Dagur - 10.01.1986, Side 3

Dagur - 10.01.1986, Side 3
10. janúar 1986 - DAGUR - 3 ,,Ég verð alltaf Akureyringur“ - Hafliði Hallgrímsson hlaut tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs „Ég verð nú að játa, að þetta kemur mér mjög á óvart, þetta er eitthvað sem ég hef aldrei leitt hugann að. Engu að síður er þetta mikill heiður fyrir mig og hvatning til áframhaldandi tónsmíða. Og ég er þakklátur þeim mönnum, sem ákváðu að leggja verk mitt fram. Það sýnir traust til mín, sem ég met mikils. “ Þetta sagði Hafliði Hallgríms- son, sellóleikari og tónskáld, þegar ég sló á þráðinn til hans til Edinborgar í gær, í þeim erind- um að óska honum til hamingju með „tónskáldaverðlaun Norður- landaráðs“. Þau féllu í hlut Haf- liða í ár, fyrir verk hans, „Póemi“, sem er einleiksverk fyr- ir fiðlu ásamt nokkuð stórri strengjahljómsveit. Atli Heimir Sveinsson fékk hliðstæð verðlaun fyrir nokkrum árum. „Þetta verk var frumflutt heima á íslandi fyrir rúmu ári en það var síðan lagt fram sem annað af verkum íslands til þessara verðlauna, án þess að ég vissi af því. Útkoman varð þessi og ég var að fá fréttirnar rétt áður en þú hringdir,“ sagði Hafliði, og hann var spurður nánar um verkið. „Skoska kammersveitin pant- aði þetta verk hjá mér fyrir mörg- um árum. Ég skrifaði það 1984. Það var síðan frumflutt heima, skömmu seinna í Skotlandi og það hefur komið oft við sögu síðan. M.a. var það flutt á stórri alþjóðlegri keppni í Pól- landi, þar sem það hlaut önnur verðlaun." - Nú býrð þú í Edinborg; hvað hefur þú verið lengi þar, Hafliði? „Ég er búinn að vera hér síðan 1977; kom hingað frá London, þar sem ég bjó í mörg ár. Ég kom hingað til að taka við föstu starfi sem fyrsti sellóleikari hjá Skosku kammersveitinni, sem er mjög virt og góð hljómsveit. Þar var ég fastráðinn í 5 ár, en síðan ákvað ég að segja því starfi lausu, til að geta snúið mér meira að tónsmíð- um. „Póemi“ kom eftir nokkurra ára hlé frá tónsmíðum, en ég vona að ég geti fengið meiri tíma til slíkra verka í framtíðinni.“ - Hefur þú átt þess kost, að helga þig eingöngu tónsmíðum undanfarin ár? „Nei, ég verð að skipta tíma mínum milli þess að koma fram sem sellóleikari víðs vegar um heim, en vinna þess á milli hér heima við, þegar fjárráðin leyfa, við tónsmíðar.“ - Þú ert uppalinn hér við brekkuræturnar á Akureyri? „Já, já ég er fæddur og uppal- inn í Gránufélagsgötu 5, það er efsta húsið í Gránufélagsgötunni, þar sem móðir mín, Fríða Sæ- mundsdóttir, býr enn. Ég tel mig alltaf Akureyring í húð og hár og reyni að koma heim eins oft og ég get.“ - Hvenær leiddist hugurinn inn á tónlistarbrautir? „Mjög snemma, ég held ég hafi ekki verið nema 11-12 ára þegar ég var viss um að ég færi út á þessa braut.“ Þessi mynd af Hafliða og Ragnheiði konu hans var tekin fyrir um 10 árum. Þau eru með yngsta son sinn, Almar, en síðan hafa bæst við tveir drengir til viðbótar. Hafliði Hallgrímsson við sellóið. - Eitthvað sérstakt sem leiddi til þess? „Góð músík í útvarpinu o§ einhver tilfinning fyrir músík. í það minnsta var það ekki popp- músík, sem hreif mig. Hefði ég verið alinn upp við poppmúsík, hefði ég líklega aldrei náð að spila eins og maður. En það var mikil og góð tónlist í útvarpinu og ég þakka Ríkisútvarpinu að vissu leyti fyrir það tónlistarlega uppeldi sem það veitti mér. Ég vona að sú stofnun haldi þeim uppeldisstörfum áfram." - Hvar lærðir þú? „Ég byrjaði í Tónlistarskólan- um á Akureyri, hjá norskum kennara, sem hét Ivan Knudsen. Síðan fór ég til Reykjavíkur þeg- ar ég var 17 ára og lauk tónlistar- skólanum þar tvítugur. Eftir það hef ég verið langdvöluin erlendis, en ég hef alltaf reynt að koma eins oft heim og við verður komið. Það er alltaf takmarkið, að hafa sem mest samband heim.“ - Eigum við von á þér eitthvað heim á næstunni? „Já, já, ég er alltaf að skipu- leggja ferðir heim. Ég kem í apríl og maí, til þess að taka þátt í tónleikahaldi í Reykjavík. En ég spila að líkindum ekki á Akur- eyri í þeirri ferð. Ég hélt oft tón- leika heima á Akureyri, en nú er Nú er Almar orðinn 10 ára og í fyrra vann hann til fyrstu verðlauna í sam- keppni 75 barna við tónlistarskól- ann í Edinborg - fyrir sellóleik. Hann fetar því í spor föðursins. nokkuð um liðið síðan ég hef komið þar fram. Það er mikið til vegna þess hvað ég hef verið bundinn við föst störf, en nú fer að losna meira um mig, þannig að ég ætti að geta bætt úr þessu." - Er gott að búa í Edinborg? „Já, ekki síst vegna þess að þar er ég nær íslandi, heldur en ef ég væri t.d. í London. Þetta er mjög þægileg borg, ekki síst vegna þess að ég er með nokkuð stóra fjöl- skyldu. Við eigum þrjá stráka. Hér er allt miklu rólegra og við- ráðanlegra og talsverð gróska í listurn," sagði Hafliði í lok sam- talsins. Eiginkona Hafliða er Ragn- heiður Árnadóttir. Hún er líka frá Akureyri, en þau þurftu til London til að kynnast. Hún er píanóleikari og var þar við tón- listarnám samtíða Hafliða. For- eldrar hennar eru Árni Sörens- son, sem í mörg ár var bifvéla- virki á Akureyri, en býr nú á Raufarhöfn, og Ragnheiður Arinbjarnardóttir. Eins og fram kemur í viðtalinu við Hafliða er móðir hans Fríða Sæmundsdóttir, sem lengi var kaupmaður í Markaðinum. Faðir hans var Hallgrímur Stefánsson, en hann lést 1951. Dagur sendir Hafliða og fjölskyldu hans inni- legar hamingjuóskir. - GS Hjúkrunarfræðingar Norðurlandsdeild eystri Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 13. janúar kl. 20.30 í Dvalarheimilinu Skjaldarvík. Dagskrá: 1. Hjúkrunarþjónusta við aldraða. 2. Önnur mál. Stjórnin. Orgelskóli Ragnars Jónssonar Innritun fyrir vorönn er hafin Hægt er að bæta við byrjendum bæði í yngri deildir og eldri deildir. Hringið og leitið upplýsinga í síma 26699. Sólarkaffi Vestfirðingafélagsins veröur haldið föstudaginn 24. janúar kl. 8.30 í Lóni fé- lagsheimili Karlakórsins Geysis. Sólarkaffi, söngur og skemmtiatriði. Dans. Hljómsveit Pálma Stefánssonar leikur. Vestfirðingar, fögnum hækkandi sól. Nefndin. Endurbætur húsa með tilliti til orkusparnaðar Námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins, verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri, húsi tæknisviðs v/Þórunnarstræti dagana 23.-25. janúar 1986 og hefst kl. 13.00 fimmtudaginn 23. jan. Námskeiðið er einkum ætlað fyrir iðnaðarmenn og hefur þegar verið haldið í Reykjavík, Vestmannaeyj- um og á ísafirði. Þátttökugjald er kr. 5.000. Innritun og nánari upplýsingar hjá Meistarafélagi byggingamanna Norðurlandi í síma 96-21022. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. janúar nk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 117. og 121. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hólakoti, Saurbæjarhreppi, þinglesinni eign Eiríks Björnssonar fer fram eftir kröfu Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. janúar 1986 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Mývatnssveil: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Kópasker: Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Raufarhöfn: Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.