Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 10.02.1986, Blaðsíða 5
10. febrúar 1986 - DAGUR - 5 lesendahorniá I _orð í belg_ Horft á skjáinn _______ — Að sjálís hans sögn ci h í Síðan sjónvarpið leiddi fram (s- [ lenskan iistamann numcr eitt, j hað er að segja Bubba Morthens, | hefur það verið að velkjast fyrtr Imér hvaða matlistiku forraða- Imcnn sjönvarpstns nota, þegar Iþeir leggja mat sitt á hsttr og 1 listamcnn. Einhvern vegtnn fann lég fyrir þvt að þar vært engan Veginn um sömu mæbsttku að læða og ég nota í þvthkum tilfell- *im ! allri minni vankunnáttu, því fsamkvæmt minni aJ'cr® 1 ' viðs fjarri að Bubbi Morthens lenti 1 fyrsta sæti við mat á ágæu íslenskra listamanna. En það er „ú svona að vcra orðtnn gamall oe hugsanlega elliær. ; 8Aður en Bubbi Morthens var kleiddur fram af sjónvarptnu, sem \istamaður númer ettt, hafðt ég Itundum verið að velta fyrtr mér Lildi hans sem skemmtikrafts og íomist um það bil að þessan fniðurstöðu: Mér virttst hann hafa [ hæfilcika til að semja dægurlaga- tcxta. Hins vegar fannst mer [ hann jafnan misnota þennan 1 hæfilcika herfilcga. Framan af meðan poppunnendur hossuðu honum hvað hæst. samd, hann Liarnan svo óhrjálcga songtexta Óskar Sigtryggsson skrifar: popplagaframlciðenda. En þá er þcss að geta að þar ftnnst mer ekkt við stórt að jafna og tejdl^g einskis i misst, þó að su stétt „listamanna" væri stórum ta- mcnnari og afkastaminni. Á bessa lund er mat mitt a „listamanninum" B“bl>a Morthens. Og sé það svo að vlð cigum engan listamann honum fremri, uggir mig um framtið hst arinnar hér á landi. í umræddum sjonvarpsþætti dró listamaðurinn upp sjálfsmynd, sem mér finnst tæp- ast að hægt sé að láta óskoðaða hegar listamaðurinu cr metmn því einungis cr þar um etna pers- ónu að ræða. Sú sjálfsmvnd sen hann hat dró jST ' Að sjálfs hans sögn cr hann of-l beldismaður, scm stundaij innbrot. .. -j pað þarf engan að undra þo ac 1 Bubbi Morthcns kæmist að þeirrj . „iðurstoðu að Utla-Hraunsvisi blasti við honum. Paði er ckkJ óeðlilcgt að líta svo a, að það halil verið gloppa í réttarkcrfmu scml kom i vcg fyrir það, að hanij hafði ckki þcgar vistast þur. Þ' L lýsing hans á sjálfum scr er á þal \„„d að hann væn hættulegurl umhvcrfi sínu. ekki sísl ef svo skyldi hafa verið að hann vær , auk þcss að vera fíkn,c'nancy,n andi, einnigveitandi, en það mun ekki vera fátítt um slika menn. Einmitt þegar Bubbi er í þvi i ástandi scm hann dregur upp semj dckksta mynd af, verður hanrl átrúnaðargoð fjölmargra poppS unncnda af yngn kyn'lb®,nnl Nú er það svo, að ungl folk lcil ast gjarnan við að likja cftj þeim, sem það dáir mest hve, i sinni. Hafiþaðvenðsvoað m J ungmcnni hafi, vcgna -ödau J sinnar á poppstjörn^nm But J Morthcns, tileinkað sér hfsml hans, eins og ráða má af frásj ciftif, að hann Maður með fordóma 17 ára Þjóðverji óskar eftir pennavinum Blaðinu hefur borist bréf frá 17 ára Þjóðverja, sem hefur áhuga á að eignast pennavin á íslandi, til að kynnast íslandi og íslend- ingum betur. Áhugamál hans eru: ísland, ljósmyndun, bækur, tónlist, gítarleikur, ferðalög, frí- merkjasöfnun, fótbolti o.fl. o.fl. Maðurinn er því greinilega mjög fjölhæfur. Nafn hans og heimilis- fang er: Gregory “Greg“ Drozd, Artilleriestr. lla, 4500 Osnabriick, West-Germany. Keðju- bréfaplága Kona í Þorpinu hríngdi og vildi vara fólk við keðjubréfum sem eina ferðina enn hrúgast yfir fólk. Nú er í gangi einhver peninga- keðja sem er eingöngu ætluð konum og sagðist hún hafa fengið þrjú bréf í sömu vikunni frá blá- ókunnugum manneskjum. En það var ekki allt því skömmu síð- ar fékk fjögurra ára gömul dóttir hennar eitt bréfið til viðbótar. Konan kvaðst vilja biðjast undan þessum ófögnuði og sér í lagi þætti sér frekt að senda fjögurra ára gömlu barni, ólæsu og óskrifandi, bréf með kvöðum um frekari bréfaskriftir. „Ég get ekki setið á mér vegna greinar Óskars Sigtryggssonar um Bubba Morthens," sagði „ung kona“ af Brekkunni er hún hringdi á ritstjórn fyrir stuttu. Telur „ung kona“ að sú einkunn sem Óskar gefur Bubba sé ekki sanngjörn og sýni svo ekki verði um villst að Óskar sé gamall maður og fullur af fordómum gagnvart mönnum eins og Bubba. Einnig telur „ung kona“ að Óskar hafi misskilið þegar sagt var að Bubbi væri listamaður númer eitt. Álítur „ung kona“ að Bubbi hafi verið fyrstur í röð margra listamanna sem komi fram í þessari þáttaröð sem var að hefja göngu sína í sjónvarp- inu. „Hvar er maðurinn í pólitík fyrst hann getur ekki þolað rót- tæka söngtexta Bubba?“ spyr „ung kona.“ Hún telur að Bubbi þurfi á engan hátt að verja sína texta. „Þeir skila sér á þann hátt sem hann vill sjálfur,“ segir „ung kona,“ og er hneyksluð á skrifum Óskars. Við hvetjum lesendur til að koma úr felum og láta skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorninu. Síminn er 24222 Þeir Sem skrifa merkja bréfin; Dagur, Strandgötu 37, Akureyri, „lesendahornið“. Þeir sem vilja geta feng- ið bréf sín birt undir dulnefni, en fullt nafn verður samt sem áður að fylgja til ritstjórnar. Sama gildir um þá sem hringja; við birtum erindi þeirra undir dulnefni, en það verður ekkert birt ef viðkomandi segir ekki til nafns í símann. Jiögni________________ Dropinn dýri Vegir viðskiptanna eru órann- sakanlegir, eða því sem næst. Ég heyrði hérna um daginn fullyrt, að Rússar gætu boðið okkur ódýra bíla vegna þess hve varahlutasala í þessa sömu bíla væri mikil og stöðug. Það væri jafnvel spursmál, hvort þeir gætu ekki hreint og beint gefið okkur bílana og náð siðan kaupverðinu aftur af okk- ur með varahlutasölu. Ekki þori ég að fullyrða aö hér sé rétt með farið því að þetta er auðvitað stórpólitískt mál. Hitt get ég fullyrt, að einn stór galli er á öllum bílum, rúss- neskum sem öðrum: Þeir ganga fyrir eldsneyti og nota flestir bensín. Gallinn á bensíni er aftur á móti sá, að það er svo dýrt. Af fljótandi nauðþurftum er, að ég held, einungis franskt fimm stjörnu koníak dýrara. Það ber þó að hafa í huga, að yfirleitt þarf mun minna af kon- íakinu, svo það fer þá að verða spurning hvort er dýrara. Ef hlustað er á útvarpsfréttir, má ganga út frá tvennu sem vísu: Fréttaauka frá fróttaritar- anum á Spáni og fróttum um lækkun bensínverðs, - úti í heimi. Á (slandi er ekki til siðs að lækka verð á þessum vökva. Mér er nær að halda að það þyki argasti dónaskapur. Þegar látin er í Ijós undrun yfir þessu óréttlæti heimsins, er svarið alltaf það sama: Við kaupum bensínið af Rússum. Með tímanum er maður svo farinn að trúa því aö rússneskt bensín sé þeirrar náttúru, aö geta bók- staflega ekki lækkað í verði. Einhverjar efasemdir koma þó upp í þessu sambandi, ekki síst þegar það er haft i huga að þetta austræna bensín er nauðalíkt hinu vestræna. Litur- inn og lyktin eru eins. Það er ennfremur eldfimt svo sem títt er um þennan vökva. Um bragðið þori óg ekki að dæma og liggur þar e.t.v. skýringin, hvers vegna bensín hækkar á íslandi þegar það lækkar í verði úti um allan hinn siömenntaða heim. Með framangreindar stað- reyndir í huga er ekkert undr- unarefni þótt viðskiptafræðileg þverstæða ætti sór stað hérna um daginn: Maður nokkur tap- aði á verðlækkun á bensíni. Þetta var góðkunningi minn, sem frétti fyrir rúmri viku, að fyr- ir dyrum væri enn ein verð- breytingin á bensíni. Daginn fyrir verðbreytinguna sentist vinur minn um bæinn þveran og endilangan í þeim eina tilgangi að tæma hjá sér bensíntankinn. Rétt fyrir lokun renndi hann sér á síðasta dropanum inn á bens- ínstöð. „Stútfylla," sagði vinur- inn hinn ánægðasti. Að því loknu dró hann upp peninga- veskið og borgaði dropann dýra með glöðu geði, aldrei þessu vant. „Jæja, og hvað græddi ég svo mikið á þessu?" spurði hann afgreiöslumanninn. „Græddi?" spuröi afgreiðslu- maðurinn á móti. „Hvað ætli þú hafir svo sem grætt, - þú tapað- ir, vinur. Bensínið lækkar á skák___________________________________ Umsjón: Gylfi Þórhallsson. Eftirfarandi staða kom upp í skák milli Hauks Jónssonar og Sigurjóns Sigurbjörnssonar á síð- asta helgarskákmótinu hér á Ak- ureyri. Haukur er með hvítt og lék í 54. leik Hf8, sem svartur svaraði með 54. — f4!!, 55. b8=D - Hxb8, 56. Hxb8 - e2, 57. Kd2 - Kf2, 58. Hbl - c4!, 59. Hhl -c3+ og hvít- ur gafst upp. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér fram á mát í níu leikjum fram í tímann, en það gerðist í hverfakeppninni í ár, í skák Arnars Þorsteinssonar (Glerárhverfi) og Ólafs Krist- jánssonar (Oddeyri/Innbær). Ólafur er með svart og á leik í stöðunni. 1. - Rxf4+!!, 2. gxf4 - Df3 + , 3. Kh4 - Dxf4+, 4. Kh3 - Df3+, 5. Kh4 - g5 + , 6. Kxg5 - He6, 7. Dd3 - Hg6+, 8. Kh4 - Df4+ og hvítur gaf, því hann er óverjandi mát, með Dh6+. Leikar fóru þannig 4!ó:3VÍ! Inn- bæ/Oddeyri í vil. Nú stendur yfir Skákþing Ak- ureyrar, og það er alltaf eitthvað að gerast í skákunum og margt furðulegt. Við skulum líta á fvrri stöðuna, en hún er tetld í fyrstu umferð. Það er Sveinbjörn Þ. Sveinbjörnsson sem er með hvítt og Friðgeir Kristjánsson með svart. Síðasti leikur hvíts var 41. Rc6 - abcdefgh 41. -He8!. 42. Ke2-(ef42. Rd4 - e2+, 43. Rxe2-Hf5+. 44. Kgl - Hxe2 og vinnur). 42. - Hf5. 43. Rd4? - (nú tapar svartur fljótt, betra er Hbl og heldur skákinni gangandi). 43. - Hf2 + . 44. Kd3 - Hd2+, 45. Kc4 - He4, 46. Bc6 - Hexd4+, 47. Kc3 - e2, 48. Bf3 - Hd3+, 49. Kc4 - Hxf3!, 50. exf3 - Hdl. gefið. Og síðari skákin er úr annarri umferð. Sigurjón Sigurbjörnsson er með hvítt og Árni G. Hauks- son með svart. Hvítur á leik. 12. Bf5! - Hc6? (betra er 12. -c4, nú vinnur hvítur lið), 13. Re5 - Rxe5, 14. dxe5 - Rd7?, 15. Bxe7 - Dxe7, 16. Rxd5 - Dxe5, 17. f4! -Dxb2, 18. Re7-Kh8, 19. Rc6- Bxc6, 20. Dc2 - Dxc2, 21. Hxc2- Rf6, 22. Hd2 og hvítur vann 20 leikjum síðar. Fasteignasala við Ráðhústorg Opið kl. 13-19 virka daga. Sími 21967. Bugðusíða: 160 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr. Byggingar- gerð timbur. Sólvangur: 3ja herb. einbýlis- hús við Höfðahlíð. Húsið er að miklu leyti endurnýjað. Einholt: 5 herb. raðhús á tveim- ur hæðum. Ýmis skipti koma til greina. Arnarsíða: 5 herb. raðhús á tveimur hæðum, innbyggður bílskúr á neðri hæð. Skipti á minna raðhúsi eða neðri hæð möguleg. Eiðsvallagata: 5 herb. efri hæð 137 fm ásamt bílskúr og góðum geymslum á neðri hæð. Ranargata: 4ra herb. efri hæð 120 fm ásamt 24 fm bílskúr. Góð hæð. Hrafnagilsstræti: 5 herb. efri- hæð 135 fm ásamt geymslu og þvottahúsi í kjallara. Víðilundur: 4ra herb. íbúð á fyrstu hæö í fjölbýlishúsi, skipti á tveggja herb. íbúð á Brekk- unni, þarf að vera á fyrstu eða annari hæð. Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi 110 fm. Þvottahús og geymsla er á hæðinni. Hitaveita að öllu leyti sér. Borgarhlíð: 4ra herb. íbúð á neðstu hæð í fjölbýlsihúsi. Sér inngangur. Byggðarvegur: 2-3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Allt sér. Skarðshlíð: 3ja herb íbúð á neðstu hæð i fjölbýlishúsi ca. 90 fm. Geymsla og þvottahús eru í íbúðinni. Hitaveita að öllu leyti sér. Hægt er að taka góðan bíl sem greiðslu. íbúðin er laus nú þegar. Skarðshlfð: 4ra herb. íbúð á 3.hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er endaibúð i mjög góðu standi. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúðir í fjölbýlishúsi. Keilusiða: 4ra herb. íbúð á neðstu hæði í fjölbýlishúsi. Skipti á tveggja herb. íbúð koma til greina. Vantar allar gerðir eigna á skrá. ÁsmundurS. Jóhannsson —u lögfræöingur a m Fasteignasafa Brekkugötu 1. Sölustjóri: Ólafur Þ. Ármannsson. Heimasími 24207. Sölumaður Anna Arnadóttir. Heimasimi 24207. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.