Dagur


Dagur - 12.12.1985, Qupperneq 6

Dagur - 12.12.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 12. desember 1985 /' dagsljósinu. Eitt brýnasta verkefnið í HUðarfjalli er endumýjun stólalyftuiuiar. Árum saman var aðstaðan í Hlíðarfjalli við Akureyri talin ein sú besta til skíðaiðkana á landi hér. Því miður hefur þetta breyst til hins verra á til- tölulega skömmum tíma. Margir virðast hafa skýringar á reiðum höndum og hafa látið álit sitt i Ijósi bæði í ræðu og riti. Engum dylst sem fylgist með uppbyggingu slíkra staða sem Skíðastaða í Hlíðarfjalli, að ekki er nóg að gera vel í byrjun og síðan ekki söguna meir. Þróun á sér stað í slíkum málum sem öðrum. Þegar staðurinn var að byggjast upp þóttu toglyfturnar gömlu, góð- ar og gildar. Þar þurftu menn að hanga á handaflinu einu saman upp erfiðar og brattar brekkur í þessum togbrautum, ef þeir áttu ekki þar til gerð belti, sem léttu mönnum hangið. Þessar togbrautir þóttu bylting og gerðu það að verkum að mikil aukning varð í notkun skíða sem tómstunda- gamans fyrir almenning. Þá var ekki risinn sú alda líkains- ræktar og trimms sem ýtt hefur við mörgum og hvatt til að hugsa um heilsuna. Því var það enn meiri bylting þegar stólalyftan kom í Hlíðar- fjall árið 1967. Þá töluðu menn um Hlíðarfjall og aðstöðuna þar sem hún væri á heimsmæli- kvarða. Því er ekki að leyna að þessi ágæta stólalyfta varð til þess að stórauka enn aðsókn að skíða- svæðinu í Fjallinu. Skíðahótelið sem byggt var úr gamla sjúkra- húsinu á Akureyri fyrir 1960 varð allt í einu alvöru skíðahótel eins og gerist í útlöndum. Fólk pant- aði sér gistingu í skíðahótelinu og kom til Akureyrar ár eftir ár og naut þess að vera í Fjallinu og þess besta sem fyrirfannst á ís- landi í þessum efnum. Frá þeim tíma að stólalyftan kom hefur verið fremur hæg þró- un í allri uppbyggingu. Vissulega hefur verið skipt úr gömlu kaðla- togbrautunum yfir í nútímalegri búnað. Fað er bara ekki nóg til að halda í við það sem gerist ann- ars staðar. Svæðið í Hlíðarfjalli er talið eitt það besta sem finnst á landinu eins og áður sagði. Pað er ekki nóg, því ekki er landið og landslagið skapað af mannavöld- um, heldur á að skapa fólki að- stöðu í landslaginu til að skíða og vera úti. Þeir sem til þekkja segja að með tiltölulega litlum tilkostn- aði sé mögulegt að koma upp að- stöðu sem gerir dvöl í Fjallinu skemmtilegri og meira aðlaðandi en nú er. Pað er ekki möguleiki, þótt fólki þyki gaman að vera uppi í Fjalli á skíðum, ef það þarf að standa í biðröðum við þær fáu lyftur sem á svæðinu eru mestan hluta þess tíma, sem annars var ætlaður til að renna sér á skíðum. Hvar liggur sökin? Er hún hjá þeim sem stjórnað hafa skíða- svæðinu á þessum árum, eða er hún hjá þeim sem hafa með fjár- veitingar að gera, sem eiga að stuðla að viðhaldi og uppbygg- ingu staðarins. Telur bæjarstjórn og bæjarráð að því fjármagni sem lagt er í Fjallið sé illa varið, eða betur komið annars staðar. Ætli svarið sé: Það er um svo marga pósta að ræða sem bærinn þarf að hugsa um, að það hlýtur að koma niður á einhverju, svo sem Fjall- inu. - Eflaust eru ýmsar skýring- ar til varðandi þetta mál. ívar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða sagði að íþróttahöll- in hefði fengið megnið af því fram- kvæmdafé sem látið var til upp- byggingar íþróttaaðstöðu á Ak- ureyri. Ekki taldi hann það óeðli- legt, þar sem íþróttahöllinn væri mikið og dýrt mannvirki. ívar sagði að það væri viðurkennd staðreynd, að frá náttúrunnar hendi væri aðstaðan í Hlíðarfjalli til skíðaiðkunar sú allra besta á landinu. „Það var vel staðið að þessum málum í byrjun. Síðan var allt stopp. Þar liggur hundur- inn grafinn. Við verðum að passa okkur á því að slíkt komi ekki fyrir aftur.“ Árið 1978 var gerð áætlun um nýja lyftu við Strýtu. Einnig var á þeirri áætlun hugmynd um kaup á nýjum snjótroðara. Byggja átti áhaldahús, húsnæði fyrir tíma- töku, kaupa átti ný og fullkomin tímatökutæki, merkja göngu- brautir, byggja hús við brautirn- ar. Á þessum tíma er búið, að gera allt þetta, nema að koma upp lyftunni. Barlómur þeirra sem vinna við Skíðastaði og stjórna málum þar, hefur snúist um að lyftan sem áætluð var við Strýtu hefur ekki fengist. Enda- punkturinn er að nálgast því líkur eru á að nýja lyftan verði komin upp fyrir næsta vetur. Eins og ívar sagði er nauðsyn- legt að halda áfram uppbyggingu aðstöðunnar ef veita á þá þjón- ustu sem eðlileg getur talist á svona stöðum. Eins og áður sagði var skíðalyft- an í Hlíðarfjalli reist árið 1967. Það segir sig sjálft að svo gamalt mannvirki af þessari gerð þarf mikið viðhald. Eitt af því sem „Ég hef ekki orðið var við stuðning Kvennaframboðs- ins,“ segir Ivar Sigmunds- son, framkvæmdastjóri Skíðastaða. forráðamenn Skíðastaða leggja til að verði gert fljótlega er að endurnýja þá lyftu. Afkastageta hennar er nú 600 manns á klukkutíma. Ef farið verður í breytingar og viðgerð á henni mun afkastageta aukast um helming. Lyftan í Strýtu flytur um 500 manns á klukkutíma. Samkvæmt tillögum á að flytja hana í svokallaða Hjallabraut sem er norður af stólalyftunni. Auk þess er hún 250 metrum lengri en lyftan þar. Við Strýtu kemur síðan þessi umtalaða langþráða lyfta, sem mun flytja 1000 manns á klukkutíma. Hún verður tæplega 300 metrum lengri en núverandi lyfta. Með tilkomu hennar opnast möguleik- ar á mun stærra og betra skíða- svæði, auk þess sem fallhæð er 180 metrum meiri. Þegar og ef þessum framkvæmdum verður lokið fyrir næsta vetur verður af- kastageta lyftanna helmingi meiri en í dag. Þá er biðraðapirringurinn nánast úr sögunni. „Eg hef ekki trú á að þessi framkvæmd verði stoppuð héðan af,“ sagði ívar Sigmundsson. Nýja lyftan hefur þegar verið pöntuð og einnig er byrjað að byggja undirstöður undir hana. Um framtíðarskipulag er það að segja að ef skíðasvæðið verður stækkað, verður það til norðurs. Til eru teikningar af skipulagi sem segja til um staðsetningu „Ég þekki þetta af eigin reynslu,“ segir Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. næstu lyftu. Mun hún koma í Reithóla sem eru nokkuð norðan við lyftuna við Strýtu. Einnig á sú lyfta að ná ofar en komandi lyfta í Strýtu. Um gamla skíðahótelið er margt að segja. Sjálfsagt var það- talið gott og fallegt þegar það var reist úr gamla sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. En nútímakröfur eru það miklar að hótelið er úr sér gengið. Enda lítið sem ekkert verið gert til að láta það standast kröfur tímans. Innréttingar eru nánast allar ónýtar. Lítið sem ekkert hefur verið gert við efri hæð hússins síðan það var byggt um 1960. Aðkoman að húsinu er mjög óaðlaðandi. Ef hlánar er eitt forarsvað kringum húsið. Forina bera menn inn í húsið með sér á skónum. Mjög þröngt og dimmt er þegar komið er inn. Vita menn nánast ekki hvert á að fara þegar kemur á þröngan gang. Ef fólk vill fá sér veitingar og njóta útsýnis úr húsinu er mjög erfitt að sjá út vegna þess að gluggar eru það ofarlega á veggjum. Einnig er vonlaust fyrir fólk að sitja í rólegheitum með kaffið sitt og ætla að horfa til fjalls og fylgjast með því sem ger- ist á skíðasvæðinu, því salurinn snýr til austurs, frá Fjallinu. Hætt var að taka á móti gestum til gist- ingar fyrir tveimur árum. Nú er aðstaðan á efri hæðinni notuð til að taka á móti skólahópum til „Aðrir hlutir mikilvægari,“ segir Valgerður Bjarnadótt- ir, bæjarfulltrúi Kvenna- framboðsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.