Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 1. október 1985 • Nei, þetta er ekki nautabani, þetta er sjálfur Mick Jagger, hinn síungi poppsöngvari. Hann er hér aö „húkka“ sér leigubíl og er sjálfsagt á leiöinni heim. • Þessi tveggja ára gamli fílsungi þarf að leika hinar ýmsujafn- vægislistir til þess að fá sopann sinn. Okk- ur þykir líklegast að dýratemjarinn sé að athuga hvort fíllinn hafi ekki fengið fylli sína. Þegar hann var sþurður hvort hann óttaðist ekki að fíllinn hreinlega biti af hon- um höfuðið á slíkum stundum, svaraði hann að bragði:„Nei, ég fíla þetta í botn.“ „Ég er ekki að halda því fram að hjónabönd í Hollywood endist skamma stund, en síðast þegar mér var boðið í brúðkaup þar, tók ég eftir því að fígúrurnar á rjómatertunni voru lögfræðingar." Barbara Stanvick. „Þversögn hjónabandsins er sú staðreynd að maðurinn binst einni konu til að losna undan ágangi annarra kvenna,en síðan fer hann að eltast við margar konur til að gleyma að hann er giftur einni." Barbara Streisand. Elísabet Taylor er nú að reka smiðshöggið á sjálfsævisögu sína en sú sem hefur verið Betu til halds og trausts við skriftirnar er engin önnur en Jackelyn Kennedy/Onassis. Upphaflega hittust þær stöll- ur í Los Angeles þar sem Jackie var að skrifa ævisögu Michaels Jackson. Hámark tillitsseminnar. • Katheleen Edvards vildi búa svo um hnútana að líf hins 75 ára gamla eigin- manns hennar, Edgars, mundi ekki fara úr skorðum þótt hún félli frá. Edgar var nefnilega vanur að bregða sér yfir á bjórstofu bæjarins á sama tíma á hverjum degi og innbyrða sinn venjulega bjórskammt. Katheleen dó hafði hún skilið eftir sig bréf sem hafði að geyma henn- hinstu ósk sem var á þessa leið: „Þegar líkfylgd mín fer fram hjá þorpskránni, vil ég að gerður verði stuttur stans, svo hann Edgar minn geti skroppið inn og fengið sér eina kollu. Ég vil -ekki að hann missi af henni mín vegna. Ég mun bíða, eins og ég hef alltaf gert.“ „Hvernig á ég að vita hvað gerðist?" „Ha, er seinkun á flugi? Hvern- ig getur hlutur sem fer með 800 kílómetra hraða á klukkustund verið seinn?“ # Hitaveitan Lánamál Hitaveitu Akur- eyrar hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Heímildarmaður S&S var staddur inni á kaffihúsi fyrir skömmu og var þétt setinn bekkurinn. Þar bar iánamálin á góma og sýndist sitt hverjum. Að lokum afgreiddi einn við- staddra málið á eftírfar- andi hátt: „Það hefur í raun og veru einungis orðið ein veigamikil breyt- ing á lánamálum Hitavelt- unnar. Hún er sú að Hita- veitan á litlu láni aö fagna hjá bæjarbúum þessa dagana.“ Svo mörg voru þau orð... # Afönglum Atvinnumálanefnd Akur- eyrar lét Iðnþróunarfélag- ið gera fyrir síg hag- kvæmniskönnun varð- andi kaup á önglaverk- smiðju sem setja skyldi upp hér á Eyjafjarðar- svæðinu. Það sem siðast fréttist af þeim málum var á þá leið að verksmiðjan þætti dýr og því ekki Ijóst hvort hægt yrði að öngla saman nægum peningum til kaupanna. Norðlenskir veiðímenn verða því enn um sinn að láta sér nægja að nota gömlu, galvani- seriðu öngiana. En ef af kaupunum verður eru menn ekki í vafa um hvar verksmiðjan verði staðsett. Að sjálfsögðu í Öng u Isstaðahreppi I # Viltu nótu? Þessa dagana stendur yfir könnun á vegum skatt- rannsóknarstjóra á bók- haldi hinna ýmsu fyrir- tækja vitt og breitt um landið. Þessi könnun er gerð„ til þess að fá ein- hverja yfirsýn yfir það hversu vei þessi fyrirtæki standa í skilum hvað varðar söluskatt o.fl. Víð heyrðum skemmtilega sögu af því þegar verið var að ínnrétta skrifstofu Akureyrardeildar „skatta- iögreglunnar". Meðal ann- arra unnu málarar þar mikið verk og þegar þvf var lokið fóru þeir til skatt- stjóra til þess að fá uppgert. „Og hvað kostar þetta svo,“ spurði skatt- stjóri. „Ja, það fer nú eftir því hvort þetta verður gefið upp eða ekki.. “ IsiónyarfÆ á Ijósvakanum Frá krýningu fegurðardrottningar Norðurlanda (á dagskrá 2. okt.)* ÞRIÐJUDAGUR 1. október 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. 6. þáttur. Franskur brúðu- og teikni-1 myndaflokkur í 13 þáttum um víðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- móli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Nýjasta tækni og vís- indi. Umsjónarmaður: Sigurður H. Richter. 21.10 Stingandi strá. Þáttur um gróðureyðingu, gróðurvemd og land- græðslu á íslandi. Svipast er um á nokkrum stöðum á landinu, þar sem blasir við mismunandi gróðurfar, eftir því hvernig meðferð gróðurlendi fær, og rætt um þessi mál í beinni út- sendingu úr sjónvarpssal. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson. 22.05 Dáðadrengir. (The Glory Boys). 3. og síðasti hluti breskrar sjónvarpsmyndar sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Gerald Seymour. Aðalhlutverk: Rod Steiger og Anthony Perkins. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 22.55 Fréttir í dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 1. október 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Leikfimi • Tilkynning- ar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (4). 9.20 Leikfimi • Tilkynning- ar. 9.40 Tónlistardagur æsku- fólks. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Guð- • varðar Más Gunnlaugs- sonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.10 Úr atvinnulífinu - Iðnaðarrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Tónlistardagur æsku- fólks. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar. 13.15 Tónlistardagur æsku- fólks. 13.30 Inn og út um glugg- ann. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 13.40 Tónlistardagur æsku- fólks. 14.00 „Á ströndinni" eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvík les þýðingu sína (8). 14.30 Tónlistardagur æsku- fólks. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Hornafirði. 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistardagur æsku- fólks. 17.05 „Sýnin hans Kjartans litla" eftir Jón Sveinsson. Ágústa Ólafsdóttir lýkur lestri þýðingar Freysteins Gunnarssonar. 17.40 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir • Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 20.00 Okkar á 1X0111. Sigrún Halldórsdóttir stjórnar hringborðsum- ræðu um unglingaútvarp. Þátttakendur: Eðvarð Ing- ólfsson, Ema Amardóttir, Guðrún Jónsdóttir og Helgi Már Barðason. 20.40 „Romm", smásaga eftir Jakob Thorarensen. Knútur R. Magnússon les. 20.55 Frumefnið Selen. Stefán Niclas Stefánsson lyfjafræðingur flytur er- indi. 21.05 Tónlistardagur æsku- fólks. 21.30 Útvarpssagan: „Ein- semd langhlauparans" eftir Alan Sillitoe. Kristján Viggósson lýkur lestri þýðingar sinnar. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Tónlistardagar æsku- fólks. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 1. október 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00-15.00 Vagg og velta. Stjórnandi: Gísli Sveinn Loftsson. 15.00-16.00 Sumarauki. Stjórnandi: Ásta R. Jó- hannesdóttir. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00-18.00 Frístund. Unglingaþáttur. Stjómandi: Eðvarð Ing- ólfsson. 3ja mín. fróttir kl. 11, 15, 16 og 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.