Dagur - 30.10.1985, Blaðsíða 11
30. október 1985 - DAGUR - 11
Nýlega er fallinn frá, Jóhann
Skaptason, fyrrverandi sýslu-
maður Þingeyinga, 81 árs að
aldri. Með Jóhanni er genginn
maður sem hafði áhrif á umhverfi
sitt og skildi eftir sig djúp spor á
lífsferli sínum. Farinn er gegn
maður, sem setti svipmót á hvert
verkefni, sem hann tók sér fyrir
hendur. Manngerðin var sérstæð,
rammíslensk og dæmigerð fyrir’
mann sem hafði í heiðri viðhorf
og mannkosti sem hafa reynst
þjóðinni til heilla um gengnar
aldir. Hann var ungmennafélagi á
aldamótavísu. Maður þjóðlegra
framfara, sem ætíð huggði að
hinu forna og arfi liðins tíma,
þegar áformuð voru nývirki.
Merkast dæmi um þetta er
Safnhúsið á Húsavík. Saman fór
rækt við fornar dyggðir og fram-
farahugur um að búa safninu því
besta sem krafist er um húsa-
kynni og aðbúnað. Það er á eng-
an hallað þótt sagt sé að Þingey-
ingar eigi þetta framtak Jóhanni
Skaptasyni að þakka öðrum
fremur. Safnahúsið með látleysi
sínu, ásamt hinni stílhreinu
kirkju staðarins, gera Húsavík
menningarlegri en ella. Safna-
húsið er meira en fyrir augað.
Það er vísir að menntasetri Þing-
eyinga, en sá var draumur Jó-
hanns Skaptasonar. Það hefði
verið mjög að skapi Jóhanns, að
Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóð-
anna og Norræna eldfjallastöðin
fengju þar aðsetur vegna við-
fangsefna í tengslum við lifandi
kviku þingeyskrar náttúru.
Jóhann Skaptason átti ættir að
íekja til þeirra þingeysku
byggða, sem eru vestan Ljósa-
vatnsskarðs. Honum var annt um
þennan hluta Þingeyjarþings og
vildi í engu vægja um endurskoð-
un héraðsmarkanna andspænis
Akureyri. Svo vel hélt hann á
málum sínum, að ekki hvarflaði
að vestanbyggðamönnum að ger-
ast þegnar yfirvalda á Akureyri,
þótt þægilegra væri um embættis-
þjónustu. Sjálfur rækti hann vel
frændsemi sína í Grýtubakka-
hreppi og sérlega við þá í Skarði.
í landi Skarðs helgaði hann sér
reit til skógræktar og átti í
skógarlundinum snoturt sumar-
hús. Þennan stað valdi hann sér
til dvalar öllum stundum, þegar
embættisannir eða vetrarfærð
hömluðu ekki og á meðan heilsan
leyfði.
Sýslunefndarstörfin voru Jó-
hanni hugstæðari, en sum önnur
skyldustörf sýslumanna. Hann
stýrði sýslunefndum Þingeyjar-
sýslna með skörungsskap og vildi
í engu víkja frá því hlutverki, að
þær væru héraðsvettvangur hinna
ólíklegustu málefna, er komu
upp í sýslunum. Hann hlutaðist
til um að Þingeyjarsýslur og
Húsavíkurkaupstaður gæfu út
sameiginlega árbók fyrir héraðið
í heild. Þetta er víðkunnugt ann-
álarit og menningarsögulegt
safnrit. Sýslumaður átti stóran
þátt í þeirri breiðu samstöðu,
sem náðist um stækkun sjúkra-
hússins á Húsavík. Honum var
annt um Lauga í Reykjadal og
taldi Þingeyinga setja niður, ef
héraðsskólinn yrði afhentur rík-
inu. Slík var málafylgja hans, að
skólinn var ekki afhentur meðan
hann gegndi starfi oddvita sýslu-
nefndar.
Jóhann braut upp á mörgum
málum í sýslunefnd og má þar
nefna orkumálin. í samstarfi
Þingeyjarsýslu og Húsavíkur-
kaupstaðar var haldinn fundur
um að vekja athygli stjórnvalda á
virkjun Jökulsár á Fjöllum og
stóriðju á Norðurlandi. Sýslu-
maður var einn þeirra manna,
sem skipaður var í orkumála-
nefnd á sameiginlegum fundi
Austfirðinga og Norðlendinga
1962, til að vinna að virkjun
Jökulsár á Fjöllum. Bæði í sýslu-
nefnd og á fjórðungsþingum
braut hann upp á þeirri tillögu,
að orkuvinnslufyrirtækin greiddu
orkugjald þeim byggðarlögum,
sem létu í té fallvötnin og jarðhit-
ann. Ljóst er að, ef þessi hug-
mynd hefði komið til fram-
kvæmda að hvorki hefði komið
til Laxárdeilu eða Blöndudeilu.
Sýslumaður var náttúruvernd-
armaður, en fyrst og fremst hags-
munagæslumaður sinna byggða.
Með þessu hugarfari réðist hann í
það ófæruverk að leysa Laxár-
virkjunardeiluna á sínum tíma.
En þar réðu ferðinni á báða bóga
menn sem ekki hirtu um leikslok-
in og afleiðingar þeirra. Það var
fjærri Jóhanni Skaptasyni að hall-
ast að öfgum í málameðferð og
það var ekki við hann að sakast
um hvernig fór og það öllum í
óhag.
Tengsl Jóhanns Skaptasonar
við landið og söguna mörkuðu
viðhorf hans öðru fremur. Hann
beitti sér fyrir, í sýslunefnd Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, að sýslan fengi
yfirráð yfir hinum forna þingstað
Þingey á Skjálfandafljóti. Þar
hugðist hann endurreisa eins
konar þingstað og samkomustað
allra Þingeyinga. Leitt er að þessi
hugmynd skuli enn ekki hafa
komist í framkvæmd. Þetta er
verkefni nýrra forystumanna í
Þingeyjarþingi.
Leiðir okkar Jóhanns Skapta-
sonar lágu saman eftir að ég réð-
ist sem bæjarstjóri til Húsavíkur
1958. Með okkur tókst góð vin-
átta, sem hélst alla mína tíð á
Húsavík. Við höfðum eðlilega
mikið saman að sælda vegna
starfa okkar. Á þeirri tíð var
Húsavík að vakna af dvala eftir
kyrrstöðutíma og var að breytast
úr sjávarþorpi, þar sem þorri
verkfærra manna sótti atvinnu
sína á vertíðar og síld og yfir í bæ
með vaxandi aflabrögð á heima-
miðum, vetrarútgerð og vinnu í
fiskiðjuverinu allt árið. Þá tíðk-
aðist sá háttur að bæirnir önnuð-
ust lögreglukostnaðinn og jafnvel
bæjarstjórnin ákvað tölu lög-
regluþjóna, ennfremur hverjir
gegndu þeint störfum. Það kom
af sjálfu sér að bæjarstjórnin, var
treg að sinna kröfum tímans. Allt
fór þetta vel að lokum. Lögreglu-
þjónum var fjölgað. Keyptur lög-
reglubíll. Byggð fangageymsla og
lögregluvarðstöð.
Þau voru ófá málin, sem við
þurftum að takast á um og leysa
okkar í milli. Jóhann var fálátur
og óádeilinn, en þeim mun
þyngri í málafylgju ef honunt
fannst að sér væri misboðið.
Hann kom ætíð til dyranna eins
og hann var klæddur, sanngjarn
og réttlátur, en var ekki misk-
unnsamur við þá sem sviku lit í
samskiptum við aöra. Jóhann var
seinn til dóma og gat verið erfið-
ur þeim, sem beittu lagastaf til að
ná fram vilja sínum til að
hnekkja á sanngjörnum málstað
þeirra er minna máttu sín. Mér er
það kunnugt að réttsýni hans og
gott hjartalag var sterkara þegar á
reyndi.
Ég vil þakka drengilegan
stuðning í störfum mínum og á
nýjum vettvangi og áhuga hans
fyrir málefnum Fjórðungssam-
bands Norðlendinga.
Þingeyingar kvöddu hinn látna
sýslumann sinn í Húsavíkur-
kirkju, laugardaginn 26. október.
Jóhann Skaptason var borinn til
hinstu hvíldar í Laufási þennan
sama dag. Þar er fegurst útsýni á
þingeyskri grund við Eyjafjörð.
Laufás var sóknarkirkja þeirra
frænda í Skarði.
Áskell Einarsson.
Fasteignasala
við Ráðhústorg
Opið kl. 13-19 virka daga.
Sími 21967.
Arnarsíða: 5 herb. endaraðhús-
íbúð með innbyggðum bílskúr á
neðri hæð. Skipti á 3-4ra herb.
raðhúsíbúð eða neðri hæð
möguleg. Mjög álitleg eign.
Birkilundur: 5 herb. vandað ein-
býlishús 150 fm og 32 fm bílskúr.
Helgamagrastræti: Tvílyft ein-
býlishús ca. 300 fm gæti nýst
sem tvær íbúðir. Skipti á 4-5
herb. raðhúsíbúð eöa minna ein-
býlishúsi. Hús í mjög góðu
standi.
Tungusíða: 5 herb. einbýlishús
með innbyggðum bílskúr. íbúð-
arhæðin 147 fm. Bílskúrog ann-
að pláss 66 fm.
Einholt: 5 herb. endaraðhús-
íbúð ásamt bílskúr alls 145 fm.
Möguleiki að taka 3-4ra herb.
íbúð upp í.
Þingvallastræti: 5 herb. einbýl-
ishús ca. 136 fm. Þarfnast við-
gerðar. Verð 1,5 milljón eða
tilboð.
Munkaþverárstræti: Tvær 3ja
herb. ibúðir í sama húsi og
möguleiki á einstaklingsíbúð í
kjallara.
Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á 3.
hæð í blokk ásamt bílskúr. Ibúð-
in er ca. 115 fm. Þvottahús og
geymsla á hæðinni.
Sólvellir: 4ra herb. íbúð á 2.
hæð í 5 íbúða húsi.
Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 3.
hæð í fjölbýlishúsi.
Kaupandi að verslun með
kvöldsöluleyfi.
Kaupandi að 2-3ja herb. íbúð,
ekki í blokk.
Kaupandi að góðri hæð eða 4ra
herb. raðhúsíbúð.
ÁsmundurS. Jóhannsson
ff— lögfraeöingur m •
Fasteignasa/a
Brekkugötu
Solustjóri: Ólafur Þ. Ármannsson.
Heimasími 24207.
Oska eftir stúlku
til afgreiðslustarfa
í tískuvöruverslun.
Upplýsingar I síma 26565 frá kl. 10-18.
Til leigu
Verslunarhúsnæðið Skipagata 1 til leigu. Tilboð skil-
ist til Eignamiðstöðvarinnar Skipagötu 14, pósthólf
651. Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
EIGNAMIÐSTÖÐIN
Skipagötu 14, 3. hæð (Alþýðuhúsinu)
Opið allan daginn. Síminn er 24606
Sölustjori: Björn Kristjansson. Heimasími: 21776. Lögmaöur: Olafur Birgir Árnason
A söluskrá:
Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð, ásamt bílskúr. Laus strax.
Víðilundur: 2ja herb. íbúð á fyrstu hæð.
Hamarstígur: 6 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi.
Gránufélagsgata: 4ra herb. íbúð á annarri hæð. Laus
strax.
Lækjargata: 2-3 herb. ódýr íbúð, góð kjör. Laus strax.
Norðurgata: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli.
Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á þriðju hæð.
Eldra einbýlishús á Svalbarðseyri.
Hrafnagilsstræti: 5 herb. á efri hæð í tvíbýli.
Tjarnarlundur: Lítil 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Svalainn-
gangur. '
Stórholt: 4-5 herb. íbúð á neðri hæð. Henni geta fylgt tvö
herbergi, eldhús og snyrting í kjallara. Til sölu sem ein
heild eða sítt í hvoru lagi.
Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á efri hæð.
Norðurgata: 4ra herb. íbúð í parhúsi.
Jörvabyggð: 5 herb. einbýlishús með bílskúr.
Brekkugata: 4ra herb. íbúð.
Hvammshlíð: Einbýlishús í byggingu, skipti.
Keilusíða: 4ra herb. íbúð á annarri hæð, laus fljótlega.
Byggðavegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð 140 fm.
Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð.
Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á þriðju hæð. Möguleiki á
skiptum á 2ja herb. íbúð.
Símsvari tekur við skilaboðum
allan sólarhringinn.
Fasteignasalan hf opið frá
Gránufélagsgötu 4,
efri hæð, sími 21878 Kl. 5—7 e.h.
Hreinn Palsson, lögfræðingur
Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur
Hermann R. Jónsson, sölumaður--------------
29. kjördæmisþing framsóknarmanna
í Norðurlandkjördæmi eystra
verður haldið að Hótel KEA á Akureyri dagana 1. og 2. nóv. nk.
Þingið hefst kl. 20.00 á föstudag og lýkur á laugardagskvöld.
Dagskrá:
1. Þingið sett.
2. Kjör starfsmanna þingsins.
3. Nefndakjör.
4. Skýrsla stjórnar og afgreiðsla
reikninga.
5. Skýrslur þingmanna.
6. Kynning á Samtökum um jafnrétti
milli landshluta.
7. Umræður um 5. og 6. lið.
8. Nefndastörf.
9. Ávörp gesta.
10. Framlagning mála.
11. Kosningar.
12. Afgreiðsla mála.
13. Önnur mál.
14. Þingi slitið.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins verður gestur á þinginu.
Allar nánari upplýsingar veitir Áslaug Magnúsdóttir í síma 96-22479
eftir kl. 18.00
STJÓRN K.F.N.E.