Dagur


Dagur - 12.12.1985, Qupperneq 12

Dagur - 12.12.1985, Qupperneq 12
12 - DAGUR - 12. desember 1985 Ur bók Vilhjálms Hjálmarssonar um Eystein Jónsson Þriðja bindi ævisögu Eysteins Jónssonar, fyrrverandi ráð- herra, í skráningu VUhjálms Hjálmarssonar, sem einnig er fyrrverandi ráðherra, er nú komið út. Þegar þessir tveir leggja saman verður úr mikill fróðleikur og margt er í bókun- um býsna skemmtilegt af- lestrar, enda hafa þær notið vinsælda. Auk þess hefur verið til þeirra vitnað sem heimilda um stjórnmálasögu landsins. Með góðfúslegu leyfi skrá- setjara birtir Dagur kafla úr þessari nýju bók. Sá fyrri snertir Akureyringa og Norð- lendinga, því þar kemur við sögu flugkappinn Björn Pálsson: „Einhverju sinni komum við Haraldur bílstjóri minn þeysandi að austan norður um og var ætlun mín að taka Flugfélagsvél á Ak- ureyri og ná þannig til að sitja áríðandi fund í Reykjavík sama daginn. Þegar til Akureyrar kom var áætlunarflug „lokað“ suður og virtist þá vonlaust að ná fundin- um. Settumst við inn á Hótel KEA og fengum okkur hress- ingu. Kemur þá Björn Pálsson svífandi þar inn, heilsar upp á okkur og spyr hvert við séum að fara. Ég segi öll deili á því og seg- ir þá Björn: „Komdu með, ég ætla að reyna að fara suður nú þegar.“ Tók ég því með þökkum og hröðuðum við Björn okkur út á völl, í vélina og í loftið. Þegar Björn hefur náð nokkurri hæð yfir Eyjafirðinum segir hann: „Venjulega leið kemst ég ekki. Hvernig líst þér á að fara útfyrir?“ - „Þú ræður,“ svaraði ég. Snýr Björn þá út Eyjafjörð, yfir Hrísey, fyrir Siglunes og Skagafjörð, inn yfir Skagann og stefnir á Holtavörðu- heiði. Lágskýjað var og sýndist lítið pláss undir skýjunum enda bregður svo við rétt á móts við sæluhúsið á Holtavörðuheiði að Björn segir skyndilega: „Vertu viðbúinn. Það er of dimmt suður- undan. Ég sný við og ætla að prófa Haukadalsskarð og Rauða- melsheiði.“ Snýr síðan þessa leið um Haukadalsskarð og út yfir Hvammsfjörð. Er þá tekið að bregða birtu. Brátt kemur í ljós að Rauða- melsheiði verður ekki smogin og er þá næst að Björn tilkynnir að nú snúi hann við og lendi á Kambsmelum. Dimmir nú óð- fluga og óðum er nálgast Kambs- melaflugvöllinn. Ekkert sér til jarðar og þarna eru engin vallar- ljós en Björn þekkir allt eins og fingurna á sér. Tekur nú dýfur stórar og leitar vallarins með Ijós- unum. Finnur brautina fljótt og í annarri eða þriðju dýfu kastar hann út blysi og síðan öðru og lendir fagurlega við birtuna af því. Þegar vélin er rétt að nema staðar á flugbrautinni segir Björn og hlær: „Ertu sveittur?" Á leiðinni inn Hvammsfjörð- inn sáum við að bifreiðar stöðv- uðust á þjóðveginum til að fylgj- ast með því sem var að gerast og nokkrar þustu að þegar lent hafði verið. Náði ég fari með einni sem var á suðurleið og fór með henni suður í Hreðavatnsskála þar sem ég náði Haraldi síðar á heimleið- inni. Komst því heim heilu og höldnu þann daginn - en þó ekki á fundinn! Björn vildi að sjálf- sögðu ekki yfirgefa vél sína og minnir mig hann komast leiðar sinnar næsta dag. Þetta varð mér ógleymanlegt ævintýri en aldrei fannst mér þetta neitt áhættu- ferðalag með Birni. „Ef væri ég ungur vildi ég byrja á ný“ - Eysteinn Jónsson kemur víða við í síðara bindi endurminninga sinna, sem nýkomið er út Vinstri stjórn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna undir forsæti Olafs Jó- hannessonar varð síðasta ríkis- stjórnin sem Eysteinn Jónsson átti beinan þátt í að mynduð var. Hún missti meirihlutann á Al- þingi vorið 1974 þegar Samtökin sundruðust. Þarna lauk þingsetu Eysteins eftir 41 ár, því þingrof og stjórnarslit komu í kjölfar þess sem áður gat. Gils Guðmundsson, forseti Neðri deildar, kvaddi Eystein með nokkrum orðum, einnig Gylfi Þ. Gíslason og Eysteinn svaraði fyrir sig. Lítum í bókina og það er Gils sem hefur orðið: „Ég vona, að það teljist ekki a.m.k. alvarlegt brot á þingvenj- um, skrifuðum eða óskrifuðum, þó að ég við lok þessarar kveðju- stundar láti undan þeirri löngun minni að beina til hæstvirts for- seta Sameinaðs þings, Eysteins Jónssonar, fáeinum orðum. í 41 ár hefur Eysteinn Jónsson setið á Alþingi og á því lengri þingferil að baki en nokkur mað- ur annar, frá því er Alþingi var endurreist, að Pétri Ottesen ein- um undanskildum. Eysteinn Jónsson hefur löngum verið um- deildur maður, svo sem verða vill um stjórnmálaforingja. Um það hafa aldrei orðið deilur, að í öll þessi rösk 40 ár hefur hann verið í hópi allra fremstu þingskör- unga. Ég hef það fyrir satt, að hann sé nú staðráðinn í að gefa ekki kost á sér oftar til þing- mennsku, og munu það flestir mæla, að þar með Ijúki ekki að- eins löngum, heldur og fágætlega litríkum þingferli. Það ógleyman- lega samstarf, sem ég hef átt við Eystein Jónsson síðustu 3 árin, þakka ég af heilum hug. Eysteinn Jónsson er þeirrar gerðar, að maður metur hann þeim mun meira sem maður kynnist honum betur. Og þegar hann hverfur nú af þingi eftir óvenjulangt og mik- ið starf í þessum sal, - hann hefur alla tíð átt sæti í þessari háttvirtu deild, - vil ég láta í ljós þá ósk, að íslensk þjóð megi enn um drjúga hríð njóta vitsmuna hans og mannkosta til framgangs góð- um málurn." Gylfi Þ. Gíslason flutti forseta deildarinnar þakkir þingdeild- armanna. Kvaðst hann taka und- ir heillaóskir til Eysteins Jónsson- ar og sagði síðan: „Mér er það mikil ánægja að hafa átt sæti með honum á Al- þingi í áratugi. Ég sat ungur með honum í ríkisstjórn, ég hef um langan aldur verið í andstöðu við hann í ríkisstjórn og hann hefur verið í andstöðuflokki í ríkis- stjórn, sem ég hef átt sæti í. Engu að síður get ég sagt með hinni bestu samvisku, að á milli okkar Eysteins Jónssonar hafa aldrei farið ill orð, ekki eitt orð, sem annar hvor okkar mun telja, að hafi verið mælt af óheilindum eða ósanngirni. Af Eysteini Jónssyni hef ég aldrei í áratugi í samstarfi eða baráttu reynt annað en drengskap og heiðarleik. Þar hef- ur farið vitur maður og góður drengur, sem á þakkir skildar okkar allra, sem setið hafa með honum á Alþingi og unnið með honum. Ég óska honum alls góðs og hinnar bestu farsældar á þeim mörgu árum, sem ég vona, að hann eigi eftir ólifuð við bestu heilsu og mikla starfskrafta." Ekki er það venja á Alþingi að ávarpa einstaka þingmenn á þennan hátt. Eysteinn þakkaði kveðjurnar og mælti svo í lok máls síns. „Hér hefur oft verið hart líf, en aldrei leiðinlegt. Ég á ekkert nema góðar minningar frá veru minni hér á Alþingi. Hér hefur verið spennandi, hér hefur verið skemmtilegt, og væri ég ungur, vildi ég byrja á ný.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.