Dagur - 12.12.1985, Page 11

Dagur - 12.12.1985, Page 11
12. desember 1985 - DAGUR - 11 snálefni aldraðra___________________________ „Bætum nýjum þáttum við eftir aðstæðum“ - Edda Bolladóttir og Gunnhildur Bragadóttir segja frá heimilisþjónustunni Það var haustið 1974 sem heimilisþjónusta hófst á vegum Félagsmáiastofnunar Akureyr- arbæjar og hefur hún verið starfrækt síðan. Umsjónar- maður heimiiisþjónustunnar er Edda Boliadóttir. Við fengum Eddu, ásamt Gunnhildi Braga- dóttur eftirlitsmanni og Maríu Sigurbjörnsdóttur starfsmanni heimilisþjónustunnar til að segja okkur af heimilisþjónust- unni Tilgangur heimilisþjónustunn- ar er að gera öldruðum sem og öryrkjum kleift að dveljast sem lengst á heimilum sínum með því að veita ýmsa aðstoð. Heimilisþjónustan er fólgin í heimsóknum starfsfólks hennar til hinna öldruðu, sem eru í meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. „Við gerum öll venjuleg húsverk, annars er það dálítið breytilegt eftir heimilum. Við leggjum áherslu á að gera þau verk sem fókið getur ekki eða á erfitt með að gera sjálft,“ sagði María Sigurbjörnsdóttir. „Þetta er afskaplega þakklátt starf. Fólkið kann vel að meta þessa þjónustu." Auk þess að veita aðstoð við algengustu húsverk er einnig boðið upp á hirðingu á lóðum að sumrinu, en 57 aðilar nýttu sér þá þjónustu á síðastliðnu sumri. Margrét Þ. Þórsdóttir skrifar Þá er og boðið upp á snjómokst- ur eftir þörfum. „Við reynum að bæta við nýj- um þáttum þjónustunnar eftir að- stæðum,“ sagði Edda. „Við reyn- um að koma til móts við áuknar kröfur. Hinir öldruðu vita best hvaða þjónustu þeir þurfa og vilja sjálfir, en þetta fólk er nægjusamt og kvartar ekki,“ sagði Edda. Síðan í apríl 1982 hefur heimil- isþjónustan séð um heimsend- ingu matar til aldraðra sem þess óska. í fyrstu voru einstakling- arnir 5, en eru nú á bilinu 40 og 50, sem fá heimsendan mat. Margir nota þá þjónustu tíma- bundið, ef vissar aðstæður krefj- ast þess. Eins og ef fólk er ný- komið heim af sjúkrahúsi og hef- ur ekki að fullu náð sér. Matur- inn kemur frá Brauðstofunni Skólastíg annars vegar og hins vegar frá Sólborg. Matur ásamt heim- sendingu kostar 150 krónur, maturinn er sendur alla virka daga vikunnar einu sinni á dag. Á síðastliðnu ári nutu 152 heimilisþjónustunnar. Þegar heimilisþjónustan fór af stað haustið 1974 voru heimilin 10 sem þjónustu nutu. Við heimilis- þjónustuna eru alls 14 stöðugildi, en 23 starfsmenn eru í starfi. „Okkur eru skammtaðar stöður. Fólk vinnur undir tölu- verðu álagi. Vissulega þyrfti að koma til aukning. Það þyrfti að auka þjónustuna, hafa hana lengra fram á daginn, en nú er einungis unnið á milli 8 og 5. Einnig þyrfti að hafa þjónustu um helgar." Það er nokkuð misjafnt hversu oft er farið í heimsóknir til hinna öldruðu, allt frá því að vera hálfsmánaðarlega og til þess að vera einu sinni á dag. Hámarksþjónusta sem Fé- lagsmálastofnun veitir eru 4 tím- ar á dag hvern virkan dag. Starf eftirlitsmanns er tiltöiu- lega nýtt. Fór af stað í febrúar á þessu ári. Starfið er fólgið í heim- sóknum til aldraðra og er til- gangurinn að gæta öryggis þeirra. „Við teljum þetta starf mjög nauðsynlegt, en það væri æskilegt að hafa í því fleiri starfsmenn," sagði Gunnhildur Bragadóttir, en hún er sjúkraliði og hefur 15 ára starfsreynslu á ýmsum stofnun- um. „Sú reynsla hefur komið mér að góðum notum,“ sagði Gunn- hildur. -mþþ Gunnhildur Bragadóttir eftirlitsmaður, María Sigurbjörnsdóttir starfsmaður og Edda Bolladóttir umsjónarmaður heimilisþjónustunar. Mynd: KGA. Eg fæ mjög góða „Ég hafði ekki iátið mér detta í hug að Félagsmálastofnun væri svo þörf sem raun ber vitni. Þar er unnið víðfeðmt starf og gott og fólkið sem vinnur þarna er vandanum vaxið. Við erum mjög heppin með félagsmálastjórann, Jón Björnsson,“ sagði Laufey Sig- urðardóttir frá Torfufelli, er við hittum hana dag einn í vik- unni og spjölluðum um heimil- isþjónustu og málefni aldr- aðra. „Ég hef notið aðstoðar heimil- isþjónustunnar í 10 ár og núna kemur til mín kona í 3 tíma einu sinni í viku, einnig fæ ég hjálp við almenn heimilistörf aðra hvora viku. Það eru mokaðar fyrir mig tröppurnar að vetrinum og yfir sumartímann er séð um garðinn minn. Fyrir nokkru hófst þjón- usta sem ég tel öldruðum nauð- synlega, en það eru sendiferðirn- ar. Ég tel mig hafa mjög góða aðstoð, auk heimilisþjónustunn- ar kemur hjúkrunarkona tvisvar í viku á vegum heimahjúkrunar. - segir Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli Þó að ég sé ánægð með þetta, þá finnst mér að fólkið sem vinnur við þessa aðstoð verði að gefa sér meiri tíma til að spjalla við okkur. Ég veit það er að flýta sér, þarf að fara í mörg hús en það væri kannski hægt að fjölga stöðunum. Svo veit ég að að því kemur einhvern daginn að auka þurfi þjónustuna og bæta við kvöld- og helgarvöktum." Laufey sagðist hafa fengið matarsendingar einu sinni á dag síðan í haust og kæmi sú þjónusta við gamalt fólk sér vel, einkum fyrir karlmenn, því margir gætu ekki eldað. „Ég hef samt þá til- finningu að við séum dálítið dýr fyrir samfélagið,“ sagði Laufey. „Á meðal okkar eru margir einmana einstaklingar, eiga fáa að og fá litlar sem engar heim- sóknir. Menn sitja einir eftir og geta lítið farið út. Það er talsvert stór hópur sem er einangraður og leitt til þess að vita.“ Næst vék Laufey tali sínu að æskunni og sagðist hafa á henni brennandi trú. „Ég vænti mikils Laufey Sigurðardóttir. af æsku íslands, meira en af minni kynslóð. Við höfðum ekki tækifæri á að læra. En auðvitað er mikilvægasti skólinn, skóli lífsins, í honum lærum við mest og best. Svo er spurningin hvern- ig okkur tekst að vinna sem best úr hverjum degi sem okkur er gefinn. Þó að ég hafi óbilandi trú á æsku landsins, þá hafa örar þjóðfélagsbreytingar valdið því að báðir foreldrarnir þurfa að vinna og mæður fara mikils á mis að geta ekki verið heima hjá börnum sínum fyrsta árið.“ íslenska þjóðin er sífellt að verða eldri, þeim sem verða gamlir fjölgar stöðugt. „Þetta er stóra vandamálið sem við er að etja í dag," sagði Laufey. „Þjóð- félagið er ekki í stakk búið til að taka á móti þessum fjölda gamals fólks. Þetta er vandamál nú þeg- ar en á eftir að vaxa. Ég tel að við höfum ekki búið okkur nógu vel undir þetta vandamál. Við verð- um að hugsa tímanlega fyrir framtíðinni." Að lokum minntist Laufey á að það væri ósk sín og von að hrað- að væri byggingum þjónustu- íbúða fyrir aldraða. „Það er mik- ið hagsmunamál okkar að koma upp þessum íbúðum. Mér finnst hafa verið óþarflega mikill seina- gangur í þessu máli. Við þurfum að fá yngra fólk til liðs við okkur og drífa þetta upp," sagði Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. -mþþ „Aldraöir eiga ekki að fá að búa einir“ - segir Stefán Nikodemusson Stefán Nikodemusson býr einn í kjallaraíbúð sinni við Hamarstíg. Hann nýtur að- stoðar heimilisþjónustunnar og hefur gert á þriðja ár. Til hans er komið einu sinni í viku, tvo tíma í senn. „Ég hékk við búskap í 52 ár, var vestur í Öxnadal og á Þela- mörkinni. Bjó á ýmsum bæjum, nei það var ekkert mál, ég hafði aldrei svo mikið umleikis,“ _ sagði Stefán. „Hingað í bæinn flutti ég árið 1979.“ Um heimilisþjónustuna seg- ir Stefán: „Það er ekkert út á stúlkurnar að setja, þær vinna sín verk vel. En fyrirkomulag- ið á þessu er vitlaust. Það ætti í rauninni ekki að vera Ieyfi- legt að láta fólk búa eitt þegar það er orðið gamalt. Það verð- ur að vera til pláss fyrir það á elliheimilum. En elliheimilin verður að byggja öðruvísi upp en gert er í dag. Það á að byggja margar smáíbúðir, bæði tveggja manna og einnig fyrir einstaklinga. Þarna á að vera pláss fyrir um 50 manns. Þarna á að vera sameiginlegur matsalur, ef fólk getur ekki eldað sjálft og einnig á að vera þarna samkomusalur. Ég er alveg viss um að þetta yrði mikið ódýrara fyrir þjóðfélag- ið. en núverandi fyrirkomu- lag. Það er mikið betra að veita alla þjónustu ef fólkið er á sama stað. Mér finnst alveg óforsvaranlegt að þvæla kven- fólkinu út um allan bæ til að veita okkur garnla fólkinu aðstoð. Það er tímasóun, auk þess sent það er slítandi fyrir starfsfólkið. Margt gamalt fólk býr við mikið örvggisleysi, en með því að koma á stofn smáíbúðum fyrir það þar sem alltaf yrði einhver sem veitt gæti aðstoð myndi það öryggisleysi hverfa. Ég held það væri virkilega gaman að prófa þetta. Slíkar íbúðir mætti byggja upp þann- ig að bæjarfélagið ætti ein- hverjar íbúðir og eins gætu þeir sem þess eru umkomnir keypt eigin íbúðir. Og það myndi að sjálfsögðu flýta mik- ið fyrir ef menn slægju saman. Við gamla fólkið þurfum ekki að kvarta. það er ólíkt betra að vera áttræður í dag, en var fyrir 30 árum. Það er gert vel við okkur og það er alveg hægt að lifa sómasamlegu lífi af elli- laununum. Mér gengur vel að lifa af mínu ellilaunum, en er reyndar ekki eyðslusamur. Ég hef allt sem ég þarf og vil," sagði Stefán Nikodemusson að lokum. -mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.