Dagur - 31.01.1986, Side 6

Dagur - 31.01.1986, Side 6
6 - DAGUR - 31. janúar 1986 Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. fsetning á bíltækjum. 7ÉPPRLRND Við rýmum fyrir nýjum birgð- um og bjóðum gólfteppi, teppabúta, gólfdúka og fleira með góðum afslætti. Greiðsluskilmálar. Opið laugardag kl. 10-12. Tépprlrno Tryggvabraut 22, sími 25055. ___________________________mannlít_____ Aðalatriðið er að vera óragur - segir Ágúst Ásgrímsson, leiðbeinandi á námskeiðum Skautafélags Akureyrar og æskulýðsráðs í þessari viku hófust námskeið á vegum Skautafélags Akureyrar og æskulýðsráðs. A KA-velli er byrjenda- námskeið fyrir börn þrjú kvöld í viku, mánudaga, miðviku- daga og föstudaga milli klukkan sex og sjö, þar sem börnum eru kennd undirstöðuatriði skauta- íþróttarinnar. Á svæði Skautafélagsins, norðan Leirutjarnar er svo námskeið í ísknattleik fjórum sinnum í viku fyrir 16 ára og yngri. Leiðbeinandi á báðum námskeiðunum er Ágúst Ásgrímsson. Ágúst og tvíburabróðir hans, Bergþór, hafa rennt sér á skaut- um frá því þeir muna eftir sér, • enda eru þeir af skautamönnum komnir og uppaldir í Innbænum sem hefur löngum verið uppeldis- stöð akureyrskra skautamanna. Ágúst er sonur Ásgríms Ágústs- sonar ljósmyndara, en bæði Ás- grímur og Agúst faðir hans voru löngum í flokki fremstu skauta- manna landsins. Þegar útsendar- ar Dags komu á svellið á KA- vellinum á mánudaginn var Ágúst þar með hirð áhugasamra barna í kringum sig og leiðbeindi þeim um notkun skautanna. Námskeiðið er börnunum að kostnaðarlausu og öllum heimill aðgangur. Eina athugasemd þurfti Ágúst að gera við skautana hjá flestum barnanna. Þau voru langflest á óskerptum skautum. „Það er ekki hægt að skauta á óskerptum skautum,“ sagði Ágúst og ráð- lagði þeim að fara með skautana í skerpingu. Það væri maður í Rauðumýri 10 sem tæki að sér að skerpa skauta og gerði það mjög vel. Um leið brýndi Ágúst það fyrir börnunum að nota skautana ekki annars staðar en á svelli. Það er fljótt að fara bitið ef mað- ur er á skautum á götunni þar sem sandur og ryk liggur á snjónum. Ágúst byrjaði að eigin sögn að spila ísknattleik með karlaliði Skautafélags Akureyrar aðeins 16 ára gamall og ég spurði hann hvort það hefði ekki verið erfitt fyrir unglinginn að keppa í þess- ari hörðu íþrótt við fullvaxna og íturvaxna karlmenn, eins og þeir eru sumir í félaginu. „Nei,“ sagði Ágúst. „Aðal- atriðið er að vera óragur. Um leið og maður fer að vera hrædd- ur við keppinautana eykst hættan á að maður verði fyrir meiðslum. Auðvitað verður maður að vera vel á verði en aðalatriðin eru hraði og snerpa.“ - Áttu von á að skautaíþróttin eigi eftir að ná aftur einhverju af þeim vinsældum sem hún naut fyrr á árum? „Það er ekki spurning um það að þegar við fáum vélfryst svell hópast fólk á skauta. Þá má líka reikna með að fljótlega verði stofnað annað félag til að hægt verði að koma á keppni í ísknatt- leik.“ Skautamönnum hefur gengið erfiðlega að fá úthlutað svæði þar sem þeir gætu byggt upp framtíð- araðstöðu sína en með samþykkt deiliskipulags fyrir Innbæinn komst það mál endanlega í höfn og Ágúst kvað jafnvel hugsanlegt að þeir kæmu upp svelli inni við Krókeyri strax næsta vetur. Til þess að það geti orðið þarf bær- inn að vísu að fylla upp í hluta Leirutjarnai þannig að hægt sé að útbúa svell. Þar er ætlunin að koma upp vélfrystu svelli og síðar hlaupabraut. Þá ætti að vænkast hagur skautamanna og væntan- lega munu þá fleiri leggja stund á þessa skemmtilegu íþrótt. -yk. Ágúst Ásgrímsson, umkringdur upprennandi skautasnillingum?!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.