Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GI'SLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRIMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari___________________________________ Hin sjálfsagða byggðastefna Skota Nýlega fóru 20 Norðlendingar, aðallega sveitar- stjórnarmenn, í ferð til norðurhluta Skotlands. Ferðin var skipulögð af Fjórðungssambandi Norð- lendinga og í samráði við Highlands and Islands Development Board, sem er eins konar þróunar- stofnun fyrir hálönd Skotlands og eyjarnar vestur og norður af. Þótt margt sé ólíkt með stjórnarfari og sveitar- stjórnarmálum í Skotlandi og á íslandi má vafa- laust margt af Skotum læra hvað varðar uppbygg- ingu og þróun þeirra svæða sem fólksflótti hefur hrjáð um aldir. Fyrir tuttugu árum var fyrst tekið á þessu vandamáli af alvöru, en þá hafði fólksflóttinn frá hálöndunum og eyjunum staðið í um tvær aldir. Nú er gífurlegu fé varið til þess að viðhalda byggð, einkum með því að byggja upp atvinnufyrirtæki og auka þar með atvinnuframboðið. Að þessu er unnið með ýmsum hætti, bæði á ríkisstjórnargrundvelli og sem verkefni fylkisins, Highlands Regional Council. Almennt má segja að þarna sé um stjórnarstefnu að ræða sem að sumu leyti er tilkomin vegna nauðungarflutninga og gíf- urlegra erfiðleika fólks í þessu geysistóra en strjálbýla landi. Árið 1965 var sett á fót Higlands and Islands De- velopment Board eða Þróunarstofnun hálandanna og eyjanna sem hefur haft til umráða gífurlegt fé og mikil völd. Hin almenna stefna og þessi áhrifa- mikla stofnun hafa valdið því að fólksflóttinn frá þessum strjálbýlu héruðum hefur nú hætt og fólki er farið að fjölga á nýjan leik. Á árabilinu 1973 til 1983 hafði með aðgerðum stofnunarinnar tekist að skapa um 23.500 ný störf í 7 þúsund fyrirtækjum. Allt er þetta starf unnið samkvæmt arðsemiskröf- um og með hag þjóðarinnar allrar að leiðarljósi er til langs tíma er litið. Stofnunin getur lánað eða styrkt fyrirtæki með allt að 50% af stofnkostnaði og í undantekningar- tilvikum 70%. Hún getur keypt hluti í fyrirtækjum og ráðið framkvæmdastjóra, veitt sérfræðiaðstoð og starfsþjálfun, keypt og selt land og byggt iðn- garða, aðstoðað á félagslegum sviðum, s.s. með framlögum til kaupfélagsverslana í minnstu þorp- unum, styrkt kynningar- og markaðsmál fyrir svæði eða fyrirtæki, stofnað og rekið eigin fyrirtæki og hún átti 314 slík fyrirtæki í árslok 1983 og var mögulegt að fá um 70 þeirra leigð. Þá getur stofn- unin aðstoðað við ýmiss konar áætlanagerð. Þróunarstofnunin starfar í nánu samráði við fylk- is- og svæðastjórnir, en þess ber að geta að sveit- arstjórnarmál eru með allt öðrum hætti í Skotlandi en á Islandi. I Skotlandi eru engar eiginlegar sveit- arstjórnir, heldur svæðastjórnir og fyrir allt há- landasvæðið og eyjarnar er fylkisstjórn. Þrátt fyrir þennan mun gætu íslendingar lært mikið af Skotum, einkum hvað varðar þann sjálfsagða hugsunarhátt og það hugarfar sem ríkir gagnvart strjálbýlinu þar. __viðtal dagsins. j Kristbjörn Óskarsson í viðtali: A 501 penna og enga tvo eins „Nú eru þeir orðnir 493,“ sagði Kiddi við mig fyrir nokkrum dögum. Næst þegar við mættumst voru þeir orðnir 497. Og loks rann upp hinn langþráði dagur. Þeir voru orðnir 500. Kiddi sem heitir raunar Kristbjörn Oskarsson safnar pennum. Við vorum löngu búin að ákveða að hann kæmi í viðtal þegar pennarnir væru orðnir 500 og nú er þessu takmarki náð pennarnir orðnir 501. - Hvernig þarf penni að vera til að komast í safnið þitt Kiddi? „Ég safna alls konar pennum, en þeir þurfa að vera merktir fyrirtæki, stofnun, einstaklingi, stað eða landi eða að vera mjög óvenjulegir útlits." - Hvar fékkst þú hugmyndina að því að gerast pennasafnari? „Ég stundaði nám í þrjá vetur við Öskjuhlíðarskóla. f Reykja- vík kynntist ég konu sem heitir Ágústa Hjálmtýsdóttir og hún á stórt pennasafn. Hjá henni fékk ég hugmyndina.“ - En hvernig hefur þú eignast alla þessa penna? „Fólk hefur gefið mér þá. Við Ágústa höfum samband og ef við eigum tvo eins þá skiptum við á þeim. Þegar ég var búinn að safna 300 kom viðtal við mig í Víkurblaðinu og þá fréttu margir af þessu og sendu mér penna. Þeir komu frá fólki bæði sem ég þekkti og þekkti ekki. Oft fæ ég senda penna í pósti og það er ekki einu sinni merkt frá hverjum þeir koma, þá er maður að velta fyrir sér hver hafi sent þá.“ - Nú ertu í viðtali við Dag. Áttu von á að lesendur blaðsins hugsi til þín, ef þeir eiga svona penna sem þeir mega sjá af? „Ég vona það. Ég er ákaflega þakklátur því fólki sem hefur gef- ið mér penna. Það er mjög gam- an að eiga svona safn.“ - Ætlar þú að halda lengi áfram við þessa söfnun? „Ég veit það ekki. Þar til ég hef eignast flestar tegundir sem hægt er að fá og ég á ekki fyrir." - Áttu einhvern uppáhalds- penna? „Þeir eru allir fallegir. Ég á penna sem eru merktir mörgum stöðum og fyrirtækjum á Islandi. Svo hefur fólk sem ferðast er- lendis fært mér penna. Þeir eru margir skemmtilegir." - Veistu um fleiri svona stór pennasöfn? „Ég þekki einn annan á Húsa- vík sem safnar pennum, en veit ekki hvað hann á marga.“ Ég fékk að skoða pennana hans Kidda. Það var virkilega gaman. 501 penni og engir tveir eins. í safninu eru litlir pennar og stórir pennar. Venjulegir pennar merktir fyrirtækjum og pennar frá fjarlægum íöndum. Ýmsir undarlegir pennar jafnvel hring- laga, nokkrir sem fljótt á litið virðast ekki vera pennar. Þess skal getið að Kiddi býr að Höfðavegi 8 á Húsavík ef ein- hvern sem þetta les mundi langa til að gleðja hann með penna- sendingu. - IM K/URW FJARAN'N' VFR OSS/ /9£> T/9L/J OM /)Ð FFTm VÆR/ K//FFI- VFL/N /)Ð F/)fV1 SOFUF FG PEF/V/ A/Ú kMFFf- VFÍ FFÚ fo/v/vf/? ! ttt^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.