Dagur


Dagur - 10.01.1986, Qupperneq 5

Dagur - 10.01.1986, Qupperneq 5
Hijátrú eða hvaðZ 10. janúar 1986 - DAGUR - 5 Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Garnet Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir. í síðasta þætti um nýárssiði komst ein- hver púki í uppröðun atriða, flestir hafa vonandi tekið eftir að enda- skipti urðu og þurfti að lesa spaltann samkvæmt kínverskum siðum til að fá samhengi í hlutina. Er beðist vel- virðingar á þessu. En garnetinn er hér til umfjöllunar, mánaðarsteinn vatnsberans. Þessi steinn hefur notið mikilla vinsælda gegnum aldirnar og verið notaður á ýmsa vegu. Forn-Egyptar höfðu mikið dálæti á djúprauða lit garnetstein- anna og hafa fjölmörg hálsmen og armhringir sett honum, fundist í grafhýsum þeirra. Garnetinn hafði einnig mikilvæga trúarlega þýðingu fyrir þá. Allar styttur af hinni valdamiklu gyðju Isis höfðu garnetbelti um sig miðja, Egyptar álitu rauða litinn tákna blóð hennar og þar með þann mikla mátt sem hún bjó yfir. Á sautjándu öld voru garnetsteinar notaðir á heldur óvenjuleg- an hátt af Hanza ættbálknum í Kasmír, þeir notuðu þá í stað blýkúlu í skothylki sín og trúðu því að þeir yllu mun alvarlegri sárum en hefðbundnar kúlur. Ándstæðingarnir, Evrópubúar, voru á öðru máli af skiljanlegum ástæðum. Lfkast til hefur orðstír garnetsins risið hæst á Viktoríu tímabil- inu. Konur ríkismanna kepptust þá við að bera sem glæsilegust skartgripasett með garnetsteinum þ.e. eyrnalokka, hálsmen, armbönd og hringa allt sett garneti. Rauði liturinn var álitinn gera hörundslit kvenna sérstaklega gott til og auk þess að bregða töfraljóma á hina kvenlegu fegurð eykur steinninn áreiðanleika eiganda síns og hæfileika hennar til að bindast djúpum og varanlegum vináttuböndum. Amethyst Amethyst er mánaðarsteinn fisk- anna. Frönsk goðsögn segir frá því hvernig steinninn fékk sinn fagra fjólubláa lit. Dag einn, sem oftar, fór ung falleg stúlka sem Amethyst hét til að færa fórn við hof Díönnu. Þar sem hún var á leiðinni upp að hofinu réðust á hana tveir óðir tígrar. Ástæðan fyrir hegðun villidýranna var sú að vínguðinn Bakkus hafði í reiðikasti skipað þeim að rífa á hol fyrstu manneskjuna er á vegi þeirra yrði. Amethyst sem einmitt hafði orðið svona óheppin að verða fyrsta manneskjan sem tígrisdýrin mættu, ákallaði Díönnu ákaflega og bað hana um að bjarga sér úr þessum háska. Díanna brást skjótt við og breytti henni í styttu úr hvítum kristal. Þegar Bakkus sá hversu fögur stúlkan var iðraðist hann gerða sinna og hellti vínþrúgusafa yfir styttuna svo að hvíti liturinn breyttist í glampandi fjólubláan. Frá grárri forneskju hefur amethyst verið tengdur hefðarfólki. Einmitt þess vegna var hann í háu verði og greyptur í kórónur keisara, hringa biskupa og í skart drottninga. I dag er verðgildi hans mun minna en varast ætti samt að líta framhjá ýmsum dyggðum þessa steins. Nafnið amethyst þýðir ódrukkinn og eru þeir jafnan allsgáðir sem hann bera. Amethyst getur einnig varnað illum hugsunum að sækja á eiganda sinn, aukið kímnigáfu hans og refskap í viðskiptum. Karlmenn kynnu að gimast steininn vegna þess að hann lokkar til þeirra fagrar konur, en böggull fylgir skammrifi þar sem hann er einnig álitinn hafa deyfandi áhrif á holdlegar langanir. Þá er stjörnumerkjahringnum, með tilliti til verðmætra steina, lokað. Að sjálfsögðu hefur hér aðeins verið tæpt á litlu einu af öllu því er liggur fyrir um steina, siði og sögur tengdar þeim. Nú er mál að linni, alla vega í bili en til þess að fylla þáttinn í þetta skiptið læt ég fylgja með hvaða eðalsteinar eru tengdir brúðkaupsafmælum. Brúðkaupsafmæli Flestar hugmyndir sem miðalda- menn tengdu steinum eru liðnar undir lok eða allt að því. En sá siður að tengja brúðkaupsafmæli ákveðn- um hlutum, og þá oft steinum, virð- ist lifa góðu lífi. Fyrstu afmælin eru að sjálfsögðu tengd verðlitlum hlutum, enda ekkert afrek að vera í hjónabandi í fáein ár. Sem dæmi um þetta má nefna að hæfilegt er að hjón gefi hvort öðru gjöf úr pappír á fyrsta hjúskaparafmæli, þegar tvö ár eru liðin má gjöfin vera úr baðmull en úr leðri á því þriðja. Tólf þurfa árin að verða orðin til þess að tjá megi hvort öðru ástúð á afmælisdaginn með gjöf úr steinaríkinu. Hér á eftir fara afmælisárin sem tengd eru eðalsteinum. Tólfár: Þrettán ár: Sautján ár: Átján ár: Þrjátíu ár: Agat. Mánasteinn. Amethyst. Garnet. Perla. Þrjátíu og fimm ár: Fjörutíu ár: Fjörutíu og fimm ár: Fimmtíu og fimm ár: Sextíu ár: Kórall. Rúbín. Safír. Smaragður. Demantur. Héraðshæli Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Hémðshœli A. -Húnvetninga d Blönduósi 30 dra Hémðshœli Austur Húnvetninga varð 30 ára nú á milli jóla og nýárs. Grunnur var grafinn fyrir húsinu 1951 og húsið var orðið fokheltfyrir árslok 1953, það var svo milli jóla og nýárs 1955 að flutt var í húsið og hafði þá vinna við það staðið í 32 mánuði, myndi það sjálfsagt þykja góður gangur á slíkri byggingu nú á tímum. Kostnaður við byggingu hússins var 5,6 milljónir, en húsið er um 9000 m eða mun stærra en upphaflega var œtlað. unarfræðingar ýmist í fullu eða hlutastarfi auk héraðshjúkrunar- konu. „Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu á þessum tíma m.a. var skurðstofan flutt af þriðju hæð á aðra og fæðingar- stofan hefur einnig verið flutt en hún var áður þar sem vakther- bergið okkar er núna á þriðju hæðinni,“ sagði Guðfinna. Þá sagði hún að það hefði verið mik- il bót þegar nýtt baðkar með lyftibúnaði var keypt, en flest starfsfólk hælisins gaf tveggja daga laun til kaupa á baðkarinu og hefur það sjálfsagt flýtt fyrir að unnt var að ráðast í kaupin. Guðfinna sagði aðspurð um laun hjúkrunarfræðinga í dag að þau væru mikið betri en áður fyrr ekki síst samanborið við alla þá vinnu sem þeir þurftu að ynna af hendi áður og mikið verri vinnu- tíma. Að lokum sagði hún að öll þjónusta við sjúklingana hefði stórbatnað þar sem starfsfólki hefði fjölgað mjög. „Og svo máttu segja að starfsandinn hafi alltaf verið mjög góður hér,“ sagði Guðfinna Pálsdóttir um leið og ég kvaddi og þakkaði fyrir mig. G.Kr. Þá er orðin fokheld stór við- bygging við húsið en fram- kvæmdir við hana hafa legið niðri um alllangt skeið og mun þar helst um að kenna aumu ástandi íslensks efnahagslífs, en þegar ný- byggingin verður loks tilbúin verður mikil breyting til batnaðar fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga Héraðshælisins. í nýbyggingunni mun meðal annars verða aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, en hana hefur skort til þessa m.a. er sundlaug í kjallara hússins, þá mun heilsu- gæsla, fæðingaraðstaða og lækna- þjónusta færast þangað auk þess sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir lyfsölu og tannlæknaþjónustu. í framhaldi af framangreindu er svo gert ráð fyrir ýmsum breyt- ingum á eldra húsnæðinu. í tilefni afmælisins býður Hér- aðshælið starfsfólki og öðrum vinum og velunnurum til kaffi- samsætis í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 11. jan. næstkomandi. Við höfðum samband við Guð- finnu Pálsdóttur hjúkrunarfræð- ing í tilefni afmælisins og spurð- um hana um helstu breytingar á starfseminni á þessum þrjátíu árum, en Guðfinna hóf störf hjá Guðfinna Pálsdóttir. H. A.H. 1957 og hefur starfað þar síðan, með hléum vegna barna- uppeldis og heimilishalds en alls er hún búin að vera um 19 ár hiá H.A.H Guðfinna sagði að áður hefði ekki verið óalgengt að aðeins væri einn læknir starfandi og ein til tvær hjúkrunarkonur en nú væru þrír læknar, og fimm hjúkr-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.