Dagur


Dagur - 23.10.1985, Qupperneq 12

Dagur - 23.10.1985, Qupperneq 12
RAFGEYMAR viðhaldsvFel2Rétt í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA MERKI Eyjafjörður: Lína slitnaði — Straumlaust í fyrrinótt Seint í fyrrakvöld fór rafmagn af Eyjafirði, sunnan Akureyr- ar og liðu aílt að 4 stundir þar til rafmagn var komið á aftur á öllum bæjum. Að sögn Ingólfs Árnasonar hjá Rafmagnsveitum ríkisins slitnaði lína upp að bænum Garðsá og; við það sló út í öllum dalnum. Strax og tilkynnt var um bilunina var hafist handa við að slá inn aft- ur og var það gert í áföngum þar til bilunin var fundin. -vk Sauðfjárslátrun lokið á Húsavík Sauðfjárslátrun hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík lauk í síð- ustu viku. Að sögn Jóhannesar Pórarinssonar sláturhússtjóra gekk slátrun vel. Áætlað hafði verið að slátra 43000 fjár. 37871 dilk var slátrað og 4901 af full- orðnu fé. Meðalþungi dilka var 13,4 kg, en í fyrra var meðal- þungi dilka 14,6 kg. Vænsta dilkinn átti félagsbúið Fellshlíð í Reykdælahreppi vó hann 28,4 kg. Besta meðalvigt reyndist vera 18,8 kg á dilkum Kristlaugar Pálsdóttur, Engidal í Bárðardal. Næstbesta meðalvigt 17 kg var frá félagsbúinu Kvíabóli í Kinn. IM Síld til Raufarhafnar í gærkvöld klukkan 10 var Heiðrún EA-28 væntanleg til Raufarhafnar með um 100 tonn af sfld. Þetta er fyrsta sfldin sem þangað berst á þessu hausti. Síldin fer öll til söltunar hjá Fiskavík hf. og átti að hefjast handa við söltunina um leið og báturinn kæmi. 30-40 manns munu vinna við síldina. „Þetta er alltaf viss spenning- ur, ég tala nú ekki um eins og þetta hefur verið undanfarið. Mikil síld hefur verið í Bakkaflóa en hún hefur bara ekki veiðst þar,“ sagði Jóhannes Guðmunds- son framkvæmdastjóri Fiskavík- ur hf. „Bátarnir voru farnir aust- ur á firði svo vonin um síld var farin að dofna.“ IM/BB 60 ijúpur og einn refur Rjúpurnar eru ekki einar upp til fjalla þessa dagana, því rjúpnaskyttur gera víðreist til að ná þessum eftirsótta fugli. Mörgum hefur orðið vel ágengt, eins og sjá má á mis- munandi stórum rjúpnakipp- um hangandi við híbýli veiði- manna. Húsvíkingar eru miklir veiðimenn og þar geta slíkar kippur orðið tilbreytingarlítil sjón, en þegar menn sáu kipp- una hjá Óskari Axelssyni eftir helgina ráku menn upp stór augu. Þar mátti nefnilega sjá 60 rjúpur og einn ref, sem Óskar vann uppi í Gæsafjöll- um, á milli þess sem hann tíndi niður rjúpurnar. GS/IM Óskar Axelsson getur sveipað sig með refaslá þegar hann sest að borðum til að gæða sér á gómsætum rjúpum um hátíðarnar. „Það yrði að vera launalaust leyfi“ -sagði Þórður Valdimarsson hjá Iðnaðardeild Sambandsins um í helgarblaði Dags á föstudag- inn birtist heilsíðuauglýsing um kvennafrídaginn 24. októ- ber nk. Þar var dagskráin kynnt og konur hvattar til að sýna samstöðu og mæta, allar sem ein. Það sem vakti mesta athygli var að meðal allra stétt- arfélaganna sem „skrifuðu undir“ auglýsinguna gat að líta nöfn Kaupfélags Eyfirðinga Akureyri og Iðnaðardeildar Sambandsins. Mega starfskonur þessara fyrirtækja skilja þetta á þann veg, að þeim sé heimilt að taka sér frí þennan dag, án þess að laun þeirra skerðist? „Pað má segja að við höfum siglt þarna inn á fölskum forsend- um, því þetta er misskilningur,“ sagði Þórður Valdimarsson, fjár- málastjóri Iðnaðardeildar Sam- bandsins. kvennafrídaginn þessari auglýsingu. Blaðinu tókst ekki að ná sambandi við hann, þar sem hann er utanlands. En eftir því sem best er vitað, þá mun KEA ekki ætla sér að rýra laun þeirra starfskvenna sinna, sem þátt taka í kvennafrídegin- um. BB. Ný fæöingardeild „Það hefur engin meiriháttar breyting verið gerð á Fæð- ingardcild FSA frá því að deildin var tekin í notkun í jan- úar 1954 þar til nú í sumar að deildin var endurbætt aigjör- lega,“ sagði Bjarni Rafnar yfirlæknir deildarinnar á fundi þar sem nýja deildin var kynnt. Gunnar Sigurbjörnsson fram- kvæmdastjóri FSA sagði að kappkostað hefði verið að gera eins vel og möguleiki var á og nú væri deildin eins vel útbúin og hún getur best orðið. Sagði Gunnar að fjárhagsáætl- un hefði hljóðað upp á 5 milljón- ir, en þegar upp væri staðið hefðu endurbæturnar kostað að minnsta kosti 6 milljónir. Fæð- ingardeild FSA er fullkomnasta fæðingardeild á Norðurlandi og vegur þar þungt að gjörgæsla fyr- ir ungbörn er í mjög góðu horfi. Á hinni nýju endurbættu fæð- ingardcild er rúm fyrir 12 sæng- urkonur, en var í upphafi fyrir 8. Oft voru þær þó fleiri, eða allt upp í 14. „Það er orðið rýrnra um okkur á allan hátt og við getum veitt betri þjónustu nú,“ sagði Bjarni Rafnar. Þær breytingar hafa orð- ið .að nú eru tvær fæðingarstofur til staðar og hefur aðstaða öll stórbatnað með tilkomu þeirra. Á þessu ári hafa fæðst 243 börn á Fæðingardeild FSA, 131 stúlka og 112 piltar. Frá upphafi hafa fæðst 10.900 börn á fæðingar- deildinni, en fæðingar eru á milli 3 og 400 árlega. A fæðingardeildinni eru stöðu- gildi Ijósmæðra 8, en 7,40 stöðu- gildi eru nýtt. Sjúkraiiðar eru 6.50, en stöðugildi sjúkraliða eru 7.50. - mþþ „Það kom til mín stúlka úr undirbúningsnefnd þessa dags og spurði hvort við vildum hafa styrktarlínu í auglýsingu þar sem kvennadagurinn yrði kynntur. Ég tók það sem svo að auglýsingin væri kynning á kvennadeginum sem slíkum, ekki hvatning til kvenna um að leggja niður vinnu. Við höfum hengt upp tilkynn- ingu hér hjá okkur þar sem stendur að Iðnaðardeildin hvetji ekki til þátttöku í kvennafrídeg- inum. Konum er jú velkomið að taka sér frí á þessum merkisdegi, en það yrði að vera launalaust leyfi,“ sagði Þórður Valdimars- son í lok samtalsins. Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, gekk frá þátttöku KEA í Flugfélag Norðurlands: Aukaferðir til Reykjavíkur Hjá Flugfélagi Noröurlands fengust þær upplýsingar aö búið væri að skipuleggja 5 ferðir til Reykjavíkur í dag. Farið verður á svipuðum tíma og Flugleiðir hafa gert. Auk þess verður haldið uppi eðlilegu áætl- unarflugi eins og verið hefur. Flugfélag Norðurlands fellir þessar aukaferðir niður um leið og úr rætist í flugfreyjudeilunni. -gej

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.