Dagur - 12.12.1985, Side 1

Dagur - 12.12.1985, Side 1
68. árgangur Akureyri, fímmtudagur 12. desembpr 1985 162. tölublað Þessi sjón blasti við út um glugga á ritstjóm Dags í gærdag. Fjórir ungir piltar spígspora á veikum ísnum við Torfu- nefsbryggjumar. Þetta er afar varasamt því ísinn er ótraustur og ætti fólk að halda sig í landi. Mynd: - KGA. Hagvöxtur veröur ekki til í Austurstræti - segir Bjarni Einarsson hjá Byggðastofnun 1960*1985 Gullsmiðir Sigtryggur & ’ Pétur Akureyri Opinber gjöld: Staða fyrir- tækja slæm - annars virðast Akureyringar ætia að standa þokkalega í skilum Svo virðist sem Akureyringar ætli ekki að standa síður í skil- um með opinber gjöld á þessu ári en undanfarin ár. Þó er sú undantekning þar á að inn- heimta ríkissjóðs hjá fyrirtækj- um hefur gengið ver en síðustu ár. Af því má væntanlega draga þá ályktun að rekstur fyrirtækja sé erfiðari í ár en verið hefur. Már Jóhannsson, skrifstofu- stjóri bæjarfógeta, segir að nú sé búið að innheimta um 75% gjalda til ríkissjóðs sem er svipað og verið hefur á sama tíma undanfarin ár. Hann kvaðst reikna með að fyrir áramót tækist að ná inn 85%. Yfirleitt hafa fyrirtæki og einstaklingar verið álíka skilvís en nú bregður svo við að innheimta hjá fyrirtækjum hefur skilað ívið minna en hjá einstaklingum. Svo virðist sem Akureyringar séu fúsari að greiða sín gjöld til bæjarins en ríkisins. Að sögn Rafns Hjaltalín, bæjargjaldkera, er búið að ná inn rúmum 80% bæjargjalda og er staðan síst lak- ari en verið hefur síðustu ár. Rafn kvaðst bjartsýnn á að bæjarbúar gerðu góð skil á sínum gjöldum fyrir áramót og kvaðst reikna með að ná inn ríflega 90% gjaldanna. Það erusem sagt fyrst og fremst fyrirtæki sem virðast eiga erfitt með að gjalda ríkinu það sem ríkisins er, að öðru leyti ætla Akureyringar að standa jafnvel í skilum í ár og undanfar- in ár, ef ekki betur. -yk. Vatnstökumálið á Raufarhöfn: Beöið eftir vorninm - vegna ákæru lögmanns hreppsins um vanhæfni dómara „Að mínu viti er meginhlut- verk Byggðasjóðs það að halda uppi hagvexti úti á landsbyggð- inni. Ég sé því enga ástæðu til þess að þann sjóð þurfi að reka þannig að hann rýrni. Hag- vöxturinn skapast fyrst og fremst á landsbyggðinni en mun seint eiga upptök sín í Austurstræti. Þess vegna er fásinna að halda því fram að það sem gert er úti á landi sé óarðbært,“ sagði Bjarni Ein- arsson, aðstoðarforstjóri Byggðastol'nunar, í samtali við Dag. Samkvæmt uppgjöri á búi Framkvæmdastofnunar ríkisins, sem lögð var niður 1. október s.l., nam eigið fé sjóða stofnunar- innar samtals 1507 milljónum króna, sem er margfalt eigið fé sumra bankanna. Þar af nam eig- ið fé Byggðasjóðs 938 milljónum króna þegar hann var afhentur hinni nýju Byggðastofnun til varðveislu. Á næsta ári er ráðgert að veita þeim sjóði 80 milljónir króna á fjárlögum. í NT á fimmtudag er sagt að hagnaður Byggðasjóðs hafi num- ið 225 milljónum á þessu ári. Að sögn Bjarna er nokkuð villandi að tala um hagnað í þessu sam- bandi, því þarna er um hreina krónutölu að ræða en hinir ýmsu áhrifaþættir ekki teknir með í reikninginn. Það er lágmark að fjármagn í Byggðasjóði hækki til jafns við verðbólgu eða láns- kjaravísitölu. Þessi 225 milljón króna „hagnaður" Byggðasjóðs skiptist þannig að hreinar vaxta- tekjur voru 192,5 milljónir og framlag ríkissjóðs var 57,2 milij- ónir. Til frádráttar kemur rekstr- arkostnaður og veittir styrkir, samtals að upphæð 24,4 milljón- ir. Eftir standa 225,3 milljónir, sem jafngilda 28% aukningu. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísi- talan hins vegar um 260 stig. Ávöxtun Byggðasjóðs umfram verðbólgu er því 1,7%. Ef ríkis- framlagið er dregið frá er tap á Byggðasjóði. „Af þeim 938 milljónum sem hinn nýi Byggðasjóður fær til varðveislu voru 90 milljónir lagð- ar inn á afskriftareikning, til þess að mæta fyrirsjáanlegu tapi vegna lána til skipakaupa. Höf- uðstóll sjóðsins er því u.þ.b. 848 milljónir. En ég vil ítreka það, að ef nóg er af arðbærum verkefnum til að veita lán til, sem ég efa ekki, er engin ástæða til að ætla annað en að Byggðasjóður geti gegnt sínu hlutverki án þess að rýrna,“ sagði Bjarni Einarsson að lokum. BB. Ekki er Ijóst hvenær Hæsti- réttur tekur fyrir ákæru lög- manns Raufarhafnarhrepps, Jóns Kr. Sólnes, þess efnis að fyrrverandi sýslumaður Þing- eyinga, Sigurður Gizurarson, skuli úrskurðaður óhæfur dómari í máli bændanna á Hóli í Presthólahreppi gegn Raufar- hafnarhreppi vegna vatnstöku hreppsins í landi Hóls. Lögmaður Raufarhafnar- hrepps ákærði sýslumann og fór fram á að hann yrði úrskurðaður óhæfur dómari þegar hann hugð- ist kveða upp dóm um lögbanns- kröfu Hólsbænda á vatnstöku hreppsins í landi þeirra. Þetta gerðist rétt fyrir síðustu mánaða- mót og var þetta eitt af síðustu embættisverkum Sigurðar sem sýslumanns Þingeyinga. Kæran hefur ekki enn borist Hæstarétti og fengust þær upplýs- ingar hjá sýslumannsembættinu á Húsavík að kæran hefði ekki verið send þaðan þar sem lög- maður Hólsbænda á eftir að skila vörn í málinu. Lögbannskrafa Hólsbænda verður ekki dómtekin aftur fyrr en úrskurður Hæstaréttar um hæfni dómara liggur fyrir, þó svo að ljóst sé að Sigurður Gizurar- son mun ekki dæma í málinu úr þessu þar sem hann er farinn úr sýslunni og tekinn við nýju emb- ætti á Akranesi. -yk. Bjartari tímar em fram- undan í Hlíðarfjalli Það hefur ekki farið framhjá neinum sem stundar skíði sér til heilsubótar að aðstaða til skíðaiðkana í Hlíðarfjalli var framan af árum talin ein sú besta á landinu. En undanfar- in ár hefur lítið þokast varð- andi frekari uppbyggingu svæðisins. Nú virðist betri tíð í vændum þó ekki verði það í vetur. Ákveðið er að langþráð lyfta sem setja á niður í Stromp- brekku verði að veruleika fyrir næsta vetur. Búið er að panta lyftuna og undirbúa að hluta uppsetningu hennar. Mun lyft- Með tilkomu hennar mun af- þegar Akureyringar þyrpast í an og þær framkvæmdir sem kastageta lyfta í Fjallinu aukast Fjallið. Sjá nánar fréttaskýringu þarf að vinna vegna breytinga um helming og ættu því allar á bls. 6 og 7. gej- kosta tæpar 9 milljónir króna. biðraðir að styttast til muna

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.