Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 3
30. október 1985 - DAGUR - 3
Tölvuvædd
framleiðslustýring:
Ráðstefna
í Mánasal
Næstkomandi fímmtudag
klukkan 15.30 gengst Iðnþró-
unarfélag Eyjafjarðar fyrir
ráðstefnu þar sem Páll
Jensson, forstöðumaður
Reiknistofnunar Háskólans,
flytur fyrirlestur um tölvu-
vædda framleiðslustýringu,
m.a. í frystihúsum. Fyrirlestur-
inn verður í Mánasal Sjallans.
Fjallað verður almennt um
notkun tölva við framleiðslu-
skipulagningu og í því sambandi
mun Páll ræða sérstaklega um
framlegðarhugtakið og nýjar
hugmyndir um rétta og ranga
notkun þess. Þá verður nýþróað
ákvarðanakerfi fyrir daglega
afurðasamsetningu (pakkninga-
val) í frystihúsum kynnt og enn-
fremur fjallað um möguleika á að
nota slík kerfi í öðrum fram-
leiðsluiðnaði.
Ráðstefna
um lífríki
Mývatns
Náttúruverndarráð boðar til
ráðstefnu um lífríki Mývatns
og Laxár og áhrif kísilgúr-
náms, í Norræna húsinu, 2. og
3. nóvember 1985.
Á undanförnum 15 árum hafa
vísindamenn stundað margvís-
legar rannsóknir á Mývatni og
Laxá og er markmið ráðstefnun-
ar að draga fram þá þætti sem
mikilvægastir eru í lífríki þessa
vistkerfis. Einnig að setja saman
rannsóknaáætlun sem miðar að
því að afla vitneskju um áhrif
efnistöku af botni Mývatns, á Mý-
vatn og Laxá.
Landshappdrætti
vegna tón istarhúss
Þann 12. þ.m. var dregið í
landshappdrætti Samtaka um
byggingu tónlistarhúss.
Vinningar, sem eru 20 bifreið-
ar af gerðinni Honda Civic, féllu
á eftirtalin númer:
400, 7155, 39205, 47675, 51378,
69861,78881, 80895, 94004,
107120, 128801, 128868, 130073,
147860, 155046, 161990, 164448,
180647,184294, 196463.
Vinningshafar eru beðnir að
snúa sér til skrifstofu samtak-
anna, Garðastræti 17, sími
29107, kl. 14-18 daglega.
Samtök um byggingu
tónlistarhúss.
Hreggviður Þorgeirsson, Tor Ekland og Ásgeir Sverrisson höfðu veg og
vanda af kynningunni.
Finnskur
rafbúnaður
Mikill fjöldi rafvirkja og
manna sem tengdir eru rafíðn-
aði, rafveitum og raforkuver-
um, eða um 85 manns, var
saman kominn í Sjallanum á
þriðjudaginn. Þar fór fram
kynning á rafbúnaði frá fyrir-
tækinu Strömberg í Finnlandi.
Sýndur var búnaður fyrir há-
og lágspennu, riðabreytar, raf-
mótorar, álagsrofar, spólurof-
ar af öllum stærðum og margt
fleira sem fyrirtækið flytur til
íslands.
Fyrirtækið ískraft í Reykjavík
er umboðsaðili fyrir Strömberg á
íslandi. Ásgeir Sverrisson frá ís-
kraft og Tor Eklund frá Ström-
berg sögðu að fyrirtækið væri
gamalt í hettunni. Framleiðsla
hefði byrjað árið 1889.
Upphaflega og fram að 5. ára-
tugnum var mest um innanlands-
framleiðslu að ræða. Síðustu 20
ár hefur verið lögð megináhersla
á útflutning. Strömberg hefur
skapað sér gott nafn sem fram-
leiðandi rafbúnaðar í Evrópu og
víðar. Þriðji hluti framleiðslunn-
ar fer til útflutnings.
Meðan byggðalínan var í bygg-
ingu á íslandi framleiddi Ström-
berg stóran hluta af efni og tækj-
um sem þar var notað. Átti ríkið
viðskipti við Strömberg upp á 5
milljónir finnskra marka, sem
eru um 350 milljónir ísl. kr.
Fyrirtækið framleiðir rafbúnað í
skip og fleiri tæki. Til dæmis
framleiddu þeir allan rafbúnað í
stærsta olíuborpall heims, sem
smíðaður var í Suður-Kóreu.
Aðalstöðvar Strömberg eru í
Helsingfors og Vasa í Finnlandi.
-gej
Vetraráætlun
Flugleiða
Vetraráætlun millilandaflugs
Flugleiða tekur að fullu gildi
sunnudaginn 27. október.
Daglegar ferðir verða til Kaup-
mannahafnar, sex ferðir í viku
til Luxemborgar, fjórar til
London og New York og þrjár
til Glasgow.
Tvisvar í viku er flogið til Chi-
cago, Gautaborgar, Oslóar,
Stokkhólms og Færeyja. Viku-
lega er flogið til Detroit og fastar
áætlunarferðir hefjast að nýju til
Salzburg þann 21. desember.
Vetraiáætlun Flugleiða innan-
lands hefur tekið gildi og eru nú
fleiri ferðir á viku en nokkru
sinni fyrr að vetri til. Milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur eru 24
ferðir á viku, 14 til Vestmanna-
eyja og 12 til ísafjarðar. Til
Húsavíkur og Sauðárkróks er
flogið sex sinnum í viku, fjórum
sinnum til Hornafjarðar og þrisv-
ar í viku til Norðfjarðar' og'
Patreksfjarðar. Til Þingeyrar er
flogið tvisvar í viku.
BILARAFMAGN
ÖLL ÞJÓNUSTA
VARÐANDI RAF-
KERFIBIFREIÐA
^ALTKHXATOllAll
norðurljós sf.
RAFLAGNAVERKSTÆÐI
FURUVÖLLUM 13 SiMI 21669
Við rýmum lagerinn.
Lagerútsala
hefst föstudaginn 1. nóvember.
Leikföng með miklum
afslætti í kjallaranum,
gengið inn að norðan.
Opið frá kl. 14-18.
marm&urimi
HAFNARSTRÆTI 96 SIMI 96*24423 AKUREYRI
\
Tölvuvædd
framleiðslustjórnun
- með frystihús sem dæmi -
Páll Jensson forstöðumaður Reiknistofnunar Há-
skólans flytur fyrirlestur um ofangreint efni í Sjallan-
um fimmtudaginn 31. október kl. 15.30.
Fjallað verður almennt um tölvunotkun við skipu-
lagningu framleiðslu og í því sambandi um fram-
legðarhugtakið og nýjar rannsóknarniðurstöður
varðandi rétta og ranga notkun þess.
Þá verður nýtt ákvarðanakerfi fyrir daglega afurða-
samsetningu í frystihúsum kynnt og ennfremur fjall-
að um möguleika á að nýta slíkt kerfi í öðrum fram-
leiðsluiðnaði.
Fyrirlesturinn er byggður á erindi sem flutt var á
NORDATA 85, þar sem höfundur hlaut fyrstu verð-
laun fyrir framlag sitt.
Fundargjald er kr. 500,- (kaffiveitingar innifaldar).
Þátttaka tilkynnist til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.
í síma 96-26200 fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 31.
október. iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf.
Nýlcga var afhjúpuð stytta við sjúkrastöðina Vog. Hún er gefin SÁÁ í niinn-
ingu Hilmars Helgasonar, fyrsta formanns SÁÁ, af þakklátum alkóhólistum
og fjölskyldum.
Það var sonur Hilmars, Stefán, sem afliúpaði styttuna við hátíðlega at-
höfn á Vogi að viðstöddum vinum og ættingjum Hilmars, svo og stjórn og
starfsfólki SÁÁ. Styttan heitir Andi og efnisbönd eftir Einar Jónsson mynd-
höggvara og er afsteypan úr bronsi.
UTSALA
Útsala ★ Utsala ★ Utsala
fimmtudag og föstudag kl. 1-6.
Verslunin hættir. - 50-99% afsláttur.
Vörur fyrir hestamenn. Barnavörur. Veiðivörur. Metravörur. Fatnaður.
Skíði. Bakpokar. Fótboltar. Skór. Stígvél.
Verslun Brynjólfs Sveinssonar Skipagötu 1