Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 11
10. febrúar 1986 - DAGUR - 11 Minning: Ý Haraldur Ásgeirsson prentari Hinsta kveðja frá Skjaldborg hf. Haraldur Ásgeirsson prentari látinn, aðeins fertugur að aldri. Það er ótrúlegt, en vegir guðs eru órannsakanlegir og enginn veit hvenær kallið kemur. Halli var maður skjótráður og kl. 3 slys- daginn sat hann í skrifstofu prentsmiðjunnar Viðeyjar í Reykjavík, en þar rak hann off- setprentvél með Práni Þórhalls- syni eiganda prentsmiðjunnar. Kl. rúmlega 4 var hann kominn upp í flugvél með vini sínum og nokkrum mínútum síðar var hann allur. Haraldur var fæddur á Siglu- firði 6. apríl 1945, sonur hjón- anna Ásgeirs Bjarnasonar og Guðnýjar Þorvaldsdóttur. Hann hóf nám í prentiðn í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri árið 1962 og tók sveinspróf 17. sept. 1966. Eftir sveinsprófið fór hann suður og vann um tíma hjá Þráni í Viðey. Kom aftur norður árið eftir og vann í P.B.J. Haraldur tók nokkurn þátt í félagsmálum á námsárum sínum og var m.a. form. Iðnnemafélagsins og vara- bæjarfulltrúi var hann á Akureyri eitt kjörtímabil. Kynni okkar Haraldar hófust árið 1967, en 1. júlí það ár tókum við Prentsmiðju Björns Jónsson- ar á leigu til þriggja ára ásamt Baldri Hólmgeirssyni, sem var aðeins með okkur í hálft ár. Við stofnuðum fyrirtækið Skjaldborg sf. sem rak prentsmiðjuna og hóf bókaútgáfu strax fyrsta árið. Mál þróuðust svo að þegar leigutím- inn rann út keyptum við prent- smiðjuna og húseignina Hafnar- stræti 67„ en það var 1. okt. 1970. í fullri hreinskilni sagt gekk sam- vinna okkar Halla með ágætum, þó aðstæður okkar væru ólíkar að því leyti að Haraldur var mað- ur iaus og liðugur, en ég fjöl- skyldumaður með stóran barna- hóp. Kynni okkar Halla utan vinnunnar urðu því aldrei mikil, hann átti sína kunningja og ég mína, og um einkalíf hans vissi ég aldrei mikið. Halli var góður prentari og mjög laginn við vélar, og ekki veitti af því vélakostur prent- smiðjunnar var ekki góður. Mál þróuðust svo þannig að árið 1975 seldum við prentsmiðjuna og húsið og stofnað var hlutafélag um reksturinn og tók Björn Ei- ríksson þá við framkvæmda- stjórn. Við Halli áttum þó áfram hlut í fyrirtækinu, en hann tók sér hvíld eftir að fyrirtækið var selt og fór suður, og ári síðar, er hann kom í snögga ferð norður, keyptum við Björn hlut Halla í fyrirtækinu, en þá var hann búinn að taka ákvörðun um að setjast að í Reykjavík. Offsetprentun var að ryðja sér til rúms hér á landi á þessum árum og Halli ákvað að taka próf í offsetprentun og 1982 hófst samvinna hans og Þráins Þór- hallssonar, en þeir keyptu og ráku offsetprentvél í félagi og kölluðu fyrirtækið Viðey-offset og þar vann Halli þegar kallið kom. Það er vissa mín, að Halli sá alltaf eftir Skjaldborg, þessu fyrirtæki, sem hann átti mestan þátt í að stofna, og hafði alltaf samband við okkur Björn. í verkfallinu 1984 sýndi hann vænt- umþykju sína á bókaútgáfunni Skjaldborg, en þá hljóp hann undir bagga með okkur þegar út- litið var sem svartast. Þá kom hann oft óbeðinn til starfa við út- gáfuna í útibúinu í Reykjavík og hafði mikið og gott samband við Björn, sem þar dvaldi oft lang- tímum saman. Um Halla er það að segja, að hann var ákaflega hjálpsamur og drengur góður. Um það eru allir sammála sem þekktu hann. Við Björn kveðjum þig nú, Halli minn, og þökkum þér góð kynni og vináttu í rúm 18 ár. Öllum þeim, sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Haraldar, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Svavar Ottesen. Húsvíkingar - Þingeyingar 41585 er símanúmer Ingibjargar Magnúsdóttur blaðamanns Dags. Skrifstofan er að Stóragarði 3. Opið frá kl. 9-11 f.h. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni E. F. og G. hluta í Skála v/Kaldbaksgötu, Akur- eyri, þinglesinni eign Bílasölunnar hf. fer fram eftir kröfu Iðn- lánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var ( 104., 107. og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hríseyjargata 6, Akureyri, þinglesinni eign Jónasar Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hrl. og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 40. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Strandgata 53, Akureyri, þinglesinni eign Bíla- sölunnar hf. fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og innheimtu- manns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sunnuhlíð 12H, Akureyri, þinglesin eign Smára hf. fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var r105., 107. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hvammshlíð 3, Akureyri, þinglesinni eign Unnar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, bæjargjaldkerans á Akureyri, Gunnars Sólnes hrl. og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni á fasteigninni Óseyri 16, Akureyri, þinglesinni eign Vör hf. fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Arnarsíðu 6D, Akureyri, þinglesinni eign Ásgeirs Inga Jónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka fslands, Jóns Sveinssonar hdl„ Tryggingastofnunar ríkisins og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstu- daginn 14. febrúar 1986, kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ægisgötu 13, Akureyri, þinglesinni eign Sveinars Rósantssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnason- ar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Grænumýri 15, Akureyri, talin eign Steindórs Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Veðdeildar Landsbanka íslands, Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Ásmundar S. Jóhannssonar hdl., Björns J. Arnviðarsonar hdl., Péturs Guðmundssonar hdl. og Brunabótafélags íslands, á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.