Dagur


Dagur - 04.11.1985, Qupperneq 6

Dagur - 04.11.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 4. nóvember 1985 Arnar Guðlaugsson. Þjálfar Amar Völsung? I? Samkvæmt heimildum Dags hefur stjórn knattspyrnudeildar Völsungs, boðið Arnari Guðlaugssyni að þjálfa meistarflokk félagsins næsta keppnistímabil. Liðið er í 2. deild og er mikill áhugi meðal leikmanna liðsins að fá Arnar til starfa. Arn- ar sem er búsettur á Húsavík hefur ekki gefíð svar við því enn hvort hann taki að sér að ’ þjálfa liðið, en það mun skýrast innan tíðar. Arnar er ekki ókunnugur þjálfun, þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá meist- araflokki Þórs á síðustu tveimur árum. Fyrst með Þorsteini Ólafssyni og hann sá síðan um i vetraræfingar meistaraflokks í tíð Jóhannes- ar Atlasonar í fyrravetur við góðan orðstír. Það verður því mikill fengur fyrir Völsung ef þeim tekst að krækja í Arnar. Sigurður til Vopnafjarðar? Dagur hefur fregnað að Sigurður Halldórs- son er þjálfaði Völsung í knattspyrnu á síð- asta keppnistímabili standi í viðræðum við Vopnfírðinga um að þjálfa þar á koinandi tímabili. Kinherji frá Vopnafírði komst sem kunn- ugt er í 2. deild á síðasta tímabili og ætla þcir sér að gera meira en bara hanga í þeirri deild. Þá hefur einnig heyrst að Borgnesing- ar hafí líka áhuga á Sigurði sem er mjög frambærilegur þjálfari og sterkur leikmaður. KA-FH - á þriðjudag Annað kvöld kl. 19.30 verður leikur KA og FH í 1. deildinni í handknattleik á dagskrá. Þessum leik hefur verið flýtt um cinn dag að | beiðni FH-inga. KA-mönnum dugir ekkert "i annað en sigur gegn FH, en liðið hefur ekki t enn unnið leik á heiuiavclli. KA mun leiku : án Jóns Kristjánssonar sem handarbrotnaði í | leik fyrir skömmu og niun það veikja liðið | verulega. g ' Mynd: KÓÁ Jóhann Samúelsson í kröppum dansi Þórsara vantaði herslu- muninn gegn Tý „Það var argasta óheppni að tapa þessum Ieik. Þetta var nokkuð góður leikur hjá okkur, nema í vörninni. Okkur munaði um Aðalbjörn Svan- laugsson sem ekki gat leikið með vegna veikinda. Þá fannst mér of mikið ósamræmi í dóm- um dómaranna og hefur það getað ráðið úrslitum í þessum leik,“ sagði Gunnar Gunnars- son þjálfari Þórs í handbolta eftir naumt tap gegn Tý í 3. deildinni. Þessi lið virðast nokkuð jöfn að styrkleika og var jafnræði með þeim allan fyrri hálfleik. Þó leiddu Týrarar með 1 til 2 mörkum. Staðan í hálfleik var 14:12 Tý í vil. Eitthvað virtist tímavarslan vera í ólagi, en þar sem enginn tímavörður var mætt- ur í byrjun leiks, hljóp ungur áhorfandi í skarðið. Og ekki var nú gamla eldhúsklukkan til að létta honum störfin. í seinni hálfleik var mikil spenna og Þórsarar voru ekki á því gefa eftir. Þegar tæpar 15 mínútur voru eftir af leiktíman- um jöfnuðu Þórsarar í fyrsta skipti 20:20. Og þegar tæpar 5 mínútur voru eftir komust þeir yfir 25:24, Týrarar jöfnuðu og komust aftur yfir, Þórsarar jöfn- uðu, en Týrurum tókst að merja sigur með tveimur síðustu mörk- um leiksins. Lokastaðan því Týr 28, Þór 26. Tveir Þórsarar voru útilokaðir í leiknum, Kristinn Hreinsson á 10. mínútu seinni hálfleiks og Ólafur Hilmarsson þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum. Og máttu Þórsrar illa við því að missa þessa menn útaf, þar sem lítil breidd er í liðinu. Þórsliðið lék nokkuð vel í þess- um leik og var allt annað að sjá til liðsins heldur en gegn Fylki um daginn. Vörnin er sennilega það sem brást í þessum leik, en það er hlutur sem hægt er að laga. Bestir í annars jöfnu liði voru þeir Sigurpáll Aðalsteinsson og Jóhann Samúelsson, ungir og efnilegir strákar. Hjá Týr voru bestir þeir Sverr- ir Sverrisson og Jóhann Benónís- son. Mörk Þórs: Gunnar Gunnars- son 6 (1), Sigurpáll Aðalsteins- son 6, Jóhann Samúelsson 5, Ing- ólfur Samúelsson 5 (3), Ólafur Hilmarsson 3 og Hörður Harðar- son 1. Flest mörk Týs skoruðu þeir Jóhann Benónísson 12 (3) og Sverrir Sverrisson 6. Dómarar voru þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haralds- son og vantaði samræmi í dóma þeirra. Fer Logi til Þórs eða Logi Einarsson sem varði mark Leifturs í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir þeirra. Logi ætlar að vera á Akur- eyri í sumar og mun annað hvort ganga til liðs við Þór eða KA. Eru taldar meiri líkur að hann fari til Þórs og mun ráðn- ing Þorsteins Ólafssonar til Þórs vega þungt á metunum. Logi varði mark Leifturs með ágætum í sumar, en liðið féll sem kunnugt er í 3. deild. Ólafsfirðingar þurfa þó ekki að örvænta yfir markmannshall- æri, því eins og greint var frá í KA? Degi fyrir stuttu mun Þorvald- ur Jónsson ætla að spila með Leiftri í sumar. Þorvaldur varði mark KA í sumar og ef Logi fer til Þórs, standa KA- menn uppi markmannslausir fyrir komandi tímabil. Enn er þó langt í mót og ástæðulaust að vera með áhyggjur af þess- um málum strax. Því eins og menn sem fylgjast með á íþróttasviðinu vita, eru alltaf miklar umræður um félaga- skipti í gangi á þessum árs- tíma. En hvort sem Logi gerir að ganga í KA eða Þór, þá mun hann styrkja það lið mikið. Fer Logi til Þórs?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.