Dagur - 21.11.1985, Qupperneq 9
21. nóvember 1985 - DAGUR - 9
Þingforseti ávarpar þingfulltrúa.
Við ákváðum að taka viðtöl
við nokkra þingfulltrúa sem
tóku þátt í fjórðungsþingi
æskunnar fyrir hönd sinna
framhaldsskóla.
Magnús Albert Sveinsson G.Ó.
- Hvernig hefur fundurinn
gengið fyrir sig?
„Mér finnst hann hafa gengið
mjög vel fyrir sig, það þyrfti að
gera meira af þessu.“
- Hefur margt komið fram í
umræðum sem þú vissir ekki um
áður?
„Nei, en umræðurnar hafa
veitt manni aukinn skilning á mál-
unum.“
- Telurðu að þessar tillögur
sem samþykktar hafa verið á
fundinum komist í framkvæmd
hjá stjórnvöldum?
„Ég veit ekki hvort þeir taka
þær alvarlega, en vona það. -
Við erum framtíðin."
- Finnst þér ráðlegt að halda
svona þing oftar?
„Já, að minnsta kosti á hverju
ári, það gefur mönnum innsýn í
fundarstörf."
Ingi Jónsson F.á S.
- Hvernig hefur þingið
gengið?
„Það hefur gengið framar
vonurn.1'
- Finnst þér allir þátttakendur
virkir í umræðunum?
„Þátttaka er voðalega misjöfn,
sumir eru virkir, aðrir ekki, en
umræðurnar hafa verið fjörugar
og skemmtilegar."
- Hefur margt komið fram í
umræðum og undirbúningi sem
þú hefur ekki vitað um?
„Mér finnst ýmislegt hafa kom-
ið fram. Til dæmis að hver grunn-
skólanemandi úti á landi er
380% dýrari en sambærilegur
nemandi fyrir sunnan; það er
m.a. vegna aksturs og mötuneyt-
is.“
- Telurðu ráðlegt að halda
svona þing árlega?
„Já, ef það gengur jafnvel og
núna, en ekki bara fyrir fram-
haldsnema heldur á breiðari
grundvelli."
Reynir Kristjánsson M.A. for-
seti þingsins.
- Hvað finnst þér um þingið?
„Mér finnst ekki rétt að bara
námsmenn taki þátt í þessu. -
En þetta er frumraun og það
verður eflaust gert betur næst."
- Telurðu ráðlegt að halda
svona þing árlega?
„Ja, kannski á tveggja ára
fresti.
- Var margt í umræðunum
sem kom þér á óvart?
„Nei, en það kom ýmislegt
fram sem maður hafði ekki hugs-
að út í.“
Friðný Siguröardóttir V.M.A.
- Hvernig finnst þér þingið
hafa farið fram og undirbúningi
þingfulltrúa háttað?
„Það hefur gengið mjög vel fyr-
ir sig, við úr Verkmenntaskólan-
um höfðum góðan undirbúning."
- Eru allir þátttakendur virkir í
umræðum?
„( okkar starfshóþi sem fjallaði
um samgöngumál voru allir
virkir."
- Hefur nokkuð komið fram i
umræðunum sem þú vissir ekki
um?
„Ég hef lært heilmikið á þessu,
Texti: Helga Björk Eiríksdóttir og
Helga Kristjánsdóttir
Myndir: Gísli Tryggvason.
Askell Einarsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Norð-
lendinga.
Friðný Sigurðardóttir, V.M.A.
sérstaklega í atvinnu- og sam-
göngumálum."
- Telurðu að þær tillögur sem
samþykktar hafa veriö á þessu
þingi komist í framkvæmd hjá
stjórnvöidum?
„Ég veit það ekki. Ég er hrædd
um að annað hvort verði þeim
breytt eða stjórnmálamenn hafi
ekki sama skilning á þessu og
við höfum."
- Nokkuð sem þú vilt bæta við
að lokum?
„Mér finnst nauðsynlegt að
reynt verði áð stofna hagsmuna-
samtök milli framhaldsskóla á
Norðurlandi."
„Ákveðið var á síðasta
fjórðungsþingi að sama
nefnd og sá um Norðurlands-
leika æskunnar yrði einnig
falið að sjá um þetta, vegna
þess hve þeir tókust vel.
Undirbúningur hefur verið
mikill hjá nefndinni, en einnig
hjá fulltrúum þingsins sem
hafa sýnt góða frammi-
stöðu."
- Telurðu að eitthvert
mark verði tekið á niðurstöð-
um þessa þings?
„Eg tel það tvímælalaust.
Stjórn Fjórðungssambands-
ins ákvað að láta ályktanir
þessa þings fá sömu með-
ferð og ályktanir sem komu
frá þingi Fjórðungssambands
Norðlendinga sem haldið var
á Laugum í Reykjadal 29.-30.
ágúst. Stjórnin kynnti sér
þessar tillögur sl. þriðjudag."
- Hví er fólk á sama aldri
sem farið hefur út í atvinnu-
lífið (að loknum grunnskóla)
ekki látið taka þátt í þessum
umræðum?
„Þetta er spurning um
vinnubrögð, það er mikið
auðveldara að ná til þessa
aldurshóps gegnum skóla-
kerfið. Einnig má benda á að
námsmenn eru i atvinnulífinu
eða að búa sig undir það. Hér
er mjög blandaður hópur í
mismunandi námi."
- Er nokkuð sem þú vilt
bæta við að lokum?
„Ég vil láta í Ijós ánægju
með það hve vel þingfulltrú-
arnir hafa búið sig undir
þetta.
Þeir virðast leggja áherslu
á það sama og við höfum lagt
áherslu á í þessum efnum."
Við þökkum Magnúsi fyrir
viðtalið.
Þingfulltrúar að störfum.