Dagur


Dagur - 07.10.1985, Qupperneq 9

Dagur - 07.10.1985, Qupperneq 9
7. september 1985 - DAGUR - 9 Uesendahorniá. Venjulegar tekjur leyfa ekki hitaveitumunað Háttvirta bæjarstjóm Akureyrar. Ég sný mér til ykkar vegna „óskabarnsins" okkar, Hitaveitu Akureyrar, þessa brekabarns sem hún er orðin og er að rýja sína nánustu, þ.e. neytendur, inn að skyrtunni. Hver er sjálfum sér næstur og sem ellilífeyrisþegi get ég þess að ellilaun hjóna eru tæp tíu þúsund á mánuði. Hitareikn- ingur okkar var kr. 4.743 fyrir september þ.e. um helmingur þessara launa. En það er einmitt gamla fólkið sem býr í hitafrek- ustu íbúðunum. Við búum þó í nýju vel einangruðu raðhúsi um 125 fm. Við tökum tvo lítra á mánuði og nýting hitans er góð, affall 25-30 stig. En ég held að þetta dæmi sanni að venjulegar tekjur manna hér í bæ leyfi ekki þann munað að nota hitaveituna eins og nú horfir. En er ekkert hægt að gera? Vitanlega eru skuldir veitunnar miklar og vextir háir, en óhugsandi er að þessi kynslóð greiði nema brot þess sem fyrirtæki, er þjóna skal ókomnum kynslóðum kostar. Ég spyr því: Er ekki nauðsyn- legt að þið, sem við höfum falið að sjá um velferð okkar, hefjist nú handa um að létta þessu oki af herðum okkar? Var ekki hinn skorinorði iðnaðarráðherra að bjóða aðstoð? Nú verðið þið að leggjast djúpt í björgunaraðgerð- um. Sárgrætilegast er að heita vatnið, sem mig minnir að ætti að selja okkur um 80 stiga heitt, hef- ur verið hér í hverfi 58-60 stig í allt sumar. Nú í sept. um 68, mest 70 stig. Ég finn engin ráð til að spara hitann. Gamalt fólk sem dútlar heima hjá sér þarf notaleg- heit. Það þarf einnig útivinnandi fólk sem kemur þreytt heim að kvöldi og börnin við nám eftir skóla. Mér sýnist þetta nú mál mála og væri gaman að heyra frá ykkur hvort þið kunnið ráð og viljið reyna! Akureyri 2/10 ’85. Virðingarfyllst, N.n. 5848-3443. „Djásn“ við íþróttahöllina Ég átti leið um íþróttahöllina okkar góðu núna rétt um daginn. Þangað fer ég stundum ef eitt- hvað er að gerast í íþróttamálum þar. Þó það skipti ekki máli, þá kallar maður sem ég þekki, íþróttahöllina, krabbameinið á sundlaugartúninu. Það segir kannski svolítið um álit manna sem ekki hafa áhuga á íþróttum, Rás 2 - Svæðisútvarp: „Vil qeta valið“ Kæra lesendasíða. Nú er mér sko nóg boðið. Mikið ofsalega reiddist ég í gær (1. okt.) þegar svæðisútvarpið hóf starf- semi sína á ný. Þarna hafa þeir þá lagt undir sig síðustu klukku- stund Rásar 2 á hverjum virkum degi. Þeir hjá RÚVAK vita senni- lega sem er að enginn myndi nenna að standa upp til að stilla útvarpið á þá og til þess að fá ein- hverja hlustendur þá er auðvitað einfaldast og þægilegast að yfir- taka Rás 2. Hvers á maður að gjalda? Ég fyrir mitt leyti hef mjög svo takmarkaðan áhuga á að hlusta á efni frá RÚVAK, að vísu eru frétt- irnar stundum ágætar, en ég vil að minnsta kosti geta valið um það og Rás 2. Þar að auki eru oft bestu þættir Rásarinnar á milli kl. 17.00 og 18.00. Nú, ég skora á þá hjá RÚVAK að bæta úr þessu hið snarasta, því ég veit ekki betur en að við höf- um sama rétt og aðrir sem hafa Rás 2 að hlusta á hana. Þeir sem vilja geta svo hlustað á svæðisút- vapið. Ein ofsareið. .mínir dagar og annarra. á þessari framkvæmd. En snúum okkur að málinu. Um leið og íþróttahöllin stendur rétt rúmlega fokheld, er verið að byggja einhverja viðbót við suð- austurgafl hússins. Þegar ég spurðist fyrir um þessa fram- kvæmd, vissu fáir nokkuð um þetta. Sumir héldu að þarna ættu að koma tröppur. Aðrir sögðu að þetta hlyti að vera einhver geym- sla, eða eitthvað í þá áttina. Nú hef ég fyrir víst að þarna sé verið að byggja stóreflis blómaker. Síðan er búið að fylla þessa bygg- ingu af möl og skiptir magnið tugum, ef ekki hundruðum tonna sem hafa farið í „djásnið“. Mér er spurn hvert er verið að fara með slíkum framkvæmdum? Er þetta ekki svipað því sem ein- hver benti á um daginn þegar malbikaðar voru gangstéttar við Frostagötu, það sem kallað er að byrja á öfugum enda. Mér sýnist ekki vanþörf á að bæta aðstöðu innanhúss í Höllinni. T.d. lag- færa leka, að ég tali nú ekki um þá smán að ekki sé til klukka sem treysta má í kappleikjum. Nóg í bili. Takk fyrir birtinguna. P.S. Ég hef heyrt að þessi framkvæmd kosti tugi ef ekki hundruð þúsunda. Er þetta hægt? „Sportari“ á Akureyri Haustfegurð septemberdaga Þeir eru að líkindum margir hér norðanlands, sem telja sig í tak- markaðri þakkarskuld við gjaf- arann góðra hluta, vegna þess hversu sumarhlýindin voru naumlega skömmtuð og hey- þurrkarnir stopulir. Og smávaxin berin frusu í móunum áður en komst í vcrk að fara í bcrjamó. En vert er þó að j>akka dálítinn sumarauka, sem okkur gafst seint í sept- embermánuði, þegar brá fyrir þeirri hlýju sunnanátt, sem var svo kærkomin forðum daga. Og þessa dagana er það haustfegurðin, sem ræður ríkjum. Ekkert fegra a' fold ég leit en fagurt kvöld ú haustin. “ sagði Steingrfmur Thorsteins- son. Litadýrð haustsins er óviðjafnanleg. Móarnir birtast í dökkrauðum purpurabjarma og í görðum fólks keppast tré og runnar við að koma upp skraut- sýningu og einkum er reynivið- urinn óhemjulegur í litagleði sinni. Málarar vorir eru hug- kvæmir og sm^kkvísir t lita- blöndun, stundum, en litadýrð reyniviðarins getur enginn framkallað nema guð sjálfur. Fyrst ég er farinn að néfna það skáld, sent orti eitt fegursta haustljóð íslenskra bókmennta langar mig til að minnast hans frekar. Ég hefi hér við hendina ís- lenska lestrarbók, er Sigurður Nordal setti saman og kom út árið 1924. Sigurður gerir grein fyrir höf- undum og um Steingrínt Thor- steinsson segir hann meðal annars: jtó að kvæði hans hafi orð- ið mjög vinsæl, er hann óvíða frumlegur og brestur hag- mælsku. Mest kveður að ádeilukvæð- um hans og vísum og víða kentst hann spaklega að orði.“ Mér er það minnisstætt að Einar Kristjánsson skrifar ungur bóndi í Kelduhverfi, Björn Haraldsson, tók upp þykkjuna fyrir skáldið, og hann skrifaði greinarkorn í blaðið Dag á Akureyri og mótmælti þessum ummælum prófessors- ins og þurfti þó nokkra dirfsku tit, því að Sigurður Nordal var itijög virtur og mikils metinn, sent skáld og fræðimaður. Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir þvt' hvers vegna ég man svona vel eftir þessu og ég ntá segja að ég muni orðrétt það sem Björn skrifaði í Dag. Hann sagði: „Þetta kalla ég nú augljósa gloppu. Sá maður sent skortir hag- mælsku og frumleik, segir naumast margt spaklega.“ En tlestir munu geta orðið sammála um það að Steingrím- ur hafi um sfna daga sagt margt spaklega og af ríkulcgri hlýju og mörg ljóð hans kunni öll þjóðin og söng á hátíðlegum stundum. Síðasta erindið í kvæðinu, sem ég vitnaði í áðan, er á þessa ieið: Fagra haust, þá fold ég kved t'aömi vefmig þínum. Bleikra laufa láttu beð ad legstad verda mínum. Gúmmískór Stærðir 7-10 (26-45). Stígvél, Nokia og Viking, flestar stærðir. Dömutöfflur, stærðir 36-40. Verð aðeins kr. 175,- Opið alla daga daga frá kl. 9-12. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 - sími 22275 Aðstoð á tannlæknastofu Aðstoðarstúlka óskast sem fyrst á tann- læknastofu í 60% starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfsreynslu á tannlæknastofu, sjúkraliðamenntun eða stúd- entspróf. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Þórarni Sigurðssyni, Glerárgötu 34. Stýrimann og háseta vana netaveiðum vantar á Eyborg EA 59 strax. Upplýsingar í símum 61712 á daginn og 61784 á kvöldin. Oskum eftir að ráða: 1. Rafvirkja. 2. Bílaréttingamann. Nánari uppl. gefur Gunnar í síma 95-4128 og á kvöldin í síma 95-4545. Vélsmiðja Húnvetninga Blönduósi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Norðurgötu 4, norðurenda, Akureyri, þingl. eign Guðrúnar Fríðu Júlíusdóttur og Björns Snorrason- ar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hjallalundi 1f, Akureyri, þingl. eign Gunn- ars Sveinarssonar, fer fram eftir kröfu Björgvins Þorsteinsson- ar hdl., veðdeildar Landsbanka fslands, Gunnars Sólnes hrl., Róberts Á. Hreiðarssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Eyrarlandsvegi 12 e.h., Akureyri, þingl. eign Herberts Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., veðdeildar Landsbanka íslands, Ásmundar S. Jó- hannssonar hdl., Þorfinns Egilssonarhdl., Jóns Þóroddssonar hdl., Búnaðarbanka íslands, Reykjavík, bæjargjaldkerans á Akureyri og Ragnars Steinbergssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Hafnarstræti 88, norðurhl. n.h., Akureyri, þingl. eign Stefáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Iðnlánasjóðs, Iðnaðarbanka íslands, Ólafs Ragn- arssonar hrl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.