttur
getur hins vegar skipst misjafnt á
milli héraða þartnig að sums stað-
ar verði samdrátturinn lítill sem
enginn en annars staðar þeim
mun meiri.
Mjólkurframleiðsla í Eyjafirði
hefur síðustu ár numið 20,5% af
landsframleiðslu og verið 22-23
milljónir lítra á ári. Að sögn
Odds Gunnarssonar þýddi 5%
samdráttur 7-8% tekjutap hjá
kúabændum sem jafngildir tekj-
um 12-13 meðalbænda á svæð-
inu. -yk.
Óli með laxinn sem hann fékk í Ljósavatni og einn vænan silung.
Mynd: GEJ.
Jónína Pálsdóttir sar nir Jón G. Sólnes heiðursmerki Golfklúbbs Akureyrar.
Mynd: KGA
Ahrif samdráttar í landbúnaðarframleiðslu:
Nautgripabændur
tapa 7-8% tekna
- ef samdráttur í mjólkurframleiðslu verður 5%
12 punda lax
úr Ljósavatni
„Það verður að segjast eins og
er að ég var ekkert öruggur á
því hvaða tegund þetta var sem
kom upp í netinu,“ sagði Óli
B. Kristdórsson bifreiðastjóri
og alkunn aflakló er við tókum
hann tali þar sem hann var að
ganga frá veiðidóti sínu eftir
vel heppnaða veiðiferð í Ljósa-
vatn um helgina.
„Ég sýndi mönnum þennan
fisk og þeir sem best þekkja voru
á einu máli um að þetta væri lax,
og hér er hann,“ sagði Óli og
sýndi vænan fisk. Hann sagðist
hafa fengið fiskinn í net sem
hann hafði lagt á laugardaginn.
Óli á góðan bát sem hann notar
við veiðar sínar á hinum ýmsu
vötnum hér norðanlands.Hann
sagðist nota allar sínar frístundir
til að veiða.
- Nú hefur lítið borið á því að
lax veiddist í Ljósavatni. Heldur
þú að þessi veiði sé að glæðast?
„Það er enginn vafi. Ég hef
stundað veiði í Ljósavatni
undanfarin ár, og það er óhætt að
segja að fiskurinn sem veiðist er
stærri, og magnið meira en verið
hefur. Bændur hafa líka gert
töluvert af því að sleppa seiðum í
vatnið, og má vera að það hafi að
segja. En því má ekki gleyma að
það er mögulegt að fiskurinn hafi
komið úr Djúpá sem rennur hér
úr vatninu.“
- Hvað um stærðina á laxin-
um. Er hún ekki óvenjulega
mikil?
„Ég hef að minnsta kosti aldrei
fengið jafnvænan fisk og þessi er.
Fólk sem býr við vatnið og þekkir
það, sagði mér að þetta væri
stærsti fiskur sem það hafði séð í
áratugi,“ sagði Óli B. Kristdórs-
son veiðikló. - gej