Dagur - 23.10.1985, Side 9

Dagur - 23.10.1985, Side 9
_JþróttÍL 23. október 1985 - DAGUR - 9 Umsjón: Kristján Kristjánsson Um helgina 7.-10. nóvember fer fram í Finnlandi heims- meistaramótið í kraftlyfting- um. Tveir keppendur verða frá Islandi á þessu móti, báðir frá Akureyri. Eru það þeir Kári Elíson sem keppir í 67,5 kg flokki og Víkingur Trausta- son sem keppir í 125 kg flokki. Af því tilefni hafði Dagur sam- band við Kára og spurði hann fyrst um möguleika þeirra fé- Iaga á verðlaunasæti á mótinu. „Ég á nokkuð góða möguleika á að ná þriðja sætinu, en þá verð ég líka að standa mig mjög vel, ég kem til með að berjast við lyft- ingamenn frá Bandaríkjunum, Englandi og Belgíu. Nú svo getur allt gerst á svona mótum mér gæti gengið enn betur og eins gæti mér gengið verr. Ég er í toppformi um þessar mundir, ég er búinn að æfa fyrir þetta mót síðan í vor og er ákveðinn í að gera mitt besta og á von á að bæta árangur minn þarna úti. Aftur á móti verður það erfiðara fyrir Víking að kom- ast á verðlaunapall, en það getur allt gerst og við skulum bara sjá til.“ Fáið þið einhverja aðstoðar- menn með ykkur á mótið? „Það fara fleiri en við Víking- ur, Ólafur Sigurgeirsson formað- ur Kraftlyftingasambands íslands fer og einnig þeir Flosi Jónsson og Eiríkur Eiríksson og munu þeir verða okkur til aðstoðar, þá fara sennilega einhverjir fleiri og þá sem áhorfendur." Hvað um keppendur frá Aust- ur-Evrópu? „Það væru þá helst Tékkar sem myndu koma, en þessar þjóðir eru ekki farnar að keppa svo mikið á alþjóðamótum ennþá nema í sínum heimalöndum. T.d. get ég sagt þér frá því að á móti í fyrra, sigraði ég einn Tékka og það þykir ekki vinsælt hjá þeim heima fyrir og eru þeir ekki sendir á mót vestur fyrir Kári ætlar sér stóra hluti í Finnlandi. járntjald nema öruggt sé að þeir nái fyrsta sæti.“ Dagur óskar þeim góðs gengis á mótinu í Finnlandi og mun blaðið fylgjast með því hvernig þeim gengur í Finnlandi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Nói og Jónas urðu jafnir Þeir félagar Nói Björnsson og Jónas Róbertsson urðu jafnir í get- raunaleik Dags um síðustu helgi. Lið þeirra Manchester United og Liverpool gerðu einnig jafntefli. En það er oft þannig í slag „smá- Iiðanna“, að það verður jafntefli. En hvað um það þeir félagar Nói og Jónas fá annað tækifæri um næstu helgi og þá fæst vonandi úr því skorið hvor heldur áfram í keppninni. Hér er svo spá þeirra. Jónas Aston Villa-Newcastle Birmingham-Coventry Chelsea-Man.United Ipswich-West Ham Man .City-Everton Nott.Forest-Arsenal Southampton-Q.P.R. Tottenham-Leicester C.Palace-Blackburn Oldham-Brighton Schrewsbury-Hull Sunderland-Norwich 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1 Aston Villa-Newcastle 1 Birmingham-Coventry 1 Chelsea-Man.United x Ipswich-West Ham 1 Man.City-Everton 1 Nott.Forest-Arsenal 1 Southampton-Q.P.R. 1 Tottenham-Leicester 2 C.Palace-Blackburn 1 Oldham-Brighton 1 Shrewsbury-Hull 2 Sunderland-Norwich Uppskeruhátíö Leifturs Fyrir skömmu var haldin upp- skeruhátíð knattspyrnudeildar Leifturs í Ólafsfírði. Þar var meðal annars tilkynnt val á knattspyrnumanni Leifturs 1985 í hverjum flokki. í meistaraflokki voru það leik- menn sjálfir er völdu besta manninn, en í yngri flokkunum voru það þjálfararnir sem völdu besta manninn, hver í sínum flokki. Knattspyrnumenn Leift- urs 1985 urðu þessir: I meistara- flokki Sigurbjörn Jakobsson en bróðir hans Hafsteinn varð í öðru sæti, en hann varð markahæstur hjá Leiftri í 2. deildinni í sumar og skoraði 4 mörk. í 2. flokki var bestur Friðrik Einarsson, í kvennaflokki Fjóla Guðnadóttir, í 4. flokki Björgvin Stefánsson, í 5. flokki Bergur Björnsson og í 6. flokki Davíð Jónsson. Leiftur var ekki með 3. flokk í sumar. Jón úr leik KA-menn hafa orðið fyrir miklu áfalli. Stórskytta þeirra í handbolta Jón Kristjánsson handarbrotnaði í leik gegn Fram á dögunum. Jón verður frá æfíngum og keppni í að minnsta kosti 5 vikur. Það þýðir, að Jón mun missa af leikjum KA gegn FH 6. nóv., KR 10. nóv. og að öllum lík- indum leikjum gegn Val og Víkingi helgina 17. og 18. nóv. Jón er eitt mesta efni í handbolta á landinu í dag og er þetta inikill missir fyrir KA, sem átt hefur frekar erf- itt uppdráttar nú í upphafí ís- landsmótsins. Karate: Námskeið hafin Þá er vetrarstarfíð hjá Kara- tefélagi Akureyrar hafið og verða í vetur námskeið jafnt fyrir byrjendur sem þá sem eru lengra komnir Byrjendanámskeið fyrir 15 ára og eldri eru byrjuð og eru á mánudögum kl. 19.45 og á fimmtudögum kl. 17 og er enn hægt að byrja á þeim. Einnig eru að byrja námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-14 ára og er fyrsta æfingin laugardaginn 2. nóvember kl. 10.30. Nánari upplvsingar er hægt að fá hjá Magnúsi Sigþórssyni í síma 25464 á virkum dögum til kl. 15. Þá eru eldri félagar hvattir til að láta sjá sig að nýju. Félagið er komið með aðstöðu í kjallaran- um í Höllinni. innan við sal vaxtarræktarmanna. Konur á Norðurlandi Til hamingju með kvennafrídaginn. Takið virkan þátt í aðgerðum dagsins. Landssamband framsóknarkvenna. F HM í kraftlyftingum: „A nokkuö góða mögu- leika á verðlaunasæti"

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.