Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. október 1985
Póstur og sími Akureyri
auglýsir breyttan
lokunartíma
í símaafgreiðslu og afgreiðslusal
Hafnarstræti 102.
Á tímabilinu 01.11. ’85 til 31.05. ’86 verður símaaf-
greiðslan opin sem hér segir:
9.00-17.45 mánud.-föstud.
13.00-16.45 laugardaga.
Afgreiðslusalur (pósthólf, sjálfsalar)
8.00-17.45 mánud.-föstud.
13.00-16.45 laugardaga.
Bréfa- og bögglastofurnar opnar eins og áður:
9.00-17.00 mánud.-föstud.
Stöðvarstjóri.
Hörkutól
fyrir nútíma bónda
Nú í fyrsta sinn á Akureyri
Case International Harvester 585 XL
62 ha. vél m/framdrifi verður til sýnis
hjá Dieselverk föstudag 1. nóvember.
Sölumaður frá Vélum og þjónustu hf. verður á staðnum.
Komið og skoðið framtíðarvéi bóndans.
Vélar og þjónusta hf.
Dieselverk,
Draupnisgötu 3, sími 96-25700 Akureyri.
Barnadeild FSA
færðar góðar gjafir
í síðustu viku bárust Barnadeild
FSA góðar gjafir. Kvenfélagið
Hlíf sem hefur verið ötult að
styðja Barnadeildina gaf deild-
inni lækningatæki, svokallaðan
monitor. Fyrirtækið Rafís sem
flytur tækið inn gaf mun full-
komnara tæki en pantað var. Var
það gert til minningar um litla
stúlku sem dó á Barnadeild FSA
árið 1950. Minningarsjóður
Kvenfélagsins Hlífar færði deild-
inni leikföng og bedda sem ætlað-
ur er fyrir foreldra sem dvelja
með börnum sínum á sjúkrahús-
inu. Myndbandaleiga kvik-
myndahúsanna færði Barnadeild-
inni 12 spólur með barnaefni og
að lokum barst bókagjöf frá
dreng sem fluttur er úr bænum.
Var þar um að ræða 80 bindi. Á
myndinni, sem tekin var þegar
Kvenfélagið Hlíf afhenti gjafir
sínar, má sjá yfirlækni deildar-
innar, Baldur Jónsson og Val-
gerði Valgarðsdóttur deildar-
stjóra á Barnadeild ásamt konum
úr Kvenfélaginu Hlíf. - mþþ
Aðalfundur Lands-
sambands Stangarveiöifélaga
Húsvíkmgar -
Þingeyingar
Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibjörg
Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um dreif-
ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið.
Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við Ingi-
björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval.
Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti smá-
auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi stór-
afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthvað sé
nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu.
Ingibjörg hefur aðsetur í Garðarsbraut 5, II hæð, sími 41225. '
Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrifstof-
unni á öðrum tímum.
Heima: Sólbrekka 5, sími 41529.
Þrítugasti og fimmti aðalfundur
Landssambands stangarveiðifé-
laga var haldinn í Munaðarnesi í
Borgarfirði 19. og 20. okt. 1985.
Fundinn sóttu 86 fulltrúar frá
11 félögum en 25 stangveiðifélög
eiga aðild að sambandinu.
Formaður L.S. Gylfi Pálsson
flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir
liðið starfsár og gat um helstu
málin, sem voru á dagskrá sam-
bandsins á árinu.
Dagana 3. til 5. maí var haldin
í Norræna húsinu í Reykjavík
vörusýning á vegum L.S. og
nefndist hún Stangveiði 85.
Sautján aðilar tóku þátt í sýning-
unni og þar voru sýnd veiðitæki,
fatnaður, öryggistæki, bátar o.fl.
er snertir stangveiðiíþróttina.
Auk þess voru flutt erindi og
sýndar kvikmyndir um sama efni.
Sýningin tókst vel og sóttu hana
hátt á þriðja þúsund manns.
Ársfundur Nordisk Sportfisker
Union (NSU) var að þessu sinni
haldinn á íslandi eða í Valhöll á
Pingvöllum dagana 15. og 16.
júní. Fulltrúar frá öllum Norður-
löndunum mættu á fundinum og
báru menn saman bækur sínar
um ýmis vandamál, sem við er að
etja, -svo sem mengunarvanda-
mál, sjávarveiðar á Íaxi o.fl. Þá
kom fram, að NSU hafi sótt um
styrk frá Nordisk Kulturfond, til
að gera kvikmynd um laxveiðar í
N.-Atlantshafi en fengið synjun.
Þann 23. júní efndi L.S. til
stangveiðidags fjölskyldunnar.
Tókst þessi dagur með afbrigðum
vel og var boðið til ókeypis sil-
ungsveiði í a.m.k. 10 veiðivötn-
um ýmist á vegum stangveiðifé-
laga eða veiðiréttareigenda.
Hyggst L.S. efna til stangveiði-
dags fjölskyldunnar árlega í
framtíðinni í samstarfi við veiði-
réttareigendur.
Þá stóð L.S. að útgáfu
veggspjalds, sem ætlað er sem
hvatning til fólks til þess að
leggja stund á stangveiðiíþróttina
og þá ekki síst silungsveiði.
Stjórn L.S. átti fund með ýms-
um aðildarfélögum og með stjórn
Landssambands veiðifélaga, en
mjög góð samvinna hefur verið
með landssamböndum þessum og
hafa þau í sameiningu látið gera
leiðbeiningar vegna útboða og
tilboða í veiðivötn og hvetja að-
ildarfélög sín til þess að nota þær.
Veiðimálastjóri Þór Guðjóns-
son flutti erindi og skýrði frá
veiðinni sl. sumar en það var
þriðja besta veiðiárið og veiddust
67 þús. laxar þar af helmingur á
stöng. Hann gerði einnig grein
fyrir veiðihorfum næsta sumar,
sem hann telur góðar. Þá ræddi
hann nokkuð um sjávarveiðar á
laxi og laxverndunarstofnunina í
Edinborg NASCO.
Eitt aðalefni fundarins var
staða stangveiðifélaganna, sam-
skipti þeirra innbyrðis og við
veiðiréttareigendur. Urðu
fjörugar umræður um þetta efni
en menn höfðu áhyggjur af
hækkandi verði á laxveiðileyfum
og komu fram raddir um að
veiðimenn snéru sér í auknum
mæli að silungsveiði.
Eftirfarandi tillaga frá Stang-
veiðifélagi Hafnarfjarðar var
samþykkt einróma á fundinum.
Aðalfundur Landssambands
stangarveiðifélaga haldinn í
Munaðarnesi 19. og 20. október
1985 varar við þeim hugmyndum
sem uppi eru um að hefja fiskeldi
í kvíum eða á annan hátt í feng-
sælum veiðivötnum.
Bent er á mengunar- og smit-
hættu, sem af þessu stafar.
Gylfi Pálsson var einróma
endurkjörinn formaður.
Aðrir í stjórn eru:
Rósar Eggertsson Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur, Sigurður
Pálsson Stangaveiðifélagi Kefla-
víkur, Hjörleifur Gunnarsson
Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar,
Rafn Hafnfjörð Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur.
I varastjórn eru:
Matthías Einarsson Akureyri,
Sigurður Sveinsson Selfossi,
Garðar Þóhallsson Reykjavík.
Stjórn L.S.
Pi
Bifreiðaverkstæðið
Þórshamar hf.
v/Tryggvabraut sími 22700.
Tökum að okkur réttingar
og bílamálun.
Vönduð vinna.
Góð þjonusta.