Dagur


Dagur - 04.10.1985, Qupperneq 12

Dagur - 04.10.1985, Qupperneq 12
12 - DAGUR - 4. október 1985 kvennakjöc „Launin ekki í samræmi við þœr kröfur sem til okkar eru gerðar“ - Rœtt við Maríu Behrend starfsmannn í Síðuseli María Behrend vinnur á leikskóladeild á Síðu- seli. Það hefur hún gert síðan heimilið var tek- ið í notkun í nóvember fyrir fjórum árum. Auk þess að vinna á leikskólanum, sér hún um rœstingar. Það tek- ur um 2V2 klukkustund að ræsta, samkvœmt IKO kerfi. Mánaðar- laun fyrir rœstingarnar eru rétt rúmlega 7.000 krónur. María er nýlega byrjuð að vinna hálfan daginn, eftir hádeg- ið, áður var hún í fullri vinnu, auk ræstinganna. „Ég er með 7 manna heimili, þannig að þetta var nokkuð lang- ur vinnudagur hjá mér,“ segir María. „En starfsandinn hérna er góður og það bjargar öilu.“ Byrjunarlaun ófaglærðs fólks á leikskólum og dagheimilum eru. 16.401 króna á mánuði. Húsmóð- urstörf eru metin til starfsaldurs- hækkana, þannig að byrjunar- laun þeirra sem stundað hafa húsmóðurstörf í tvö ár eru 17.202 krónur á mánuði. Ófaglærðu fólki á dagvistum er boðið að sækja námskeið sem veitir 12% hækkun launa. Um er að ræða tvö námskeið, það fyrra er fyrir áramótin og hið síðara eftir áramót. Námskeiðin eru á vegum Námsflokka Akureyrar. „Við kostum okkur sjálfar á námskeiðin og í vetur kostar 2.000 krónur á fyrra námskeiðið, sem er að hefjast um þessar mundir. Auðvitað sækjum við allar þessi námskeið. Námskeiðin fara fram á kvöldin og eru 20 tím- ar hvert. Það er komið inn á ýmsa hluti, en einkum þá er snerta uppeldi barna, sálarfræði, föndur og þess háttar. Einnig er námskeið í skyndihjálp í seinna námskeiðinu. Við þurfum að vera við öllu búnar.“ Starfsaldurshækkanir eru eftir 2, 3, 5, 6, 7 og 15 ár. Eftir 15 ára starf og að afloknum báðum námskeiðunum eru launin 20.832 krónur á mánuði. En byrjunar- laun hjá húsmóður með bæði námskeiðin eru 19.023 krónur, þannig að ekki er hægt að tala um geysilega launahækkun eftir 15 ára starf. „Við eigum möguleika á nokk- urri yfirvinnu. Það eru gangandi vaktir, sumir hætta kl. 17.15, aðr- ir kl. 18 og enn aðrir kl. 18.15. Við höfum einn yfirvinnutaxta og það er 164,01 hjá þeim sem eru á byrjunarlaunum, en 208,32 á hæsta taxta.“ Um starfið segir María: „Við reynum að láta börnunum líða vel hjá okkur, að koma í veg fyrir að þeim leiðist. Það eru 16 börn á aldrinum tveggja til sex ára á morgundeild, en 17 seinnipart- inn. Það hefur komið vel út að hafa deildina svona blandaða. Stærri börnin taka tillit til yngri barnanna og þau yngri læra af þeim stóru.“ í stórum dráttum líður dagur á leikskólanum þannig að börnin eru inni fyrst á morgnana, fram til kl. 9.30. Þá er kaffitími. Síðan er samverustund, þar sem lesið er og sungið. Um kl. 10.30 er farið út og börnin eru úti þar til þau eru sótt um hádegið. Þau börn sem koma eftir hádegið byrja á því að fara út og leika sér þar fram til kl. 14.30. Þá koma þau inn, þvo sér og fá að drekka. Síð- an er samverustund og um kl. 17 fara þau fyrstu heim, sum eru til kl. 18. Eftir samverustundina er ýmist föndur eða frjáls leikur. „Það getur verið mikið álag að vinna á leikskóla. Það er mikil ábyrgð fylgjandi því að vera með svona mörg börn. Við erum tvær á þessdri deild, ég og fóstra. Það er oft meira andlegt álag en lík- amlegt að vinna á leikskóla. Við þurfum að vera í jafnvægi hvað sem yfir dynur. Auðvitað er líka um að ræða líkamlegt erfiði, við þurfum að halda á yngstu börn- unum og það þarf mikið að bogra yfir þeim. Það þarf að klæða þau úr og í og svo framvegis. Það er sagt að vöðvabólga í herðum sé atvinnusjúkdómur þeirra sem við þetta vinna. En við erum heppnar á þessari deild, hér er góð vinnuaðstaða. Þetta er nýtt, bjart og rúmgott húsnæði. Við höfum góða setu- stofu og einnig er hér sturta fyrir starfsfólkið, auk þess sem sturta er fyrir börnin þegar á þarf að halda.“ María segir að fyrir hverja viku fái hver deild tvo tíma til undir- búnings starfinu næstu viku. Reynt er að hafa fræðslusam- verustundir þar sem ákveðin mál eru tekin fýrir. Nú síðast var fjallað um líkamann og tilfinn- ingarnar. Næst á að taka haustið fyrir. Börnin fá að fara í réttir og þau eru búin að fara inn í Kjarna- skóg þar sem þau tíndu lauf og seinna í vetur munu þau föndra með það sem tínt var. Reiknaði María með að á eftir haustinu yrði farið í umferðarfræðslu. Verkefni eru fengin hjá Umferð- arráði og lögregluþjónn kemur í heimsókn og sýnir myndir og fleira. Að lokum sagði María: „Þessu starfi fylgir mikil ábyrgð og enn meiri þegar við höfum enga fóstru með okkur á deildinni. Við vinnum sömu störfin og þær, en þær bera ábyrgð á deildinni. Ég tel að við fáum ekki laun í sam- ræmi við þá vinnu sem við leggj- um á okkur og þær kröfur sem gerðar eru til okkar. Því auðvitað vilja jú allir að börnunum líði vel á leikskólanum og gera kröfur til þess að svo sé.“ - mþþ. ^vísnaþáttuL. Hannes Bjarnason prestur að Ríp þótti frábæt kennimaður, en níð- skælinn í meira lagi er hann greip til hagmælskunnar sem var ríkuleg. Vinnukona sem þótti hvimleið, bað séra Hannes um prestseðil (með- mæli), er hún fór frá Ríp. Konan var ekki læs. Neytti klerkur þess og reit: w Svarta Gunna svört á kinn, sú fór burtu héðan. í hana helli andskotinn eldi og biki að neðan. Hlýlegri voru að vísu stökur þær er Hannes rétti að annarri vinnukonu, er hvarf úr vistinni. Var hún orðin klerki helst til kær: Glæðist tregi, en gleðin dvín, gengur ei að vilja. Sárt þó megi sakna þín, samt hér vegir skilja. Allir hljóti eymd og baga - undan skil ég mig - hver einn sá um sína daga, sem að elskar þig. Séra Hannes gisti að Hólum er hann jarðsöng tvær dætur Ben- edikts prófasts. Árla morguns vaknaði hann við háreysti hænsna við gluggann og þá kvað klerkur: Bragi Jónsson frá Hoftúnum hafði gaman af að skjóta glettnum vísum að ungum stúlkum og að kveða um þær. Hér er sýnishorn: Hissa er ég á hljóðunum, þá hænsnin taka að umrótast. í gömlu vítisglóðunum grenja þau nú sem ákafast. Meyjan sat við menntabál, má svo frá því greina, lærði tíu tungumál, en töfraði enga sveina. Gísli Konráðsson fræðimaður orti meðal annars þetta um séra Hannes: Við mig held ég vífin hér vildu tala fleira, ætti ég bara undir mér ofurlítið meira. Hannes prestur vanda vann vísna prýði dýra, ekki brestur anda þann yrkis smíði dýra. Hamingjan þér forði frá föllum ástarslysa. Pú ert alltafá að sjá eins og falleg kisa. Um séra Hannes á Ríp, orti Hall- grímur Jónsson læknir: Lærður Hannes hygginn, ör, hleypa kann úr sagnavör, brags til anna frétt með fjör fjalars sanna gylltur knör. Merkileg er mærin ung, mikið oft er hennar skap. Annað dró hún auga í pung, en með hinum tittling drap. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar (Hér mun átt við Reykjavík): Víkursælu vífin þrá, vel er margir gylla. Meydóm sínum meyjum á mörgum helst þar illa. Margt er við þig mikilsvert, mærin ástargjarna. Samt í mínum augum ert aðeins reikistjarna. Hólmfríður Jónasdóttir frá Hof- dölum kvað þessa frábæru morgun- vísu: Nóttin greiðir skarlatsský skyggðum upp úr legi, speglar bláum bárum í brún af nýjum degi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.