Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 10. febrúar 1986 Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra er alfarið á þeirri skoðun að Útgerðarfélag Ákur- eyringa eigi ekki rétt á að láta smíða nýjan togara fyrir sig, en ÚA hefur litið svo á að félagið eigi enn eftir að fá skip í stað Sólbaks sem lagt var fyrir nokkrum árum og síðan seldur úr landi í brotajárn. „Ég hef ekki annað að segja um þessa afstöðu ráðherrans en að við teljum okkur eiga inni lof- Endurbætur á Siglfirðingi - fyrir 50-60 milljónir Ákveðið hefur verið að fram- kvæma verulegar breytingar og endurbætur á frystitogaran- um Siglfirðingi frá Siglufirði. Lengja á skipið um 9 metra, skipta um skrúfu og kaupa niðurfærslugír og togvindur í skipið. Áformað er að þessar breytingar hcfjist í næsta mán- uði. Að sögn Fiskifrétta hafa 23 aðilum verið send útboðsgögn varðandi þessar breytingar sem talið er að muni kosta á bilinu 50- 60 milljónir króna. Af þessum 23 skipasmíðastöðvum eru 4 inn- lendar. Talið er að verkið muni taka um 12 vikur. Afli Siglfirðings á síðasta ári var um 2600 tonn og aflaverð- mæti um 105 milljónir króna. t>ó var skipið frá veiðum í desember vegna bilunar. gk-. Útlit fyrír aukinn ferða- mannastraum á sumri komanda Skíðabáturinn sem vera á í siglingum frá Akureyri í sumar mun vera væntanlegur til landsins í maí, og áformað er að hann sigli í fyrsta skipti inn til Akureyrar 1. júní. Báturinn mun vera í siglingum með ferðamenn til Hríseyjar og Grímseyjar í sumar og tekur skamma stund að fara á milli með honum. Hér er um bát að ræða sem tekur á annað hundrað far- þega og eru það bræðurnir Hauk- ur og Orn Snorrasynir sem kaupa bátinn frá Póllandi. í haust er svo áformað að báturinn fari í sigl- ingar milli Reykjavíkur og Akra- ness og verði í þeim næsta vetur. Að sögn Gísla Jónssonar hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar hefur orðið vart við mikinn áhuga fólks varðandi bátinn og bendir allt til þess að siglingar með honum í sumar gætu orðið mjög vinsælar. Gísli sagði einnig að talsvert meira væri nú um bókanir útlend- inga í ferðir með FA í sumar en var í fyrra. gk-. orð stjórnvalda um að við fáum skip í stað Sólbaks, það er alveg skýrt,“ sagði Sverrir Leósson stjórnarformaður ÚA er við ræddum við hann. Við spurðum Sverri hvort ekki væri hugsanlegt að stjórnvöld litu þannig á að Hrímbakur hefði verið það skip sem hefði komið í stað Sólbaks. „Pegar við keyptum Hrímbak af Landsbankanum þá var það skýrt tekið fram af okkar hálfu að við litum svo á að við værum ekki að fá skip í stað Sólbaks, enda má segja það að við höfum stað- fest það með nafngiftinni. Skipið var látið heita Hrímbakur en ekki Sólbakur vegna þess að við lítum þannig á að við eigum eftir að eignast skip sem ber nafnið Sólbakur. Við höldum áfram með þetta mál og ætlum að láta reyna á þetta. Ég trúi ekki öðru en að ónefndir stjórnmálamenn sem gáfu loforð um þetta efni á sínum tíma standi við það,“ sagði Sverrir. gk-. Hersir í höfn á Akureyri. Mynd: KGA Ráðherra segir nei: Eigum loforð stjórnvalda... ... um skip í stað Sólbaks,“ segir stjórnarformaður ÚA > læjarstarfsmenn að störfum Helv... holur út um allt Hafið þið ekki bölvað þegar snjóa leysir og malbikaðar göt- ur koma undan snjó og hálku? Helv.... holur um allt. Þannig fara göturnai undan vetrinum og gera mörgum gramt í geði. Enda hafa menn orðið fyrir því að skemma bíla sína á þessum leiðindaholum. Þá er jafnvel sagt. „Hvar eru bæjarstarfs- menn nú? Það þarf að gera við þessar holur.“ Staðreyndin er sú að bæjar- starfsmenn eru sífellt að gera við þessar holur. Þeir urðu líka á vegi okkar í góða veðrinu um daginn. Fjórir hressir karlar að holufylla eins og það er kallað. Fyrst þarf að koma með loft- pressu og jafna kanta á holun- um. Síðan þarf að bera í þær fyllingarefni sem blandað er tjöru og valta yfir. Kristján Bergur Árnason, Randver Karlesson, Arnaldur Eyfjörð Snorrason og Gunnþór Hákon- arson voru í viðgerðarflokki sem fór um bæinn og holufyllti. - Er mikið um svona skemmdir á götum bæjarins? Þeir voru á því og sögðu að þessar helv... holur væru út um allt. Þannig að nóg væri að gera í þessu. - Er þetta leiðinlegt starf að holufylla? Það vildi enginn gefa ákveðið svar í þeim efnum. „Jú annars þetta cr frekar leiðinlegt," sagði einn þeirra. Það er ekki gefið upp hver sagði það. Þeir félagar verða á ferðinni næstu daga og lagfæra það sem þarf á malbik- uðum götum götum bæjarins. Það er ekki hægt að segja annað við þessa herramenn en: „Takk fyrir viðgerðina á götunum." gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.