Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 4. nóvember 1985 IMuE ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.____________________________ Ójöfnuöurinn gleymist ekki Við upphaf þess Alþingis sem nú situr má segja að ríkisstjórnin hafi staðið á tímamót- um. Vandamálin sem yfirskyggðu öll önnur við upphaf kjörtímabilsins, óðaverðbólga og hætta á atvinnuleysi, virðast nú ekki sama ógnunin og þá. Því ætti nú að vera betra svigrúm en oftast áður til að líta lengra fram í tímann og móta heildstæða efnahagsstefnu til nokkurra ára. Því hefur ríkisstjórnin nú lagt fram stefnu- mótandi áætlun til tveggja ára. Mikilvægustu viðfangsefnin verða þau, að auka þjóðartekj- urnar og stöðva vöxt erlendra skulda. Eftir sem áður verður þó að hafa tvö meginmark- mið stjórnarsáttmálans í hávegum, þ.e. að halda verðbólgunni í skefjum og draga úr henni sem frekast er kostur og tryggja næga atvinnu. Ef takast á að stöðva erlenda skuldasöfnun og koma á betra jafnvægi í efnahagsmálun- um, með því að draga úr viðskiptahaUa og verðbólgu, verða þjóðartekjurnar að aukast. Ef ekki tekst að auka þær verður ofangreind- um markmiðum ekki náð nema með enn frek- ari rýrnun lífskjara almennings. Raunar má almenningur alls ekki við því að lífskjörin versni. Því verður að koma til aukning á þjóð- artekjum. Að vísu sýnist manni eitt gleymast 1 annars ágætri þjóðhagsspá og áætlun ríkisstjórnar- innar, sem ekki er lítilvægt; Sá ójöfnuður sem sífellt eykst hér á landi, einkum vegna mis- munandi lánskjara í tengslum við húsnæðis- mál, sem er nánast kynslóðabundið mál. Það má ekki gleymast að nokkuð stór hluti mið- aldra íslendinga og þar yfir hefur hagnast og beinlínis orðið ríkur vegna hins óeðlilega ástands sem skapaðist á verðbólguárunum. Yngra fólk er nú að súpa seyðið af þessu ástandi. Það býr margt hvert við þrúgandi byrði vegna húsnæðisskulda, eða sér ekki fram á það að geta orðið „venjulegur íslend- ingur", og eignast eigið húsnæði. Þetta hefur lamandi áhrif á allan framkvæmdavilja og erf- itt verður að byggja vöxt þjóðarframleiðslu og sóknarhug í framfaraátt á einstaklingum sem afleiðingar verðbólgunnar hafa lamað. Það er mjög brýnt að þjóðin öll standi sam- an í því að þau markmið sem sett hafa verið náist. Takist það ekki mun óréttlætið aukast enn frekar og bilið milli ríkra og snauðra vaxa. _v/'ófa/ dagsina Skiptinemarnir Sandra Spielman og Lee Lipton. „Frábært að vera hér“ - spjallað við skiptinemana Lee Lipton og Söndru Spielman Hingað á ritstjórn komu í síð- ustu viku skiptinemar tveir. Þeir dvelja báðir hér á Akur- eyri og ætla að vera hér í tæpt eitt ár. Komu í ágúst sl. og eru því búnir að vera hér í um tvo mánuði. Nú, það er ekki úr vegi að segja hvað þeir heita, þessir galvösku skiptinemar. Það er hann Lee Lipton 17 ára strákur sem heima á í New York í Bandaríkjunum og Sandra Spielman, en hún er 16 ára og er frá Wiscosin einnig í Bandaríkjunum. „í vetur er ég á málabraut Menntaskólans,“ segir Sandra, en Lee segist vera í undirbún- ingsdeild Verkmenntaskólans. Þau verða í skólanum í vetur, en næsta sumar ætla þau kannski að fá sér einhverja vinnu. - Að sjálfsögðu spurði ég sígildrar spurningar um hvað þau hafi vitað um ísland áður en þau komu hingað. „Það var nú ekki mikið,“ segja þau. „Eiginlega ekki neitt,“ segir Lee. En svo fer Sandra að rifja upp: „Jú, ég vissi að Reykjavík j var höfuðborgin og svo vissi ég | líka að heimskautsbaugurinn lá í ; gegnum Grímsey." Þau segjast j ekki hafa lært neitt um ísland í I landafræðinni sinni í skólanum. - Vilduð þið helst af öllu koma hingað til íslands, eða völduð þið önnur lönd á undan? „Ég valdi Skandinaviu, mér var alveg sama hvaða land yrði fyrir valinu. En er mjög ánægður að vera hér,“ sagði Lee. „Ég valdi írland númer eitt, en ísland var í þriðja sæti hjá mér. Nei, ég er ekkert spæld að hafa ekki farið til írlands. Mér finnst frábært að vera hérna,“ segir Sandra. Þau Sandra og Lee koma hing- að á vegum skiptinemasamtak- anna AFS, en að sögn Hrannar Pétursdóttur sem kom hingað með þeim og var okkur öllum til halds og trausts, þá er AFS orðið nokkuð öflugt félag hér á Akur- eyri. Um 20-30 manns eru mjög virkir félagar og að auki er fjöld- inn allur af stuðningsfélögum. í fyrra dvöldu hér á Akureyri 4 skiptinemar og 7 krakkar héðan dvöldu erlendis sem skiptinemar. í ár eru 4 akureyrskir krakkar sem skiptinemar erlendis, en hér á Akureyri dvelja tveir skipti- nemar, þau Sandra og Lee. - Er þá ekki komið að annarri sígildri? Hvemig gengur ykkur að læra íslenskuna? Þau brosa bæði, gott ef ekki bregður fyrir smá grettu. „Það gengur hægt,“ segir Lee. Bætir því svo við að kennari hans í Verkmenntaskólanum sé mjög hjálpsamur. „En mér finnst ís- lenskan mjög erfið.“ „Mér finnst ekkert mjög erfitt að læra orðin, sum eru lík ensk- um orðum, en málfræðin er mjög erfið,“ segir Sandra. Sandra seg- ist mikið hafa lært af tveggja ára strák sem er á heimili hennar hér. - Hvað gerið þið þegar þið eruð ekki í skólanum? »Ég er í Myndlistaskólanum að læra módelteikningu og svo er ég líka að læra á þverflautu í Tónlistarskólanum," segir Sandra. Segist svo líka fara stundum í bíó og í H-100. Lee er skíðamaður og æfir með skíða- fólki hér á Akureyri. „Svo fer ég líka stundum í bíó og H-100.“ Þau eru sammála um að hér á Akureyri sé nóg að gera og finn- ast skemmtanir síður en svo fá- breyttar. Þegar Lee kemur aftur heim til sín, til New York ætlar hann að læra að verða flugmaður, en Sandra ætlar að læra innanhúss- arkitektúr. En þetta sögðu þau að lokum: „Það er alls ekki eins kalt hérna og við bjuggumst við. í rauninni er bara mjög gott veður hérna.“ - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.