Dagur - 24.01.1986, Page 12

Dagur - 24.01.1986, Page 12
12 - DAGUR - 24. janúar 1986 Silfurtmglið t „Salurinn fyllist p Silfurtúnglið varfrumsýnt hjá Pjóðleikhúsinu 9. október 1954. Síðan varþaðsýnt þar aftur 1975 og síðast var það sýnt í sjónyarpsútfærslu 1978. Haukur J. Gunnarsson leikstýrir verkinu í uppfærslu Leik- félags Akureyrar, jafnframt því sem hann hefur hannað alla búninga. Við það verk og uppsetninguna hefur Haukur verið trúr þeim tíma, sem leikritið gerist á. Sömu sögu er að segja um Örn Inga, sem gerði leikmyndina. Ingvar Björnsson sér um lýsinguna og Edward Frederikssen hefur útsett tónlistina. Vilborg Halldórs■ dóttir leikur Lóu; í hlutverki Feilan Ó. Feilanser Theodór Júlíusson; EllertA. Ingimundarson leikur Óla, eiginmann Lóu; Árni Tryggvason er Laugi, faðir Lóu; Sunna Borg leikur ísu; Marinó Þorsteinsson er Peacock; Pétur Eggerz er Samson Umslóbógas; Práinn Karlsson er Róri, en í öðrum hlutverkum eru: Þórey Aðalsteinsdóttir, Erla. B. Skúladóttir, Barði Guðmunds- son, Björg Baldvinsdóttir, Sig- ríður Pétursdóttir, Haraldur Hoe Haraldsson og Kristján Hjartarson. Ásgeir Hjartarson skrifaði um Silfurtúnglið þegar það var frumsýnt á sínum tíma. Par segir hann m.a. um leikverkið: Salurinn fyllist prúðbúnum gestum, það er mikil eftirvænl- ing í lofti. Tjöldum er lyft, og við erum allt í einu stödd í lágu húsi í litlum kaupstað við lygnanfjörð. Þar á Lóa heima, ung og lagleg kona, hún á góðan mann og htinn langþráðan dreng sem hún dáir og ann; hún er söngvin og hagmælt og hefur ort fallegt Ijóð um vininn sinn smáa og samið við það ómþýtt lag og raular það öllum stundum. En undir niðri er hún óánægð með fátækleg kjör sín og þráir fé og frama eins og faðir hennar, hinn misheppnaði stjórnmála - maður. Tækifærið ber að dyrum áður en varir, forstjóri Silfurtúnglsins, fjöl- leikahússins í höfuðstaðnum, gerir við hana samning, hún strýkur til borg- arinnarfrá barni sínu og manni og tekur að syngja vöggulagið sittfyrir þjóðina. Hún er auglýst sem „huldukonaþjóðlífsins“ og afhenni gumað með öllum hugs- anlegum ráðum, en finnur von bráðar að hún er ekkert annað en ómerkilegur leiksoppur í höndum ósvífins fjárplógsmanns og loddara, hún á ekki sjálfa sig lengur, sál sína eða líkama, heimili eða barn, hún hefur selt sig, fleygtfrá sérþví dýrasta og innsta sem hún átti. Móður- laust barnið veikist og deyr, vögguljóðið er gert að skrílsöng, en sjálf reynist hún ekki hœftil að gegna sínu nýja œtlunarverki; hún er ofóspillt þráttfyrir allt, ofmikil utanbæjarkona. “ sem leikritið gerist á. Árni Tryggvason leikur föður Lóu, mann sem ætl- aði einu sinni að verða þingmaður. Ellert A. Ingimundarson leikur Óla, eiginmann Lóu. Pétur Eggertz og Theodór Júlíusson í hlutverkum sínum. Theodór Júlíusson leikur hinn viðsjárverða Feilan Ó. Feilan.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.