Dagur


Dagur - 12.12.1985, Qupperneq 2

Dagur - 12.12.1985, Qupperneq 2
_viðtal dagsins. 2 - DAGUR - 12. desember 1985 irnm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJORNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR. BRAGI V. BERGMANN. GESTUR E. JÓNASSON. INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Husavík). YNGVI KJARTANSSON. KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON. KRISTJÁN KRISTJANSSON. MARGRET Þ. ÞORSDÓTTIR. AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.________________________ Taugatitringur peningaaflanna Mikill taugatitringur er í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana og sér þess víða merki. Þetta er e.t.v. ekki undarlegt, því margir flokksmenn eru í vondum málum og til eru þeir sem setja sama sem merki milli einstakra flokksmanna og flokksins. Sá sjálfstæðismanna sem erfiðast á þessa stundina er að líkindum Albert Guðmundsson, sem sakaður hefur verið um að hygla fyrir- tæki sínu Hafskip. Fæstum dettur þó að lík- indum í hug að Albert Guðmundsson hafi framið nokkurt lögbrot í þessu máli. Hins veg- ar gætu orð Vilmundar heitins Gylfasonar „Löglegt en siðlaust" átt við í þessu sam- bandi. Heppilegast væri ef Albert drægi sig í hlé frá störfum á meðan rannsókn fjármála- hneykslisins, sem Hafskip og Útvegsbankinn blandast inn í, fer fram. Það myndi draga úr þeirri tortryggni sem ríkir og þeim grunsemd- um að pólitíkusar í toppstöðum geti jafnvel haft áhrif á gang rannsókna af þessu tagi. Taugatitringurinn í Sjálfstæðisflokknum á sér eðlilegar skýringar. í gangi er mikil bar- átta milli hagsmunahópa innan flokksins, sem ýmist hafa verið á Hafskips- eða Eim- skipslínunni. Fylkingarnar berjast um völd og áhrif og ekki síst um fjármagn. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn er viðkvæmur fyrir einhverju, þá eru það deilur um peningahagsmuni, því uppbygging flokksins snýst fyrst og fremst um slík mál. Gjaldþrotamál Hafskips, sem er það stærsta í sögu lýðveldisins, gæti haft af- drifarík og varanleg áhrif í Sjálfstæðisflokkn- um. Það er því e.t.v. ekki að undra, þótt forystu- menn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og á þingi, grípi til hreint ótrúlegra röksemda fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, eins og væntanlegur tillöguflutningur um frystingu kjarnorkuvopna ber vitni um. Að hóta stjórn- arslitum þótt þingmenn Framsóknarflokksins kjósi að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni í þessu máli, eins og stjórnarskráin boðar, ber vitni um alveg einstakt frum- hlaup, því engar líkur voru á því að ríkis- stjórnin missti meirihluta í þessu máli og næði ekki sínu fram. Það verður eftir því tekið ef Sjálfstæðis- flokkurinn hleypur eins og hræddur rakki frá hálfkláruðu verki, til þess að sleikja sárin sem innbyrðisátök og slagsmál um peningavöld hafa valdið. Gott vöruval og lágt vöruverö - er stefna okkar, segir Björg Þórsdóttir verslunarstjóri í KEA Hrísalundi Verslunarstjóri í Hrísalundi er Björg Þórsdóttir. Björg hefur unnið við verslunarstörf síðan um 1960 og lengst af hjá Kaup- félagi Eyfirðinga. I fyrstu vann Björg við almenn verslunar- störf, en gegndi starfi verslun- arstjóra í útibúi KEA við Rán- argötu um tíma og einnig í úti- búinu við Strandgötu. Síðast- liðið sumar tók hún við starfi verslunarstjóra í Hrísalundi. ,.Jú. það er vissulega annað að vera verslunarstjóri í stórmark- aði en í hverfisverslun. Það er allt annað andrúmsloft í litlum hverf- isverslunum. og óneitanlega kynnist maður viðskiptavinunum meira." Við verslunina í Hrísalundi eru 25 stöðugildi, ..en það starfa hér mikið fleiri. ég gæti trúað um 50 manns. Og á álagstímum fáurn við fleira fólk til liðs við okkur." Björg segir mestu breytinguna í sambandi við verslun á þeim árum sem hún hafi starfað að henni þá. að nú séu stórmarkaðir komnir til sögunnar, áður hafi einungis verið um hverfisverslan- ir að ræða. „Það er meiri sam- keppni núna en áður. Jú. ég vona að við höfum staðið okkur vel í þeirri samkeppni. Nú vöruúrval- ið hefur auðvitað vaxið mjög mikið. Áður var það afskaplega fábreytt, bæði vegna þess að sam- göngur voru ekki eins miklar og nú er og einnig voru kröfur fólks allt aðrar. Ég man eftir því á mínum fyrstu árum við verslun- arstörf að það var fátítt að ávext- ir og grænmeti fengjust nema rétt í kringum jólin. “ Björg segist mæta til vinnu klukkan átta að morgni og hún vinnur oftast til klukkan sjö að kvöldi. Hvað með frístundir? „Þær eru ekki mjög margar, ég hef ekki mikinn tíma til að sinna áhugamálum. Ég á tvö börn og reyni að vera heima með þeim á kvöldin. Það er gaman að fást við þetta starf, það er skemmtilegt, en jafnframt krefjandi. Ég hitti marga og kynnist mörgum í gegn- um það. Én aðalatriðið er að hafa gott starfsfólk og að fá það til að vinna með sér. Ég er mjög Björg Þórsdóttir ánægð með starfsfólkið hér, það er í alla staði mjög gott." - Hrísalundur tók upp kredit- kortaþjónustu fyrir skemmstu. Hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið ljómandi vel. Notkun þeirra hefur aukist nokkuð frá því fyrst. Mér sýnist sem almennt sé kreditkortanotk- un að aukast í bænum. Við höf- um tekið eftir því að það verður alltaf dálítil sveifla eftir 18. hvers mánaðar. Og búumst við að svo verði einnig í desember." - Eruð þið í Hrísalundi farin að undirbúa komu jólanna? „Já, við erum farin að gera það. Við reynum að hafa fjöl- breytt úrval af kertum og kon- fekti og öðru sem tengist jólun- MyndiKGA. um. Einnig höfum við lagt áherslu á að vera með gott kjötborð, við reynum að vera með sem mest og best úrval. Al- mennt má segja að það sé stefna okkar að vera með gott vöruúrval og sem lægst vöruverð." - Hvað kaupir fólk helst í jóla- matinn? „Við seljum mikið af rjúpu, einnig af svínakjöti. Aðrar fugla- tegundir en rjúpa hafa aukist mikið í sölu og get ég þar nefnt kalkún og pekingendur. Ekki má gleyma hangikjötinu, það hafa allir á borðum hjá sér um jólin. Þetta er ósköp svipað um áramótin, nema hvað þá er ekki keypt eins mikið af rjúpunni.“ -mþþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.