Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 1. október 1985
Sláturhús KÞ Húsavík:
Meðalvigt fyrstu
dagana 14,113 kg
Slátrun hófst hjá Sláturhúsi KÞ á Húsavík þann 12.
sept. síðastliðinn. „Þetta fer nokkuð vel af stað. Við
stöndumst áætlun fullkomlega og vonum að allt
gangi vel,“ sagði Jóhannes Þórarinsson, sláturhús-
stjóri.
Slátrun á að ljúka 16. okt. og er áætlað að slátra 43
þús. fjár eða um 3 þús. fleira en í fyrra.
Um 130-140 manns vinna við slátrunina og gekk nokk-
uð vel að fá fólk til vinnu.
Meðalvigt fyrstu fimm dagana er 14,113 kg á dilk. í
fyrra var meðalvigt í sláturtíðinni 14,5 kg, en það skal at-
hugað að það fé sem slátrað var fyrstu dagana var úr upp-
sveitum og sagði Jóhannes að bændur þar hafi fengið
mun betri meðalvigt í fyrra. Hann telur nokkurn veginn
augljóst að meðalvigt eigi eftir að lækka verulega. Ný-
lega hafa verið gerðar miklar endurbætur á aðstöðu til
stórgripaslátrunar í húsinu og sett upp banabox fyrir
stórgripi. - IM.
Smáhlé við slátrunina. Þorsteinn Sigurgeirsson, <
Unnið við fláningu.
Skrokkarnir klæddir i plast at Margreti og Helgu.
Sláturhússtjór
kjötsalnum.
Gamla fjósið á Möðruvöllum fær senn nýtt hlutverk.
Nýreist hlaða við tilraunafjósið að Möðruvöllum.
„Við buum til haust
og vetur í frystikistum"
Möðravellir í Hörgárdal eru fyr-
ir margt sögufrægur staður.
Kirkjustaður til margra alda,
klausturstaður, menntasetur,
amtmannssetur. A Möðruvöll-
um hefur brunnið oftar en á
öðrum stöðum á landinu. I
flestum ef ekki öllum tilfellum
er það vegna klaufaskapar
mannanna. Búskapur hefur
verið stundaður á Möðruvöll-
um frá fyrstu tíð, og alltaf þótt
kostajörð.
í dag er á Möðruvöllum starf-
semi sem tengist búskap á þann
hátt að þar er tilraunastarfsemi
sem stuðlar að betri nýtingu
jarða og þess sem þær gefa af sér.
Starfsemi tilraunastöðvarinnar
hófst á Möðruvöllum 1974. Áður
var hún allt frá 1903 til húsa í
Gróðrarstöðinni á Akureyri.
Nýlega fórum við í skoðunar-
ferð að Möðruvöllum. Leiðsögu-
maður var Jóhannes Sigvaldason
tilraunastjóri stöðvarinnar. Hann
tók við starfi tilraunastjóra Til-
raunastöðvarinnar á Möðruvöll-
um, eins og hún heitir, árið 1983.
Það fyrsta sem við skoðum er
fjósið á Möðruvöllum, það er að
segja nýja fjósið. Það var tekið í
notkun á haustdögum 1984. Þetta
fjós hýsir 48 kýr á básum, auk
þess sem þar eru stíur fyrir kálfa.
Jóhannes segir að fjósið, sem er
allt hið vandaðasta, sé rýmra en
bændur byggi yfirleitt vegna þess
að rúmt þurfi að vera fyrir þá
starfsemi sem þarna fer fram. Til-
raunir hafa vart byrjað að nokkru
marki í fjósinu þannig að því
Ieyti sé lítil reynsla komin á
húsið. En sem fjós sé húsið allt
hið besta og reynist vel.
Það hefur tekið langan tíma að
byggja fjósið. Byrjað var á bygg-
ingunni 1976, „svo það er búið að
basla í þessari byggingu í 9 ár,“
segir Jóhannes. Áætlað er að í
nýja fjósinu fari fram tilraunir
varðandi fóðrun kúa og kálfa.
„Við eigum nóg af heyi til vetrar-
ins,“ segir Jóhannes, þegar við
göngum inn í hlöðuna sem er
sambyggð fjósinu. Allar tilraunir
sem þarna fara fram eru tengdar
íslensku fóðri, og þá mest þurr-
heyi. Hugmyndir eru uppi um að
mala þurrhey til gjafar, og reyna
þannig að auka það magn sem
hægt er að láta hverja skepnu
éta. Þarna er um að ræða að nýta
innlent fóður betur en nú er gert,
til að spara fóðurbætiskaup. „Það
er mikil vinna og þarf mikið hug-
vit til að gera slíkar tilraunir,“
segir Jóhannes. „Og það vantar
sérstaklega hugvit,“ bætir hann
við.
Tilraunastöðin á Möðruvöllum
er rekin af Ræktunarfélagi Norð-
urlands og Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. Ríkið stendur
straum af tilraununum, en Rækt-
unarfélagið ber ábyrgð á bú-
rekstrinum.
Áður var tilraunabúið með
fjárbúskap samhliða kúabú-
skapnum. Það voru um 200 fjár.
Fénu hefur nú verið fargað, því
Möðruvallabúið er háð búmarki
eins og önnur bú á landinu. Þess
vegna var búmark fjárins fært yfir
á kýrnar.
Verið er að vinna heildarskipu-
lag fyrir svæði tilraunastöðvar-
innar. Mun þá verða ákveðið um
staðsetningu nýrra bygginga, nýt-
ingu þeirra sem fyrir eru. Verið
er að gera upp gamla fjósið á
Möðruvöllum. Þar verður tvenns
konar starfsemi. Annars vegar
mun skapast góð aðstaða vegna
gróðurtilrauna. Sú aðstaða er nú
í bílskúr sem Bjarni Guðleifsson
hefur leigt tilraunastöðinni. Þar
eru gerðar kaltilraunir, sem