Dagur - 07.02.1986, Side 6

Dagur - 07.02.1986, Side 6
6 - DAGUR - 7. febrúar 1986 Leikurinn hefst og allir eru í viðbragðsstöðu nema Gunnar baðvörður (lengst t.v.) sem lætur sér fátt um finnast. Bandí - „Fiðurfeti“ lék gegn hinu létta liði Gunnars baðvarðar. Á síðasta ári nánar tiltekið 6. febrúar stofnuðu nokkrir ungir piltar í VMA nýtt iþróttafélag. Er það bandífé- lagið Fiðurfeti og mun það vera fyrsta félag sinnar teg- undar hér á landi. Hafa þeir félagar æft mjög stíft frá stofnun félagsins og svo stíft að leggja varð þjálfarann inn á heilsuhæli. Bandí er íþrótt sem á ættir að rekja til íshokkí er með svipað- ar reglur en er leikin innan- dyra og notaðar eru plastkylfur í stað trékylfa. Hafa piltamir í Fiðurfeta ver- ið að kynna þessa íþrótt víðs vegar um landið og er talið að hún eigi eftir að verða mjög vinsæl. Þeir hafa meðal annars keppt við pilta í skólum hér í kring og alltaf sigrað enda er það markmið félagsins að bíða aldrei ósigur. f hverju liði eru 8-10 leik- menn en aðeins 6 inn á í einu, einn í marki og 5 útileikmenn. Leiktíminn er mismunandi eftir aðstæðum. Pað kemur fram hér að ofan að markmið Fiðurfeta sé að bíða aldrei ósigur og hafa þeir unnið þá leiki sem þeir hafa leikið eða þar til nú um daginn. En þá léku lið Fiðurfeta og pressulið Gunnars baðvarðar, í Höllinni. í pressuliðinu voru nokkrir frægir spilarar þó ekki séu nöfn nefnd í því sambandi. Fiður- fetamenn mættu með sitt sterk- asta lið og svo hófst leikurinn. Ekki hafði verið spilað nema í um eina mín. þegar hinn eld- fljóti leikmaður pressuliðsins Ragnar, hafði lætt boltanum í netið hjá Fiðurfeta. Skömmu síðar bætti Ásgrímur baráttu- jaxl öðru marki við og fór að fara um þá Fiðurfetamenn. Þeir náðu þó að minnka muninn fyr- ir hlé. í síðari hálfleik fór heldur að draga af pressuliðsmönnum og Fiðurfetamenn komust meira inn í leikinn. Enda náðu þeir að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok og úrslitin því jafntefli 2:2. Leikurinn var ákaflega vel leikinn nema að þeir Fiðurfeta- menn voru helst til grófir. Það má með sanni segja að leik- menn Fiðurfeta hafi sloppið fyr- ir horn í þetta skipti með að ná jöfnu en ekki er víst að þeir verði jafn heppnir næst, ef þeir þá þora aftur. kk Lið Fiðurfeta sem náði jufntefli gegn pressuliði Gunnars baðvarður um daginn. Hið frækna pressulið Gunnars baðvarðar í fullum skrúða. Myndir: RÞ ___________________mannlíL. ,JSögueyjan“ í síðustu viku var svokölluð samþætting í Samvinnuskólan- um á Bifröst í Borgarfirði. En samþætting er það kallað þegar hefðbundin kennsla er lögð nið- ur og í hennar stað er nemend- um skipt í hópa er vinna að ákveðnum verkefnum sem tengja námsgreinarnar saman svipað og víða er kallað „opinn skóli“. Þetta er í annað sinn sem samþættingu er beitt sem kennsluaðferð. í fyrra unnu nemendur að stofnun fyrirtækja en í ár var það „mótun mann- félags" sem unnið var að. Markmið verkefnisins var m.a.: Að nemendur flétti sam- an nám, leik og starf og geri sér grein fyrir notagildi ein- stakra námsgreina. Að efla frumkvæði og samstarfshæfi- leika nemenda. Þegar samþættingarvikan hófst á mánudegi var nemend- um skipt niður í 9 til 10 manna hópa sem ætlað var að mynda landfræðilegt umhverfi þeirra samfélaga sem móta átti. Að því loknu var nemendum aftur skipt niður í hópa, að þessu sinni 5 til 6 manna. Þessir hópar byrjuðu síðan á að velja sér það landfræðilega umhverfi sem þeir kusu helst. Var þá stuðst við hugmyndir þær sem áður höfðu fram komið. Þegar hóparnir höfðu lokið við að velja þetta landfræðilega um- hverfi var komið að því að byggja hina félagslegu hlið landsins upp. Er þar átt við stjórnarfar, trúarbrögð, þróun- arsögu íbúa, íbúafjölda o.fl. Meðal þeirra ríkja sem stofnuð voru má nefna einræðisríkið „Sögueyjan" en því var stjórn- að líkt og Þýskalandi á tímum nasista. Einnig er vert að geta um konungsríkið „Búkollu“ þar var fulltrúi hinn frómi maður „Skjöldur Blesason“. Einn umsjónarmaður úr röð- um kennara var fyrir hvern hóp og var öllum upplýsingum varð- andi verkefnið, þar á meðal dagbók sem nemendur þurftu að halda, síðan skilað til þessa umsjónarmanns. Hann gerði síðan athugasemdir ef upplýs- ingarnar voru ekki fullnægj- andi. Vinnutími hópanna var áætl- aður frá kl. 9 til 17 og skipu- lögðu nemendur sjálfir vinnu sína. í lok vikunnar héldu hóparnir síðan sýningu þar sem þeir lögðu fram þau gögn er þeir höfðu unnið ásamt kortum um landfræðilega legu og öðrum gagnlegum upplýsingum. Einn- ig komu hóparnir fram á sam- eiginlegum fundi þar sem hver hópur kynnti land sitt og þjóð með leikrænum hætti. Þar voru seiðir framdir, kynnt þjóðar- einkenni ríkjanna, s.s. rjóma- Framsóknarmenn skemmtu sér kommglega Framsóknarfélag Akureyrar hélt árshátíð sína að Hótel KEA um síðustu helgi. Rúmlega 100 manns sóttu hátíðina og allir skemmtu sér hið besta. Hafþór Helgason stjórnaði skemmti- atriðum og sagði sjálfur vel valda brandara öðru hvoru. Hann kall- aði meðal annarra upp þrjá full- trúa flokksins í bæjarstjórn og formann Framsóknarfélagsins. Þessir aðilar sýndu á sér algerlega nýja hlið, sem Hafþóri tókst að lokka fram, m.a. með því að láta þá heyja hörkuspennandi keppni sín á milli. Þar varð Jón Sigurðar- son hlutskarpastur og hlaut hann heila rauðvínsflösku að sigur- launum. Helgi Pétursson, fyrr- verandi ritstjóri, var heiðursgest- ur hátíðarinnar, og annar fyrr- verandi ritstjóri, Kristinn G. Jó- hannsson, las framsóknarmönn- um pistil varðandi nýliðinn kvennaáratug. Kom þar margt mjög merkilegt í ljós. Að loknum skemmtiatriðum var dansað fram á rauða nótt. Helgi Pétursson flutti hátíðar- ræðuna. Kristinn G. Jóhannsson las fram- sóknarmönnum pistil um kvenna- áratuginn. má sjá nokkra Öngulsstaðahreppsbúa; Guðnýju Magnúsdóttur frá Öng- ðum, Magneu Garðarsdóttur og Hallgrím Aðalsteinsson í Garði, Jón-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.