Dagur - 24.01.1986, Page 6

Dagur - 24.01.1986, Page 6
6 - DAGUR - 24. janúar 1986 mann//'L Þyrí Eydal sem lengi hefur kennt við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér er hún að leiðbeina nemanda sínum, Völvu Pétursdóttur. ! gítartíma. Jón Elvar Hafsteinsson í tíma hjá Gunnari H. Jónssyni. Eins og áður hefur komið fram hér í Degi varð Tónlistarskól- inn á Akureyri 40 ára síðastlið- inn mánudag. I tilefni af af- mælinu verður ýmislegt á dagskránni hjá skólanum, en fyrirhugað er að halda mynd- arlega upp á þetta fertugasta starfsár hans. Það er fastur liður í starfsemi skólans að halda tónleika á hverj- um laugardegi, þar sem nemend- ur fá að spreyta sig á hljóðfæri sín. Síðasti laugardagur var þar engin undantekning, en þá af- mælisstemmning yfir tónleikun- um. Eftir að nemendur höfðu spil- að mikið og vel tóku nokkrir kennarar skólans sig til og fluttu lag úr Meyjarskemmu Shuberts við mikinn fögnuð viðstaddra. Á laugardaginn síðasta var einnig haldið hóf í tilefni fertugsafmælisins, og mættu þar kennarar og nánir aðstandendur skólans. Myndirnar hér á síðunni tók Kristján G. Arngrímsson ljós- myndari Dags og við látum þær taía sínu máli. -mþþ Michael John Clarke fiðlukennari ásamt nemanda sínum, Aðalheiði Ragn- arsdóttur. Harmonikusveitin á fullu. Ujlanda Mór er sagt að fangaverð- irnir við „svítuna“ á Akur- eyri séu ekki lengur vinir mínir. Það gerir síðasta Blanda. Hún þótti fullsterk. Fyrir vikið hefur félag fangavarða á Akureyri samþykkt einróma, að úti- loka mig frá fangelsum á Akureyri. Og ekki nóg með það; þeir beita líka fyrir sig landssamtökum íslenskra fangavarða. Fyrir vikið hef óg verið settur á svartan lista hjá öllum íslenskum fangelsum. Ég fæ hvergi innil! Vonandi beita þeir al- þjóðasamtökunum fyrir sig líka. * Slökkviliðs- maðurinn sem kunni ekki að segja nei Fyrst óg var nú að segja ykkur frá þessu fangelsis- máli, þá hef ég tekið þá ör- lagaríku ákvörðun, að segja ykkur frá slökkviliðs- manni í dag. Þeir sjá um að slökkva elda og aka sjúkum. Vonandi verður þetta ekki til þess, að ég lendi á svörtum lista hjá þeim líka. Þessi slökkviliðsmaður var góður vinur minn, já, og er það vonandi enn. Hann er mikill sportisti og elskar útiveru og hið hreina og tæra loft, sem við erum alla tfð að státa okkur af. Slíkt dásemdar- tal kemur oftast til yfir kaffi- bolla og „rettu“. En hvað um það. Þessi vinur minn stekkur ætíð fram úr rúmi sínu eins og stálfjöður á hverjum morgni. Hans fyrsta verk er síðan að drífa sig út á svalir og hefja þar morgunleikfimi. Við þær æfingar er vinur- inn ætíð kviknakinn. Þetta hefur ætíð gengiö farsællega hjá vini mínum, en svo gerðist óhappið. Þessi vinur minn hefur alla tfð verið greiðugur og só hann beðinn einhvers get- ur hann aldrei sagt nei. Þess vegna sagði hann já, þegar sameiginlegur kunnigi okkar beggja bað hann að fóstra fyrir sig hundinn, stóran og mik- inn labrador, sem hét Kolur. • Einsoghvert annað hunds- bit Fyrsta morguninn sem Kolur var hjá slökkviliðs- manninum horfði hann á leikfimiæfingarnar með andakt. Loks fékk hann sérstakan áhuga á ein- hverju sem dlnglaði fram- an á slökkviliðsmanninum, vini minum, og minnti einna helst á tóma slökkvi- liðsslöngu eftir bruna. Kol- ur starði á þetta fyrirbæri og höfuð hans gekk upp og niður eftir hopptakti vin- ar míns. En svo gerðist óhappið. Kolur ákvað að hafa þetta dinglumdangl í árbít. En það varð vini mínum til happs, að Kolur misrelkn- aði sig. Hann áttaði sig nefnilega ekki á því bless- aður, að morgunhopp slökkviliðsmannsins var með snúningi. Það varð til þess, að Kolur læsti beitt- um tönnum sínum í stinna rasskinn slökkviliðs- mannsins. Varð af mikið sár. Ekki var það til að bæta úr, að vini mínum varð það mikið um þetta, að hann missti jafnvægið og ... já, hann datt inn um rúðuna í stofuglugganum. Hlaut hann af því marga skurði, stóra og smáa. Þessi glerbrot. En þessi vinur minn kali- ar ekki allt ömmu sína. Kolur er að vfsu ekki til stórræðanna lengur. Blessuð sé minning hans. En slökkviliðsmaðurinn er svo lánssamur, að eiga hjúkrunarfræðing fyrir eig- inkonu. Hann ræsti hana nú f snarhasti til að gera að særðum þjóhnappin- um. Það gerði hún síðan af nærgætni, enda átti hún allt til alls; sárabindi, bóm- ull og síðast en ekki sfst spritt, sem hún notaði óspart til að þvo sárið. Á meðan reykti vinur minn, slökkviliösmaðurinn, til að róa taugarnar. Loftið var orðið mettað af sprittinu og bómullarhnoöramir fóru gegnumvættir ( spritti f salernisskálina þegar þeir höfðu gegnt hlutverki sfnu. Þarna hafði skapast mikið hættuástand. Ef ailt hefði verið með felldu hefði slökkviliðsmaðurinn áttað sig á því á augabragði. En hugsanir hans voru mjög neðarlega þessa stundina, svo neðarlega, að hann henti sígarettunni í salern- isskálina. Um leið varð ógurleg sprenging. Þið getið rétt ímyndað ykkur; sprenging í salernisskál! Þegar hávaðinn var geng- inn yfir stóð vinur minn í rústunum, brenndur, svartur og sviðinn, með hundsbit á rasskinninni. Konan hans slapp hins vegar, þvf hún hafði brugðið sér fram til að sækja meira spritt. • Ekki allt búið enn Nú var vinur minn það illa útleikinn, að hann varð að komast undir læknishend- ur. Þið getið ímyndað ykk- ur hvemig honum leið, þegar hann heyrði konuna hringja eftir sjúkrabíl, hjá kollegum hans niðri á slökkvistöð. Og þeir voru fljótir til, sem endranær. Og þeir hlúðu nærgætnis- lega að vini mfnum, slökkviliðsmanninum. A leiðinni niður stigann sagði hann kollegum sín- um frá því hvað hafði kom- ið fyrir; þetta með hundinn, sprittið og allt það. Þeir hlustuðu fyrst alvarlegir á frásögn vinar mfns, sein- heppna, en síðan gátu þeir ekki hamið hláturinn. Og þeir hlógu og hlógu, þar til þeir réðu sér ekki, þannig að þeir misstu börurnar. Og vinur minn, slökkviliðsmaðurinn, rúll- aði niður það sem eftir var stigans. Honum versnaöi svo sem ekki mikið við það; jú, hann handleggs- brotnaði!! Nú er þessi vinur minn gróinn sára sinna, en eitt er víst, hann gleymir aldrei þessum vetrarmorgni. Gísli Sigurgeirsson blandaði • Varasamur framúrakstur Brúarhandrið geta tekið á sig margs konar myndir. Það reyndi kunningi minn austan við heiðar. Hann fékk sér stundum tár og hafði ekki skilning á þvf, að undir slíkum kringum- stæðum má ekki aka bfl. Eitt sinn var hann á leið heim frá réttunum. Þá kemur hann að brú, sem hann átti að þekkja vel. En sjónvarvottum til mikiilar undrunar, þá sveigði hann út af veginum við brúna og hafnaði úti í miðri á. Hann slapp óskemmdur frá þessu, en þegar hann hafði verið dreginn á þurrt spurði nærstaddur, hvaða tiitektir þetta hefðu eigin- lega verið. - Mér sýndist þetta vera heyvagn og ætlaði að trylla framúr, svaraði vinurinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.