Dagur - 22.11.1985, Síða 9
22. nóvember 1985 - DAGUR - 9
Þorleifur með nýlega leikskrá
þar sem verið er að kynna hinn
nýja framkvæmdastjóra
Leeds, Billy Bremner.
Mynd: KK
er að finna í öllum þeim leikskrám og árbókum sem félagið hef-
ur gefið út. Þá hafa þeir menn í Leeds sem ég hef skrifað til eins
og stjórnarmenn og fleiri verið mjög jákvæðir og viðbrögð
þeirra við spurningum verið skjót og góð, þetta væri varla hægt
án aðstoðar góðra manna.“
Hvernig gengur að samræma þessi tvö áhugamál handbolt-
ann og Leedsliðið?
„Ég á bara eitt áhugamál og það er að fylgjast með Leeds, ég
lít á handboltann sem vinnu og ekkert annað. Maður mætir á
æfingu þó svo maður sé ekki vel upplagður og það þýðir ekki
annað en að mæta 100%. Og ég veit meira um Leedsliðið held-
ur en knattspyrnulið KA, ég er ekki viss um að ég gæti talið upp
alla leikmenn KA, en yrði fljótur að telja upp leikmenn Leeds
ef ég yrði spuröur."
Hvenær fórst þú að sýna Leedsliðinu áhuga?
„Ætli það hafi ekki verið árið 1964 þegar þeir unnu 2. deild-
ina og síðan hef ég verið alveg veikur fyrir þeim. Þó gengi fé-
lagsins hafi ekki verið glæsilegt á undanförnum árum hefur það
ekki breytt áliti mínu á því.“
- Áhangendur Leeds hafa löngum þótt erfiðir, bæði innan
sem útan vallar hvað finnst þér um það?
Já, þeir hafa oft verið með ólæti á vellinum og þá sérstak-
lega eftir frækna sigra eða sárt tap. Félagið hefur fengið að
kenna á því, eins og þegar Leeds spilaði í úrslitum Evrópu-
Texti: Kristján Kristjánsson.
1
: 1*4* '' ... ■ ■ ■:•■•■'•* ■ ' ^ > m |
>íif*í ;»«** '■ Þ ví ■; fi tíþ- ' \ ;
...ÁíiWÍ
\kíí
.... ' 's.-S
'3' V* a
' ji'fixj #»»»*»«'
J-yf ,
; ; í ;.
m
> ',\-í v ••> '
t»UíWÞ»
? >;haííLÍ'isi i'
$*>''«! >«
'f-SÍ'S
...«Vtu::
. . Ts ffU e. ';>> •>-•
? '
'"'WV' ' V> !' >
• wSH VVr'>
'""rUr- S
'" y 'tftiV •
~~ CliwJ'iV
"'VVftj <í«re*«
; """ 'fViJ. iíori
x. i‘.*a
,, , ;aiu -*
-* \ \ 1; l
: *: v ;. Á . v ■■ ■■
i * -
"V 'i V V" V'" ' ; 'Wt--------------
4 .í"
... lis ; }
1 ' ' fe . 4""""
> 'q. - £
V -------------*
...... ■•<•••
^J*.ÍV.s---V- j
,...... ..•>*"'
I þessari möppu eru upplýsingar um hvað einstakir lcikmenn hafa leikið marga leiki með Leeds í hinum ýmsu keppnum, hvað
mörk skoruð, landsleikjafjöldi og fyrir hvaða land. Þessar upplýsingar ná aftur til 1921 um alla leikmenn er léku á því tímabili.
Mynd: KK
keppninnar í París 1974 gegn Bayern Munchen. Leeds tapaði
þeim leik og út frá því urðu mikil læti í París, áhangendur
Leeds gengu berserksgang eftir leik.
Eftir það var Leeds dæmt í bann í Evrópukeppni um tíma,
þannig að áhorfendur geta stundum gert skaða þótt nauðsyn-
legir séu til stuðnings.
- Nú hlýtur þú samt að eiga þitt uppáhalds Leedslið?
„Liðið sem lék á árunum ’64 til 74 er mitt uppáhaldslið, en
það hélst svo til óbreytt þann tíma og varð liðið Englandsmeist-
ari árið 74. Þetta tímabil var liðið undir stjórn Don Revie og
hætti hann með liðið eftir að þeir urðu meistarar. Og það má
kannski segja, að þegar maður fer að spá í þetta eftir á að eftir
að Revie hættir þá er hann búinn að keyra á sama liðinu í 10 ár
og þeir leikmenn áttu orðið lítið eftir, þeir voru á svipuðum
aldri og þeirra ferli lauk á svipuðum tíma. Ef Revie hefði
endurnýjað leikmenn reglulega hefði ekki orðið jafn mikil
breyting á liðinu í einu eins og varð.
En Leedsliðið á þessum árum var eitt það besta sem til hefur
verið á Englandi fyrr og síðar, þeir léku bæði vel og fast. Og
það var nú sagt um Leedsliðið á þessum árum að Don Revie
héldi þeim í búrum alla vikuna, gæfi þeim hrátt kjöt og sleppti
þeim svo lausum í leiki um helgar. Ég get alveg sagt þér að
strákur eins og Ian Rush hjá Liverpool hefði í mesta lagi orðið
miðasölustrákur hjá Leeds á þessum árum. Þetta voru sko jaxl-
ar á þessum árum.
Helstu leikmenn voru Gary Sprake og David Harvey mark-
verðir, Paul Ramsey og Terry Cooper bakverðir, Jackie Charl-
ton og Norman Hunter miðverðir, Billy Bremner og Johnny
Giles tengiliðir, Peter Lorimer og Eddie Gray útherjar, Allan
Clarke og Mick Jones miðherjar að ógleymdum Paul Madeley
en hann gat leikið allar stöður á vellinum.
Eftir að Revie hætti tók við stjórninni Brian nokkur Clough
núverandi framkvæmdastjóri Nottingham Forest og ætlaði
hann að byrja á því að yngja liðið upp. Þá urðu gömlu leik-
mennirnir hræddir um sína rassa og eftir atkvæðagreiðslu með-
al leikmanna tókst þeim að koma Clough í burtu eftir 44 daga
og var mikill meirihluti fyrir því að hann færi. Allan Clarke var
sá eini er tók upp hanskann fyrir Clough. Sem dæmi um hvaða
álit Clough hafði á sumum þessara gömlu spilara, þá sagði
hann um Eddie Gray sem lék þá með Leeds og átti töluvert við
meiðsli að stríða að ef hann væri hestur væri löngu búið að
skjóta hann.
Þeir framkvæmdastjórar sem tóku við upp frá þessu tímabili
reyndu allir það sama, það er að segja að kaupa árangur með
dýrum leikmönnum, sem hafa flestir brugðist, eins og t.d. Peter
Barnes sem var keyptur á 930 þúsund pund. Hann er dýrasti
leikrnaýún_sem Leeds hefur keypt fyrr og síðar en hann brást
einsýog fletri, hann spilar með Manchester United í dag.“
- Hvernig lýst þér á stöðu Leeds í dag?
„Ágætlega, ég hef trú á að Leeds eigi eftir að verða stórveldi
í knattspyrnunni á ný. Ég var þó ekki sáttur við það þegar
Eddie Gray var rekinn sem framkvæmdastjóri uin daginn, mér
fannst hann vera að gera rétta hluti. Hann var með unga stráka
og það tekur alltaf tíma að byggja upp nýtt lið frá grunni, Gray
var ekkert að kaupa dýra leikmenn, heldur byggði liðið upp á
ungum strákum frá Leeds. Ég vona bara að Billy Bremner sem
nú er tekinn við liðinu haldi bara áfram að gera þá hluti sem
Gray var byrjaður á.
Það kom töluvert á óvart að fyrsta verk Bremners sem fram-
kvæmdastjóri var að reka sinn gamla félaga Peter Lorimer frá
félaginu, er talið að honum hafi fundist þeir of nákomnir."
- Nú leikur Leeds í 2. deild, hefur þú trú á að liðið komist
upp í ár?
,.Nei ég hef ekki trú á því, liðið er ungt og það tekur tíma að
gera það nægilega gott til að eiga erindi í 1. deild. En ég er ekki
í vafa um að liðið á eftir að verða eitt af þeint bestu á nýjan leik,
en hvenær er ég ekki alveg viss um. Klúbburinn á eins og fleiri
félög við fjárhagsvanda að stríða og skuld félagsins um þessar
mundir er um 1,5 milljón punda.
Félagið er um þessar rnundir að bjarga þessum málum með því
að selja borginni leikvanginn og svæðið í kring og ætlar borgin
að setja á stofn stóra og mikla íþróttamiðstöð á því svæði. Liðið
mun samt sem áður njóta sömu réttinda eins og það hafði áður
og leika sína heimaleiki þar áfram."
- Að lokum Þorleifur, hvaða árangri hefur Leeds svo náð á
þessum árunt sem þú hefur fylgst með þeim?
„Eins og ég sagði í upphafi byrjaði ég að fylgjast með þeim
þegar þeir sigruðu í 2. deild 1964. Leeds varð Englandsmeistari
'69 og 74 og í öðru sæti árin ’65, ’66, 70, 71 og 72. Deildarbik-
armeistari ’68 og F.A. bikarmeistarar 72 og þeir léku einnig til
úrslita í bikarnum ’65,’70 og 73 en töpuðu þeim leikjum. Sigr-
uðu í F.A. Charity Shield 70. Þá lék liðið í Evrópukeppnum
frá ’65 til 75 og sigruðu í U.E.F. A keppninni ’68 og 71 og voru
einnig í úrslitum í þeirri keppni ’67. Þá var liðið í úrslitum í
Evrópukeppni bikarhafa 73 og töpuðu þá og einnig í úrslitum
í Evrópukeppni meistaraliða 75 og töpuðu þeim líka," sagði
Þorleifur Ananíasson að lokum.
Þess má geta svona í lokin að Þorleifur hlustar á útvarp BBC
á hverjum degi og þá aðallega til að heyra einhverjar fréttir af
Leedsliðinu.