Dagur - 07.10.1985, Síða 12
RAFGEYMAR V,ÐHALDSVFE2RÉTT
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA MERKI
Plasteinangrun:
Milljón
plastpokar!
Ekki vitum við hvort kona Jóns Sólnes hafi kennt honum handtökin, en fag-
mannlegur var hann með prjónana er hann settist niður í verslun Sigurðar
Guðmundssonar sl. föstudagsmorgun. Þá hóf hann fyrir hönd Akureyringa
keppni í treflaprjóni við Reykvíkinga en þar syðra var það Jón Helgason
ráðherra sem „tók fyrstu lykkjurnar“. Mynd: KGA
Hrað-
lestrar-
námskeið
Um næstu helgi hefst á Akur-
eyri hraðlestrarnámskeið, en
þar gefst mönnum færi á að
læra tækni sem veldur því að
lestrarhraðinn stóreykst og
jafnvel er talið að menn muni
betur það sem þeir lesa með
þessari aðferð. Með þessari
aðferð margfalda menn les-
hraðann. Á námskeiðinu læra
menn einnig námstækni.
Það er Olafur Johnson úr
Reykjavík sem heldur þetta nám-
skeið. Það hefst á laugardag og
stendur nokkuð lengi, eða sex
laugardaga í röð, u.þ.b. hálfan
annan tíma í senn. Það er ekki að
ástæðulausu að námskeiðið tekur
yfir sex vikur, því gert er ráð fyrir
að þeir sem sækja það eyði
klukkustund hvern dag þennan
tíma til æfinga.
Þessi námskeið hafa verið
ákaflega vinsæl erlendis og er
þessi tækni kennd í nánast hverj-
um háskóla í Bandaríkjunum.
Kennedy forseti var þekktur fyrir
það hvað hann var fljótur að til-
einka sér lesmál og hann efndi til
námskeiða af þessu tagi fyrir
starfsmenn sína. Svona námskeið
hafa verið haldin í Reykjavík um
nokkurra ára skeið.
Námskeiðsgjald verður 3.800
kr. og upplýsingar er hægt að fá
hjá Olafi í síma 91-16258. HS
Mynd: - KGA
Kröfluvirkjun 1984:
Reksturínn
gekk vel
í skýrslu Rafmagnsveitna ríkis-
ins fyrir áríð 1984 kemur fram
að rekstur Kröfluvirkjunar á
árinu hafl gengið vel þá 8 mán-
uði sem virkjunin starfaði.
Samkvæmt orkusölusamningi
við Landsvirkjun var orkuvinnsla
stöðvuð í 4 mánuði á tímabilinu
1. maí til 1. september. Auk þess
þurfti samkvæmt sama samningi
að skerða afl 3 síðustu mánuði
ársins úr 30 MW í 22 MW og var
hvort tveggja bagalegt fyrir virkj-
unina. Annars vegar mikil skerð-
ing á afköstum Kröfluvirkjunar
og hins vegar hefur löng stöðvun
yfir sumarið ýmsa rekstrarlega
erfiðleika í för með sér og getur
jafnvel valdið skemmdum á bún-
aði.
„Þetta hefur verið smátt í snið-
um undanfarin ár en í sumar
náðum við samningum við
verslunardeild Sambandsins
um að framleiða þessa poka
fyrir öll sláturhús innan þeirra
vébanda og ef fjöldi þeirra 6
tegunda sem við framleiðum
fyrir þá eru lagðar saman þá
eru þetta um milljón eining-
ar.“
Þetta sagði Sigurður Arnórs-
son framkvæmdastjóri Plastein-
angrunar hf. á Akureyri í samtali
við Dag. Fyrirtækið hóf fram-
leiðslu á plastpokum sem notaðir
eru utan um kjötskrokka fyrir um
10 árum, en þá pantaði Arnþór
Jensen á Eskifirði um 2000 slíka
poka.
Að sögn Sigurðar er fram-
leiðslan í dag ekki eingöngu
bundin við þessa poka því einnig
er um að ræða minni poka fyrir
innmat og þessi framleiðsla fer í
sláturhús um allt land.
Unnið við framleiðslu á plastpokunum hjá Plasteinangrun hf.
Á Ári æskunnar:
Norðurlandsbyggö
framtíðarinnar
Fyrirhugað er að halda eins
konar ráðstefnur í framhalds-
skólum á Norðurlandi þar sem
fjallað verður um byggða-
málefni og framtíð norð-
lenskra byggða undir yfírskríft-
inni „Norðurlandsbyggð fram-
tíðarinnar“.
Tilgangur þessarar ráðstefnu
er að vekja sterka byggðavitund
þeirrar kynslóðar sem á næstu
árum mun koma til áhrifa á
Norðurlandi og fá hana til að
taka fangbröðum á þeim vanda
sem steðjar að landsbyggðinni;
vakning sem síðar leiðir til sókn-
ar og nýrra sigra.
Nefnd sú sem stuðlaði að því
að Norðurlandsleikar æskunnar
voru haldnir í sumar, mun standa
að skipulagningu þessara ráð-
stefna í samráði við skólastjóra
og kennara framhaldsskólanna.
Gert er ráð fyrir að nemendur
sjálfir leggi til umræðuefnið og
mestan málatilbúnað.
í framhaldi af þessum ráðstefn-
um er svo gert ráð fyrir að hver
skóli sendi einn fulltrúa á sam-
eiginlega ráðstefnu sem haldin
yrði á Akureyri í nóvember, eins
konar fjórðungsþing æskunnar,
þar sem æska Norðurlands ræddi
sín málefni um framtíð norð-
lenskra byggða. BB
„Engin lausn
sjáanleg“
- segir sveitarstjórinn á Vopnafirði
um læknisleysið þar - Þórshafnar-
búar læknislausir bráðlega?
„Ég sé ekkert sem bendir til
þess að úr þessu muni rætast á
næstunni,“ sagði Sveinn Guð-
mundsson sveitarstjóri á
Vopnaflrði er við ræddum við
hann um læknamál staðarins.
nú fyrir helgina.
Læknislaust hefur verið á
Vopnafirði í nokkrar vikur eftir
að læknirinn þar hélt í ársleyfi,
en hann stundar nú framhalds-
nám í Svíþjóð. Sveinn sagði að
einn læknir hefði sýnt stöðunni
áhuga en ekkert hefði orðið úr
því að hann tæki hana að sér.
- Nýr læknir á Þórshöfn, sem
kom þangað um mánaðamótin,
hefur sinnt Vopnfirðingum og
kom þangað tvívegis í síðustu
viku. Er það að sjálfsögðu til
bóta en sá hængur er á að sá mun
ekki ráðinn til Þórshafnar nema
til 4 vikna og allt bendir til þess
að þá verði Þórshafnarbúar einn-
ig læknislausir.
„Þetta er afar slæmt ástand,"
sagði Sveinn Guðmundsson.
„Ég er búinn að ræða við land-
lækni um þetta mál og hann sér
enga lausn í sjónmáli. Við bind-
um þó vonir við að í árslok gæti
þetta batnað, en það er ekkert til
þess að byggja á.“ gk-.