Dagur - 22.11.1985, Side 4
4 - DAGUR - 22. nóvember 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fjármagnsskortur en
ekki verkefnaskortur
JeiðarL
Bragi Bergmann blaða-
maður, fjallar ítarlega
um bygginariðnaðinn á
Akureyri í Degi í gær.
Þar fjallar hann um þann
mikla samdrátt, sem orðið
hefur í byggingariðnaðin-
um, og kemur víða við. í
lokaorðum sínum segir
Bragi:
Ljóst er að slíkur upp-
gangur sem var í bygging-
ariðnaðinum á árunum
1976-1979 mun ekki
endurtaka sig. En verk-
efnin eru engu að síður
næg, en skortur er á fjár-
magni. Bent hefur verið á
ýmsar leiðir til úrbóta.
Með einhverjum ráðum
þarf að efla atvinnulífið á
Eyjafjarðarsvæðinu, því
öflugt athafnalíf er nauð-
synleg forsenda þess að
byggingariðnaðurinn geti
dafnað.
Akureyrarbær þarf að
gera allt sem í hans valdi
stendur til þess að fá ný
fyrirtæki til þess að velja
Akureyri sem athafna-
svæði. Má þar t.d. hugsa
sér að fyrirtækjum yrðu
boðin ákveðin lóðahlunn-
indi, afsláttur frá gatna-
gerðargjöldum o.s.frv.
Hið opinbera er í hús-
næðishraki í bænum.
Nægir þar að benda á að
Skattstofan er í leigu-
húsnæði, skortur er á
skólahúsnæði, ÁTVR þarf
stærra húsnæði ef bjórinn
fær grænt ljós, vöntun er
á íbúðarhúsnæði fyrir
framhalds skólanemendur
yfir veturinn og svona
mætti lengi telja. Vel má
hugsa sér að svo kallaðar
þjónustuíbúðir verði
byggðar í eldri hverfun-
um, t.d. niður á Oddeyri.
Hér er sem sagt ekki um
verkefnaskort að ræða,
heldur fjármagnsskort.
Ég læt Ingólf Jónsson
formann Meistarafélags
byggingamanna á Norð-
urlandi eiga lokaorðin í
þessari umfjöllun. Þegar
ég spurði hann hvað hægt
væri að gera til bjargar
byggingamönnum á Ak-
ureyri, benti hann mér á
að spurningin væri ekki
rétt orðuð: „Það þarf
nefnilega enginn að
bjarga byggingamönnum,
þeir bjarga sér sjálfir.
Spurningin er hins vegar
þessi: Hversu mikill má
samdrátturinn verða áður
en bæjarfélagið bíður
verulegt tjón af?“
Sú spurning er vissu-
lega verð gaumgæfilegrar
umhugsunar. - GS
.úr hugskotinu-
Dagurinn 7. nóvember er fyrir
margra hluta sakir merkilegur.
Þann dag var á sínum tíma gerö
bylting í stóru laridi, bylting
sem kom til valda mönnum sem
urðu hvað duglegastir í mann-
réttindabrotum af ýmsu tagi, að
minnsta kosti í Evrópu, þó svo
hið gagnstæða hafi að öllum lík-
indum vakað fyrir frumkvöðl-
um þessarar byltingar. Og
þennan sama dag var fyrir 435
árum framið eitt frægasta
mannréttindabrot íslandssög-
unnar, þegar þeir voru háls-
höggnir í Skálholti Jón Arason
og synir hans.
Nútímaleg aðferð
Sunnudaginn 10. nóvember,
sama daginn og hinn dæmalausi
Gluggaþáttur frá Akureyri birt-
ist á skjánum, gat að líta ein-
staklega merkilega auglýsingu í
blaði allra landsmanna. Þessi
auglýsing var frá húsgagna-
framleiðanda einum í Kópavogi
(svo þeir eru með iðnað í því
plássi). Við lestur þessarar aug-
lýsingar kom það í ljós að ekki
hafa allir gleymt mannréttinda-
brotunum í Skálholti forðum
daga. Hins vegar verður það
nú að segjast að söguskoðun
auglýsingahönnuðarins, hún er
nú svona og svona. Það þarf lík-
lega að koma á fót endurmennt-
unarnámskeiðum í íslandssögu.
í Skálholti
í fyrrnefndri húsgagnaauglýs-
ingu er látið að því liggja að það
hafi verið nauðsyn fyrir fram-
þróun á íslandi að höggva
höfuðið af Jóni Arasyni og son-
um hans. Þetta er í sjálfu sér
ekkert frumlegt. Svona rök-
semdir hafa ávallt verið notaðar
til að réttlæta það ef menn hafa
þurft að losna við óæskilega ein-
staklinga, og í þessu tilfelli var
því svo sannarlega til að dreifa.
Þær aðferðir sem notaðar
voru við alla framkvæmd morð-
anna í Skálholti þennan nóvem-
berdag voru að ýmsu leyti eink-
ar nútímalegar. Þær minna um
margt á aðferðir ýmissa herfor-
ingjastjórna til dæmis í Suður-
Ameríku, þarna voru að verki
útsendarar stjórnvalda sem
unnu í anda þeirra, en þó ekki
beinlínis eftir fyrirmælum
þeirra. Að sjálfsögðu var þarna
engum dómstólum til að dreifa,
enda skyldi verkið unnið eins
hratt og frekast var mögulegt,
og helst án þess að það vekti allt
of mikla athygli. Fjölmiðlaleysi
þessa tíma gerði auðvitað allt
auðveldara. Ómögulegt er
nefnilega um það að segja hvað
gerst hefði, ef fréttin um morð-
in hefði borist út um landið á,
segjum sólarhring.
Lýðhylli
En hver var svo sá glæpur sem
því olli að þeir feðgar væru
þarna höggnir sem óbóta-
menn? Jú svarið er einfalt. Þeir
höfðu dálítið aðrar skoðanir á
málunum en ráðmenn, og nutu
ofan í kaupið lýðhylli sem glöggt
má marka af þessum fleygu orð-
um Jóns biskups: „Nú hef ég
undir mér allt ísland nema hálf-
an annan kotungsson.“ Það er í
sjálfu sér ekki svo erfitt að út-
skýra þessa lýðhylli. Því má
ekki gleyma að kaþólska kirkj-
an á Islandi var að mörgu leyti
einkar þjóðleg og alþýðleg
stofnun þó svo að hún lyti í orði
kveðnu boði erkibiskups, um-
boðsmanns páfa. Og kirkjan
var í reynd einasta brjóstvörn
alþýðunnar gegn yfirgangi út-
lendra sem innlendra höfðingja.
Auk þess má ekki gleyma hlut-
verki kirkjunnar í alþýðu-
fræðslu og varðveislu þjóðlegra
verðmæta.
Við getum endalaust velt því
fyrir okkur hvort og þá hversu
lengi kaþólskan hefði getað var-
ist á íslandi hefði Jóni biskupi
og sonum hans tekist það ætlun-
arverk sitt að knésetja „hálfan
annan kotungssoninn". Líklegt
má þó teljast að það hefði dreg-
ist að minnsta kosti í nokkra
áratugi að koma á hinum nýja
sið, og vel má vera að Danir
hefðu orðið að standa frammi
fyrir því hvort það svaraði
kostnaði að senda herlið til
íslands, til að lenda þar í blóð-
Reynir
Antonsson
skrifar
ugum átökum, ef til vill ekki að-
eins við íslensku þjóðina, held-
ur einnig Hansakaupmenn og
ýmsa aðra sem hér áttu hags-
muna að gæta.
Afturför
Það er augljóst, að þeir atburðir
sem áttu sér stað í Skálholti
þann 7. nóvember 1550 voru í
rauninni ekkert annað en pólit-
ísk morð sem ríkjandi valdhafar
urðu að grípa til ef þeir áttu að
geta treyst sig í sessi. Þar vár
ekki um sögulega framþróun af
neinu tagi að ræða, og hæpiö
verður að teljast, svo ekki sé
meira sagt, að þeir sem að þess-
um morðum stóðu hefðu farið
að hlífa einhverjum Selko skáp
ef feðgarnir hefðu leitað þar
hælis. Reyndar ber öllum heim-
ildum saman um það að þeir
Jón Arason og synir hans hafi
verið meiri vitmenn en svo að
þeim hefði dottið í hug að fara
að leita hælis í þvílíkri hráka-
smíð. Reyndar bendir flest sem
vitað er um hina svokölluðu
„vopnabræður Lúthers" á ís-
landi, til þess að þeir hafi ekki
verið neinir sérstakir listvinir,
enda þeim engu síður kappsmál
að fylla fjárhirslur konungs ís-
lenskum menningarverðmætum
til að afla honum tekna sem
verja skyldi í svallveislur hirðar-
innar eða herferðir gegn eigin
þegnum og annarra, en að boða
hinn nýja sið. Sú skoðun Nób-
elsskáldsins að hin svonefnda
„siðbót", hafi í raun markað
mestu afturför íslandssögunnar
bæði í menningarlegu, verklegu
og stjórnarfarslegu tilliti, er nú
almennt orðin viðurkennd sagn-
fræði, enda hafa engar heimildir
komið fram sem benda til hins
gagnstæða. Nema nýtt ljós hafi
kviknað hjá þeim húsgagna-
framleiðendum í Kópavogi,
ljós sem upplýsi alla sögu lands-
ins að nýju. Og það er ef til vill
ekki alger tilviljun að þetta nýja
ljós skuli kvikna einmitt á þeim
stað. Þar var jú haldinn fundur-
inn þar sem íslendingar gengust
undir danskt einveldi. Og er
það ekki í Kópavogi sem hann
býr maðurinn sem stundaði
hinn nýja aðalatvinnuveg þjóð-
arinnar það er að segja okur-
lánaviðskipti, en var bara svo
óheppinn að lenda vitlausum
megin við lögin. Áðrir eru nægi-
lega kænir til þess að kunna að
hoppa rétt yfir marklínuna eftir
því sem við á. Okurviðskiptum,
löglegum sem ólöglegum fylgja
ávallt mannréttindabrot sem lítt
gefa eftir þeim sem framin voru
í Skálholti fyrir fjórum öldum.
Menn eru að sönnu ekki lengur
hálshöggnir á Islandi. Þess
þarf heldur ekki með. Fórnar-
lömb okurkarlanna sjá oftast
sjálf um böðulsverkin. Og af-
tökurnar fara ekki alltaf hátt.
Reynir Antonsson.