Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. febrúar 1986 DA6UR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÓRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðarí__________________________ Hvers eiga nemendur að gjalda? Þrátt fyrir yfirlýsingar bæði menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra þess efnis, að sá launamunur sem er á milli grunnskóla- kennara eftir því hvort þeir eru félagar í Hinu íslenska kennarafélagi eða Kennarasambandi íslands verði leiðréttur, neyðast grunnskóla- kennarar til að grípa til aðgerða til að knýja á um leiðréttingu. Kennarar í þessum félögum eru með sömu menntun og sömu starfs- reynslu. Þeir kenna hlið við hlið og því er í hæsta máta óeðlilegt að laun þeirra séu ekki þau sömu, en nú munar 5%. Það er nauðsynlegt að þetta verði leiðrétt. Ábyrgðin á því að svo verði gert hvílir á Sverri Hermannssyni og Þorsteini Pálssyni. Þeir bera ábyrgð á því að grunnskólanemendur verða af kennslu vegna þess að kennarar eru neyddir til að grípa til ólöglegra aðgerða. En raunar er þetta aðeins lítill hluti af vandamálinu. Laun kennara almennt eru svo lág að ekki er viðunandi. Afleiðingin er ógn- vænleg. Nú eru tæplega 77% grunnskóla- kennara á landinu með kennsluréttindi. Lægst fer þetta hlutfall niður í 50% og rösk- lega það í þremur fræðsluumdæmum, þ.e. á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á Aust- fjörðum. Það er látið viðgangast að uppalend- ur og uppfræðarar landsins séu réttindalausir til kennslustarfa. Réttindalausir kennarar eru nú hátt í fjórðungur þeirra sem annast þessi vandasömu störf. Þeim fer fjölgandi ár frá ári og eru nú yfir sjö hundruð talsins sem ekki hafa þá sérmenntun sem krafist er. Hvers eiga nemendur að gjalda? Frumkvæði að engu gert Nú er unnið að framleiðslu á mjög fullkomnu tæki til vélstjórakennslu fyrir Verkmennta- skólann á Akureyri, svokölluðum vélarúms- hermi. Þetta mál virðist nú í höfn eftir tölu- verða baráttu framsýnna skólamanna og full- trúa Akureyrarbæjar. Ekki var annað vitað en að Verkmenntaskólinn einn myndi ráða yfir slíku tæki hérlendis, enda talið að eitt slíkt tæki annaði þörfinni. En það er eins og við manninn mælt. Vél- skólinn í Reykjavík mátti ekki minni vera og nú hefur verið ákveðið að kaupa annan slíkan hermi fyrir hann. Ríkið borgar hann allan en 60% kaupverð hermisins sem fer í Verk- menntaskólann á Akureyri. Frumkvæði norðanmanna er að engu gert og keypt tvö dýr tæki í stað eins. _viðtal dagsins. Ljósmynd: IM. „Hannfervoðalega illa með konur“ - Oktavía Stefánsdóttir leikstjóri í viðtali dagsins Fyrir þrem vikum hóf Leikfé- lag Húsavíkur æfingar á Enda- spretti eftir Peter Ustinof. Leikstjóri er Oktavía Stefáns- dóttir, Húsvíkingum að góðu kunn því fyrir rúmu ári leik- stýrði hún Gúmmí-Tarzan hjá Ieikfélaginu. - Um hvað fjallar Endasprett- ur. „Það segir frá lífshlaupi manns, Sams að nafni, við kynn- umst honum og lífsviðhorfi hans á fjórum aldursskeiðum. Þegar hann er áttræður, sextugur, fer- tugur og tvítugur, og á sama hátt kynnumst við eiginkonu hans, Stellu. Fjórar persónur leika Sam, það er greint frá sambandi hans við foreldra sína, hvaða áhrif þau hafa haft á hann og síðar á fram- komu hans við son sinn, Tom. Það endurtekur sig alltaf sama sagan. Þetta er gert á kaldhæðinn hátt, með djúpri alvöru og kitl- andi fyndni. Sumir segja að þetta sé gaman- leikur, mér finnst þetta vera há- dramatískt á köflum, en alltaf er undiralda af hæðni eða kímni, sem gerir leikritin hans svo skemmtileg. Ég hef heyrt að Ustinof hafi verið nýgenginn í gegnum skilnað þegar hann samdi verkið og feng- ið útrás fyrir sársauka sinn með því að niðurlægja konumyndina en upphefja karlmenn með alveg sérstökum karlrembuhætti í því.“ - Heldur þú að verkið sé að hluta sjálfsævisaga? „Ég býst við að hann styðjist við sína reynslu eins og hann sér hana fyrir sér frá kaldhæðnisleg- um punkti." - Algjör karlremba, hvernig finnst þér að stjórna þannig leik- riti? „Hann fer voðalega illa með konur. Það er allt í lagi að leik- stýra verkinu, en maður getur orðið töluvert reiður annað slagið, sem kona, því ég er svolít- il rauðsokka í mér. En ég verð að taka tillit til þess að þetta er hans skoðun þó ég sé ekki sammála honum.“ - Hvenær verður frumsýnt og hvað eru mörg hlutverk? „Frumsýning verður laugar- daginn 1. mars. Það eru 13 hlut- verk í leiknum og með þau fara 12 leikendur. Hlutverk eru álíka að stærð, eitt burðarhlutverk er í verkinu, Sam áttræður og hann leikur Ingimundur Jónsson.“ - Hvernig er að setja upp verk sem hleypur svona til og frá í tímanum, er ekki erfitt með bún- inga? „Karlmennirnir eru ekki svo mikið vandamál, ég hef ákveðið þá sem persónur og liti, en í kvenfatnaðinum mun ég fylgja stil hvers tíma.“ - Þú leikstýrir, sérð um bún- inga og fleira? „Ég hanna búninga, geri riss af sviðinu og vel liti í lýsingu. Þegar maður er leikstjóri í áhuga- leikhúsum sér maður í raun um allt, ef ekki er sviðshönnuður á staðnum. En það er indælt fólk sem vinnur hér hjá félaginu við tæknihliðina.“ - Þú hefur unnið hér áður, hvernig líkar þér á Húsavík? „Ég setti upp Gúmmí-Tarzan og það var alveg stórkostlegt. Ég kann mjög vel við mig hér og þegar ég kom hingað núna fannst mér ég komin heim. Vonandi á ég eftir að koma oft hingað hvort heldur til að vinna eða prívat, hér hef ég eignast góða kunningja. Hér er mikið af hæfileikafólki og það besta er að það hugsar eins og atvinnufólk að mínum dómi. Það leggur sig virkilega fram og það er ekki að leika sér, það vinnur virkilega. Það er sérstak- lega gott fyrir leikstjóra að vinna með svona fólki. En þó maður vilji alltaf að áhugafólk sé sem líkast atvinnu- fólki þá er eitt sem það má ekki missa og það er áhugamanns- áhuginn, því atvinnumennskan vill stundum verða svolítið eins og fólk sé að fara í fisk. Það er ráðið og verður oft að taka að sér hlutverk sem þvf líkar ekki við. Hér kemur fólk og vinnur sín hlutverk af því það hefur áhuga á leikritinu og ætlar að vera með. Það er það sem gefur áhuga- mannaleikhúsi alveg sérstakan ljórna." IM Arðbær auglysingíódýrum auglýsingamiðli . iM® Ahnfamikill auglýsingamiðill

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.