Dagur - 31.01.1986, Síða 12

Dagur - 31.01.1986, Síða 12
12 - DAGUR - 31. janúar 1986 slíkt kostar óhjákvæmilega ein- hverja aukningu á eldsneytis- notkun. Tredian hefur fremur stutt hjólahaf og er þar að auki há frá vegi, svo það er hægt að komast nokkuð vondar slóðir á þessum bíl án þess að eiga á hættu að skemma hann. Hátt og lágt drif hefur Tredian reyndar ekki, en lágan gír áfram. Stýrið er hæfilega létt og bremsurnar vinna mjög vel þó ástigið sé e.t.v. í það léttasta fyrir minn smekk. Innréttingin er hlýleg og sætin góð, a.m.k. framsætin. Rýmið er nægjanlegt, þó meira mætti vera af því fyrir fætur aftursætisfarþega. Farangurs- rými er í minna lagi en reglulegt að lögun tekur e.t.v. meira en virðist við fyrstu sýn. Okkur þótti Mitsubishi Tre- dia 4WD sérlega skemmtilegur og vel búinn bíll með aksturs- eiginleika, sem komu okkur á óvart. bílac Mítsubíshi Tredia 4WD Mitsubishi er eitt af st^erri fyrir- tækjum í Japan. Framieiðsla þess er mjög margbreytileg og bílar og flugvélar hafa lengi ver- ið þar á meðal. Þannig státar Mitsubishi m.a. af því að hafa framleitt fólksbíl með drifi á öll- um hjólum fyrir 50 árum. Eitt nýjasta afsprengi Mitsu- bishi er Tredia 4WD, fólksbíll með drifi á öllum hjólum. Við fyrstu sýn er Tredia 4WD lítið frábrugðin framhjóladrifnum bróður sínum, en er þó nokkuð hærri frá vegi. Bílar sem eru að upplagi framhjóladrifnir, en hafa hlotið afturdrif í kaupbæti eru flestir þannig, að áberandi betra er að aka þeim í fjórhjóla- drifi í hálku og á malarvegi. Reyndar eru þeir sumir ekki jafnokar sams konar bíla með drifi á tveim hjólum, nema í fjórhjóladrifi, enda þótt þeir séu eins í öllum aðalatriðum. Tredian kom okkur ánægjulega á óvart að því leyti að bíllinn er alveg prýðilegur í akstri í fram- hjóladrifinu einu. Fjöðrunin er lengri en venjulega í japönsk- um, einkum að framan, en fyrir kom að högg heyrðust frá aftur- hjólum ef ótæpilega var ekið. Bíllinn er 5 gíra og búinn öllum þessum venjulega japanska lúxus, rafdrifnum rúðum og speglum, og svo auðvitað vökvastýri. Frágangur er mjög góður. Aðstaða ökumanns er hin ákjósanlegasta, helst er hægt að setja út á staðsetningu gírstangarinnar, sem féll ein- hvern veginn ekki alveg í hendi. í gírstönginni er hins vegar lítill rauður takki sem ýtt er á til að tengja afturdrifið og vinnur sá búnaður óaðfinnanlega. Vélin í Mitsubishi Tredia 4WD er 1,8 1, 90 hö. Hún er einstaklega þýðgeng, jafnvel á miklum snúningshraða. Það er því nokkkuð freistandi að lofa henni að snúast dálítið, ekki hvað síst fyrir það að hún er ekki sérlega dugleg á litlum snúningshraða. Ég mátti hafa á mér vara til þess að ganga ekki of langt í þessu því lítill munur er á hljóði og titringi frá vélinni þó snúningshraðinn 5 faldist eða rúmlega það. Þessi góði ár- angur næst m.a. með því að hafa sérstakan reimdrifinn titr- ingsdeyfi, sem flestar vélar frá Mitsubishi hafa verið búnar síð- ustu árin. Við ókum Trediunni um vonda malarvegi, upp og niður brattar brekkur, í lausamöl, sandi, aurbleytu og um jeppa- slóðir. Bíllinn reyndist hinn ör- uggasti í akstri við allar aðstæð- ur. Fjórhjóladrifið á auðvitað sinn þátt í því, en okkur þótti bíllinn þó ágætur í framhjóla- drifinu einu, eins og áður er getið, jafnvel svo, að ekki er neinn finnanlegur munur á aksturseiginleikum á góðum vegi þó framhjólin séu ein um hituna. Þetta er kostur og spar- ar eldsneyti, því freistandi er að nota fjórhjóladrifið, þó aðstæð- ur krefjist þess ekki, ef aksturs- eiginleikarnir batna við það, og Umsjón: Úlfar Hauksson Gerð: Mitsubishi Tredia 4WD, 4 dyra fólksbifreið, 5 manna, vél að framan, drif á öllum hjólum. Vél og undirvagn: 4 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél; yfírliggjandi knastás; 1 blöndungur; borvídd 80,6 mm; slaglengd 86,0 mm; slagrými 1755 cm; þjöppun 9,5:1; 90 hö. (64 KW) við 5500/min.; 137 Nm við 3500/ mín.; sjálfberandi yfírbygging, drif að framan með tengjanlegu afturdrifí. Gírkassi 5 gíra með sérstökum aflgír, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum; að framan með þverarmi, gormlegg, togstöng og dempurum; að aftan skáarmar gormar og demparar. Aflbremsur, diskur að framan, skálar að aftan; handbremsa á afturhjólum; afl- stýri; hjólbarðar 165 SR 14; eldsneytisgeymir 50 1. Mál og þyngd: Lengd 428,0 cm; breidd 166,0 cm, hæð 142,5 cm, hjólahaf 245,0 cm, sporvídd 140,5/138,5 cm, fríhæð 19,0 cm, þyngd ca 1135 kg. Hámarkshraði ca. 161 km/klst. Viðbragð 0-100 ca. 14,0 sek. Framleiðandi: Mitsubishi Heavy Industries, Tokyo, Japan. Umboð: Höldur hf., Akureyri. Verð: U.þ.b. kr. 670.000,- j/ísnaþáttun________________________ Haraldur Hjálmarsson frá Kambi orti þessa frábæru vísu: Fagrar ræður, fögur Ijóð, frjálsmannlegur andi, eitt það hæfir okkar þjóð og okkar kæra landi. Ekki man ég hver er höfundur næstu vísu, en hana lærði ég á barnsaldri: Pótt ég annars vera var vildi um sannleiks þankafar, Veginn banna betrunar bölvaðar mannaskammirnar. Páll Ólafsson mun hafa hitt naglann á höfuðið, þegar hann kvað þessa vísu. Gömlu meisturunum var sum- um eins létt um stöku og óbundið mál: Alla daga yrki ég. Ógn er vísnagrúinn. Áður en ég andann dreg oft er vísan búin. Það henti fyrir allmörgum árum í norðlensku þorpi, að spaugari nokkur kvað eftirfarandi vísu um bakara staðarins og líklega ekki að ástæðulausu: Maðurinn sem bakar brauð barnar fyrir hreppinn. Dýrð sé þessum drottins sauð. Djöfull er hann heppinn. Heimsádeilu, mætti kalla þessa vísu Gríms Sigurðssonar frá Jökulsá: Verðir sofna, dáðir dofna, dólgar stofna klfði - mis. Flokkar klofna, ríki rofna, roðna ofnar helvítis. Þá koma tveir húsgangar sem not- aðir voru við kennslu. Annar við- víkjandi stafsetningu, en hinn snerti tölu daga í mánuði hverjum: Mysa, drykkur, mygla, skyr, mylding, hnykkur, treyja, hreysti, lykkja, hrygla, byr, hreyfing, þykkva, meyja. Ap., jún., sept., nóv. þrjátíu hver. Einn til hinir taka sér. Febrúar tvenna fjórtán ber, frekar einn þá hlaupár er. í „stólastríðinu“ fræga mun Albert hafa kvatt ráðuneyti sitt þann 16.1Ö.’85. Þóttu sumar aðgerðir hans í lokin, orka tvímælis: Hann kvaddi við almennan ánægjuhreim, í annað fór karlinn að rýna. Skömm þótti í kvíum að skjátunum þeim sem skitu í nytina sína. Frú á Akureyri sendi þættinum þessa vísu. Þarf hún ekki skýringa við: Kaupmennsku áráttan alls staðargrær. Arðsemin virðist því klár. Pað sem að kostaði krónu í gær kostar nú tvær - eða þrjár. Flestir ganga fagnandi í hjónaband, sem betur fer. Þó hefur út af því brugðið. Rögnvaldur Björnsson í Réttarholti á að hafa kveðið þessar vísur á brúðkaupsdegi sínum: Líður á daginn meir og meir. Mælt er allt og vegið. Eftir eru tímar tveir. Tíu hefur klukkan slegið. Einskis framar óska meir, angurs særður pínu, en að væru aðeins tveir eftir af lífi mínu. Þá snúum við að öðru. Jón Tryggvason frá Finnstungu kvað: Pótt mér vinnist seint að sjá salarkynni lista há, fæ ég inni ennþá hjá æsku minnar söngvaþrá.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.