Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 7
1. október 1985 - DAGUR - 7 a boðið í dans af tveim ungum dömum í Jói og Jóna. Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóri í nýja fjósinu. Bjarni hefur veg og vanda af. Ýmsar grastegundir eru þar í bökkum sem komið er fyrir undir stórum ljósum. Einnig eru í bíl- skúrnum frystikistur af stærstu gerð. í þeim eru gerðar tilraunir með þol grastegunda hvað varðar lágt hitastig. Einnig er svellþol kannað, og má sjá grastoppa standa upp úr ísklumpunum í frystikistunum. Allar tilraunirnar eru gerðar við eins líkar aðstæður og hægt er og gerast í náttúrunni sjálfri. „Við búum til haust og vetur í frystikistunum,“ sagði Jó- hannes. Á Möðruvöllum fara einnig fram tilraunir með refi. Þær til- raunir hófust á sl. vori. Ekki gafst kostur á að skoða refabúið, því það er í einangrun sem stendur. Þetta refabú einskorðar sig við ís- lenskan ref. Var farið nú í sumar, og fangaðir refir sem notaðir eru í tilraunir á búinu. Reynt verður að rækta upp hreinan íslenskan stofn, auk þess sem íslenski refurinn verður notaður til blöndunar við aðrar tegundir. Þá er ótalið það sem fram á að fara í hluta gamla fjóssins sem nú er verið að gera upp, en þar verða til húsa Sauðfjársæðingar á Norðurlandi. Sauðfjársæðingarn- ar eru ekki í tengslum við til- raunastöðina, heldur fá þarna inni. Jóhannes sagði að það væri mjög gott að geta hlaupið undir bagga og leigt húsnæði fyrir þetta starf. Auk þessa sem upp er talið eru gerðar veðurathuganir og jarð- vegshitamælingar, sem tengjast tilraunastarfinu mikið. Petta er ekki á nokkurn hátt tæmandi úttekt á því mikla starfi sem fram fer á Tilraunabúinu á Möðruvöllum. Hins vegar er vonandi að einhver verði ein- hvers vísari eftir þessa stuttu heimsókn á staðinn. gej 1_o/'ð /' belg. Ferðaþjónusta Staður: Hótel Varðborg, gesta- móttaka. Tími: Kl. 09.00, laugardags- morgunn. „Góðan daginn, má ég fá mér kaffisopa," (á ensku). „Já, já, gerðu svo vel að ganga inn í sal.“ Tveim mínútum seinna. „Góðan dag, má ég setjast inn í sal og fá mér kaffi?“ (á frönsku). „Já, alveg sjálfsagt, gerðu svo vel.“ Eftir tíu mínútur eru komnir 12 manns inn í sal að fá sér kaffi. Síminn hringir. Flugleiðir þurfa að tala við Jón Jónsson, sem er einnig inni í sal. Ég príla yfir 15 bakpoka og 10 haldapoka til að ná í Jón, og reyni um leið að ryðja ofurlítinn gangstíg fyrir hann svo hann komist að símanum. Á leiðinni til baka lít ég yfir götuna og sé röð af fólki upp við vegg fyrir utan afgreiðslu sér- leyfisbíla. Þeir ýmist standa þarna á planinu eða sitja á bak- pokunum sínum. Ekki eru þeir þó í sólbaði, enda úrhellisrign- ing í dag - alveg eins og hellt sé úr fötu! Ónei! Við í Varðborg vitum ósköp vel hvað þeir eru að gera. Vesalings fólkið er að bíða eftir Norðurleið, en ekki er unnt að komast í húsaskjól fyrr en bílstjórinn kemur - yfir- leitt örfáum mínútum fyrir brottför. Þegar svona viðrar verður maður víst að fara hundblautur upp í rútuna. Hvílíkt upphaf að átta tíma ferð! Margt af þessu fólki er út- lendingar, og líkast til hafa flestir þeirra gengið alla leið frá farfuglaheimilinu eða öðrum gististað. Það getur verið erfitt að áætla hversu langan tíma tekur að labba á rútustöðina, ekki síst fyrir ókunnuga ferða- langa. Og svo er það, að útlend- ingar vilja oftast koma hálftíma of snemma, fremur en fimm mínútum.of seint og láta bíða eftir sér eins og virðist vera sið- ur hér á landi. Og þó - stundum hefur það borið við að einn og einn stundvís íslendingur biðji um leyfi til að nota snyrtinguna hjá okkur, af því að „allt er harðlæst hinum megin". Mikið er rætt um uppbygg- ingu ferðamannaþjónustu á Ak- ureyri. Væri ekki góð byrjun að reyna að breyta skipulagi um- ferðarþjónustunnar hér í bænum? Ég veit að FA rekur af- greiðslu sérleyfisbíla í Geisla- götu, og það má víst ekki hafa ferðaskrifstofuna opna um helgar. Þá rekur bærinn upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðafólk, og nokkrir sérleyfishafar reka Öndvegi. Ætla mætti að þessum þrem aðilum væri í nöp hverj- um við annan, fyrst svo kyrfi- lega er skilið á milli þeirra. Fyrir tveim dögum kom til mín uppgefinn „túristi“ og kvartaði hástöfum yfir mis- heppnuðum tilraunum til að fá upplýsingar um ferðir hér og þar. „Fyrst fór ég inn á „Tourist Bureau“. Þar var mér vísað á upplýsingamiðstöðina, en þar inni var svo mikil ös að ekki var hægt að sinna okkur. Einhver á götunni sagði okkur að fara inn í Öndvegi, sem vísaði okkur svo aftur á Sérleyfisbíla Akureyrar í Geislagötu. Þar inni var ein manneskja, en hún var svo upptekin að sinna tveim Banda- ríkjamönnum, sem vissu ekki hvort þeir áttu að velja hvíta peysu eða gráa, að hún hafði ekki tíma til að tala við okkur. Við héldum að við hefðum villst inn í eins konar ullarvörubúð, gáfumst upp og fórum út - og hér erum við! Þetta er nú kannski nokkuð gróft dæmi, en því miður eru kvartanir allt of algengar. Fólki finnst undarlegt að ekki skuli hægt að fá nákvæmar upplýsing- ar, allar á sama staðnum. Væri nú ekki hægt að koma þessum þrem aðilum, sem að ofan voru nefndir, og eflaust vilja gera sitt besta, öllum undir sama þakið, Helena Frances Eövarösdóttir skrifar svo hægt sé að veita góða þjón- ustu á skynsamlegan hátt? Er ómögulegt að koma upp stað sem er opnaður ekki síðar en hálftíma fyrir brottför fyrstu rút- unnar sjö daga vikunnar, þar sem þetta áhugasama fólk getur fengið tækifæri til að þjóna gest- um bæjarins almennilega. Það væri kannski líka hægt að vera með „airport bus“ svo fólk þurfi ekki að eyða stórfé í leigubíla. Ferðamenn, bæði íslenskir og erlendir, gætu verið mikilvæg tekjulind, ef rétt væri að farið. Eitthvað þarf að gera, svo gestir megi njóta þess að heimsækja fallega bæinn okkar. Ferða- þjónusta á að vera það sem orð- ið gefur til kynna; ekki eins konar peningaplokk - taka allt og gefa sem minnst á móti. En það etu ekki einungis erf- iðleikar í sambandi við öflun upplýsinga sem angra gesti í bænum. Fleira er til sem getur eyðilagt fríið fyrir þeim. Hér vil ég sérstaklega nefna þetta sífellda bílarúnt um helgar, einkum á föstudags- og laugardagskvöldum. Ég er löngu hætt að telja hversu oft næturvörðurinn okkar hefur hringt í lögregluna til að kvarta um hávaða í þessum bílstjórum, sem þeysa ekki aðeins framhjá með ískri og bremsuvæli, held- ur bæta sumir um betur og aka með hendina á flautunni góða stund - svona til að tryggja að allir veiti þeim nú verðskuldaða athygli! Eins og allir vita, nema lögreglan, getur fólk sem dvelur á Hótel Varðborg, og er svo óheppið að hafa fengið herbergi götumegin, oft á tíðum ekki sofnað fyrr en kl. 4 eða 5 að morgni. Eru þessir akureyrsku ungl- ingar svo grimmir og trylltir að lögreglan óttist þá, eða hvað? Eins og einn Reykvíkingur sagði: „Þetta er sér-akureyrskt fyrirbæri. Annars staðar væri þetta fólk svipt ökuleyfi." Ef við tökum Geislagötu sem dæmi, þá sé ég varla ástæðu til að hafa þessa götu opna. Það má auðveldlega loka henni alveg, fyrst enginn á erindi þar um nema viðskiptavinir hótels- ins, og þeir gætu ekið út sömu leið og þeir komu. Umferð í tengslum við Sjall- an notar Geislagötu sáralítið, því menn vita hversu erfitt get- ur verið að komast þar í gegn. Jæja, nú er klukkan víst að verða hálf tíu, og ég verð að færa mig, annars verð ég borin út með straumnum sem æðir í áttina að Norðurleiðarrútunni. Fólkið og bakpokarnir hverfa. og nú er hægt að ganga slysa- laust inn í sal, a.m.k. þangað til næsta helgarrúta er væntanleg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.