Dagur - 21.11.1985, Side 12

Dagur - 21.11.1985, Side 12
12 - DAGUR - 21. nóvember 1985 / dagsljósinu______ Fréttaskýring á fimmtudegi: Helmings samdráttur í byggingariðnaði á Akureyri frá því á uppgangsámnum og enn syrtir í álinn Fréttir fjölmiðla af atvinnu- ástandi í byggingariönaöi á Eyjafjarðarsvæðinu hafa verið heldur dökkar síðastliðin fímm ár. Samkvæmt fréttum fer ástandið versnandi ár frá ári. Sífellt er talað um samdrátt og að iðnaöarmenn séu unnvörp- um að flýja atvinnuleysið hér og flytjast til Reykjavíkur. Margir hafa gagnrýnt fjöl- miðla fyrir þennan fréttaflutn- ing og sagt þá vera að mála skrattann á vegginn. I því sambandi hefur gjarnan verið talað um svartagallsraus og sú fullyrðing hefur heyrst að þessi neikvæða mynd sem dregin er upp af byggingariðn- aðinum í fjölmiðlum hafí orðið til þess að flæma fólk burt af Eyjafjarðarsvæðinu. Víst er sá enginn búmaður sem ekki kann að barma sér. En er hér um barlóm að ræða hjá byggingamönnum eða hafa þeir borðleggjandi stað- reyndir máli sínu til stuðnings? Hér á eftir verður leitast við að fá svör við þeirri spurningu. Þegar talað er um verkefni í byggingariðnaði er einkuni átt við þrennt: íbúðabyggingar, byggingu atvinnuhúsnæðis og viðhald og viðgerðir eldri húsa. Þróun byggingaframkvæmda má marka á ýmsan veg og til eru mis- munandi mælikvarðar á bygg- ingamagni. Það gefur nokkuö góða mynd af þróuninni í þessari atvinnugrein að lfta á fjölda þeirra íbúða sem ráðist var í að byggja á hverju ári. Tafla 1, á bls. 13 er unnin upp úr tölum frá Þjóðhagsstofnun og sýnir fjölda þeirra íbúða sem hafin var bygg- ing á á Akureyri á árunum 1956-1985. Árunum er skipt nið- ur í fimm ára tímabil og þannig fæst meðalfjöldi íbúða á ári. Svo sem þarna sést verður mikil uppsveifla í byggingu íbúðar- húsnæðis á síðasta áratug. Aukn- ingin milli fimm ára tímabilanna 1966-1970 annars vegar og 1971-1975 hins vegar var 112% og hafði auðvitað mikil áhrif á bygg- ingariðnaðinn og ekki eingöngu hvað varðaði byggingu íbúðar- húsnæðis. Mikil aukning varð jafnframt í byggingu atvinnu- húsnæðis. Uppsveifla Árið 1970 hófst uppgangstími í norðlenskum byggingariðnaði sem stóð yfir í níu ár. Áratugur- mn 1970-1980 var um margt sér- stakur. Góð afkoma undirstöðu- atvinnuveganna, sérstaklega sjávarútvegs, ýtti undir mikla þenslu á öllum sviðum atvinnu- lífsins. Hagvöxtur var mikill og atvinna blómgaðist um allt land. Byggingariðnaðurinn á Eyja- fjarðarsvæðinu, og þá ekki hvað síst á Akureyri, fór ekki varhluta af þessari þenslu og framkvæmdir jukust ár frá ári. Þannig voru að meðaltali byggðar 197,2 íbúðir á ári frá 1976-1980. Með hliðsjón af því sem síðar kom í ljós má fullyrða að á þessum árum hafi framkvæmdir verið of miklar. Þó skal varast að áfellast fram- kvæmdaaðila í því sambandi, því aldrei var byggt umfram eftir- spurn fyrr en síðla árs 1979. Þenslan náði hámarki á árunum 1977 og ’78. Iðnaðarmönnunt fjölgaði að sjálfsögðu að sama skapi. Tæknivæðing Þessi mikla framleiðni kallaði á aukna tækni og vinnuhagræð- ingu. Hin svo kölluðu flekamót litu dagsins ljós. Reyndar komu fyrstu flekamótin til landsins í árslok 1964. Það voru lítil stál- mót sem Hagi hf. keypti og not- aði fyrst árið 1965 við byggingu Systrasels. Þá voru í fyrsta sinn notaðir kranar við að reisa bygg- ingamótin. Tíu árum síðar komu stóru tlekamótin til sög- unnar og enn voru Norðlending- ar á undan öðrum í þeim efnum og raunin varð reyndar sú að slík mót voru aldrei notuð í miklum mæli á höfuðborgarsvæðinu. Þessi nýju vinnubrögð höfðu það í för með sér að afkastageta byggingariðnaðarins varð langt umfram það sem mannafli sagði til um ef gömlu aðferðirnar við mótauppslátt hefðu haldið velli. Fyrirtæki fjárfestu í dýrum tækja- búnaði og hafði það sín áhrif á byggingamagnið. Menn byggðu mikið til þess að lækka kostnað- inn á hverja einingu. Tækjakost- urinn gerði fyrirtækjunum svo erfiðara fyrir að draga snöggt saman seglin þegar samdráttar tók að gæta. Stór hluti íbúðabygginga á þessum árum fór fram með þeim hætti að byggingafyrirtækin reistu fjölbýlishús og auglýstu íbúðirnar á almennum markaði. Eftirspurnin var mikil og salan gekk vel. Sem dæmi má taka að um vorið 1976 auglýsti eitt bygg- ingafyrirtækið tíu íbúðir til sölu í nýju fjölbýlishúsi á Brekkunni. Auglýsingin birtist í Degi og klukkan 10 morguninn eftir út- gáfudag blaðsins voru allar íbúð- irnar seldar og ekkert tilboð gekk til baka. Ótrúlegt en satt. Seglin rifuð Síðla árs 1979 fór að bera á samdrætti í þjóðlífinu. Undir- stöðuatvinnuvegirnir gengu illa því verðbólgan var búin að ná all- háu prósentustigi. Nú var það tímabil senn á enda er menn gátu grætt á verðbólgunni. Verðtrygg- ingin skaut upp kollinum. Þetta var fljótt að segja til sín í at- hafnalífinu og á miðju árinu 1980 var ljóst að verulega var farið að syrta í álinn. í árslok 1980 var farið að þrengja verulega að á ýms- um sviðum í þjóðfélaginu og þar á meðal í byggingariðnaði. Sam- dráttur var óumflýjanlegur. í skyndikönnun sem Meistara- félag byggingamanna á Norður- landi lét gera á atvinnuástandi í byggingariðnaði við Eyjafjörð kom fram að horfur voru mjög óvissar og miklir erfiðleikar framundan. í bréfi sem Meistara- félagið ritaði Atvinnumálanefnd Akureyrar þann 27. febrúar 1981 segir orðrétt: „Samkvæmt þeim niðurstöðum sem komu út úr atvinnukönnun okkar hjá M.B.N., eru horfur í byggingariðnaði mjög slæmar og stefnir í uggvænlegan samdrátt og atvinnuleysi. Sem dæmi má nefna að hjá þeim bygginga- verktökum, sem fást við að byggja og selja fbúðir, var salan á árinu 1980 aðeins um 30% af sölu fyrri ára. Horfur fyrir þetta ár virðast síst betri og er þá sýnt í hvaða átt stefnir með atvinnu og fólksflótta af svæðinu ef ekkert verður að gert.“ Sölutregða íbúðasala datt sem sagt skyndilega niður í 30% af því sem hún var á árunum á undan. Frá árinu 1980 hefur þessi þróun haldið áfram og sér ekki fyrir endann á samdrættinum enn. Nú er svo komið að fólk veigrar sér við að leggja út í íbúðarkaup eða byggingu. Fjöldi íbúða sem hafin var bygging á hrapaði niður í 62 árið 1981 úr 196 árið á undan. Tafla 2 er unnin af embætti bygginga- meistara Akureyrar og sýnir þróunina vel. Einstaklingar hætta að byggja Á árinu 1981 var enn nokkuð um að verktakar byggðu íbúðir til sölu á almennum markaði en þær íbúðir voru fyrst og fremst byggðar til þess að bjarga málum og skapa atvinnu. Síðla árs 1982 var útlitið óvenju svart og stór- fellt atvinnuleysi var fyrirsjáan- legt í byggingariðnaðinum, þar sem óvenju lítið var um opinber- ar framkvæmdir. Þá varð að sam- komulagi milli bæjarstjórnar Ak- ureyrar, stjórnar verkamanna- bústaða og byggingaverktaka að hafist yrði handa við smíði íbúða í verkamannabústaðakerfinu um haustið 1982, sem áttu ekki að koma til framkvæmda fyrr en árið 1983. Verktakar tóku að sér fjármögnun framkvæmdanna fram yfir áramótin. Þetta var al- gert neyðarúrræði á þeim tíma en skýrir þann mikla mismun sem er á milli ára í töflunni hér að ofan. Vegna þessa hófust framkvæmdir við 92 íbúðir 1982 en einungis 22 árið eftir. Þarna var um milli- færslu að ræða. Fjármagnsskorts tók að gæta á markaðinum og sú þensla sem enn var í athafnalífi landsmanna átti sér að langmestu leyti stað á suðvesturhorninu. Árið 1984 var hafist handa við smíði 30 nýrra íbúða. Þegar at- hugað er hvernig þær íbúðir skiptast á milli framkvæmdaaðila kemur í ljós að af þessum 30 íbúðum eru 5 einbýlishús á veg- um einstaklinga, 15 söluíbúðir á almennum markaði og eitt 10 íbúða fjölbýlishús á vegum verk- taka til sölu á almennum mark- aði. í ár er hlutfallið enn óhag- stæðara. Af þeim 17 íbúðum sem hafin var bygging á 1985 eru 15 íbúðir á vegum stjórnar verka- mannabústaða en einungis tvær á vegunt einstaklinga. Enginn byggingaverktaki er að byggja söluíbúðir fyrir almennan markað. í vor auglýsti byggingaverktaki íbúðir sem ætlunin var að reisa í Þorpinu. Svo fáar fyrirspurnir bárust að hætt var við allt saman. Sömu sögu er að segja af öðru byggingafyrirtæki sem hugðist reisa og selja raðhúsíbúðir. Það fyrirtæki hætti einnig við fram- kvæmdirnar, þar sem óvíst var hvort nokkur vildi kaupa. Fjármagnsskortur og fólksfækkun Ekki þarf að tíunda það ástand sem ríkir á fasteignamarkaðinum í dag. Öll lán eru bundin láns- kjaravísitölu og verðtryggð upp í topp, á meðan að laun eru ekki bundin vísitölu. Fjármagnið er því dýrt og fólk leggur ekki út í miklar fjárhagsskuldbindingar. Auk þess hefur íbúðaverð á Ak- ureyri lækkað stórlega. Verð á ársgamalli íbúð á Akureyri er 20% lægra en ef farið væri út í að byggja sambærilega íbúð. Dæmi húsbyggjandans er því óhagstætt. Þá hefur það haft sín áhrif að fólksfjölgun á Eyjafjarðarsvæð- inu hefur ekki náð að halda landsmeðaltali. Byggðaröskunin eykst. Samkvæmt manntals- skráningu fyrir árin 1983 og ’84 fækkaði íbúum Akureyrar um 48 í stað þess að fjölgun hefði þurft að nema 400 manns til að halda landsmeðaltali. Ástand í atvinnu- lífinu almennt hefur líka sín áhrif á byggingariðnaðinn. Það hefur ekki verið eins gott og oft áður og allt þetta hjálpast að við að auka enn á samdráttinn. Ljós í myrkrinu, en . . . íbúðabyggingar segja þó ekki alla söguna. Sem betur fer hefur verið nokkuð jafn og stöðugur gangur í byggingum á vegum hins opinbera en önnur fyrirtæki hafa dregið nokkuð saman seglin, þótt undantekningar séu til frá þeirri reglu. Á „gullárunum“ var upp- bygging stórra fyrirtækja hluti af þenslunni og gerði hag bygginga- fyrirtækja enn betri. Mörg stór- hýsi risu á þeim árum, Hitaveita Akureyrar var byggð upp, skólar og íþróttahús o.fl. Það sem hefur bjargað miklu er að byggingar á vegum hins op- inbera hafa nokkuð haldið sínum hlut fram til þessa. Nefna má margar byggingar sem risið hafa á allra síðustu árum og skapað mikla atvinnu. Þar má nefna íþróttahöllina, „Verkalýðshöll- Texti: Bragi V. Bergmann.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.