Dagur


Dagur - 25.10.1985, Qupperneq 11

Dagur - 25.10.1985, Qupperneq 11
- Jóhann Ögmundsson? „Já, sá er raaðurinn. - Heill og sæll, Gísli Sigur- geirsson á þessum enda. „Já, sæll sé hann. - Ertu ekki kátur? „Jú, jú, það dugir ekki annað Gísli minn. Það gagnar engum að vera með vol eða væl. Það fer verst með mann sjálfan. - Ég frétti að þú værir kom- inn á fjalirnar aftur hjá Leikfé- lagi Akureyrar. „Já, það á nú að heita svo. Signý plataði mig í þetta. Það var nú eiginlega alveg óvart, því ég ætlaði mér ekki að taka bón- orði hennar þegar hún hringdi til mín og bað mig að koma. En áður en ég vissi af var ég búinn að segja já. Ég skil ekki hvers vegna. - Sérðu eftir því? „Nei, nei, síður en svo. Þetta er óskaplega gaman. Þetta er fjörugur leikur og fjölmennur, þannig að maður hverfur í mannhafið á sviðinu. - Hvernig leikur er þetta? „Þetta er ævintýri eftir Dickens, óskaplega fallegt og skemmtilegt. Þar segir frá ógur- lega ljótum og vondum karli, sem allt hefur á hornum sér. En hann mildast í leiknum og á endanum er hann orðinn hið mesta ljúfmenni. Árni Tryggva- son leikur þennan karl og fer þar á kostum. - En hvað leikur þú? „Ég fer með tvö hlutverk skal ég segja þér. í fyrsta lagi leik ég gamlan og góðlegan karl, sem á uppkomnar dætur og virðulega frú, sem Björg Baldvinsdóttir leikur. Hins vegar leik ég góð- hjartaðan einfeldning, sem allir geta spilað með. Hann er hálf- gerður kjáni sá. - Við hvort hlutverkið fellur þér betur? „Ætli ég kunni ekki betur við bjálfann; hann stendur mér lík- lega nær!!! - Pað er langt síðan þú varst á fjölunum hjá LA síðast? „Nei, ekki svo mjög. Ég var með í Sjálfstæðu fólki fyrir 5-6 árum. Lék þar sr. Guðmund, lítið hlutverk, en mér þótti óskaplega vænt um karlinn. Eig- inlega átti það að vera minn svanasöngur á sviði. En svo álp- aðist ég til að leika böðul frammi í Freyvangi og einhvern veginn féll mér ekki að hafa það sem mitt síðasta hlutverk á sviði. Ef til vill var það þess fykfdááœtö - Jóhann Ögmundsson á línunni vegna, sem já-ið hrökk út úr mér þegar Signý hringdi. En það er mál til komið að hætta þessu. Ég er orðinn 75 ára gamall og þetta er mitt fertugasta og fjórða verkefni með Leikfélag- inu. Auk þess hef ég komið víð- ar við sögu í leiklistinni. - Hefur leiklistin haldið í þinn ungdóm? „Já, alveg tvímælalaust. Á undanförnum árum hef ég starf- að mikið með áhugaleikfélögum víðs vegar um land og kjarninn í þeim félögum er ungt fólk, í það minnsta í andanum. Og það hef- ur verið mér óskaplega mikils virði í söng og leiklist, að starfa með ungu og lífsglöðu fólki. Ungt fólk er frjótt og hug- myndaríkt og frá því hef ég oft fengið góð ráð. Eg þekki ekki kynslóðabil. - Það er sungið í jólaævintýr- inu, ekki rétt. Efmig misminnir ekki, þá lofaðir þú sjálfum þér því að syngja ekki oftar opin- berlega, eftir að sýningum á Bláu kápunni lauk fyrir 25 árum. Pú vildir hætta á toppnum. Hvað kom þér til að svíkja það loforð? „Jú, þetta er alveg rétt hjá þér, en er ekki alltaf einhver að svíkja einhvern? Það er þá strax skárra ef maður svíkur ekki aðra en sjálfan sig. Hins vegar hef ég mér það til málsbóta, að ég get varla kallað þetta söng hjá mér núna. Það væri nær að nefna það raul. Þar að auki söng ég alltaf tenór hér áður fyrr, en nú syng ég með byljandi bassa- rödd. Ég er að vísu enginn Kristinn Sigmundsson, en bassi er það samt! - Nú er frumsýning um miðj- an næsta mánuð, ertu komin með skrekk? „Nei, nei, ekki enn. - Færðu aldrei skrekk? „Jú, jú, alltaf. Það er verst síðustu mínúturnar áður en ég á að koma fram, en þegar ég er kominn inn og byrjaður að leika hverfur skrekkurinn. En ég held að hann sé sjálfsagður og eðli- legur. Ef maður finnur ekki fyrir örlitlum skrekk, þá er það vegna þess að maður er orðinn of sannfærður um eigi ágæti. Ég held að það sé engum leikara hollt. - Hvernig heldur þú lífsgleð- inni Jóhann? „Með því að láta mér aldrei detta í hug að frelsa heiminn. Það hafa margir reynt að gera, meira að segja Guð almáttugur, en engum hefur tekist það, að því er mér sýnist. Þess vegna held ég að ég fái þar engu um bætt. Eg hef því ekkert verið að slíta mér út við slíkt. Einhverjir kalla það ef til vill kæruleysi og leti, en ég um glaðurvið mitt. - 75 ára sagðir þú, það þýðir að þú verður níræður árið 2000. „Já, já, og þá verður heljar- mikil veisla, sem lengi verður í minnum höfð. - Alveg rétt, þú varst ein- hverju sinni búinn að bjóða mér í þessa veislu. „Stendur heima Gísli, og það boð stendur enn. Þú ert velkom- inn ásamt öllum góðum vinum mínum. Ég vona að það komi sem flestir. - Ég þakka boðið, það verð- ur gaman að hitta þig þá, ef þú verður jafn hress og lífsglaður og þú ert í dag. Sjáumst þá, en lifðu sæll á meðan. „Lifðu sjálfur sæll. - GS 25. október 1985 - DAGUR^ Gleraugu - Gleraugu Notar bamíð þitt gleraugu? Níðsterkar barna- og unglinga- umgjarðir frá þekktum framleiðendum Barnagleraugu eru sérgrein okkar. Gleraugnaþjónustan Skipagötu 7 - í miðbæ Akureyrar BILARAFMAGN ÖLL ÞJÓNUSTA VARÐANDI RAF- KERFIBIFREIÐA LALTLHXATOHAH norðurljós sf. RAFLAGNAVERKSTÆÐI FURUVÖLLUM 13 SÍMI 21669 AKUREYRARBÆR Unglingaathvarf á Akureyri Óskum eftir að ráða starfsmann í u.þ.b. hálft starf. Vinnutími er síðdegis og á kvöldin, mánu- daga-fimmtudaga. Uppeldisfræðileg menntun/ reynsla æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 24600 og félagsmálastjóri Akureyrar í síma 25880. Félagsmálastjóri. Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn mánudagskvöld 28. okt. kl. 8.30 í Garðar. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Framsóknarfélag Húsavíkur. -

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.