Dagur - 07.02.1986, Side 15

Dagur - 07.02.1986, Side 15
7. febrúar 1986 - DAGUR - 15 Uivað er að gerastl Fjölbreyttir mmingartónleikar íþrótúr helgarmmr Næstkomandi laugardag 8. febrúar efnir Tónlistarskól- inn á Akureyri til fjöl- breyttra tónleiica í Borgar- bíói og hefjast þeir kl. 5. Á tónleikunum koma fram 19 nemendur og kennarar og flytja fjðlbreytta efnisskrá er samanstendur af einleiks-, samleiks-, söng- og hijóm sveitarverkum eftir Bach, Beethoven, Britten, Eccles, Fiocco, Liadow, Monti, Mozart, Poulenc, Skúla Halldórsson og Stanely Mayer. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Minningarsjóði um Þorgerði Eiríksdóttur, en sá sjóður hefur það hlut- verk að styrkja efnilega nem- endur Tónlistarskólans á Akureyri, þegar þeir halda til framhaldsnáms. Alls hafa 18 nemendur hlotið styrki úr sjóðnum. Tekjur af árlegum tónleikum, auk sölu minn- ingarkorta, sem afgreidd eru í bókabúðunum Huld, Bók- vali og einnig í Tónlistar skólanum eru aðaltekjulind sjóðsins. Nemendur skólans, aðstandendur þeirra og tón- listaráhugafólk er hvatt til að fjölmenna á þessa skemmti- legu og fjölbreyttu tónleika. Aðgangseyrir er kr. 300 almennt, en kr. 100 fyrir börn og skólafólk. Einnig verður tekið á móti viðbótar framlögum í sjóðinn. Um helgina verða fjórir leik- ir hér fyrir norðan í 3. deild- ar keppninni í handbolta. Lið Ögra frá Reykjavík og' ÍH frá Hafnarfirði koma í heim- sókn og spila gegn Þór og Völsungi. I kvöld kl. 20 leika Þór og Ögri í Höllinni og á sama tíma Völsungur og ÍH á Laugum í Reykjadal. Á morgun laugardag leika síðan Völsungur og Ögri kl. 14 á Laugum og Þór og ÍH í Höllinni á sama tíma. Þórs- arar eiga enn möguleika á að endurheimta sæti sitt í 2. deild en Völsungar eru úr leik í þeirri baráttu. Engu að síður ætla bæða liðin að sigra í leikjum helgarinnar og gæti góður stuðningur áhorfenda hjálpað þar til. í Hlíðarfjalli verða skíða- mót um helgina, stórsvig, svig og ganga og eru þau mót fyrir alla aldurshópa og jafnt fyrir þá sem æfa mikið og þá sem æfa minna. í blaðinu í gær er nánar sagt frá þessum mótum. 1. deildar lið Þórs í körfu- bolta fer suður í tvo leiki. Á laugardaginn gegn UMFG í Grindavík kl. 14 og á sunnudaginn gegn ÍS í Haga- skóla einnig kl. 14. Þórsarar eiga að vinna báða þessa leiki á góðum degi en þeim hefur bara ekki gengið nógu vel á útivelli í vetur. Karlalið KA í blaki fer austur til Neskaupstaðar og leikur gegn heimamönnum í 1. deildinni. Leikið verður á laugardag og hefst viðureign- in kl. 16. KA-menn hafa að- eins unnið einn leik í vetur og var það einmitt gegn Þrótti Nes. Þrennir tón- lákar Tón- listarfébgsins 15. febrúar kemur Anna Málfríður Sigurðardóttir til Akureyrar og heldur píanó- tónleika. Þar flytur Anna Málfríður eingöngu verk eft- ir konur, en þessa efnisskrá flutti hún í tengslum við kvennafrídaginn við góðan orðstír. 8. mars heldur Elísabet Eiríksdóttir einsöngstón- leika á Akureyri. Elísabet hefur um árabil stundað söngnám hjá Þuríði Pálsdótt- ur í Söngskólanum og sló eftirminnilega í gegn í einu aðalhlutverkinu í „Grímu- dansleiknum“ eftir Verdi. í mars koma góðir gestir í heimsókn; þeir Halldór Har-- aldsson, píanóleikari, Gunn- ar Kvaran, celloleikari og Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari. Þau halda tón- leika á vegum félagsins 22. mars. Áskriftarkort að öllum tónleikunum verða send félagsmönnum og fást í bókabúðinni Huld. Minnt er á sérstaka nemendaáskrift. Nú geta listelskir Akureyr- ingar og nærsveitamenn gert kjarakaup í kúnstinni. -bridds. Bikarleikurinn milli sveita Sjóvá Akureyri og Jóns Stefánssonar var jafn. Jón byrjaði betur, en þegar 34 spil af 40 voru búin skuldaði hann fimm stig. Það voru sviptingar í næstu spilum. Spil 35. S/A-V V N ♦ D863 ♦ K53 ♦ 1086 ♦ 972 ♦ 1073 ♦ 864 ♦ Á7 ♦ DG952 S ♦ Á1054 V G1097 ♦ G953 ♦ 4 Sagnir. Borð 1: S V N P P P 2L D 4S P P P Jón +700. Borð 2: P P P P 2L P P 3L P P P P Sjóvá +600. Jón 1 stig. A ♦ KG V ÁD2 ♦ KD42 ♦ ÁK86 A 1G D 1G 2T 3G Spil 36. V/allir V N 4 K97652 ▼ Á65 ♦ 73 A ♦ Á ♦ K4 4 DG4 V K72 ♦ ÁD94 ♦ DG975 S ♦ 1083 4103 ♦ 1065 4Á10862 4 DG984 ♦ KG82 ♦ 3 Sagnir. Borð 1: V N A S 1T 2S P 3S P P D P P P Jón +200. Borð 2: 1T 1S P P 2L 2S 3S P 3G P P P Sjóvá +600. Sjóvá 9 stig. Spil 37. N/N-S N 4 ÁK109 4 - V 4 ÁD10753 A 4 84 ♦ ÁD976 ♦ 652 4 D7532 4 K843 ♦ K s ♦ 8 ♦ ÁKD73 4 G6 4 G1052 ♦ G9642 4 G9 41084 Umsjón: Hörður Blöndal Sagnir. Borð 1: N A S V 1T P P 2H P P 3T 4L P 4H P P 5T 5H D P Sjóvá +300 P P Sagnir. Borð 2: 1L P 1T D 2T 2S 3T 3H 4T 4H P P P Jón +50. Sjóvá 6 stig. Það er ágæt æfing að skoða þessar hendur og finna leiðir til að melda spilin betur. T.d. má vinna 6 lauf á spil 35, 3 grönd vinnast alltaf á spil 36 og 5 tíglar á spil 37. Laugardagur Kristján Guðmundsson og Grímur Sigurðsson leika fyrir kvöldverðargesti. Hljómsveitin rlMIKUa ásamt Videoteki flawstudw ^nlur sýnir dansinn American Style Bjartmar Guðlaugsson og Pétur Kristjánsson, skemmta. Þessir eldhressu rokkarar slógu rækilega í gegn hér síðast. Tilboð helgarinnar: Djúpsteiktar raekjur með kryddsoðnum hrísgrjónum. Gratineruð piparsteik með graenum pipar, ferskum sveppum og rjóma Whisky-sósu. Ostfylltar vatnsdeigsbollur. Kaffi og konfekt. Kr. 990,- SpMuw Framsóknarfélag Húsavíkur Fundarboð Almennur félagsfundur verður haldinn í Framsókn- arfélagi Húsavíkur mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30. í Garðari. Dagskrá: a. Hvað hefur áunnist í atvinnumálum á kjörtímabil- inu? b. Kosningaundirbúningurinn. c. Önnur mál. Mætið vel. stjórnin. Bollukaífí alla helgina Ný sending af pottablómum. Blómstrandi Alparósir, Prímúlur og Sankti Páliur. Einnig grænar plöntur. Túlipanar úr eigin ræktun. Ath.! Allt í sáninguna. 1 Vín er margt að sjá svo sem stærsta skrautfiskabúrið á landinu. Velkomin í bollukaffið. Velkomin í Vín. Opið til kl. 10 öll kvöld. Blómaskáli við Hrafnagil. Sími 31333 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Mímisvegur 24, Dalvík, þinglesinni eign Hannesar Sveinbergssonar, fer fram eftir kröfu Trygginga- stofnunar ríkisins á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 12. febrúar 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Dalvfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Öldugata 6, Árskógshreppi, þinglesinni eign Ásólfs Guðlaugssonar, fer fram eftir kröfu Klemenzar Eggertssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands, á eign- inni sjálfri, miðvikudginn 12. febrúar 1986, kl. 13.45. Sýslumaðurinn f Eyjafirði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.