Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. febrúar 1986
10. febrúar 1986 - DAGUR - 7
Gunnar Gunnarsson sést hér skora eitt marka sinna í leiknum gegn Ögra.
Mynd: - KGA.
Þór sigraði ÍH
í lélegum leik
- í 3. deildinni í handbolta
„Það er svo ekki mikið um þetta að
segja. Þetta var alveg ferlegt klúður
hjá okkur, við misnotuðum hvert
dauðafærið af öðru. Við eigum að
vinna þetta lið með 10-15 marka mun
á sæmilegum degi,“ sagði Gunnar
Gunnarsson þjálfari og leikmaður
Þórs í handbolta eftir sigur á ÍH
26:19 í 3. deiidinni á laugardag í
Höllinni.
Samúelsson 3, Gunnar þjálfari 3 (2),
Hörður Harðarson 2, Gunnar Gunnars-
son 2, íngólfur Samúelsson 2 og Ólafur
Hilmarsson 1.
Flest mörk ÍH skoruðu, Sigþór Jó-
hannesson 4 (1), Þórður Þórðarson 4 og
ívar Arnarsson 4 (2) en hann var útilok-
aður frá leiknum í lok fyrri hálfleiks.
Dómarar voru Stefán Arnaldsson og
Ólafur Haraldsson og dæmdu þeir vel.
Það leit ekki vel út í byrjun. Bæði lið-
in áttu erfitt með að finna leiðina í mark
andstæðingsins og það voru liðnar ná-
kvæmlega 5 mín. af leiknum þegar ÍH-
menn skoruðu fyrsta markið úr víti.
Þórsarar náðu síðan forystu og um
miðjan hálfleikinn var staðan 6:4 fyrir
þá. I hálfleik var staðan 13:10 fyrir Þór.
IH-menn náðu að minnka muninn
strax í upphafi síðari hálfleiks og héldu
í við Þórsarana fram í miðjan hálfleik-
inn. Þá var eins og þeir hefðu ekki
meira úthald og Þórsarar nýttu sér það
vel og sigruðu með 26 mörkum gegn 19.
Leikur þessi var hörmulega leikinn af
báðum liðum. Á tímabili var eins og
byrjendur í íþróttinni væru inni á vellin-
um. Mistök á mistök ofan á báða bóga.
ÍH-liðið lék enn verr í þessum leik en
gegn Völsungum daginn áður og náðu
þeir að draga Þórsarana niður á svipað
plan á köflum. Einu mennirnir sem eiga
hrós skilið eru markverðirnir, þeir
Hermann Karlsson hjá Þór og Gunnar
Viktorsson hjá ÍH. Einnig varði Axel
Stefánsson mark Þórs af stakri prýði
þann stutta tíma sem hann lék. Þórsar-
arnir náðu að klúðra fjórum vítaköstum
í þessum leik sem er orðið nokkuð al-
gegnt og mörgum dauðafærum einnig.
Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson
10 (1), Kristinn Hreinsson 3, Jóhann
Ögri lítil hindrun
Þórsarar náðu sér auðveldlega í tvö
stig í baráttunni um sæti í 2. deild að
ári er þeir sigruðu afspyrnulélegt lið
Ögra með 25 mörkum gegn 10. Hef-
ur Iið Ögra enn ekki unnið leik og
koma sennilega ekki til með að gera
það í ár.
Það var aðeins í upphafi leiksins sem
jafnt var en síðan kvöddu Þórarsar
Ögra-menn og juku forskotið jafnt og
þétt. I hálfleik var staðan 13:6.
í siðari hálfleik héldu Þórsarar áfram
að auka muninn og þegar flautað var til
leiksloka var staðan orðin 25:10. Bestir
í liði Þórs voru þeir Gunnar Gunnars-
son og Axel Stefánsson markvörður.
Ekki er hægt að hæla einum einasta
leikmanni Ögra.
Mörk Þórs: Gunnar Gunnarsson 5,
Jóhann Samúelsson 5, Kristinn Hreins-
son 4, Ingólfur Samúelsson 3, Sigurpáll
Aðalsteinsson 3, Hörður Harðarson 2,
Ólafur Hilmarsson 2 og Aðalbjörn
Svanlaugsson 1.
Flest mörk Ögra gerðu Jóhann
Ágústsson 3, Olgeir Jóhannesson 2 og
Gunnar Kristófersson 2.
Leikinn dæmdu þeir Stefán og Ólafur
og gerðu það vel.
íþróttic
: ' '
Körfubolti 1. deild:
Handbolti 3. deild:
Stórsigur Þórsara á
ÍS í Hagaskóla
Baráttuglaðir Þórsarar létu
tapið gegn UMFG á laugar-
daginn ekkert á sig fá heldur
mættu tvíefldir til leiks gegn
Stúdentum í Hagaskóla í gær
og unnu yfirburðasigur sem
hefði orðið enn stærri ef leik-
menn Þórs hefðu ekki leyft sér
að slaka á í lokin.
í upphafi var leikurinn mjög
jafn en Þórsliðið hafði frum-
kvæðið þar til 7 mín. voru liðnar
af leiktímanum og staðan var
14:13. Þá komust Stúdentar yfir í
fyrsta sinn 15:14 og juku svo for-
ystuna í 19:14. Þórsarar jöfnuðu
19:19 en Stúdentar komust í
21:19. Þá hrökk Þórsliðið svo
sannarlega í gang og á þeim 8
mín. sem voru eftir af fyrri hálf-
leik skoruðu Þórsarar 27 stig
gegn aðeins 4 stigum Stúdenta.
Sannarlega stórkostlegur leik-
kafli Þórsara og staðan í hálfleik
því 46:25.
í seinni hálfleik héldu Þórsarar
uppteknum hætti og bættu jafnt
og þétt við forskotið þar til það
var orðið 43 stig, 83:43 og 7 mín.
til leiksloka. Þá slökuðu leik-
menn Þórs aðeins á og Stúdentar
náðu að minnka muninn í 30 stig.
Lokastaðan sem fyrr segir 93:63.
Þórsliðið átti allt sannkallaðan
stórleik og væri ósanngjarnt að
nefna einn leikmann öðrum
fremur hvað það varðar. Varnar-
leikurinn var frábær mikið tekið
af fráköstum og mörg skot blokk-
eruð. í sókninni gekk flest upp.
Stigahæstu menn Þórs voru,
Konráð 32, Björn 14, Jóhann 12,
Hólmar 10 og Eiríkur 10 stig.
AE/Revkiavík
Völsungs-
sigur
gegn
Ögra
Þaö var ekki mikill glans yfir
leik Völsungs og Ögra sem
fram fór á laugardag á Laug-
um. Völsungar enn í skýjun-
um yfir sigrinum á ÍH og spil-
uðu langt undir getu. Þeir sigr-
uðu engu að síður örugglega
með 27 mörkum gegn 20 enda
lið Ögra það langslakasta í 3.
deildinni.
Leikurinn var jafn framan af,
Völsungar náðu ekki að hrista
Ögramenn af sér í fyrri hálfleik
og staðan í hálfleik var 15:12
Völsung í vil.
Ögramenn héngu í Vöslungum
fram í miðjan síðari hálfleik en
þá skildu leiðir og Völsungar
gerðu út um leikinn og sigruðu
eins og áður sagði með 27 mörk-
um gegn 20.
Það var fátt sem gladdi augað
í þessum leik. Þó var eitt markið
sem Ögramenn skoruðu eitt
af því flottasta sem sést hefur á
Laugum en það var línusending
sem hafnaði beint í marki Völs-
lenti heldur hversu stór hann
yrði. Úrslit leiksins urðu eins og
áður sagði 36:29 Völsungum í vil.
Lið 1H er mjög slakt, í liðinu
voru aðeins fjórir leikmenn sem
eitthvað kunna fyrir sér í hand-
bolta að ráði. Bestir voru þeir
Gunnar Viktorsson markvörður
og Sigþór Jóhannesson.
í liði Völsungs var Pálmi
Pálmason bestur en einnig voru
þeir Birgir Skúlason, Magnús
Hreiðarsson og Arnar Guðlaugs-
son góðir.
Mörk Völsungs: Pálmi Pálma-
son 15, Magnús Hreiðarsson 6,
Birgir Skúlason 4, Arnar Guð-
laugsson 4, Skarphéðinn ívarsson
2, Sveinn Freysson 2 og þeir
Bjarni Bogason, Sigmundur
Hreiðarsson og Gunnar Jóhanns-
son 1 mark hver.
Flest mörk ÍH gerðu þeir Sig-
þór Jóhannesson 11, ívar Arnars-
son 10 (5) og Sigfús Jóhannesson
4.
Leikinn dæmdu þeir Magnús
Pálsson og Kristján Sveinsson og
fórst þeim það vel úr hendi.
unga.
Mörk Völsungs: Pálmi Pálma-
son 10, Gunnar Jóhannsson 4,
Sigmundur Hreiðarsson 3, þeir
Arnar Guðlaugsson, Bjarni
Bogason, Gunnar Bóasson og
Birgir Skúlason 2 hver og Magn-
ús Hreiðarsson og Skarphéðinn
ívarsson 1 mark hvor.
Flest mörk Ögra gerðu Gunn-
ar Kristófersson 7 og Rúnar Vil-
hjálmsson 6. Dómararar voru
þeir sömu og kvöldið áður, þeir
Magnús og Kristján og stóðu þeir
sig vel.
Staðan í 3. deild íslandsmóts-
ins í handknattleik eftir leiki
helgarinnar er þessi:
Völsungur-ÍH
Þór-Ögri
Selfoss-Týr
Skallagr.-Fylkir
ÍA-ÍBK
Völsungur-Ögri
UMFN-Reynir
UFHÖ-Týr
Þór-ÍH
Týr
IBK
ÍA
Reynir
Þór
Fylkir
Selfoss
Völsungur
UMFN
UFHÖ
ÍH
Skallagr.
Ögri
18 15-0.
17 14-0.
17 11-3.
17 11-3
17 11-2-
17 9-1-
17
17
18
18
17
17
19
8-3.
6-1
5- 3'
6- 1
5-0
3-1
0-0
■ 3 470;
• 3 460;
3 432;
3 415;
4 398;
. 7 371;
6 373;
10 411:
10 438:
11 425:
12 393:
13 342:
19 271:
36:29
25:10
16:14
19:25
18:24
27:20
25:28
21:31
26:19
344 30
:324 28
:354 25
:360 25
:336 24
344 19
359 19
417 13
439 13
495 13
463 10
438 7
536 0
Knattspyrna:
Hinrik þjálfar Vask
Stjórn knattspyrnudeildar
Vasks hefur endurráðið Hinrik
Þórhallsson sem þjálfara
meistaraflokks félagsins.
Hinrik þjálfaði liðið í fyrra
sumar með góðum árangri og
komst liðið í úrslit í 4. deildinni
en náði ekki að vinna sér sæti í 3.
deild. Stefna þeir Vaskarar á að
gera betur í sumar og vinna sér
sæti í 3. deild að ári.
Hinrik mun samt sem áður
leika með KA eins og hann
reyndar gerði í fyrrasumar.
Hinrik Þórhallsson.
Björn Sveinsson var í miklu stuði gegn ÍS í gær.
Þórsarar töpuðu
í Grindavík
- í 1. deildinni í körfubolta
Grindvíkingar höfðu betur í
leik við Þórsara á laugardag
þar sem barist var um annað
sætið í deildinni og sigruðu
með 9 stiga mun 62:53. Það
sem skildi á milli liðanna var
aðallega óheppni Þórsara í
skotum sínum.
Grindvíkingar hófu leikinn af
krafti og tóku strax forystu sem
þeir létu ekki af hendi það sem
eftir var af leiksins. Eftir 8 mín.
leik var staðan 12:6 og bættu
Grindvíkingar aðeins við foryst-
una fyrir leikhlé en staðan þá var
32:24.
f síðari hálfleik héldu Grind-
víkingar Þórsurum í hæfilegri
fjarlægð og sigruðu eins og áður
sagði með 62 stigum gegn 53.
Þetta lága skor sýnir hversu lé-
leg hittnin var hjá liðunum og þá
sérstaklega Þórsurum. Sem dæmi
má nefna að Þórsarar skoruðu
ekki stig á 5 mín. kafla í leiknum.
Um sóknarleik Þórsara er lítið
hægt að segja, það gekk hrein-
lega ekkert upp. Vörnin var hins
vegar þokkaleg og þar börðust
Eiríkur, Jóhann og Ólafur vel.
Grindvíkingar spiluðu þokka-
lega í sókninni en vörnin var
mjög sterk hjá þeim. Bestir
Grindvíkinga voru Ólafur Jó-
hannsson og Eyjólfur Guðlaugs-
son. Þeir voru jafnframt stiga-
hæstir með 20 stig hvor.
Stighæstir Þórsara voru Kon-
ráð með 12, Björn 8 og Ólafur 8.
Það vakti athygli hversu lítið
Ólafur lék í þessum leik.
AE/Reykjavík
„Þetta var dálítið sveiflu-
kenndur leikur, við vorum 4
mörkum yfir snemma í leikn-
um og þá tóku þeir Arnar úr
umferð. Síðan hættu þeir því
og þá náðum við tökum á
leiknum á ný. Vörnin hjá okk-
ur hefur lagast mikið og strák-
arnir hafa tekið ótrúlegum
framförúm og ég er mjög hress
með þá. Þá get ég lofað þér því
að þetta verða ekki síðustu tvö
stigin sem við tökum hér á
Laugum,“ sagði Pálmi Pálma-
son þjálfari og leikmaður
Völsungs í handbolta eftir ör-
uggan sigur á ÍH 36:29 í 3.
deildinni á föstudagskvöld.
Völsungar skoruðu tvö fyrstu
mörkin í leiknum með vel út-
færðum aukaköstum. Jafnræði
var með liðunum fram í miðjan
fyrri hálfleik en þá náðu Völs-
ungar 4 marka forystu 14:10. ÍH-
menn voru ekkert á því að missa
þá of langt í burtu og náðu að
jafna 14:14. En Pálmi Pálmason
skoraði 15. mark Völsungs beint
úr aukakasti eftir að leiktíminn
rann út og því leiddu Völsungar
með einu marki í hálfleik 15:14.
ÍH-menn náðu forystunni strax
í upphafi síðari hálfleiks en síðan
skiptust liðin á um að hafa for-
ystu fram á 15. mín. þá var stað-
an jöfn 21:21. Virtist vera farið
að draga af Hafnfirðingunum og
Völsungar skoruðu 6 mörk á
næstu mín. gegn 1 marki ÍH-
manna. Eftir það var aldrei
spurning hvorum megin sigurinn
Golfklúbbur Akureyrar:
Inniæfingar í Höllinni
Kylflngar á Akureyri eru nú
farnir að hugsa sér til hreyf-
ings með hækkandi sól, og
inniæfingar hjá Golfklúbbi
Akureyrar eru hafnar.
Að þessu sinni fara æfingam-
ar fram í kjallara íþróttahallar-
innar undir styrkri stjórn Árna
Jónssonar golfkennara.
Fastir tímar eru sem hér
segir: Miðvikudagar kl. 17-19
stúlkur 18 ára og yngri, mið-
vikudagar kl. 19-22 konur,
fimmtudagar kl. 17-19 drengir
og fimmtudagar kl. 19-22 karlar.
Auk þess hafa félagar klúbbsins
aðgang að æfingaaðstöðunni á
öðrum tímum eins og hægt er.
Geysileg aukning varð á fé-
lagatölu Golfklúbbs Akureyrar
á sl. ári og er reiknað með því
að sú þróun haldi áfram. Tilval-
ið er fyrir nýliða að notfæra sér
þessa kennslu og undirbúa sig
þannig fyrir sumarið.
Eins og í fyrra er hópurn og
fyrirtækjum gefinn kostur á því
að panta hópkennslu og veitir
Árni Jónsson sími 21230 allar
upplýsingar þar að lútandi.
Árni er einnig kennari GA eins
og sl. ár. Þeir sem hafa áhuga á
að kynnast golfíþróttinni geta
komið við í íþróttahöllinni og
fengið að prófa og þurfa ekki að
leggja sér til áhöld. gk-.
íslandsmótið í blaki:
KA sigraði Þrótt
KA-menn gerðu góða ferð
austur á Neskaupstað um helg-
ina er þeir sigruðu Þrótt í æsi-
spennandi leik með þremur
hrinum gegn tveimur.
Þróttarar unnu fyrstu hrinuna,
KA-menn aðra en Þróttarar þá
STAÐAN
3. deild
þriðju. KA-menn náðu svo að
vinna fjórðu og fimmtu hrinurnar
og var sú fimmta æsispennandi.
Þróttarar höfðu yfir 14:13 og áttu
uppgjöf en þeim mistókst að
skora 15. stigið og KA-menn
náðu að knýja fram sigur 16:14
og þar með í leiknum 3:2.
Leikurinn var ekki sérlega vel
leikinn og bar töluvert á mistök-
um í báðum liðum.
Var þetta annar sigur KA-
manna yfir Þrótti og eru það jafn-
framt einu leikirnir sem þeir hafa
unnið í deildinni til þessa.
Liðið er þjálfaralaust og hefur
verið það í allan vetur. Vonandi
verður þessi sigur til þess að
koma KA-liðinu á sigurbraut eft-
ir magurt tímabil til þessa.
Pálmi Pálmason skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn ÍH á föstudagskvöld.
Mynd: KK.
Völsungar sigruðu
slakt lið IH
Knatt-
spymu
úrslit
Mörgum leikjum varð að
fresta í cnsku knattspyrnunni
uin helgina. í getraunakeppn-
inni var teningurinn látinn
ráða í þeim leikjum sem ekki
voru spilaðir.
Úrslit leikjanna sem spilaðir
voru urðu þessi:
1. deild:
Aston Villa-West Ham fr.x
Birmingham-W.B.A 0-12
Chelsca-Oxford 14
Ipswich-Arsenal fr. 1
Liverpool-Man.U 1-1 X
Man.City-Q.P.R. 2-01
Nottm.Forest-Newcastle 1-2 2
Sheff.Wed.-Leicester fr.
Southamton-Luton 1-2 2
Tottenham-Coventry 0-1
Watford-Everton fr. x
2. deild:
Bamsley-Sheff.U. fr. x
Bradford-Middlesbro fr.
Gharlton-Brighton fr.
C.Palace-Portsmouth fr. x
Grimsby-Lceds 1-01
Huddersf.-Hull fr.
Millwall-Wimblcdon fr.
Oldham-Blackbum 3-1
Shrewsbury-Norwich 0-3 2
Stoke-Fulham fr.
Sunderland-Carlisle 2-2
STAÐAN
1. deild
Everton 28 17- 5- 6 63:35 56
Man.United 28 17- 5- 6 49:23 56
Chelsea 27 16- 6- 5 45:29 54
Liverpool 29 15- 9- 5 57:31 54
West Ham 26 15- 6- 5 42:24 51
Luton 29 13- 8- 8 46:32 47
Arsenal 26 13- 7- 6 32:29 46
Sheff.Wed 27 13- 7- 7 43:42 46
Nottm.Forest 29 14- 4-11 52:42 46
Newcastié 28 11- 9- 8 36:43 42
Man.City 29 11- 8-10 36:34 41
Watford 27 11- 6-10 46:43 39
Tottenham 28 10- 5-13 39:35 35
Southampton 28 9- 7-12 34:39 34
Q.P.R. 28 10- 3-15 30:42 33
Coventry 29 8- 7-14 36:48 31
Leicester 28 6- 9-13 37:51 27
Ipswich 28 7- 5-16 22:40 26
Oxford 29 6- 8-15 42:57 26
Aston Villa 28 5-10-13 31:43 25
Birmingham 28 6- 3-19 15:38 21
W’.B.A. 29 3- 7-19 25:65 16
STAÐAN
2. deild
Norwich 29 18- 7- 4 60:26 61
Portsmouth 28 17- 4- 7 49:23 55
Charlton 26 14- 5- 6 50:30 47
Wimbledon 27 13- 6- 8 37:28 45
Sheff.U. 28 12- 7- 9 47:40 43
Brighton 28 12- 6-10 49:44 42
Hull 28 11- 9- 8 48:40 42
C.Palace 28 11- 7-10 34:33 40
Stoke 28 9-11- 8 38:38 38
Barnsley 28 10- 8-10 29:30 38
Grimsby 29 10- 8-11 44:43 38
Blackbum 27 9- 9- 9 32:37 36
Oldham 28 10- 5-13 43:48 35
Shrewsbury 29 10- 5-14 36:45 35
Leeds 29 10- 5-14 38:50 35
Sunderland 29 9-10-13 32:45 34
Bradford 24 10- 3-11 28:35 33
Millwall 25 10- 3-12 39:42 33
Huddersf. 27 7-10-10 37:45 31
Middlesbro 28 7- 7-14 25:36 28
Fulham 24 8- 3-13 25:32 27
Carlislc 27 5- 5-17 26:55 20