Dagur - 04.10.1985, Side 10

Dagur - 04.10.1985, Side 10
10 - DAGUR - 4. október 1985 Umsjón: Tómas Gunnarsson NUDD-OG GUFUBAÐSTOFAN SOLSTOFA Tungusíðu 6, Akureyri auglýsir breytta tíma frá og með 1. október Konur Karlar Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 8.00-17.00 13.00-23.00 8.00-17.00 8.00-23.00 8.00-17.00 9.00-19.00 9.00-13.00 17.00-23.00 17.00-23.00 17.00-23.00 MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Skotveiðimenn Nú eru Baikal haglabyssurnar komnar. Einskota. Verð kr. 6.715,- Tvíhleypur, verð kr. 19.850,- Marocchi tvíhleypur (undir og yfir). Verð kr. 26.550,- og 29.950,- Pumpur, Vinchester og Mosberg. Brno tvíhleypur (undir og yfir, hlið við hlið). Gervigæsir. Verð 330,- Gæsaflautur úr plasti og tré. Opið laugardaga kl. 10-12. Hfl Eyfjörö Hjalteyrargötu 4 • sími 22275 E Hann Týri er týndur Þessi hundur tapaðist af Brekkunni síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Hann er íslenskur blending- ur, hvítur og grábrúnn að lit. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 22766. Fundarlaun. -poppsíðan Með ísland á landakortinu Þegar Stephen Duffy, var um það bil þriggja ára, tæmdi hann límfötu yfir höfuðið á sér. Af- leiðingarnar voru þær að hárið á honum óx ekki eðlilega lengi á eftir og svo - eins og hann sjálfur segir - var hann „hátt uppi“ í sex ár. Þessi skrýtni at- burður er ef til vill engin nýlunda á ferli Duffys. Ferill hans spann- ar frá því að vera söngvari með Duran Duran, semja lög með soulrisanum Booker T og að stjórna upptökum annarra lista- manna. Líf Stephens hófst fyrir 24. árum en ákaflega er lítið vitað um drenginn þar til hann hefur nám í listaskóla. Þar var hann í hljómsveit með samnemendum sínum, þeim Nick Rhodes og John Taylor. En Duffy vill ekki ræða þessi mál. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er leiðin- legt, að blaðamenn vilja alltaf spyrja mig um menn, sem er allt of mikið skrifað um í blöðin nú þegar." Svo Stephen hætti í Duran. Hann millilenti í einni óþekktri hljómsveit, en hóf síðan sóló- feril. Það var síðan 1983 sem hann hljóðritaði Kiss Me í fyrsta skipti. Lagið vakti litla athygli í Englandi. Hins vegar varð það mikill danssmellur í Bandaríkj- unum, eftir endurhljóðblöndun Francis Kevorkian, og náði inn á top 10 danslistans. Þannig má segja að það Kiss Me sem við þekkjum og sló í gegn á Englandi nú 1985 sé þriðja útgáfan af laginu. Þá út- gáfu hljóðritaði Duffy undir stjórn J.J. Jeczalik úr hljóm- sveitinni Art of Noise. Eftir sex ára strit og svita, varð Stephen „Tin Tin“ frægur á nær því einni nóttu. Strákurinn sem hætti i Duran Duran, hafði slegið í gegn á eigin spýtur. Vinsældum Kiss Me, fylgdi Stephen Duffy svo eftir með smáskífunni lceing on The Cake og breiðskífunni The Ups And Downs. Á örskömmum tíma var hann kominn í tölu stórstirna í enska poppheimin' um. Nú er Stephen byrjaðu. nýrri breiðskífu, og er lagið Unkiss That Kiss, þegar komið hátt á vinsældalista, bæði hér heima og eins í heimalandi Stephens, Englandi. I millitíðinni hafði kappinn breytt nafni sínu lítillega, í stað Tin Tin nafnsins var komin skammstöfunin A.J. sem ku standa fyrir Anthony James. Þess má geta svona rétt í lokin, að vinsældalisti Rásar tvö, er eini vinsældalisti sem fyrrgreindur Stephen Anthony James Duffy hefur náð topp- sæti á. Þess vegna hefur Duffy " ‘ áhuga sínum á því að i til íslands og skemmta okkur hér á skerinu. Gæti það ekki bara verið gaman, því merkilegt nokk til er poppari sem talar um ísland af fyrra bragði. Þetta var tækifærið fyrir Harold Faltermeyjer. Hann vann síðan við tónistina við Amerikan Gigalo og Thief of Hearts. Síðan var það Beverly Hills Cop. Þar samdi Harold meginhluta tónlistarinnar, og menn fóru að spyrja, hvaða Harold? Enginn vissi hvað átti að segja, útgáfufyrirtæki hans í Englandi átti ekki svo mikið sem mynd af honum. Myndin sem vantaði er hér til hliðar, en æviatriðin hafa ekki enn verið birt, þó er vitað að hann er fæddur í Munchen og hlaut klassíska tónlistarmenntun, vann jafnvel um tíma með Karl Bohm, einhverjum virtasta stjórn- anda klassískrar tónlistar. Síðan samdi hann tónlistina fyrir kvikmyndina Fletch, og stendur nú í viðræðum um tvær kvikmyndir í viðbót. Þá loksins segir Harold að verði tími fyrir sólóplötu, og ætlar að hafa hana með 60% instrumentalefni. Það verður því að teljast ólíklegt að Harold Faltermeyjer hafi samið sinn síðasta smell. HAROLD Fæstir hefðu reiknað með að lag- ið Axel F., instrumentallag, yrði einhver stærsti smellurinn í sumar... Fáum kom það þó meira á óvart, en Harold F., þýskum hljómborðsleikara sem ber nafn- ið Harold Faltermeyjer. „Þetta var æðislegt, kom virki- lega á óvart. Það er draumur hvers lagahöfundar, að slá í gegn með instrumentallagi. Þar stendur lagið eitt og óstutt." Þó er ekki þar með sagt að Harold geti ekki samið smelli, fyr- ir raddir. Hann samdi Hot Stuff fyrir Donnu Summer og The Heat Is On sem Glenn Frey flutti. Það voru hæfileikar Falter- meyjers sem útsetjara, tónlistar- manns og stjórnanda sem vöktu áhuga Georgios Moroders á honum. Þýska diskógoðsögnin, bað hann að útsetja og spila tón- listina við mynd Alans Parkers, The Midnight Express. En fyrsti stóri smellurinn kom þegar hann ásamt Moroder sá um breiðskífu Donnu Summer, Bad Girls. □□□ Diana Ross Eaten Alive Gamla súperstjarnan lætur frá sér heyra á nýjan leik og nýtur aðstoðar engra annarra en Barry Gíbb og Michael Jackson. Lagið er samið af Gibb bræðrum og fyrrnefndum Michael. Lag- ið er í raun hvorki verra né betra heldur en þau lög sem ganga á dansstöðum f dag. Þó að það hljómi kannski ekki sannfærandi heima við er það pottþétt á diskótekinu. Gott danslag og líklega smellur, og nýt- ur hún þar Michaels f bak- röddunum. Mezzoforte Thls Is The Night í upphafi skal það fram tekið að undirritaður hefur aldrei þótt gefinn fyrir fusion tónlist, getur líka verið að það komi ekki að sök, þar sem tónlist Mezzoforte getur varla tal- ist hreint fusion lengur. Lagið getur talist þokka- legt danslag en varla neitt meir. Lagið á eflaust eftir að slá i gegn á Rás 2, en verður varla sá smellur sem Mezzoforte þarfnast f Englandi. Bryan Ferry Don’t Stop The Dance Bryan Ferry hefur verið þekktur fyrir þægilega og vandaða tónlist í rólegri kantinum. Þetta lag er þar engin undantekning. Lagíð líður nokkuð átakalaust fram hjá við fyrstu hlustun. Séu eyrun síðan sperrt fara gæðin að koma í Ijós. Ferry ætti alla vega að halda gömlum aðdáend- um, en ég sé þetta lag varla vinna nýja. Fullorð- inspopp.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.