Dagur - 10.01.1986, Side 4
4 - DAGUR - 10. janúar 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SÍMI 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Aðför að námlámkerfim
JeiðarL
Málefni Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna hafa
verið mjög til umræðu í fjöl-
miðlum að undanförnu í
framhaldi af þeirri aðgerð
menntamálaráðherra,
Sverris Hermannssonar, að
víkja framkvæmdastjóra
sjóðsins úr starfi fyrirvara-
laust. Lánasjóðurinn hefur
oft þurft að sæta gagnrýni í
þá áratugi sem hann hefur
starfað og alltaf eru til öfl í
landinu, aðallega innan
Sjálfstæðisflokksins, sem
reyna af fremsta megni að
gera Lánasjóðinn sem tor-
tryggilegastan í augum al-
mennings og vilja veg hans
sem minnstan.
Þær deilur sem nú eiga
sér stað varðandi Lánasjóð-
inn hafa yfir sér pólitískt
yfirbragð og brottvikning
framkvæmdastjórans er
ákaflega hæpin ráðstöfun
og vinnubrögð mennta-
málaráðherra í því máli
forkastanleg.
Eins og áður segir er
þetta ekki í fyrsta skipti
sem LÍN verður fyrir árás-
um en fram til þessa hefur
félagshyggjumönnum tek-
ist að brjóta áhlaupin á bak
aftur. í júlí 1983 skrifaði
Ingvar Gíslason, þáverandi
menntamálaráðherra, grein
í Dag um Lánasjóðinn og
sagði þá m.a:
„Lánasjóður íslenskra
námsmanna gegnir mikil-
vægu hlutverki sem félags-
legt réttindamál fólksins í
landinu. Hann jafnar að-
stöðu til náms milli efna-
fólksins og láglaunafólksins
og er ekki síst kjarabót fyrir
fólkið á landsbyggðinni,
þaðan sem nemendur
verða að sækja nám um
langan veg, t.d. í ýmsa sér-
skóla í Reykjavík."
Síðar í grein sinni segir
Ingvar:
„Þrátt fyrir þessa stað-
reynd er alið á hleypidóm-
um gagnvart Lánasjóði og
honum fundið flest til for-
áttu þegar þröngsýni og
þekkingarleysi er látið ráða
umræðum um málefni
hans.Talað er um að pen-
ingum sé „ausið" í náms-
menn og lánin séu ekki
endurgreidd. Hvort tveggja
er rangt. Lán eru veitt eftir
ströngum reglum og þau
ber að endurgreiða með
verðtryggingu eins og tíðk-
ast um öll lán hér á landi. “
Þessi orð Ingvars eru þörf
áminning til þeirra sem nú
ganga hvað harðast fram í
því að sverta ímynd náms-
lánakerfisins og vissulega
er það umhugsunarefni að
formaður stjórnar Lána-
sjóðsins skuli fullyrða í
Morgunblaðinu að náms-
menn búi við lúxuslánakerfi
og að margir þeirra nái
aldrei að borga upp lán sín
þar sem þau fyrnist á 40
árum. Þær tölur sem for-
maðurinn nefnir varðandi
algenga upphæð einstakra
lána eru allt of háar og
beinlínis villandi.
Það bendir því allt til þess
að þau öfl sem vinna gegn
hagsmunum námsmanna
séu að ná yfirráðum í Lána-
sjóði íslenskra námsmanna
og slíkt kann ekki góðri
lukku að stýra. BB.
J<oll — hnýsa.
Stríð og meiri stríð
Nær daglega flæða yfir okkur
lýsingar í máli og myndum á
stríðum víðs vegar f heimin-
um. Sundurtættir líkamar, fólk
á flótta, öskrandi vélbyssur og
sprengjugnýr blasa við augum
og glymja í eyrunum frá morgni
til kvölds. Samt eru þeir til sem
vilja meira. Þeir vilja stríð í bíó,
stríð í vídeó og stríð í bókum.
Hetjurnar eru stríðshetjur. Ein
þessara hetja er ofurhuginn
Rambó, sem leikinn er af
átakanlega lélegum leikara,
sem við skulum ekki nefna, en
er eins og brunahani í laginu og
jafn góður leikari. Nú er það
svo að hetjur eru oft gæddar
eiginleikum sem aðdáendur
þeirra skortir eða telja sig
skorta. Einn dyggur aðdáandi
Rambós er Reagan Bandaríkja-
forseti. Ég vissi fyrir að hann og
áður ónefndur leikari eiga sér
ýmislegt sameiginlegt á leiklist-
arsviðinu, en að Reagan telji sig
vanhaga um ýmsa „kosti“
Rambós vissi ég ekki.
Flest okkar verða ónæm með
tímanum fyrir öllum þessum
hryllingi sem fjölmiðlarnir færa
okkur, enda lífsnauðsynlegt fyr-
ir sálartetrið, annars hryndi það
niður. Hins vegar hlýtur eitt-
hvað að gerast í huga þeirra
sem jafnframt fylla frítíma sinn
stríði af einu eða öðru tagi og
hetjur viðkomandi eru morðóð-
ir brjálæðingar, sem myrða
ánægjunnar vegna og/eða í eig-
inhagsmunaskyni.
Hugtakið stríð breytist einnig
við þessar aðstæður. Stríð verða
m.a. hulin einhverjum hetju-
ljóma þar sem hinn góði pínir
eða tortímir hinum vonda. Stríð
verður með öðrum orðum eitt-
hvað jákvætt.
"
Eitt sinn hafnaði ég af tilvilj-
un inni í grísk-kaþólskri messu
í klausturkirkju einni í Lenin-
grad. Ég hafði farið til að skoða
kirkjugarðinn sem þar var og
einkanlega gröf Dostojevskijs.
Þegar því var lokið hélt ég
áleiðis til kirkjunnar, því þang-
að lá töluverður straumur fólks.
Við stíginn að kirkjunni sátu
nokkur gamalmenni, aðallega
karlmenn, en öll voru þau bækl-
uð á einn eða annan hátt. Ég
staðnæmdist fyrir framan einn
gamlan mann. Hann var síð-
skeggjaður, lágvaxinn og hafði
einhvern tímann verið krafta-
lega vaxinn. Fötin sem hann var
í voru jafn gömul honum sjálf-
um og á fótunum hafði hann
hermannastígvél. Á maganum
hékk taska sem einhvern tím-
ann hafði verið hluti af her-
mannaútbúnaði. Við hlið gamla
mannsins lágu tvær hækjur af
eldri gerðinni. Hann rétti fram
hattinn sinn, sem í lágu nokkrir
kópekar (rússnesk mynt) og
þuldi eitthvað á rússnesku. Þeg-
ar ég leit í augu hans sá ég að
hann var blindur. Ég lét hann
hafa klinkið í vasanum, en hann
rétti fram hina höndina og gerði
krossmark yfir sjálfum sér og
síðan mér.
Þegar inn í kirkjuna kom var
þar fyrir múgur og margmenni,
útlendingar eins og ég og svo
gamlar rússneskar konur. Þar
sem sætin voru engin stóð hver
þar sem honum eða henni hent-
Bjarni
Einarsson
skrifar
aði. Útlendingar stóðu þó að-
eins á miðju gólfi og frammi við
altarið. Ég tók að ganga um
kirkjuna og sá að það var með
ólíkindum hve mörg skúmaskot
voru þar inni og í hverju slíku
skoti stóð gömul kona, gömul
rússnesk kona á aldrinum 60-80
ára. Allar voru þær svo undar-
lega líkar. Lágvaxnar, þéttar,
klæddar rytjulegum síðum káp-
um og á höfðinu sjal. Allar
héldu þær á litlum logandi
kertum. Ég nálgaðist varfærnis-
lega eina konuna og þegar ég
leit í augu hennar sá ég að hún
grét í hljóði. Tárin steyptust
niður sorgmætt andlitið, en hún
reyndi á engan hátt að hefta
strauminn. Þegar ég gáði betur
að sá ég að allar þessar gömlu
konur grétu. Þarna stóðu þær
með sorgirnar sínar og logandi
kertin sem þær höfðu keypt fyr-
ir síðustu kópekana sína,
kannski fengna fyrir utan. Þær
höfðu misst allt sitt í síðustu
heimsstyrjöid, fjölskyiduna,
ættmenni, vini, eignir og lífs-
neistann.
Þessi stund mín inni í og fyrir
utan kirkjuna í Leningrad var
einhver viðkvæmasta stund lífs
míns. Allar þessar hörmungar
og hinar viðbjóðslegu afleiðing-
ar styrjalda las ég úr augum
nokkurra gamalmenna. Slíkt
hefur önnur áhrif en fjölmiðla-
neysla á stríðum í þægilegum
stól með kaffibollann innan seil-
ingar. Ætli Rambó drekki
kaffi?