Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 1
Fjárhagsáætlun Akureyrar:
Rekstrarliðir 72,8%
Gert er ráð fyrir að heildarút-
gjöld Akureyrarbæjar árið
1986 verði 562,6 milljónir
króna og er það 37,5% hækk-
un frá fyrra ári.
Rekstrarliðirnir hækka úr tæp-
lega 70% af heildartekjum í
72,8% og er sú hækkun á kostnað
framkvæmdafjárins sem minnkar
um tæp 3% af heildartekjunum.
Pað er nú 27,2% af heildartekj-
um í stað 30% áður.
Þeir fjármunir sem Akureyrar-
- af heildartekjum
bær hefur úr að spila til fram-
kvæmda eru 136,7 milljónir
króna. Af þeirri fjárhæð fara 26,5
milljónir í Síðuskóla og 30,4
milljónir til VMA. Til gatnagerð-
arframkvæmda fara alls 35,2
milljónir króna. Þá fara 12 millj-
ónir í að greiða niður skuldir
bæjarsjóðs. Til dvalarheimila
aldraðra, Híðar og Skjaldarvíkur
er veitt 12 milljónum króna. Hins
vegar liggur ekki fyrir hversu
mikið fjármagn dvalarheimilin
fá úr Framkvæmdasjóði aldr-
Utsala á svínakjöti:
20% lækkun!
Svínakjötsframleiðendur hafa
ákveðið að hefja útsölu á
svínakjöti vegna erfiðrar
birgðastöðu. Mun smásölu-
verð á svínakjöti því lækka um
20%
í kjölfar dilkakjötsútsölunnar
í haust lækkuðu kjúklingabændur
framleiðslu sína og var þá mikil
pressa á svínakjötsframleiðend-
um að gera slíkt hið sama.
„Birgðtr voru miklar um ára-
mót, annars vegar vegna kjúkl-
inga- og dilkakjötsútsölunnar og
hins vegar vegna þess að fram-
leiðsluaukning er meiri en mark-
aðsaukningin. Við sjáum okkur
þvf ekki annað fært en að
grynnka á birgðunum með út-
sölu,“ sagði Halldór H. Kristins-
son, formaður Svínaræktarfélags
íslands í samtali við Dag.
Afurðastöðvarnar hafa greitt
framleiðendum fyrir svínakjötið
ýmist í lok mánaðar eða 45 dög-
um eftir innlegg. En vegna hinn-
ar erfiðu birgðastöðu var fyrir-
sjáanlegt að ekki yrði hægt að
standa skil á þessum greiðslum á
tilsettum tíma nú og þær drægjust
þar til kjötið seldist. Því var
ákveðið að halda útsölu á svína-
kjöti.
Útsalan mun standa yfir þar til
Gevsi-
harður
árekstur
- Bílarnir mikið
skemmdir
Geysiharður árekstur varð um
helgina á mótum Glerárgötu
og Strandgötu á Akureyri.
Tveimur bifreiðum var ekið
norður Glerárgötu. Þegar öku-
maður annarrar ætlaði að aka
fram úr hinni urðu afleiðingarnar
þær að báðum ökumönnunum
fipaðist aksturinn. Lenti önnur
bifreiðin á ljósastaur en hin á um-
ferðarvita. Bifreiðarnar voru
mjög mikið skemmdar eftir en
slys á fólki voru óveruleg. Öku-
maður annarrar bifreiðarinnar er
grunaður um ölvun við akstur.
gk--
rúmlega 100 tonn hafa selst.
Samkomulag náðist á milli Svína-
ræktarfélagsins og sláturleyfis-
hafa um að báðir veiti afslátt.
Verð til framleiðenda lækkar um
15% og sláturleyfishafar gefa 5%
afslátt. Heildarlækkun nemur því
20%.
Að sögn Halldórs H. Kristins-
sonar er markaðurinn yfirfullur
og taldi hann mjög hæpið ef ein-
hverjir bændur ætluðu sér að
hefja svínarækt til að mæta sam-
drættinum í hefðbundnum bú-
greinum. Það yrði einungis til
þess að auka vandann. BB.
aðra. Til þess að standa við þá
samninga sem gerðir hafa verið
um framkvæmdir í Hlíð og til
þess að byrja á nauðsynlegum
breytingum í Sjaldarvík þarf 22
milljónir króna. Samstaða mun
vera um það innan bæjarráðs að
brúa það bil sem hugsanlega
verður með aukafjárveitingu.
Sigurður Jóhannesson forseti
bæjarstjórnar sagðist vera nokk-
uð ánægður með niðurstöður
þessarar fjárhagsáætlunar þótt
þurft hefði að skera niður fé til
ýmissa framkvæmda sem ofar-
lega voru á óskalista bæjarstjórn-
arinnar.
„Fjárveiting til skólabygginga
tekur verulegan skerf af því fjár-
magni sem við höfum til ráð-
stöfunar en hefði þó þurft að vera
enn hærri til að ná betri nýtingu
á því fjármagni sem þegar er
bundið í þeim. Við verðum að
beina framkvæmdafénu meira að
skólabyggingum en við þyrftum
ef ríkið stæði betur við sinn
hluta. Rekstursþátturinn hefur
hækkað nokkuð og stafar það
m.a. að aukinni þjónustu strætis-
vagnanna og því að Síðuskóli og
dagvistin að Flúðum koma inn
með aukinn rekstur á árinu.
Þetta er liður í því að gera Akur-
eyri að betri bæ fyrir þá sem hér
búa og einnig að búa í haginn fyr-
ir framtíðina,“ sagði Sigurður.
BB.
Gleðilegan
bolludag!
Bolludagurinn er í dag og hætt
við að margir taki til við bollu-
át. Bakarar hafa lagt nótt við
dag til að vera viðbúnir því að
seðja bolluhungur landsmaiuia
og sennilega hafa einhverjir
vaknað af værum svefni í morg-
un við bamahögg á bossann
sem hafa í för með sér óhjá-
kvæmileg bollukaup.
Innbrot
og ölvun
Brotist var inn í íþróttahús
Glerárskóla á Akureyri um
helgina. Voru rúður brotnar í
húsinu og einhverjar skemmd-
ir unnar en engu var stolið.
Dansleikir voru í Freyvangi í
Eyjafirði á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Unglingar sækja
þessa dansleiki stíft og á föstu-
dagskvöldið þurfti lögreglan að
flytja marga þeirra heim vegna
ölvunar. Ástandið mun hafa ver-
ið betra á laugardagskvöldið.
gk--
Á hálum ís
Auðvitað er gaman að renna sér á íslögðum Leirunum - en gæti verið varasamt ef ísinn er
veikur. Lögregluþjóninum þótti ástæða til að áminna þessa ungu skautamenn um hættuna.
Mynd: - KGA.
RUVAK:
Fréttamenn
hætta
Auglýst hefur verið eftir frétta-
manni við svæðisútvarpið,
deild Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri. Auglýsing þessi er til-
komin vegna uppsagnar Ernu
Indriðadóttur, fréttamanns.
í viðtali við Dag sagði Erna að
óvíst væri hvað hún tæki sér fyrir
hendur að svo komnu. Þá hefur
Jón Baldvin Halldórsson, sem
einnig hefur starfað sem frétta-
maður við Ríkisútvarpið á Akur-
eyri, óskað eftir því við útvarps-
stjóra að verða fluttur í starf á
fréttastofunni í Reykjavík. Jón
Baldvin sagði í viðtali við Dag að
þetta stafaði af persónulegum
ástæðum. gej-/HS
69. árgangur Akureyri, mánudagur 10. febrúar 1986__________ 27. tölublað