Dagur


Dagur - 04.11.1985, Qupperneq 3

Dagur - 04.11.1985, Qupperneq 3
4. nóvember 1985 - DAGUR - 3 Á fyrsta fundi stjórnar og varastjórnar Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandi eystra t.f.v.: Áslaug Magnúsdóttir, Þóranna Björgvinsdóttir, Hafþór Helgason, Snorri Finnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir, Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir og Sigurgeir Aðalgeirsson. Á myndina vantar Valgerði Sverrisdóttur og Jón Sigurðarson úr aðalstjórn og Gunnar Hilmarsson og Tryggva Sveinbjörnsson úr varastjórn. Mynd: HS Valgerður kosin formaður Valgerður Sverrisdóttir var kosin formaður stjórnar Kjör- dæmissambands framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, en hún ásamt fjórum öðrum konum hlaut kosningu í sjö manna aðal- stjórn. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fékk flest atkvæði, síðan Val- gerður Sverrisdóttir, þá Halldóra Jónsdóttir og Áslaug Magnús- dóttir. Einnig hlutu kosningu Snorri Finnlaugsson, Þóranna Björgvinsdóttir og Jón Sigurðar- son. í varastjórn voru kosnir Gunnar Hilmarsson, Hafþór Helgason, Sigurgeir Aðalgeirs- son og Tryggvi Sveinbjörnsson. Við kosningu í miðstjórn Framsóknarflokksins varð röðin þessi: Valgerður Sverrisdóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Bjarni Aðalgeirsson, Halldóra Jónsdóttir og Jón Sigurðarson frá eldri mönnum, en Áslaug Magnúsdóttir, Hafþór Helgason og Áskell Þórisson frá yngri mönnum. Varamenn í miðstjórn eru Hákon Hákonarson, Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, Níels Árni Lund, Guðlaug Björnsdóttir, Ari Teitsson, (yngri) Sigurgeir Aðal- geirsson, Snorri Finnlaugsson og Þórólfur Gíslason. HS m ©oierk Þessar vinsælu furuhillur fást nú I miklu úrvali á frábæru verbi. TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SÍMI (96)21410 Alþýðubandalagið: Aðalfundur kjördæmisráðs á Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra var hald- inn að Illugastöðum í Fnjóska- dal dagana 19.-20. október. Á dagskrá fundarins voru, auk venjulegra aðalfundarstarfa, m.a. sveitarstjórnarmál og voru flutt fjögur framsöguerindi um mismunandi þætti sveitarstjórn- armálanna. Góður rómur var gerður að máli framsögumanna og í kjölfarið fylgdu fjörugar um- ræður. Þá var rætt um stjórnmálavið- horfið og málefni Alþýðubanda- lagsins og stjórnmálaályktun samþykkt. Þungamiðja stjórnmálaálykt- unarinnar er gagnrýni á störf nú- verandi ríkisstjórnar og telja al- þýðubandalagsmenn á Norður- landi eystra það sem algert for- gangsverkefni að koma henni frá völdum. Þinghaldið þótti takast vel, enda aðstæður til fundarhalda' hinar bestu á Illugastöðum. BB. Slátrun sauðfjár á Sauðárkróki: Góður meðalþungi Slátrun sauðfjár lauk hjá slát- er 1.847 kindum fleira en haustið urhúsi Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki miðviku- daginn 16. október. Álls var lógað 44.685 fjár, sem 1984. Þar af voru dilkar 41.035, sem er 1.442 fleira en 1984 og fullorðnar kindur 3.650 á móti 3.245 1984. Leiðrétting Fyrir stuttu birtist frétt þess efnis að tveir ungir piltar á Húsavík hefðu verið með byssu undÍT höndum og farið mjög ógætilega með skotvopn- ið. Hefðu meðal annars skotið á íbúðarhús og eitthvað fleira. Hafa skal það sem réttara reynist og komum við því hér með á framfæri að aðeins annar pilturinn handlék byssuna sem olii bæði hræðslu og skemmdum. Það skal tekið fram að allar upplýsingar varðandi þetta mál fengum við hjá áreiðanlegum að- ilum, sem síðan vildu koma þessu á framfæri. Meðalþungi dilka varð 14,478 kg að frádreginni vatnsléttingu, sem er 678 gramma samdráttur frá fyrra ári. Samt sem áður er þessi meðalþungi með því besta sem verið hefur allmörg undan- farin ár önnur en 1984. Meðal- þungi fullorðins fjár varð einnig rúmum 600 grömmum minni. Heildarmagn kjöts af þessu sláturfé nam um 690 smálestum. Áður en sauðfjárslátrun hófst, var lógað hjá sláturhúsi KS 475 nautgripum, og nam kjötið af þeim nm 64 smálestum. Nú er aftur hafin slátrun nautgripa, og má búast við slátrun um 400 gripa til viðbótar. Að lokinni slátrun nautgripa hefst slátrun á folöldum og hrossum, og má búast við svipuð- um fjölda og í fyrra, eða 4-500. cristal vönduðu bresku vegg-og gólfílísarnar Steinprýði hf. hefur tekið við umboði John Lindsay hf. á íslandi fyrir hinar þekktu framleiðsluvörur breska fyrir- tækisins H & R Johnson Tiles, og fyrirtækjanna A G Tiles og Maw & Co. Fyrirtækin eru þekkt fyrir vandaða og fjölbreytta fram- leiðslu á CRISTAL vegg- og gólfflísum, auk fylgihluta og margvíslegrar gjafavöru úr gleri. Verðið er hagstætt og í sumum tilvikum lægra, en áður hefur þekkst hér á landi. Steinprýði hefur fyrirliggj- andi sýnishorn ásamt öllum nánari upplýsingum, og býður nýja viðskiptavini og að sjálfsögðu gamla viðskipta- menn velkomna. / Nýr umboðsmaður á Islandi i: steinprýAi hf. ■B Stórtiö(öa16 slmi 83340-84780 Umboðsmaður á Akureyri: ^skaplif

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.