Dagur - 04.10.1985, Side 5

Dagur - 04.10.1985, Side 5
4. október 1985 - DAGUR - 5 Jijátrú eða hvað?- Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Hvalir Hvalir hafa verið mikið í fréttum undanfarið og fer því vel á að hefja þessa þætti á nokkrum lín- um um þessi göfugu spendýr. Pjóðtrú fjölmargra landa ber hvölunum vel söguna, ógæfa fylgir þeim sem eltir þá uppi og drepur. Ef hvalur sést á stað þar sem engin hvalagengd hefur ver- ið áður boðar það ekkert gott. Það var einnig útbreidd hjátrú meðal eiginkvenna hvalfangara í Evrópu að þær mættu ekki neyta matar á meðan eiginmaðurinn var á veiðum, annars yrði veiðin rýr. Bakstur Allir þeir sem baka og eru spar- samir eða barngóðir nota afskurð og deigleifar til að gera börnum sínum eða öðrum gott í munni. Þessi siður á sér rætur sem fáum er kunnugt um. Fyrr á öldum var því trúað að það sem bakað væri í ofninum mundi eyðileggjast, brenna við eða eitthvað annað spilla bakstrinum, nema að úr leifum deigsins væri búið til eitthvað handa börnunum. Að henda leifum var ógæfu- merki og líka það að telja kökurnar og brauðin út úr ofn- inum. Ef brauðið eða kakan kom brotin út úr ofninum mátti fastlega reikna með ókunnugum í heimsókn og átti hann þá að fá af kökunni. „Brauð er barna matur.“ Rúmið Ýmiss konar hjátrú er tengd rúminu. Flestir kannast við að sá sem fer öfugu megin fram úr á morgnana á fyrir höndum óskemmtilegan dag. Öfuga hlið rúmsins er að sjálfsögðu vinstri hliðin, vegna þess að skrattinn sat við vinstri hlið Drottins áður en honum var vísað úr himna- ríki. Hendi það menn að stíga öfugu megin fram úr má bæta úr því á ýmsan hátt þó sérstaklega með því að klæða sig fyrst af öllu í hægri sokkinn og skóinn áður en í önnur föt er farið. Varasamt er að fara upp í öðru megin en fram úr hinum megin og rúm eiga aldrei fleiri en tveir að búa upp, frávik frá því gæti þýtt dauðsfall í fjölskyldunni. Englendingar hafa komist að því að með því að hafa tvær fötur af fersku vatni undir rúmi sínu (vatnið verður að endurnýja daglega) er hægt að koma í veg fyrir morgunleti og það að fá slæma húð sem allir fá er liggja of lengi í rúm- inu. í ýmsum Evrópulöndum er það siður að þrífa aldrei gestaherbergi fyrr en einni klukkustundu eftir að gesturinn er farinn. Þetta er gert til þess að forðast ógæfu og einnig vegna þess að hið gagnstæða veit á komu óvelkomins gests. Að kíkja undir rúmið áður en gengið er til náða er oft gert. í mörgum löndum trúðu menn því að djöfullinn ætti það til að fela sig á slíkum stað. í Ameríku er það sagt að slæmt teikn sé að leggja hatt sinn á rúm og að aldrei megi snúa við eða viðra dýnu á föstudegi eða sunnudegi. Ef ekki er farið eftir þessu er hætt við slæmum draumum. í mörg- um Evrópulöndum og ekki síst á íslandi er því trúað að rúm verði að snúa austur og vestur. Snúi rúmið í suður og norður er það orsökin fyrir því hvað eigandi þess sefur illa. „Rúmlegull aflar lítils forða“ og „gaman þykir rúm- iötum að góna í morgunljóra“ segja tveir íslenskir máls- hættir sem kenna mönnum iðjusemi. Utanáskrift þáttarins er: Dagur, Strandgötu 31, pósthólf 58, Akureyri. Hjátrú - eða hvað? GD PIOMEER veisla Nyja flö PIONEER linan í hljomflutningstækjum er komin. Margar gerðir og verðflokkar. Líttu inn og kíktu á ðö PIONEER hljómflutningstækin. SIGLFIRDINGAR TÖLVU SÝNING ® verður í Grunnskóla Siglufjarðar n.k. sunnudag 6.okt.frákl. 13-18 Sýndar verða nýjustu tölvurnar á markaðnum í dag og vandaður hugbúnaður frá ýmsum aðilum SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. TÖLVUDEILD UTIBU GRANUFEIAGSGÖTU 4 AKUREYRI TÖLVUTÆKI S.F SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.