Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 7
4. nóvember 1985 - DAGUR - 7 Umsjón: Kristján Kristjánsson Handbolti 3. deild: við fríska Týrara „Reynslu- og úthaldsleysi háir liðinu, einnig vantar breidd í liðið. Það eru mikið til sömu mennirnir sem spila leikinn út í gegn. Þó fínnst mér þetta vera á réttri leið hjá okk- ur og ég er bjartsýnn á fram- haldið,“ sagði Helgi Helgason fyrirliði Völsungs í handbolta, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Tý í 3. deildinni 22:30 á föstudagskvöld. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að skora fyrstu 4 mörkin, staðan eftir 6 mínútur 2:2. Þá tóku Týrarar forystu með 3 mörkum í röð og áttu Völsung- ar erfitt með að stöðva horna- menn Týs. Liðin skiptust síðan á um að skora fram að hálfleik og staðan þá 13:10 Tý í vil. í byrjun seinni hálfleiks tók Ómar Rafnsson góða rispu og skoraði 4 af 5 fyrstu mörkum Völsunga, en Týrarar svöruðu jafnan strax aftur. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 20:15 Tý í vil og virtust Völsungar hvorki hafa úthald né getu til að ógna forystu þeirra. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum og staðan 24:16, reyndu Völsungar að taka úr umferð 1 og 2 menn, en það bar lítinn árangur. Og þá reyndu þeir síðustu mínúturnar að leika maður á mann frá miðju, en það gekk síst betur. Lokastað- an eins og áður sagði, Týr 30, Völsungur 22. Völsungum hefur bæst liðsauki frá fyrstu leikjunum, sem eru þeir Sveinn Freysson og Ómar Rafnsson (báðir úr knattspyrnu- liðinu, eins og fleiri) og stóðu þeir sig þokkalega. Að vísu varð Ómari það nokkuð oft á, að fá dæmdan á sig ruðning í sókninni. Þá voru þeir Pálmi og Bjarni markvörður sæmilegir. Sigurður Illugason er þó sennilega sá leikmaður Völsungs, er mest hef- ur komið á óvart með góðum leikjum. Lið Týs er skipað frekar ung- um mönnum og léku þeir flestir vel í þessum leik. Mörk Völsungs: Pálmi Pálma- son 7 (4), Ómar Rafnsson 4, Pét- ur Pétursson 3, Sigurður Illuga- son 3, Arnar Guðlaugsson 2, Helgi Helgason 2 og Birgir Skúlason 1. Flest mörk Týs skoruðu Hörð- ur Pálsson 7 og Jón Kr. Jónsson 5. Dómarar voru þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haralds- son og dæmdu þeir mjög vel. Helgi Helgason reynir markskot. Mynd: KK Völsungar réðu ekki Körfubolti: Tindastóll ósigraður Tveir Icikir fóru fram í 2. deild íslandsmótsins í körfubolta á Húnavöllum um helgina. Á föstudagskvöld léku USAH og ÍA og sigraði ÍA í þeim leik með 91 stigi gegn 83. Á laugar- dag léku síðan Tindastóll og IA og sigraði Tindastóll með 103 stigum gegn 97. Leikur Tindastóls og ÍA var jafn rétt í byrjun, en síðan tóku Tindastólsmenn leikinn í sínar hendur og höfðu örugga forystu út leikinn. í hálfleik voru þeir með 17 stiga forystu, en lokatölur urðu eins og áður sagði 103:79 Tindastól í vil. Atkvæðamestir í liði Tinda- stóls voru þeir Kári Marísson sem skoraði 30 stig, Haraldur Leifsson 28 og Þorgeir Njálsson 12- Lið ÍA er að mestu borið uppi af tveimur mönnum, Gísla Gísla- syni (áður ÍS) og Garðari Jóns- syni. Gísli skoraði 24 stig en Garðar eitthvað minna. Tindastóll hefur nú lokið 3 leikjum í 2. deildinni og unnið þá alla og stefna þeir ótrauðir á 1. deildina. Þá má geta þess að um áramótin verður að öllum líkind- um tekið'í notkun nýtt íþróttahús og mun öll aðstaða við inniíþrótt- ir batna þá verulega, Leikur USAH og ÍA var mjög jafn og spennandi, þó Skaga- mennirnir hafi yfirleitt haft frum- kvæðið í leiknum. Þegar um 4 mínútur voru eftir náðu Hún- vetningar að jafna, en Skagamenn voru sterkari á endasprettinum og sigruðu með 92 stigum gegn 83. Gfsli Gíslason leikmaður ÍA var óstöðvandi í leiknum og skor- aði 43 stig. Knatt- spymu úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. dcild ensku knattspyrnunnar um , helgina urðu þessi: l.deild ! Arsenal-Man.City 1-0 1 Aston Villa-Oxford 2-0 Ipswich-Chelsea 0-2 Liverpool-Leicester 1-0 Luton-Birmingham 2-01 Man.United-Coventry 2-0 Newcastle-Watford 1-1 x Q.P.R.-Sheff.Wed. 1-1 x Southainpton-Tottenham 1-0 1 West Ham-Everton 2-1 1 j Nottm.Forest-W.B.A. 2-1 2. deild: Barnsley-Oldham 1-01 Bradford-C.Palace 1-0 Brighton-Norwich 1-1 x Charlton-Shrewsbury 4-1 Fulham-Sunderiand 1-2 2 Grimsby-Millwall 5-1 Leeds-Portsmouth 2-11 Middlesbro-Blackburn 0-0 x Sheff.United-HuII 3-1 Stoke-Huddersfield 3-01 Wimbledon-Carlisle 4-1 STAÐAN 1 . deild Man.United 15 13-2- 0 35: 5 41 Liverpool 15 94- 2 32:15 31 Sheff.Wed 15 8-4- 3 22:21 28 Chelsea 15 8-3- 4 21:15 27 Arsenal 15 8-3- 4 19:15 27 West Ham 15 74- 3 26:17 26 Nottm.Forest 15 8-1- 6 26:22 25 Everton 15 7-3- 5 27:18 24 Newcastle 15 6-5- 4 23:23 23 Luton 15 5-6- 4 26:19 21 Watford 15 6-3- 6 30:28 21 Tottenham 14 6-2- 6 27:19 20 Q.P.R. 15 6-2- 7 16:21 20 Coventry 15 4-5- 5 21:2117 Aston Villa 15 4-5- 6 20:21 17 Southampton 15 4-5- 6 17:21 17 Birmingham 14 5-1- 811:2116 Oxford 16 3-6- 7 22:31 15 Leicester 16 3-5- 8 19:32 14 Man.City 15 2-5- 8 13:24 11 Ipswich 15 2-2-11 7:24 8 W.B.A. 15 1-3-1113:38 6 STAÐAN 2. deild Portsmouth 15 11-2- 2 29: 8 35 Wimbledon 15 84- 3 17:12 28 Oldham 15 8-3- 4 25:15 27 Sheff.U. 15 7-5- 3 26:18 27 Charlton 13 8-2- 3 27:17 26 lllackburn 15 74- 4 17:12 26 Norwich 15 7-4- 4 27:17 25 Barnsley 15 64- 5 16:13 22 Brighton 15 6-4- 5 24:21 22 C.Palace 15 6-3- 6 20:19 21 Leeds 15 5-5- 5 18:18 20 Grinjsby 15 4-6- 5 23:20 18 Hull 15 4-6- 5 22:21 18 Huddersf. 15 4-6- 5 15:22 18 Sundcrland 15 5-3- 7 14:22 18 Stoke 15 3-7- 5 16:17 16 Fulham 13 5-1- 7 12:14 16 Bradford 13 5-1- 7 16:2116 Millwall 15 4-3- 8 18:26 15 Middlesbro. 15 2-6- 7 7:16 12 Shrewsbury 15 2-5- 8 17:26 11 Carlisle 15 i 1-3-11 14:41 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.