Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 12. desember 1985 Allt 9 spyr ■ Þriöjudagskvöldið 3. des. voru opnar umræður í beinni útsendingu í sjón- varpssal. Umræðurnar voru um málefni æskunnar. Yfirskrift þáttarins var: Hvað bíður okkar? Sverrir Hermannsson nýbakaður Orvarr Atli Örvarsson. menntamálaráðherra og Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra svör- uðu fyrirspurnum ungmenna alls stað- ar af landinu. Meðal þeirra voru þau Örvarr Atli Örvarsson og Sigrún Valdi- marsdóttir frá Akureyri sem Allt spyr að þessu sinni. - Hvernig var valið i þetta? „JC boðaði til þessara umræðna gegnum æskulýðsstöðvar víðs vegar um land, í tilefni af ári æskunnar." - Hver var tilgangurinn með þessum umræðum? „Tilgangurinn var að fá svar við því hvað bíður okkar.“ - Kom nokkuð sérstakt fram í þess- um umræðum sem þið áttuð ekki von á? „Nei, það var ekkert sem kom okkur beint á óvart." - Fenguð þið fullnægjandi svör við spurningum ykkar? „Nei, alls ekki. Eins og allir stjórn- málamenn fóru þeir í kringum efnið og gáfu ekki bein svör við öllum spurning- unum.“ - Haldið þið að þátturinn skilji eitt- hvað eftir sig í hugum fólks sem á hann horfði? „Hann verður kannski ekki lengi i manna minnum, en við höldum að þetta hafi vakið svolitla athygii." - Haldið þið að stjórnmáíamenn taki eitthvert mark á þeim málum sem þarna bar á góma? „Ja, við vonum að eitthvað verði gert með þær hugmyndir sem fram komu.“ Lítið eitt um Borgarbíó Borgarbíó á Akureyri er kvikmyndahús sem margur Norðlendingurinn hefu komiö í. Bíóhúsið var byggt um stríðslok sem Hótel Norðurland. Það va svo ekki fyrr en á sjötta áratugnum sem því var breytt og hefurþað starfac sem bíó síðan Fastir starfsmenn eru: Sýningarstjóri, ásamt átta manns sem skipta mei sér vöktum aðra hvora viku Enn horfir til breytinga á bíóhúsinu. Reiknað er með að næsta haust mun verða unnt að taka í notkun nýjan sal í væntanlegri viðbyggingu vestai hússins. Sá salur mun rúma um 120 manns rHver hefur ekki farið í bíó um ævina? Bíó er eitt- hvað sem verið hefur samgróið manninum um alllangt skeið þrátt fyrir öra þróun á flestum svið- um og miklar breytingar á hugsunarhætti fólks. En til hvers fer fólk í I bíó? Er það stemmningin, félagsskapurinn eða góðar myndir sem seiða fólk þangað enn í dag? Við ákváðum að leita svara við nokkrum spurn- ingum um þessi mál og héldum því í bíó eitt kvöldið. Sævar Sigurgeirsson og Sverrir Valdimarsson -Á hvaða mynd eruð þið? „Crazy people." - Farið þið oft í bíó stákar? „Nei, ekkert voða- lega,“ - Erof dýrt í bíó í dag? „Veit það ekki, - mátu- ' legt, - það er dýrt ef maður stundar þetta.“ - Horfiði frekar á videc en að fara í bíó? „Já, við horfum frekar á það á vistinni (Heimavist M.A.) en að koma hingað." - Farið þið oft með for- ’ eldrum í bíó? Sævar: „Nei, sjaldan." Sverrir: „Pabbi og rhamma eiga bíó.“ -Hvernig líkar ykkur stemmningin? „Hún er léleg núna, myndin er ekki nógu góð.“ Guðrún Bjarnadóttir i - Á hvaða mynd ertu? Halldór Guðjónsson. „The Last Dragon." - Ferðu oft í bíó? „Svona stundum." - Hvernig finnst þér þessi mynd? „Hún er ekkert sér- stök.“ - Finnst þér mikill munur á því miðað við að horfa á sjónvarpið heima? „Já, stemmningin er öðruvísi." -Hvernig eru mynd- irnar sem sýndar eru hér í Borgarbíói? „Þær eru ekkert æðis- lega góðar." -Telur þú ekki að það vanti fleiri bíó? „Jú.“ Halldór Guðjónsson -Á hvaða mynd ert þú? „The Last Dragon." - Hvernig finnst þér hún? „Mérfinnst hún ágæt.“ — Leigir þú þér frekar videó en að fara í bíó? „Nei, ég leigi ekki videó." - Ferðu oft með for- eldrum í bíó? „Nei.“ - Hvernig líkar þér stemmningin? „Hún var góð núna á þessari mynd.“ - Á hvernig myndir ferðu helst? „Spennumyndir." -Telurþú að það vanti fleiri bíó hér á Akureyri? „Já, til þess að hafa meiri fjölbreytni á myndum.“ Gísli Jóhannsson -Á hvaða mynd ert þú? „Crazy people." - Hvernig finnst þér hún? „Mér finnst hún leiðin- leg.“ - Ferðu oft í bíó? „Nei.“ - Ef þú ferð í bíó á hvernig myndir ferðu þá helst? „Grínmyndir." - Finnst þér mikill munur á því miðað við að horfa á sjónvarpið? „Ja, það eru yfirleitt betri myndir í bíó.“ - Vantar fleiri bíó hér? „Já það þarf að hafa smá samkeppni, - þá koma líka betri myndir." Guðrún Bjarnadóttir. gam i Sverrir Valdimarsson og Svavar Sigurgeirsson. - Hefur stemmningin breyst frá því sem áður var? „Já, það var mikið meira gaman að vinna þegar alltaf var fullt bíó, en þannig var það hér á árum áður.“ -Á hvernig myndir er aðsóknin mest? „Fólk virðist heldur vilja horfa á „Ijótar" myndir t.d. slagsmála- eða ofbeldismyndir, held- ur en myndir um lífið og tilveruna." - Hafa kvikmyndir breyst mikið efnislega frá því sem áður var? „Nei, það held ég ekki.“ - Minnkaði aðsóknin hér í bíó þegar mynd- böndin komu á markað?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.