Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 11
4. nóvember 1985 - DAGUR - 11 Kjördæmismálaályktun framsóknarmanna í Norðurlandi eystra: Efla Akureyri til mót- vægis við höfuðborgina Á kjördæmisþingi Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem haldiö var á föstudag og laugardag, var m.a. samþykkt kjördæmis- málaáiyktun um atvinnu- og byggðamál og um menntamál. Það sem vekur hvað mesta at- hygli í þessari ályktun er ein- dreginn stuðningur framsókn- armanna hvarvetna á Norður- landi eystra við þá hugmynd, að nauðsynlegt sé að efla einn stað til mótvægis við höfuð- borgarsvæðið. Bent er á að með stórbættum samgöngum á Norðurlandi séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að sá staður geti verið Akureyri og ná- grenni. Þingið lagði áherslu á að með þessu sé ekki verið að leggja til að aðrir staðir verði afskiptir, heldur að ná út á land starfsemi sem ella myndi öll lenda á Reykjavíkursvæð- inu. Ályktanirnar fara hér á eftir: Atvinnu- og byggðamál: Eftir þá sókn landsbyggðar sem hófst á síðasta áratug með upp- byggingu fiskiskipaflota og fisk- vinnslustöðva um land allt hefur nú aftur sigið á ógæfuhliðina og fólksflutningar af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar eru hafnir á ný. Því vilja framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra benda á eftirfarandi atriði til um- hugsunar fyrir þá sem stuðla vilja að nýrri sókn til jafnvægis í byggð landsins. 1. Skilgreina verður byggða- stefnuna með enn markvissari hætti en gert hefur verið til þessa. Má í því sambandi skírskota til þeirra efnahagslegu staðreynda að þjóðinni er nauðsyn að gæði til lands og sjávar séu nýtt sem víðast um landið. Leggja þarf áherslu á óhagkvæmni þess að uppbygging þjónustugreina og nýrra atvinnutækifæra hefur á undanförnum árum nær ein- göngu verið á Suðvesturlandi. 2. Öll stefnumörkun í byggða- málum taki mið af þeirri byltingu í atvinnulífi sem nú er hafin hér á landi - stundum nefnd „ör- tölvubylting“ - sem í hnotskurn mun þýða hlutfallslega mun færri vinnandi hendur við frumat- vinnuvegina en eru í dag, en að sama skapi aukningu í hvers kon- ar þjónustu og upplýsingaöflun. Með tilliti til núverandi staðsetn- ingar undirstöðuatvinnuveganna annars vegar og þjónustugrein- anna hins vegar er augljóst til hvers þessi þróun leiðir ef ekkert verður að gert. 3. Leggja verður ríka áherslu á að landsbyggðin haldi sínum hlut í öflun og vinnslu sjávar- fangs. í því sambandi verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að almenn stjórnun á peningamál- um þjóðarinnar svo sem gengis- og vaxtamálum verði á þann hátt að grundvallaratvinnuvegirnir sem að miklum hluta eru úti á landi geti byggst upp fyrir eigið aflafé og með því tryggt afkomu þeirra sem við þá vinna, í stað þess að fyrirtæki þeirra þurfi að fara bónarveg til að sækja fjár- magn til sjóðakerfisins í Reýkja- vík. 4. Þingið bendir á mikilvægi landbúnaðar fyrir Norðurland eystra og leggur ríka áherslu á að nýsettum lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara verði beitt til að skapa nýja sókn í íslenskum landbúnaði. Þeim bændum sem rúm er fyrir í hinum hefðbundnu búgreinum verði gert kleift að stunda sinn rekstur með fullri reisn við hliðina á nýj- um búgreinum og atvinnuupp- byggingu í sveitum landsins. í þessu kjördæmi má minna á loð- dýrarækt, fiskeldi og fiskirækt ásamt ferðamannaþjónustu. 5. Þingið lýsir yfir áhyggjum sínum hvað varðar stöðuga þenslu höfuðborgarsvæðisins um leið og framsóknarmenn gera sér ljóst að í nútímaþjóðfélagi hefur þéttbýli á borð við Reykja- vík mikið aðdráttarafl vegna öfl- ugrar þjónustustarfsemi og blóm- legs menningarlífs sem þar getur þrifist. Því telur þingið að nú sé nauð- synlegt að efla einn stað til mót- vægis við höfuðborgarsvæðið og bendir á að með stórbættum sam- göngum á Norðurlandi eru öll skilyrði fyrir hendi til þess að sá staður geti verið Akureyri og ná- grenni. Þingið leggur áherslu á að með þessu er ekki verið að leggja til að aðrir staðir verði afskiptir, heldur að ná út á land starfsemi sem ella mundi öll lenda á Reykj avíkursvæðinu. I þessu sambandi leggur þingið áherslu á tvennt: a) Sé fyrir þessu pólitískur vilji geta stjórnvöld á skömmum tíma hrundið slíkri þróun af stað með staðsetningu opin- berra stofnana á Akureyri. b) Þó hlutur stjórnvalda í þessu máli geti orðið stór veldur þó mestu að Norðlendingar beri gæfu til að nýta sér bættar samgöngur till nánari sam- vinnu á sem flestum sviðum og ná með því til sín auknum hluta af ýmiss konar almennri þjónustu og nýjum tækifærum í iðnaði. I þessu sambandi hljóta framsóknarmenn að líta til samvinnuhreyfingar- innar, sem í flestum byggðar- lögum í strjálbýlinu er burð- arás í atvinnulífinu. Menntamál: Jafnrétti til menntunar án tillits til búsetu er eitt af grundvallar- atriðum byggðastefnunnar. Þingið fagnar stofnun og rekstri Verkmenntaskólans á Ak- ureyri og beinir því til þingmanna flokksins að sjá til þess að fram- kvæmdir við skólann haldi áfram með eðlilegum hraða. Þingið fagnar því að ákveðið er að framkvæma þá stefnu sem framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi eystra hafa lengi barist fyrir og kjördæmisþing fram- sóknarmanna hafa margsinnis ályktað um, að hefja háskóla- kennslu á Akureyri á næsta ári. Gífurleg fjölgun háskólastúd- enta kallar á fjölbreyttara náms- framboð sérstaklega tengt at- vinnulífinu. í þessu sambandi má nefna styttra tækninám tengt tölvuiðnaði, verslun og fram- leiðsluiðnaði. Nýjar styttri náms- leiðir og upphafsnám hefðbund- inna námsleiða má með þjóð- hagslegum ávinningi byggja upp á Akureyri og létta þannig á gíf- urlegri byggingarþörf Háskóla ís- lands í Reykjavík. Auknu námsframboði á Akur- eyri tengist nauðsyn á meira heimavistarrými, þar með taldir hjónagarðar. Með byggingu heimavista fyrir alla nemendur á framhaldsskólastigi býðst æsku- fólki dreifbýlisins húsnæði á hag- stæðari kjörum og jafnar náms- aðstæður nemenda á landinu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Víðilundi 10G, Akureyri, þinglesin eign Gylfa Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ólafs Axelssonar hrl., Ólafs Gústafssonar hdl. og Brunabóta- félags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Smárahlíð 6C, Akureyri, þingl. eign Bald- vins Valdimarssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Þormóðs- sonar hdl. og Árna Guðjónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 8. nóvember 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hlíðarenda, Akureyri, þingl. eign Baldurs Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og bæjargjald- kerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Eiðsvallagötu 28, Akureyri, talin eign Krist- ínar Albertsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., inn- heimtumanns ríkissjóðs, bæjargjaldkerans á Akureyri og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóv- ember 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Grundargerði 2G, Akureyri, þingl. eign Þrastar Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Þor- móðssonar hdl. og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Jörvabyggð 3, Akureyri, þingl. eign Guð- mundar Þórhallssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Skarphéðins Þórissonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ægisgötu 23, Akureyri, þinglesin eign Sig- urðar Pálmasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ólafs B. Árnasonar hdl., Ragnars Steinbergssonar hrl. og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóv- ember kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Rauðumýri 19, Akureyri, þingl. eign Sigur- jóns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Gunnars Guðmundssonar hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóv- ember 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Óseyri 1 hluti, Akureyri, talin eign Stefnis, fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs og Brunabótafélags íslands, á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.