Dagur - 10.01.1986, Síða 16

Dagur - 10.01.1986, Síða 16
wmm Akureyri, föstudagur 10. janúar 1986 ✓ Urval sérrétta í Smiðju 10.-12. janúar Mjólkurinnlegg hjá KEA og KÞ: Litilshattar aukning Mjög svipaö magn af mjólk barst til mjólkursamlaganna á Akureyri og Húsavík á síðasta ári og árið 1984. Var um örlitla aukningu að ræða á báðum stöðum. Innvegin mjólk hjá Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri var 22 milljónir 431 þúsund 992 lítrar. Er það aukning um 270 þúsund iítra, sem gerir 1,22% aukningu á innveginni mjólk á árinu 1985. Þórarinn Sveinsson mjólkursam- lagsstjóri sagði að ekki værið litið á þetta sem aukningu í raun. „Það getur verið um að ræða aðra niðurröðun á innvigtunardögum, jafnvel hlaupár þegar tölur sveiflast um hálft til eitt prósent. Þannig að þetta er í jafnvægi hjá okkur.“ Dagsskammtur sá sem kemur til vinnslu í Mjólkursam- laginu getur verið frá 35 þúsund lítrum og upp í 110 þúsund, allt eftir árstíma. Að jafnaði koma 430 þúsund lítrar á viku til Mjólkursamlags KEA. Litlar breytingar eru á skiptingu eftir vinnsluaðferðum. 70% af mjólk- inni fer til frekari vinnslu. Mjólk- urneysla virðist hafa dregist dálít- ið saman og fólk snúið sér frekar að mögrum vörum svo sem létt- mjólk og undanrennu. Hins veg- ar varð aukning í rjómasölu. Mjólkursamlag KEA er eina samlagið sem framleiðir smjörva og er að mestu hætt að framleiða smjör. Hjá Mjólkursamlagi KSÞ á Húsavík var einnig um örlitla aukningu að ræða á innveginni mjólk. Þangað bárust 6 milljónir 642 þúsund 246 lítrar. Það eru 13 þúsund 458 lítrum meira en árið 1984. Hlífar Karlsson samlags- stjóri KSÞ sagði að þar hefði neysla dregist saman í nýmjólk, en aukist að sama skapi í létt- mjólk og undanrennu. Einnig væri góð sala í jógúrt. Þrátt fyrir meiri neyslu á mögrum vörum dróst sala á rjóma ekki saman hjá KSÞ. „Það eru greinilegai breytingar á mjólkurvöruneyslu fólks. Það vill heldur magrari afurðir í dag.“ gej- Sláturhús S.A.H. á Blönduósi: Flytur út kjöt tíl Svíþjóðar Á þriðjudaginn var byrjað að saga og pakka kjöt til útflutn- ings á Svíðþjóðarmarkað hjá sláturhúsi S.A.H á Blönduósi. Þetta mun vera annað árið sem S.A.H tekur þátt í þessum út- flutningi og að sögn Gísla Garðarssonar sláturhússtjóra Ölunn hf. á Dalvík: Fyrirhuguð stækkun „Fyrsti eldishringurinn gekk vel hjá okkur og erum við bjartsýnir varðandi fram- tíðina,“ sagði Þórólfur Antonsson hjá fiskeldisfyr- irtækinu Ölni á Dalvík. Það fyrirtæki hefur unnið að fískeldi að undanförnu. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá fyrirtækinu, því tilraun sem gerð var þar með eldi á vatnasilungi sem fluttur var úr Kringluvatni í Reykja- hverfí gekk ekki sem skyidi. Þórólfur sagði að sú tilraun hefði verið hliöarspor frá laxeldi, sem væri aðalvið- fangsefni stöðvarinnar. Ölunn keypti seiði frá lax- cldisstöðvunum Fljótalaxi og Hólalaxi. Voru seiðin alin í eitt ár í kerum á landi og 6-8 mánuði í sjó. Afurðirnar voru síðan seldar hérlendis og til Bandaríkjanna. Voru það rúmlega 6 tonn. Fyrirhuguð er stækkun stöðvarinnar hjá Ölni. Verður stækkað úr 7.000 seiða í 25.000 seiða stöð ef úr verður. Mun þá hafist handa um stækkunina í vor. Fiskurinn sem slátrað var hjá Ölni var tvö kíió að þyngd. Sagði Þór- ólfur að það væri í léttasta lagi. Ákjósanleg þyngd á slát- urfiski væri tvö og hálft til þrjú kíló. Væri fyrirhugað að gera tilraunir með það á næst- unni. gej- verða nú send 51,5 tonn af lær- um og 29,5 tonn af hryggjum, en annað af skrokkunum kaupir afurðasala S.I.S. Gísli sagði að þessi vinna stæði í 7-8 vikur og ynnu 8 manns við sögun og pökkun en auk þess væru 5 fastráðnir starfsmenn hjá sláturhúsinu allt árið. Auk þessa útflutnings voru svo send 50 hrossakjötslæri nú nýlega til Jap- ans og önnur 50 verða send þann 13. janúar. Þetta er einnig annað árið sem hrossakjöt er flutt út frá S.A.H. en sá er munurinn á þessum útflutningi og dilkakjöt- inu að það er flutt út fryst en þrossakjötið er flutt ferskt alla leið til Japans. Þegar Gísli var spurður um verð sem fengist fyrir kjötið í út- flutningi sagði hann að sennilega væri best að segja að „viðunandi" verð fengist fyrir það. G.Kr. Starfsmenn í sláturhúsi S.A.H. að störfum. Engar pantanir í Siglufjarðarhús: Starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum „Það eru slæmar horfur hjá okkur núna. Við erum ekki svartsýnir að eðlisfari, en það gæti farið að breytast úr þessu,“ sagði Bergsteinn Gunnarsson framkvæmda- stjóri Húseininga á Siglufírði. Eins og komið hefur fram hef- ur breyting sem ákveðin var á út- hlutunarkerfi lána Húsnæðis- stofnunar orðið þess valdandi að verksmiðjur sem framleiða ein- ingahús eiga nú í miklum erfið- leikum. Breytingin fólst í því að lánstími var lengdur úr 10 mán- uðum í 18 og hefur það orðið til þess að framleiðsla dróst veru- lega saman hjá verksmiðjunum. Sumar þeirra hafa þegar hætt framleiðslu á einingahúsum. Það tekur að jafnaði 10 daga að reisa einingahús. Síðan þarf verksmiðjan að bíða í 6 mánuði eftir hluta lánsins frá Húsnæðis- stofnun í stað 2-3 vikna áður. Líða því oft 6-7 mánuðir þar til greiðsla fæst, þrátt fyrir fullbúið hús. Engar pantanir liggja fyrir hjá Húseiningum og liggur því framleiðslan niðri. Hefur fyrir- tækið verið við byggingu elli- heimilis sem verið er að reisa á Siglufirði. Um framhaldið vildi Bergsteinn ekki segja annað en að verið væri að skoða ýmsa möguleika. Búið væri að tala við ráðamenn, en ekki væru sjáan- legar neinar breytingar úr þeirri áttinni. Heyrst gefur að breyting sú sem varð á lánafyrirkomulaginu hafi orðið vegna þrýstings frá byggingamönnum á höfuðborg- arsvæðinu, sem töldu framleið- endur einingahúsa njóta betri kjara en aðrir húsbyggjendur. Samdrátturinn hjá Húseiningum hefur orðið þess valdandi að búið er að segja upp sextán mönnum hjá fyrirtækinu. Hafa þeir 1-3 mánaða uppsagnarfrest. gej- Mynd: G.Kr. Engin ákvörðun - á rúmlega 2ja tíma fundi Fiskveiðasjóðs í gær „Það er ekkert af þcssuin fundi að frétta,“ sagði Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ og stjórnarmað- ur í Fiskveiðasjóði, þegar blaðamaður leitaði frétta af fundi Fiskveiðasjóðs, sem lauk á sjötta tímanum í gær. Eina mál fundarins var að fjalla um tilboð þau sem borist hafa í togarann Kolbeinsey. Þrátt fyrir langan fund fékkst engin niðurstaða. „Við teljum okkur þurfa að kanna þessi mál enn frekar, áður en við tökum ákvörðun. Við munurn halda annan fund á þriðjudaginn," sagði Kristján. BB. -- »■»..».... Rannsóknarlögreglan: Upplýsir 13 innbrot Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri hefur uppiýst 13 innbrot. Voru 6 innbrot- anna framin aðfaranótt mið- vikudags, cn hin frá því í nóvember í fyrra og fram að áramótum. Þeir sem þarna voru að verki voru þrír 16 ára piltar, sem allir hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Upp úr krafsinu höfðu þeir 13 þúsund krónur (peningum, vín, tóbak og fleira. Einnig unnu þeir umtalsverðar skemmdir á þeim stöðum sem þeir „heim- sóttu“. gej-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.