Dagur - 04.10.1985, Page 11

Dagur - 04.10.1985, Page 11
4. október 1985 - DAGUR - 11 Viðtökumar hafa verið alveg dásœnkgar Ingibjörg Magnúsdóttir blaðamaður Dags á Húsavík á línunni. - Dagur. - Góðan daginn Dagur. Pað er Dagur hérna megin líka. Pakka þér fyrir síðast Ingibjörg Magnúsdóttir blaðamaður Dags á Húsavík. - Já, sömuleiðis. Heyrðu er ég á línunni? - Já, já, einmitt og ég held að það sé best að við byrjum á Húsavíkinni. Ertu Húsvíking- ur? - Ég er fæddur og uppalinn Húsvíkingur. Er ekta Húsvík- ingur. - Hvernig eru ekta Húsvík- ingar? - Svona eins og ég! Ananrs er alltaf verið að finna einhvern sameiginlegan flöt á Húsvíking- um, Islendingum o.s.frv. og það gengur svona upp og ofan. - Pið eruð ekkert á Hafnar- fjarðarlínunni ??? - Nei, við erum engir Hafn- firðingar. Ég þekki marga Hafn- firðinga sem eru indælis fólk og það á við um Húsvíkinga líka. Við eigum það kannski sameig- inlegt með þeim. Að vera voða indæl. - Ef við snúum okkur að öðru, hvað hefur þú starfað í gegnum árin? - Ég hef verið og er húsmóð- ir. Ég er gift Þorbirni Sigvalda- syni og við eigum þrjá stráka, 8, 13 og 16 ára. Jafnframt húsmóð- urstörfunum þá hef ég unnið úti, hlutastörf, mest við ræstingar og einnig í fiski. - En hvenær ferðu út í blaða- mennskuna? - Pað var fyrir rúmum tveim- ur árum, að Jón G. Hauk,sson blaðamaður DV hringdi í mig og bauð mér að gerast fréttarit- ari blaðsins á Húsavík. Ég var ákaflega spennt fyrir því og sló til. Þetta var mjög skemmtileg vinna, maður fékk smá nasasjón af hlutunum. Nú, hér á Húsavík eins og í öðrum sjávarplássum, þá eru allir að leita sér að lifandi og skemmtilegri vinnu, en það er fátt um svoleiðis nokkuð. Fiskurinn er númer 1, 2 og 3, þannig að auðvitað grípur mað- ur gæsina.... - ...Og nú ertu blaðamaður Dags á Húsavík? - Já, mér var boðið það og var mjög spennt. Börnin voru farin að stækka og ég ekki bund- in yfir heimilinu. Ég var því far- in að leita mér að vinnu sem mér þætti gaman að. Nú eins og ég sagði áðan þá eru valkostirnir ekki margir. Þannig að auðvitað skellti ég mér út í þetta og er himinsæl. - Hvernig gengur að afla frétta? - Ég reyni að fylgjast vel með öllu sem hér er að gerast. Ég hef samband við fólk og fólk hefur samband við mig. Ég er með skrifstofu að Garðarsbraut 5, annarri hæð og það er sífellt að aukast að fólk komi við, eða hringi. Fólk er að átta sig á því að hér á Húsavík er starfandi blaðamaður Dags. - Finnur þú fyrir mikilli sam- keppni við Víkurblaðið? - Ég er ákaflega mikil vin- kona Víkurblaðsins og hef verið það lengi. Ég er fjölmiðlafrík og er ákaflega hrifin af blaðaút- gáfu. Það er nauðsynlegt að gefa út blað á staðnum svo að fólk geti lesið þar það sem um er að vera. Mér finnst landsbyggðin afskipt í Reykjavíkurblöðunum. Það sem er að gerast úti á lands- byggðinni er notað mikið sem uppfyllingarefni. Blaðamenn eru við og við sendir út á land, en góðar og stöðugar fréttir af hinum ýmsu stöðum lands- byggðarinnar er ekki hægt að tala um. Þess vegna er ég ákaf- lega hlynnt því að gefið sé út blað á hverjum stað, að ég nú ekki tali um þá staðreynd að út- gáfa dagblaðs er hafin utan Reykjavíkur. Én þú varst að tala um sam- keppni, já. Víkurblaðið kemur út einu sinni í viku, á miðviku- dögum. Það er ekki hægt að tala um að við séum í samkeppni um hver sé fyrstur með fréttirnar. - Pannig að það er allt í sóma hjá ykkur þarna fyrir austan? - Já, já, það er ekki hægt að segja annað. Ég vil Víkurblað- inu allt hið besta og vona að það gangi vel. Sömuleiðis vona ég að mér gangi vel og að bæði Víkur- blaðið og Dagur megi dafna. - Hvernighafa viðtökurHús- víkinga verið? - Alveg dásamlegar, mér hef- ur verið ákaflega vel tekið. Menn eru hrifnir af því að hafa hér staðsettan blaðamann og hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Það hefur fjöldinn allur af fólki hringt til að gerast áskrifendur. Ætli það segi ekki sína sögu. - Heyrðu vinkona, áður en ég segi bless, segðu okkur að- eins af áhugamálunum - Þau eru fjölbreytt. Ég er mikið í félagsmálum og er óskaplegur lestrarhestur. Ég hef áhuga á mannlífi. Ég hef áhuga á að ferðast um heiminn, sjá hvernig aðrir hafa það og hvern- ig aðrir hugsa og bera það sam- an við okkur hér uppi á klakan- um. En það segir sig sjálft að húsmóðir nteð ung börn hefur ekki mikil tækifæri til að ferðast. En það kemur dagur eftir þenn- an dag, eins og einhvern tíma var sagt. - Við bíðum bara eftir tæki- færinu og biðjum að heilsa aust- ur á Húsavík. - Já, takk, ég bið líka að heilsa ykkur öllunt. - mþþ ■ m, w, lf;r f mw Óslax hf. Ólafsfirði Óskar að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagiö. í starfinu fellst aö vinna aö uppbyggingu og rekstri fiskeldisstöðvar viö Ólafsfjaröarvatn. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu fiskeldis- fræðingar eða vanir fiskeldi og geti hafið störf sem fyrst. Uppl. gefur Ásgeir Ásgeirsson í síma 96-62151 Ólafsfirði. Óslax hf. Odýr notuð húsgögn Seljum næstu daga tklýr húsgögn að Skipagötu 13 Svo sem: Hillusamstæður, svefnsófa, stóla, raðsett, hjónarúm og alls konar húsmuni aðra, harnakerrur. Allt vel með farið Allt á að seljast. Greiðsluskilmálar. Opið frá kl. 13-18 virka daga að Skipagötu 13 (Drangshúsið) ÓDÝRI MARKAÐURINN. æ3Be V XmilHFTHj/ Nýliðastarfið y er að hefjast Kynningarfundur verður 18. október kl. 20.00 að Galtalæk gegnt flugvelli. Öllum 16 ára og eldri heimil þátttaka. Stjórnin. Óskum eftir að taka á leigu 4ra herb. íbúð AugliV ÁUGLYSING4STOM SIMI 269ll Kvöld og helgarsími 25349. Útboð Tilboð óskast í að innrétta fokhelt 240 fm. húsnæði að Gunnarsbraut 4-6 Dalvík. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Haraldssonar sf. Kaupangi Akureyri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð sama dag þriðjud. 15. október 1985 kl. 11.00. Rafmagnsveitur ríkisins. Útför móður okkar, RÓSU JÓNASDÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Grýtu ( Eyjafirði, sem lést á heimili sínu, Þórunnarstræti 104, Akureyri, þann 30. september fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8 októ- ber kl. 13.30. Jarðsett verður að Munkaþverá sama dag. Börnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.