Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. október 1985 Matthea G. Ólafsdóttir yfirljósmóðir á Fæöingardeild FSA: „Frábær aðstaöa" - Á nýrri og endurbættri fæðingardeild „Jú, það hafa orðið miklar breytingar á Fæðingardeild- inni, við höfum fengið andlits- lyftingu og þótti ekki af veita. Deildin sem tók til starfa í janúar 1954, hefur ekki gengið í gegnum neinar meiriháttar breytingar á öllum þeim tíma,“ sagði Matthca G. Ólafsdóttir yfirljósmóðir á Fæðingardeild F.S.A. Þegar hafist var handa við breytingarnar í sumar var húsið nánast fokhelt. Og þegar upp er staðið og allar breytingar yfir- staðnar, er allt nýtt á deildinni, nema rúmin. Ennþá er notast við gömlu rúmin sem Matthea segir að séu orðin ansi lúin. Á Fæðingardeild F.S.A. hafa fæðst 10.900 börn, þar af fernir þríburar sem þykir einsdæmi, því reiknað er með að einungis ein af hverjum 7000 fæðingum sé þrí- burafæðing. í ár hafa fæðst 243 börn á Fæðingardeildinni, 131 stúlka og 112 drengir. „Yfirleitt eru drengirnir fleiri, en þeim gengur oft ekki eins vel, þeir eru jú veikara kynið,“ sagði Matthea. - Og þá er komið að því að spyrja: Hvaðan kemur þú Matt- hea? „Ég er fædd og uppalin á Húsavík, þar sem ég var trillu- sjómaður.“ - Trillusjómaður? Er það ekki dulítið frábrugðið ljósmóður- starfinu? „Óneitanlega er það ólíkt. En mjög skemmtilegt hvort tveggja.“ - Hvað kom til þú skiptir yfir? „Það þótti ekki við hæfi á þess- um tíma að stúlkur færu í Sjó- mannaskólann, þannig að ég fór í Hjúkrunarskólann í staðinn. Það þótti meira við hæfi á þessum tíma.“ - Þú ert þá hjúkrunarfræðing- ur? „Já, ég byrjaði á því að læra hjúkrunarfræði og fór síðan í Ljósmæðraskólann. Lengst hef ég starfað á meðgöngudeild kvennadeildar Landspítalans, en þar liggja konur með ýmsa fylgi- kvilla meðgöngu og einnig eru þar ákveðin rúm fyrir kvensjúk- dóma. Nei, þetta er kannski ekki svo ólíkt starfinu hér, því þetta er blönduð deild og starfsemin margvísleg." - Hvað hafið þið rúm fyrir margar sængurkonur? „Hér eru rúm fyrir 12 sængur- konur. Oft fullt? Stundum. Við neitum engum. Jú, það er oft ansi fjörugt hér.“ Matthea segir að ekki hafi ver- ið tekin saman heildartala yfir tví- burafæðingar, en árið 1984 hafi verið metár hvað tvíburafæðing- ar snertir. En þá fæddust á deild- inni sjö tvíburar. „Jú, þetta er ákaflega skemmtilegt starf. Það skemmti- legasta við það? Ætli það sé ekki að horfa á eftir heilbrigðri konu með heilbrigt barn.“ Matthea hefur starfað á Fæð- ingardeild F.S.A. síðan um mitt árið 1983. Starf yfirljósmóður felst mikið í skrifstofustörfum og stjórnun. Það þarf að útfylla vinnuskýrslur, sjá um pantanir og svo framvegis. Matthea segist hafa „skroppið“ á vegum Rauða krossins til Thai- lands og starfað þar sem hjúkrun- arkona í flóttamannabúðum í þrjá mánuði. „Það var mikil reynsla og gjör- ólík öllu sem ég hafði áður reynt og séð. Það var sérstaklega eftir- tektarvert hvað fólkið var ánægt og fljótt að jafna sig eftir miklar hörmungar. Jú, þetta er erfitt og getur tekið á taugarnar. Maður verður að sýna stillingu og það er alveg bannað að hafa einhver vandamál með sér að heiman. Á þessum tíma kom margt upp á, en það sem mér fannst átakan- legast er að mér var gefið barn. Móðirin gaf mér það vegna þess að hún taldi að ég gæti betur séð fyrir því en hún, flóttakonan. Hún vildi að ég smyglaði því út úr búðunum í töskunni minni. Síð- an til íslands, hún trúði því við værum öll svo rík og hefðum það svo gott. Nei, því miður ég gat ekki tekið það með mér og ég veit ekki hver örlög þess hafa orðið.“ - Var ekki dálítið „sjokk“ að koma út til Thailands? „Það var minna en ég bjóst við, en auðvitað var þetta ólíkt því sem ég þekkti héðan af ís- landi. Aðstaða fólksins var svo ömurleg og út um allt voru her- menn með byssur á bakinu." Við látum þetta verða lokaorð Mattheu og óskum henni og starfsfólki á Fæðingardeild FSA til hamingju með hina nýju og glæsilegu fæðingardeild. - mþþ [ hinni nýju fæðingarstofu: Halldór Jónsson framkvæmdastjóri F.S.A., Ragnheiður Árnadóttir hjúkrunárforstjóri, Matthea G. Ólafsdóttir yfirljósmóðir, Bjarni Rafnar yfirlæknir á Fæðingardeild og Jónas Franklín kvcnsjúkdóma- fræðingur. Á hin Hér « stelpur! Áfram Kvennafrídagurinn 1985 er afstaðinn. Tókst hann og viðburðir honum tengdir í alla staði vel og hér á Akureyri tóku tæplega 2000 konur víðs vegar af Norðurlandi þátt í dagskrá dagsins. Samstarfs- hópur ’85 á Akureyri vill færa öllum sem gerðu þennan glæsilega árangur mögulegan alúðarþakkir, bæði þeim sem Iögðu fram fé og þeim sem unnu að undirbúningi hinna ýmsu þátta. Hópurinn fagn- ar þeirri samstöðu sem náðist um að vekja athygli á kjörum kvenna og skorar á konur að halda vöku sinni því kjarabarátta kvenna er rétt að byrja. Afram stelpur! Ályktun samþykkt á Akureyri 24. okt. 1985 Áratugur Sameinuðu þjóðanna fyrir bættum hag kvenna er senn á enda runninn. Konur um allan heim líta nú um öxl og meta hvað hefur áunnist. Norðlenskar kon- ur samankomnar í Alþýðuhúsinu og Sjallanum á Ak. 24. okt. 1985 fagna því hve víðtæk samstaða hefur náðst meðal kvenna í dag um að leggja niður vinnu til að ræða sín mál. Jafnréttisráð íslands hefur gert samanburð á stöðu kvenna í upp- hafi og við lok kvennaáratugarins (1976 og 1984). Þessi úttekt nær m.a. til vinnu kvenna utan og innan heimilis, launa, menntun- ar, stöðu maka og viðhorfs til jafnréttis kynjanna. Konur víðs vegar um landið svöruðu þessum spurningum. Fram kemur í þessari könnun að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist mjög mikið og fleiri konur eru nú í fullu starfi utan heimilis. Atvinnuþátttaka maka er hins vegar óbreytt. Verkaskipting á heimilum er líka nær óbreytt, heimilisstörfin hvíla að langmest- um hluta á herðum kvenna, eink- um uppeldisstörfin. Tekjur kvenna eru sem fyrr lágar. Hlutfall meðaltekna af tekjur maka eru um helmingur og hefur síst batnað. Menntun kvenna hefur aukist mikið, mun fleiri en áður fara í framhaldsnám. Það hefur vissu- lega hækkað tekjur þeirra, en það kom þó mjög á óvart að könnun Jafnréttisnefndar Akur- eyrar frá 1983 sýnir að launamun- ur karla og kvenna vex með auk- inni menntun, minnstur er hann hjá verkafólki. Könnun Jafnréttisráðs leiðir í ljós að aukinn skilningur er nú á stöðu kvenna og mun fleiri konur telja nú en í byrjun áratugarins að ekki ríki jafnrétti. Ávinning- urinn felst því fyrst og fremst í vitundarvakningu og samstöðu kvenna. Samstaðan hefur gefið konum trú á eigið afl og mikil- vægi framlaga þeirra til samfé- lagsins. Við búum í karlveldis- þjóðfélagi þar sem menning og viðhorf kvenna eru nær ósýnileg. Samstaða kvenna hefur áhrif í þá átt að gera konur sýnilegar, með kvennahreyfingum, kvenna- framboðum, kvennarannsókn- um, kvennaguðfræði, kvennalist o.s.frv. Við höfum séð hvaða afl býr með konum þegar þær vilja og þora. Samstaða bæði styrkir konur og veikir í senn. Veikir þær vegna þess að þær einangrast í baráttu sinni. Þær taka einar á sig ábyrgðina á öllum breytingum í jafnréttisátt og þær taka á sig æ meiri vinnu. Samstaðan hefur einnig kallað á andstöðu karla, en má þó ekki snúast upp í bar- áttu gegn þeim ef raunverulegur árangur á að nást. Um leið og konur öðlast meiri trú á sjálfar sig opnast leiðir til samstarfs kynjanna um þjóðfélagslegar breytingar sem gætu leitt til jafn- réttis. Ný jafnréttislög hafa verið sett, sem verða að teljast mikill ávinn- ingur, einkum að því leyti að stjórnvöld bera ábyrgð á fram- kvæmd þeirra. Menntamálaráðuneytið er nú ábyrgt fyrir jafnréttisfræðslu í skólum og sá áfangi opnar okkur nýja leið. í þessum lögum er í fyrsta skipti viðurkennt og gengið út frá að konur hafi ekki jafnan rétt á við karla. Heimilaðar eru aðgerðir til að minnka þennan mun, án þess að slíkar aðgerðir teljist forréttindi fyrir konur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.