Dagur - 03.10.1985, Side 8

Dagur - 03.10.1985, Side 8
8 - DAGUR - 3. október 1985 fokdreifac Átti að gera matkvissar aðgerðir til að fá bændur til að bregða búi? Framleiðsluvandamál í land- búnaði og sölutregða eru til sí- felldrar skoðunar meðal bænd- anna sjálfra. í ágústhefti Freys var ítarlegt viðtal við Jóhannes Torfason, bónda á Torfalæk II, formann Búnaðarsambands Austur-Húnavatnsssýslu, um þessi mál. Gefum honum orðið: „Mér finnst það hafa skort á að viðurkenndar hafi verið nokkrar staðreyndir og það finnst mér hafa átt við stjórnmálamenn frekar en bændur. Veikleiki þeirra er að bregðast of seint við. Pað var í raun ekki brugðist við offramleiðslunni fyrr en í upphafi þessa'áratugar. Þá var valin leið, í samráði við bændur, sem þá var talin fær, en ég held að það sé komið í ljós núna að ekki hafi hún verið sú ákjósan- legasta, þótt hún hafi e.t.v. verið sú eina sem var fær. Þar á ég við bæði pólitískt og leið sem stéttin gat sameinast um. Við sitjum núna uppi með 15- 20% framleiðslusamdrátt í naut- gripa- og sauðfjárafurðum. Á sama tíma hefur bændum nánast ekkert fækkað. Jafnframt er svo að efnahagur bænda fer mjög vaxandi, sem og ýmissa annarra frumatvinnugreina. Bændur kljást nú við hina al- mennu efnahagserfiðleika auk afleiðinga samdráttarins. Ef við lítum síðan á hvernig bændúr sjálfir hafa brugðist við þessum efnahagssamdrætti, þá hafa framkvæmdir minnkað og bændur hafa leitað í ýmsa auka- vinnu en reynt að halda bú- skapnum gangandi. Þessi þróun getur ekki gengið nema tiltölu- lega fá ár vegna þess að allur at- virmurekstur byggist á fram- leiðniaukningu og ákveðinni þróun. Þjóðfélagið líður ekki annað en að það verði þróun. Fyrir þessum staðreyndum finnst mér stjórnmálamenn hafa lokað augunum, jafnvel ýmsir forystu- menn bænda líka. Sú viðleitni sem hefur verið sýnd til eflingar atvinnu í dreif- býli hefur verið ákaflega van- megnug, þannig að það hefur ekki verið unnt að bjóða bænd- um upp á annan kost til lífsfram- færis hverfi þeir frá hefðbundn- um búskap." - Ertu þá að segja að hin rétta ákvörðun hjá stjórnmálamönn- unum á sínum tíma hefði verið að gera markvissar aðgerðir til að bændur brygðu búi? „Já. Þar með er ekki sagt að einhver í „kerfinu" eigi að skipa Jóni í Hólkoti að hætta búskap, en leyfa Sigga á Kothól að búa. í Iðnaðarblaðinu er nýlega hafinn greinaflokkur um sögu iðnaðarins og er eftir Leó M. Jónsson. í fyrsta þættinum segir með þessum hætti um nokkur grundvallaratriði: Orkuframleiðsla sólarinnar hefur staðið frá upphafi en hún er risavaxinn kjarnakljúfur og til hennar má rekja alla nýtanlega orku jarðar. Til marks um stærð sólarorkunnar er að sá hluti hennar sem nær til jarðar er að- eins einn hluti af rúmlega tveim- ur milljörðum. Sólarorkan er afl- gjafi þeirrar framleiðslu sem á sér stað í náttúrunni svo sem hring- Hins vegar hafa brugðist illilega fyrirheit og aðgerðir verið ónóg- ar, sem gerðu það fært, ja ég vil segja aðlaðandi, fyrir annan hvorn þessara heiðursbænda að söðla um og skapa sér og sínum nýjan afkomugrundvöll. Af- leiðingin er, eins og áður er lýst, að báðir búa við verulega skert kjör, framleiðni búvörufram- leiðslunnar minnkar, fram- leiðslukostnaður verður óþarf- lega hár og efnalegur styrkur dreifbýlisins þverr. Rétt er að ítreka að efnalega sterkur atvinnuvegur er ein besta trygging framfara. Framförum fylgir áhætta, sem efnalegan þrótt þarf til að mæta. Sveltandi atvinnugrein leggur heldur ekki fé til rannsókna og þróunar.“ rás vatnsins og efnabreytingum í gróðri og jarðvegi. Iðja og iðnað- ur byggjast í grundvallaratriðum á orkunýtingu í mismunandi miklum mæli. Mörgum hefur orðið á sú reg- inskyssa að halda að menning sé einangrað fyrirbrigði og geti þrif- ist án þess að tengjast atvinnulífi. Sé litið til veraldarsögunnar má sjá, svart á hvítu, að menning blómstrar þar sem verslun og við- skipti takast. Verslun og við- skipti, þar með talinn iðnaður, grundvallast á siglingum. Sam- göngur skapa markað, markaður velmegun, velmegun menningu. Byggist allt á sólarorkunni? Þarf þrjár kynslóðir til að ná jafnrétti? Björg Einarsdóttir heitir kona í Reykjavík sem þekkt er fyrir baráttu sína aö jafnréttismál- um, útvarpsþætti um ævi og störf íslenskra kvenna og fjölda blaðagreina svo eitthvað sé nefnt. Ólafur H. Torfason ræddi ítarlega við hana í 7.-8. tbl. Heima er bezt, sem Prent- verk Odds Björnssonar á Ak- ureyri gefur út. Björg bjó um skeið, eða frá 1930 og í fimm eða sex ár, á Akureyri. Við skulum grípa niður í viðtalið: Átakapunkturinn varðandi bætta stöðu kvenna, nú 1985 við lok Kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna, er samstaða allra kvenna, hvar í flokki sem þær standa, um útilokun launamis- réttis kynjanna. Lykilatriði í því efni eru bætt almenn skilyrði, jafnt fyrir konur sem karla, til að uppfylla þá ábyrgð sem fylgir barnauppeldi, fjölskyldu og heimilishaldi. Ég tel að karlmenn íh’hiui séu í æ ríkari mæli að vakna til vitundar um að einhver mesti munaður lífsins er að vera með börnum sínum. Vitundarvakning karla um nýtt hlutverk sitt í nú- tímaþjóðfélagi, er ekki síður áríðandi en sú uppstokkun sem konur hafa gert á tilveru sinni. Fjölskyldan er grunneining sam- félagsins og farsælt fjölskyldulíf skiptir einstaklinginn mestu þeg- ar til lengdar lætur. Kjörstaðan er, að konur og karlar beri sam- eiginlega innri og ytri ábyrgð á fjölskyldu og heimili, hins vegar er það einkamál hlutaðeigandi hvernig þeir skipta með sér verk- um við að axla þá ábyrgð. Hafa verður í huga að ein lausn getur ekki gilt fyrir alla - sumum henta dagheimili, öðrum ekki. En eins og Róm var ekki byggð á einum degi, næst jafnrétti og jöfn staða karla og kvenna ekki með einu pennastriki. Ég get áréttað hér, að ég tel það taki minnst þrjár kynslóðir, sú fyrsta skynjar mis- mununina, önnur vinnur að breytingum og þriðja kynslóðin lifir jafna stöðu kynjanna sem sjálfsagðan hlut. spurning vikunnar___________________ Ertu stuðningsmaður hugmynda sem Samtök um jafnrétti milli landshluta vinna að? Pétur Axelsson, Grenivík: „Að mörgu leyti er ég samþykkur þessum hugmyndum. Hins vegarverð ég að viðurkenna að ég hef ekki lesið mér nógu vel til um þetta. Ég er ekki tilbúinn að ganga til liðs við þennan fé- lagsskap að svo stöddu, því mér þykir bera á öfgum í sumu því sem borið er fram. Hins vegar er ég mjög hlynntur því að það komi betur fram hvar gjald- eyris er aflað, og hvar honum er eytt. Einnig hverjir það eru sem afla hans. Við getum ekki verið án þeirrar stjórn- stöðvar sem er í Reykjavík. En það má færa stjórn ýmissa ríkisfyrirtækja út á land. Það þarf einnig að upplýsa margt fólk á höfuðborgarsvæðinu um það hvaðan gjaldeyrir kemur, og að verslun er ekki gjaldeyrisskapandi. Hins vegar má ekki halda að öll versl- un sé óþörf." Birkir Skarphéðinsson, Akureyri: Ég er mjög hlynntur þessum hug- myndum. Að vísu hef ég ekki farið ofan í saumana á hverju máli fyrir sig. En það sem ég hef lesið og heyrt, þyk- ir mér vera mjög athyglisvert. Það sem mér þykir bæði sjálfsagt og eðli- legt er að það fjármagn sem myndast í landshlutunum á að einhverju leyti að verða eftirtil eigin ráðstöfunar. Það er óhjákvæmilegt að eitthvað fari í ríkis- hítina. Hins vegar er það skoðun mín að það fjármagn sem myndast í hér- aði haldist að mestum hluta heima til uppbyggingar. Ég held líka að menn séu á þessari skoðun almennt. Margir eru þungir yfir því hversu mikið fer til ráðstöfunar í Reykjavík. Tómas Gunnarsson, Akureyri: Það er erfitt að taka ákvörðun í þessu máli, því það eru svo margir þættir sem koma þarna inn í. I hjarta sínu er erfitt að vera á móti því sem farið er fram á af Reykvíkingum, að hvert at- kvæöi gildi jafnt yfir landið. En eins og stjórnsýslan í landinu er byggð upp þá verður að vera eitthvað misvægi. Varðandi það sem farið er fram á af þessum samtökum að ráðstöfunar- tekjur séu ekki skammtaðar frá Reykjavík heldur fái landshlutarnir meiri ráðstöfunarrétt yfir eigin aflafé, þá kemur á móti hvað eiga landshlutar að gera mikið í framkvæmdum. Eiga þeir að sjá um allt sem lýtur að sam- göngum, rafmagnsmálum og öðru slíku? Það er ekki víst að svo mikið yrði eftir þegar allt það væri framkvæmt. Árni Gunnarsson, Reykjavík: „Það fer ekkert á milli mála að ég er það. Ég er stuðningsmaður þeirrar hugmyndar að allir menn sitji við sama borð. Svo kemur hið stóra en. Á hinn bóginn tel ég að með tilliti til þeirr- ar verðmætasköpunar sem á sér stað á landsbyggðinni og nauðsyn þess að halda byggðinni við í landinu, tel ég að megi á stundum mismuna byggð- arlögum, ef það er gert í þeim tilgangi að halda uppi atvinnurekstri, atvinnu- tekjum og atvinnu í landinu og koma í veg fyrir óvenjulega byggðaröskun. Sem jafnaðarmaður hlýt ég að vera þeirrar skoðunar að allir sitji við sama borð. Það er auðvelt að rökstyðja að í mörgum tilvikum væri þessi þjóð miklu verr á vegi stödd ef þó sú byggðaþróun hefði ekki átt sér stað sem raun ber vitni um.“ Sigbjörn Gunnarsson, Akureyri: Ég er sammála þessu að mörgu leyti. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér þessi mál nógu vel til að fara ofan í saumana á þeim. Ég hef reynt að hlusta á þetta. En mér finnst þessi mál hafa farið fram frekar í lokuðum hópi, þó að það hafi verið boðið upp á að almenningur fengi að fylgjast með. Grundvallarhugmyndirn- ar eru ekki fjarri því sem ég gæti stutt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.